Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 3
DAGHLAHin. I>KH)JUI)ACUR í). ÁCÚST 1977. Spurning dagsins 3 ÞORSKVEIÐIHEFUR ALLTAF VERIÐ LITIN HORNAUGA Bréfritari segir þorskveiðar alltaf hafa verið litnar hornauga. Reynir Traustason skrifar: Flateyri 30.7. 1977, athuga- semd við grein Sighvats Björg- vinssonar í DB 28.7: Sighvatur talar um gjör- breytt viðhorf í sjávarútvegi og segir að hingað til höfum við litið á fiskinn sem ótakmörkuð náttúrugæði en nú sé komlð annað hljóð í strokkinn, fiskur sé ekki óþrjótandi. Þessi mæti „þingmaður" okkar Vestfirðinga ætti að snúa sér að öðrum málaflokkum (t.d. dómsmálum) því hann hefur greinilega ekki hugmynd um hvaða fullyrðingar hann setur fram á prenti. Ef hann hefði kynnt sér eitt- hvað sögu fiskveiða við Island væri honum kunnugt um að allar götur síðan um aldamót hefur gætt mikilla fordóma í garð þorskveiða í hvaða mynd sem er. Bókin Kastað í flóanum eftir Asgeir Jakobsson er ágætt heimildarrit um þessi mál og ég held, Sighvatur, að þú ættir að labba þér út í búð og fá þér eintak og reyna að afla þér fróðleiks um þau mál sem bú tjáir þig svo digurbarkalega úm. Þetta er ekki rétta leiðin fyrir pólitíska pabbadrengi til að afla flokki sínum atkvæða. Hvað telur þú hollt fœði? Kristján Gissurarson kennari: Það er fyrst og fremst náttúruleg- ur matur. Ég nefni sem dæmi grænmeti og ávexti og annað þess háttar. Björg Pétursdóttir starfsstúlka: Það getur nú farið eftir mörgu. En i heild held ég að hollast sé að nota sem minnst af gerviefnum. Þjóðminja- safnið og opnun þess Leiðsögukona hringdi: Ég sá um daginn grein, ég held í DB, þar sem gestur í Þjóðminjasafninu lýsti furðu sinni á því að safninu skyldi vera lokað klukkan fjögur á daginn og þá fólki hent út svo að segja á sömu ínínútunni. Ég hef í mörg ár farið með ferða- mannahópa í safnið og þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Mig langar svo að vita hvort ekki er hægt að hafa safnið opið lengur á sumrin þegar allt er hér fullt af útlendingum sem ekki skilja svona lagað og vilja gjarnan gefa sér góðan tíma á svona safni. Einnig kemur mér í hug að loka safninu á sama tíma fyrir fólki sem hyggur á inngöngu en gefa þeim sem inn eru komnir tíma til að ljúka við, að skoða safnið. Það mætti t.d. vera þarna hálftíma mismunur. Það vakti kæti mína í gær (fimmtudag) að þegar klukkan sló fjögur ætluðu leiðsögukon- urnar að vísa gestum frá eins og venja er en þá sáu þær að þjóðminjavörður var að sýna biskupi Islands og öðrum pótentátum af norræna kirkju- þinginu safnið svo þær stilltu sig og gáfu þeim rýmri tíma. Þetta finnst mér svolítið undarleg pólitík. Þvi þarf að veita sumum gestum það sem öðrum er ekki veitt. Má ekki gefa öllum góðan tíma? Hringið ísíma £3322 miilikl. 13-15 eöaskrifiö Geir Pétursson tæknifræðingur: Það er nú dálítið breytilegt hvað manneldisfræðingar segja að sé hollt. Ég held þó að náttúrlegur matur sé hollastur. Það er til dæmis grænmeti, ávextir og mjólk. UMBOÐIÐ AISLANDI BANKASTRÆTI8 SÍMI27510 Þyrí Jónsdóttir skrifstofustúlka: Eg hef enga skoðun á því. Eg borða bara það sem á boðstólum er hverju sinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.