Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 6
<>
DACJBLAÐIÐ
Eldgosiðá Hokkaido:
Gjóskan fellur í mörg hundruð kift f jarlægð
Ibúar þeirra þorpa er standa
næst eldstöðvunum á Hokkaido
í Japan hafa orðið að yfirgefa
heimili sín. Nú liggur öskulag
sem hið 725 metra háa fjall
hefur sent frá sér þar yfir öllu.
Um sex þúsund manns, bæði
íbúar þorpanna og ferðamenn,
hafa verið flutt á brott í nótt.
Eldfjallið Usu hefur sent 12
gusur fyrir þetta svæði á
síðustu 48 stundum. I sending-
unum eru stórir grjóthnullung-
ar sem falla niður á manna-
bústaði en ekki hafa orðið nein
slys á fólki svo vitað sé.
Gjóska úr eldfjallinu hefur
fallið á borgirnar Sapporo og
Iwamizawa sem eru í meira en
eitt hundrað kílómetra fjar-
lægð. Eyðilegging vegna
gossins úr Usu er talin nema
mörgum milljörðum fslenzkra
króna.
Gripið
geriosód
kaup
Smáauglýsingar
MMBIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.tO í kvöld
. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST 1977.
Makaríos
jarðsettur:
Valdi
legstað
sinn
sjálfur
Makaríos erkibiskup, for-
seti Kýpur, var jarðsettur i
gær. Við útförina voru við-
staddir þjóðhöfðingjar frá
fjölmörgum löndum.
Erkibiskupinn var jarð-
settur á stað sem hann hafði
sjálfur ákveðið. Hann er
hátt í hlíðum Trodosfjalls og
þaðan er mjög gott útsýni
yfir alla eyjuna. Sjálf guðs-
þjónustan fór fram í ný-
tfzkulegri kirkju í höfuð-
borginni Nicosíu, nálægt
kirkju þeirri sem lík forset-.
ans hefur staðið á viðhafnar-
börum síðustu daga.
Talið er að grafhýsi
Makaríosar verði helgi-
staður grískumælandi
Kýpurbúa í framtíðinni.
Etna gýs
stöðugt
— byggðerekki
íhættu
Eftir tv.eggja ára rólegheit
gýs eldfjallið Etna á Sikiley
nú nær stöðugt. Gosið hófst i
siðasta mánuði. Hraun-
straumurinn er nú orðinn
um það bil tveir kílómetrar.
Mannabyggð við Etnu er
ekki í hættu af völdum
gossins, ekki enn að minnsta
kosti. Hraunstraumurinn
veltur nú niður norðaustur-
hlíð fjallsins. — Etna er
stærsta virka eldfjallið i
Evrópu.
Mesta
atvinnu-
leysi í
Japan um
át ján ára
skeið
Atvinnuleysi í Japan
eykst stöðugt og er nú hið
mesta um átján ára skeið.
Um það bil tvö prósent fólks
á vinnumarkaðinum eru nú
án atvinnu. Stjórn landsins
telur þetta stafa af of hæg-
um efnahagsbata.
Fjöldi atvinnuleysingja
hefur vaxið stöðugt síðan i
janúar síðastliðnum. Alls
munu 55,5 milljónir Japana
vera vinnufærar. Þar af eru
nú nákvæmlega 2.08% at-
vinnulaus. Arið 1958
komst talan upp I 2.10% —
um það leyti sem japanska
efnahagsundrið svokallaða
var að byrja að mótast.
Erlendar
fréttir