Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 24
r ( Af lögreglumálum á Seyðisfirði: Maður höfuðkúpubrotinn, — sjúkrabifreið fannst ekki Fréttaritari Dagblaðsins á Seyðisfirði, Arnþór Jónsson frá Möðrudal, slasaðist alvarlega aðfaranótt sunnudagsins. Hann var að koma af dansleik í féla^sheimilinu Herðubreið ásamt fleira fólki er bifreið kom á hægri ferð að mannfjöld- anum. Fólkið vék allt frá nema Arnþór. Hann steig í galsa upp á stuðara bílsins og lagðist yfir vélarhlífina. Það skipti engum togum, að bilstjórinn, skapmaður mikill, gaf í og ók á mikilli ferð nokkurn spotta. Síðan snar- hemlaði hann með þeim af- leiðingum að Arnþór flaug fram af. Hann liggur nú höfuð- kúpubrotinn og meðvitundar- lítill á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Þannig hljómar í stórum dráttum frásögn sjónarvotta að' atburðinum. Bílstjórinn segir sjálfur að Arnþór hafi stokkið fyrir bílinn. Löareglan finnst ekki. Þegar i stað var reynt að ná sambandi við lögregluna. Lög- reglubíllinn á Seyðisfirði er jafnframt sjúkrabíll kaup- staðarins. Lögreglumennirnir, sem á vakt voru, fundust hins vegar ekki. Er heimildarmaður Dagblaðsins, Bjarni Halldórs- son húsvörður í Herðubreið, kom á slysstaðinn um 20 mínútum eftir að slysið varð, var Ríkharður Björgvinsson lögregluþjónn kominn — Rikharður er í sumarleyfi. Þrír menn voru þá sendir til að sækja sjúkrabörur á sjúka- húsið, sem er í um 200 metra fjarlægð frá sl.vsstaðnum. Síðan var presturinn fenginn til að flytja Arnþór þangað í sínum bíl. Jafnframt fóru Ríkharður lögregluþjónn og bílstjórinn sem slysinu olli til að leita að lögreglumönnunum, sem áttu að vera á vakt. Annar lögreglu- maðurinn Þorbjörn Þorsteins- son neitaði að tala um málið við Dagblaðið um miðjan dag í gær. Hann hafði þá ekki skilað skýrslu um atburðinn til sýslu- mannsembættisins á Seyðis- firði. Fulltrúi sýslumanns kvaðst búast við að skýrsla Þor- bjarnar bærist seinni partinn í gær eða á morgun. „Notum það, sem hendi er nœst“ Sigurður Árnason sjúkahúss- læknir á Seyðisfirði sagði í sam- tali við Dagblaðið að komið hefði verið með Arnþór aðfara- nótt sunnudagsins með höfuðá- verka. Þar eð hann var höfuð- kúpubrotinn var hann umsvifa- laust sendur til Reykjavíkur. Sigurður var inntur eftir því, hvort algengt væri að sóknar- presturinn og aðrir tækju að sér sjúkraflutninga, er sjúkra- bíllinn fyndist ekki. Hann svaraði: ,,Það getur alltaf komið fyrir af tilviljun að hlutir týnist að nóttu til í litlu plássi. Þá verður að nota það sem hendi er næst.“ -AT- Blfreið fjórmenninganna eftir veltuna — einn þeirra lét lífið í veltunni. Mlnni myndin er frá sjúkraflugvelli í grenndinnl. Flugvél Flugstöðvarinnar er að leggja af stað til Reykjavikur með unga manninn sem slasaðist mest og lézt af völdum sára sinna. — DB-myndir Agúst Björnsson. Lét lífið í bflveltu í Skagafirði 25 ára gamall Reykvikingur lét Hfið í bílveltu í Skagafirði á mánudaginn. Var hann á ferð með fjórum félögum sínum er slysið varð austan í Hegranesi sunnan Garðs. Sá er lézt sat I framsæti ásamt norskum sjó- manni. Sá norski slasaðist mikið og var fluttur flugleiðis til Reykjavíkur með innvortis meiðsli. Hinir tveir hlutu óveruleg.meiðsli. Mennirnir fjórir óku í austur frá Sauðárkróki aðfaranótt mánudags. Slysið varð síðan í beygju á áðurnefndum stað. Þar er vegur góður og lítil hætta á ferðum að því er virð- ist. Þar er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki liggur ekki ljóst fyrir hvor ók, hinn látni eða norski sjómaðurinn. Málið er enn i rannsókn. Talið er víst að félagarnir hafi verið undir áhrifum áfengis. Nafn hins látna hefur ekki verið birt, því ekki hefur náðst í ættingja. - ASt. r i V KARL BRETAPRINS HAFÐI DREGIÐ 27 LAXAIGÆR — Arkar vegleysur við Hofsá og nýtur lífsins Karl Bretaprins nýtur lífsins við Hofsá í Vopnafirði þessa dagana og hafði um miðjan dag I gær fengið 27 laxa á land. Prinsinn hefur nú verið hér í fjóra daga við veiðar, en hann hyggst dvelja hér tíu daga til viðbótar, eða hálfan mánuð alls, og mun eyða þeim öllum ið veiðar í Hofsá. Dagblaðið hafði í gær sam- : and við veiðihúsið að Teigi í Vopnafirði. önnur af starfs- stúlkum veiðihússins varð fyrir svörum og gaf þessar upp- lýsingar um veiði prinsins. „Prinsinn er mjög ánægður jneð dvöl sína hér við Hofsá. Það er anzi kalt þrjá fyrstu dagana en í dag, mánudag, er veðrið miklu betra. Prinsinn nýtur dvalarinnar hér og ráð- gerir hann tíu daga dvöl til viðbótar við veiðar." Þessi laxveiði Karls Breta- prins sýnir að hann veiðir fullan ,,kvóta“. I Hofsá er veiðin sem sé skömmtuð. Menn mega veiða 7 laxa á dag. Leyft er að veiða meira einn dag en annan ef heildarveiðin fer ekki yfir 7 laxa á dag miðað við allt veiðitímabilið. Við Hofsá er nýtt veiðihús, 240-250 fermetra. Lauk byggingu þess 1975. Það er vel búiö hús, rafmagnshitað, góð eldhúsaðstaða, rúmgóð setu- stofa og sex eða sjö gistiher- bergi. Hofsá er ýmist leigð Islendingum eða erlendum veiðimönnum. Veiðirétt fyrir útlendinga hefur Skotinn Brian Booth haft í áratug. Tvær brezkar stúlkur starfa á hans vegum í veiðihúsinu. Veiðin í Hofsá kostar 12000 kr. á dag fyrir íslendinga búsetta utan Vopnafjarðar, 7500 fyrir Vopnfirðinga og 5500 kr. fyrir landeigendur að ánni. I Hofsá eru leyfðar sex stangir. tslendingar veiða mest fyrri hluta sumars en blandast síðan útlendingum. Enginn Islendingur veiðir nema 2-3 daga í senn. Brian Booth borgar svo ákveðna upphæð fyrir sinn rétt og Vopnfirðingar skipta sér ekki af framleigu hans nema fylgja verður kvóta- reglunni og öðrum veiðireglum. Lax gengur á um 35 km svæði í Hofsá en aðalveiðisvæðið er 15-20 km að lengd. Efst er veg- leysa á 3-4 km kafla og arka veiðimenn það. Gunnar Pálsson form. veiðifélagsins sagði við DB að þá göngu vorkenndi hann engum því hún borgaði sig svo sannarlega. Þessa veg- leysu arkar nú Bretaprins glaður í bragði. -ASt. ✓ frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGtJST 1977, Evröpumótið íbridge: Svíar og ítalir eru öruggir á toppnum Að fimmtándu umferðinni lokinni á Evrópumótinu í bridge eru Svíar og Italir enn á toppnum og eru aðrar þjóðir ekki liklegar til að ná þeim héðan af. Mótið fer fram í Elsinore í Danmörku. Helztu úrslit í fimmtándu um- ferðinni urðu þau að Svíar unnu Austurríkismenn 19-1; ítalir sigruðu Finna með 12-8 og gest- gjafirnir, Danir, töpuðu fyrir Israelsmönnum með 9-11. Islendingar töpuðu fyrir Norð- mönnum með 4-16. I kvenna- flokknum eru Italir og Bretar taldir líklegustu sigurvegararnir. Italir sigruðu Dani í gær með 20-0. Sömu úrslit urðu hjá Bretum gegn V-Þýzkalandi. Staða efstu landa er nú þessi: Sviþjóð 250 stig, 2. Ítalía 230 stig, 3. Israel 196 stig, 4. Danmörk 195 stig, 5. Sviss 191 stig. íslendingar eru í sextánda sæti með 110 stig. I kvennaflokkinum-er Ítalía I efsta sæti með 165 stig. Næstu lönd eru Bretland með 157 og Svíþjóð með 157 stig. -AT- Eftirleikur Geirfinnsmálsins: Lögmenn bíða enn eftir gögnunum — skaðabdtamálið þingfest l.september Lögmenn fjórmenninganna, sem i fyrra sátu saklausir i löngu gæzluvarðhald i vegna meintr- ar aðildar að hvarfi Geirfinns Einarssonar, hafa enn ekki fengið I hendurnar gögn málsins, að sögn Ingvars Björnssonar, hdl. Stefna fjórmenninganna á hendur ríkinu til greiðslu miska- og skaðabóta, sem nema um 250 milljónum alls, verður staðfest 1. september, að loknum réttar- hléum. „Gögnin eru mjög nauðsynleg þótt við höfum auðvitað til dæmis atvikalýsingu," sagði Ingvar. Taldi hann jafnvel hæpið að lög- mennirnir fengju gögnin í hendurnar fyrr en dómur væri fallinn í Geirfinnsmálinu. Ekki mun vera ákveðið hvenær lokaflutningur Geirfinnsmálsins verður í sakadómi Reykjavíkur. Fjármálaráðuneytið hét þvi, eftir að ríkið ákveð að láta dómstóla skera úr um skaða- og miskabætur fjórmenninganna, að beita áhrifum sinum til að málið fengi eins skjóta meðferð og hægt væri. Þýðir það nánast að ráðuneytið ætlar ekki í slag við fjórmenningana. -ÓV. Létu loka sig inni tiladræna ífriði Tveir piltar voru staðnir að verki við innbrot o£ stuld I Austurstræti 6 I gærkvöldi. Þótti einkennilegt atferli manna i húsinu og var lögreglu gert viðvart. Kom hún að piltunum sem brotizt höfðu inn I tvö fyrir- tæki í húsinu, Eignamarkaðinn og Barna- og fjölskyldumyndir. Piltarnir höfðu verið í þessu verzlunarhúsi fyrir lokun og síðan falizt þar inni og látið loka sig inni þá er fólk yfirgaf húsið. Siðan hófu þeir ránsferðina. En hún varð stutt og fékk réttan endi. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.