Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 4
da<;blaðið. þriðjudagur 9. AgUst 1977. 4 HJALTEYRI FYRRIGREIN ÞAÐ HVÍN í GLUGGA- TÓTTUM, ÞAR SEM ÁÐURVARMALAÐ GULL * 11 ár eru liðin síðan ein stærsta síldarverksmiðja landsins var lögð niður. Síðan hafa skiptanefnd Kveldúlfs hf. og Landsbankinn haldið öllu óhreyfðu—og matsverðið hefur fimmfaldazt í verðbólgudansinum „Ég er sannfœrð um að þetta verður ekki draugaborg. Hér á eftir að verða eitthvað. Hjalteyri byggist upp aftur." — Sigriður Jóhannesdóttir, Hjalteyri. Á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur undanfarinn áratug verið að grotna niður ein stærsta síld- arverksmiðja landsins með til- heyrandi húsakosti. Þar hafa geysileg verðmæti verið að fara forgörðum, þótt auðvitað megi deila um verðmæti þess, „sem ekkert gefur af sér og ekki er fyrirsjáanlegt að geri það,“ svo notuð séu orð Ingimars Brynjólfssonar, oddvita á Ásláksstöðum. Það var Kveldúlfur hf., ætt- arfyrirtæki Thorsaranna sem átti og rak síldarverksmiðjuna á Hjalteyri. Raunar „átti“ Kveldúlfur Hjalteyri eins og hún lagði sig og mikið land þar upp af, mörg hundruð hektara lands. Kveldúlfur hætti starf- semi sinni 1966 þegar síldin hvarf. Þá hættu hjól síldarverk- smiðjunnar á Hjalteyri að snú- ast og reykinn lagði ekki lengur út yfir Eyjafjörð. En þótt fyrir- tækið sé löngu hætt að starfa og allir eigendur þess látnir (bræðurnir Richard, Thor, Olafur, Kjartan og Haukur Thors), er Kveldúlfur hf. enn á firmaskrá Reykjavíkur. Fyrir hönd þess starfar enn skila- nefnd, sem Axel Einarsson hrl. veitir forstöðu eftir lát- Guðlaugs Þorlákssonar hrl, sem skipaður var skilanefndar- maður 15. júní 1970. Þegar fyrirtækið hætti starf- semi sinni 1966 var það skuld- um vafið, einkum við Lands- banka Islands. Félagið var þó ekki tekið til gjaldþrotaskipta, eins og útlit var fyrir um tíma, heldur yfirtók Landsbankinn allar eignir þess. Skuldin er leyndarmál Ekki er ljóst hversu miklar þær skuldir voru. Dagblaðið hefur leitað til Helga Bergs bankastjóra Landsbankans og Stefáns Péturssonar, þess lög-' fræðings bankans sem hefur haft með málefni Kvcldúlfs sáluga að gera, en hvorugur þoirra hefur viljað svara var skipuð, hóf Landsbankinn fljótlega að selja ýmsa hluti úr síldarverksmiðjunni á Hjalt- eyri, svo sem þurrkarana. Nú hefur þvl sem næst ekkert gerzt á Hjalteyri í mörg ár, utan að í fyrrahaust var hafin bygging hafnargarðs, sem ljúka á í haust. Það tók þrjú ár fyrir sveitarfélagið, Arnarneshrepp, að fá keyptan hálfan hektara fjörunnar svo hægt væri að byrja á hafnargarðinum. „Höfn á Hjalteyri hafði ekki forgang á Alþingi“ En hvers vegna tók svo lang- an tíma að fá þetta lítilræði lands keypt? „Það var engin fyrirstaða af okkar hálfu,“ seg- ir Stefán Pétursson. Ingimar Brynjólfsson oddviti tekur í sama streng: „Það stóð á. heimild Alþingis til þessara framkvæmda, „höfn á Hjalteyri hafði ekki forgang." Þar til Jón Sólnes alþingis- maður lét af bankastjóra- störfum á Akureyri lét hann sig málefni Hjalteyrar nokkuð varða. Hjalteyringar eru nokk- uð almennt sammála um að „á meðan Sólnes var í bankanum var alltaf einhver hreyfing". En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Sólnes Henning Jóhannesson sjó- maður á Hjalteyri sem gerir þaðan út litla trillu og saltar mest sjálfur ásamt konu sinni, Guðrúnu Gísladóttur, er einn þeirra sem lengi varð að bíða eftir hafnargarðinum: „Sólnes hafði lofað því að bankinn myndi gefa land undir hafnar- stæðið. Eins hét hann því á meðan hann var í bankanum að Hjalteyringar þyrftu ekki að örvænta um framtíð sína. Svo gerðist það á þingmannafundi hér í fyrrasumar, eftir að skikinn hafði verið keyptur af Landsbankanum eftir þriggja ára streð, að hann kvaðst ekk- ert hafa vitað um að þessi kaup voru fyrirhuguð. Hann sat þó fundinn með hreppsnefndinni þar sem kaupsamningurinn var gerður." spurningum um skuldir Kveld- úlfs. Stefán Pétursson sagði þó að hann teldi ljóst, að banka- stjórn og bankaráð Lands- bankans skrifaði ekki undir skuldaskilasamning nema það væri mat þeirra að eignirnar dygðu fyrir skuldum. (Skulda- skilasamningur Landsbankans og Kveldúlfs var gerður 1973, þremur árum eftir að skila- nefndin tók til starfa.) Með sölu á lóðum og fasteign- um fyrir tugi og jafnvel hundruði milljóna hefur Lands- bankinn fengið ríflega upp í útistandandi skuld Kveldúlfs. Og nú hefur Hjalteyri þrjár tilheyrandi bújarðir (sem einar eru 82 hektarar lands) verið auglýst til sölu. Ellefu árum eftir að fyrirtækið hætti störf- um, verksmiðjuhjólin hættu að snúast og Hjalteyri lagðist í dvala. Landsbankinn sér um sína Vlst er að skuldir Kveldúlfs við Landsbankann voru ekki verðtryggðar. Bókfærð úti- standandi eign Landsbankans hjá Kveldúlfi er þvl nánast hin sama og hún var fyrir ellefu árum. Aftur á móti hefur verð- gildi eignanna rúmlega nífald- azt á þessum tíma miðað við byggingavísitölu. Fasteignamat Hjalteyrar og tilheyrandi hefur á þessum tíma fimmfaldazt eða úr 15 milljónum 676 þúsund í 85 milljónir og 400 þúsund skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Landsbankinn hefur því efalaust hagnazt mjög á skuldaskilasamningnum við Kveldúlf hf., — og Thorsfjöl- skyldunni, sem alla þessa öld hefur verið ein helzta valdaf jöl- skylda íslands, bjargað frá gjaldþroti. En Stefán Pétursson, lög- fræðingur Landsbankans, segir um þetta verðgildismat: „Eingöngu með sölu er hægt að sanna verðgildi hlutanna." Þrátt fyrir að fjögur ár liðu frá því að Kveldúlfur hætti rekstri og þangað til skilanefnd Þossi gamla Krelarúsl á Hjalteyri slendur eins og hauskúpulákn úli á Kyrinni. Tveir ungir sjómenn sellu í hurð í þeirri veiku von að gela nolað rústina undir veiðarfa'ri sín.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.