Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977.
Valur og ÍA verða
að reyna aftur!
— úrslitakeppni 5. f lokks á Selfossi um helgina.
Þar léku Akranes og Valur til úrslita og skildu jöfn,
Urslitakeppni 5. flokks fór
fram á grasinu á Selfossi um
helgina — f blíðskaparvcðri og að
viðstöddum fjölda áhorfenda.
Valur og Akranes mættust f úr-
slttum — og skildu liðin jöfn f
ákaflega jöfnum og skemmtileg-
um leik, 0-0.
Bæði Valur og lA höfðu nokkra
yfirburði yfir keppinauta sfna á
Akureyri og sigruðu auðveldlega
í riðlum sfnum. Leikið var f
tveim riðlum — og voru IA,
Stjarnan, Garðabær og KA frá
Akureyri f öðrum en Valur,-
Reykjavfk, Huginn frá Seyðisfirði
og ÍK úr Kópavogi í öðrum.
Fyrstu leikirnir fóru fram á
fimmtudag og léku þá Stjarnan og
ÍA — og sigraði IA 4-1. Valur lék
við ÍK og sigraði Valur 3-0.
Sfðan var leikið á föstudag —
þá sigraði KA lið Stjörnunnar 2-1
og IK sigraði Hugin 6-0. Sfðustu
'jeikirnir í undankeppninni fóru
fram á laugardag — þá mætti ÍA
liði KA og sigraði Akranes 3-1.
Valur sigraði Hugin 8-0.
Valur mætti þvf Akranesi í úr-
slitum — og f liði Skagamanna
voru synir margra kunnra kappa.
Þannig var Jón Leó Ríkarðsson,
Jónssonar, og bróðursonur
Ríkarðs, Sigurður Jónsson. Þá var
sonur skagamannsins kunna er
nú leikur með Halmia, Matthíasar
Hallgrfmssonar, f keppninni og
bróðir Teits Þórðarsonar, Ölafur
Þórðarson, leikur einnig með 5.
flokki.
En viðureign „risanna" í und-
ankeppninni lyktaði með jafn-
tefli, 0-0. Liðin mætast því aftur á
laugarag á Selfossi. Um þriðja
sætið börðust KA og IK. KA sigr-
aði 2-0 — og hefur KA á að skipa
léttleikandi og skemmtilegu liði.
Huginn og Stjarnan léku um
sjötta sætið — og Stjarnan sigraði
6-0.
Sveinn
sigraði
i Leiru
Arleg Víkurbæjarkeppni var
haldin f Leirunni um helgina.
Keppt var í fimm flokkum og
urðu úrslit þessi:
Meistaraflokkur karla:
Sveinn Sigurbergsson GK 152
Hannes Eyvindsson GR 154
Björn V. Skúlason GS 157
Þorbjörn Kjærbo GS 159
Magnús Halldórsson GK 160
Ragnar Ólafsson GR 161
1. fl. karla:
Guðjón Guðmundsson GK 82
Guðmundur S. Guðmundsson
GR 82
(Guðjón vann f bráðabana)
Tryggvi Traustason GK 86
Sveinbjörn Björnsson GK 86
(Tryggvi vann f bráðabana)
2. fl. karla:
Bogi Þorsteinsson GS 82
Iiigólfur Bárðarson GOS 84
Georg V Hannah GS 85
3. fl. karla:
ÞorsteinnÞorsteinsson GK 92
Guðjón Einarsson GR 99
Ólafur Þorvaldsson GOS 99
(Guðjón vann hlutkesti)
Drengjaflokkur:
Sigurður Sigurðsson GS 80
Magnús I. Stefánsson NK 88
Sævar Pétursson GOS 93
Kvennaflokkur:
Jóhanna Ingólfsdóttir GR 87
Inga Magnúsdóttir GK 90
Kristin Pálsdóttir GK 94
- rl.
: lörður Guðmundsson hefur löngum borið hfta og þunga dagsins á'
golfmótum f Leirunni. Hér reiknar hann skorið hjá einum keppanda i
Vfkurbæjarmótinu. DB-mynd: ri.
FH eða Fram í úrslit
í Bikamum í kvöld ?
— þau mætast í Kaplakrika íkvöld í undanúrslitum
Bikarkeppni KSÍ er nú að kom-
ast á lokastig — aðeins fjögur lið
eftfr í mótinu. Þar er fyrst að
telja Islandsmeistara Vais, þá
Reykjavíkurmeistara Fram, FH
og IBV.
I kvöld mætast f Krikanum í
Hafnarfirði FH og Fram — ekki
að efa að þar verður
baráttuleikur en leikir Bikars-
ins í ár hafa verið ákaflega
skemmtilegir — og Bikarinn
skipar nú veglegan sess meðal
knattspyrnumanna okkar.
Nú vilja allir vinna bikarinn —
bæði fylgir þvi fjárhagslegur
évinningur þar sem úrslitaleikur
gefur af sér góðar tekjur og þá
gefur sigur f Bikarnum þátttöku-
rétt í Evrópukeppni bikarhafa.
Það er þvf til mikils að vinna
hjá FH og Fram í kvöld — úrslita-
leikur og mæti þau Val i úrslitum
þá er að öllum lfkindum sæti í
Evrópukeppni bikarhafa tryggt.
Við höfum áður spáð í úrslitalið
í ár — það er Val og FH. Þann
spádóm byggðum við öðru fremur
á því að bæði lið leika á heima-
velli. Það skiptir vissulega miklu.
FH lék gegn lA í 8-liða úrslitum
— sigraði í Krikanum 3-2. Þá
sigraði Fram KR í 8-liða úrslítum
2-0. Fram taldist eiga heimaleik-
I inn gegn KR — og því leika FII og
Fram f Krikanum. Nafn FH kom
fyrst úr hattinum og því eðlilegt
eð leikur þeirra fari fram i Firð-
inum.
Hins vegar var ekki jafn eðli-
legt að Valur léki f Reykjavík.
Síðasti leikur Vals var gegn Vík-
ingi og sigraði Valur 2-1 — Vfk-
ingur taldist eiga þann heimaleik.
Þegar Gylfi Þórðarson formaður
mótsnefndar dró í Bikarnum kom
nafn IBV upp fyrst —. en IBV
sigraði IBK í Eyjum 3-2. Því
verður IBV að koma upp til
meginlandsins og leika í Laugar-
dal. Eðlilegast er að sjálfsögðu að
það lið er dregst fyrst úr hatti eigi
heimaleik — engar vífilengjur.
3. deild - 3. deild - 3. deild - 3. deild -
Línur famar að s
harðri baráttu 3.
—Fylkir í úrslit—Tindastóll, Leiknir,!
á þröskuldi úrslitakeppni. Hörð barát
Baráttan í 3. deild fer nú harðn-
andi með hverjum leik — baráttan
um að komast i úrslit 3. deildar
keppninnar og vinna sæti í 2. deild.
Línur eru vfða farnar að skýrast —
þannig stendur Leiknir úr Breið-
holti á þröskuldi úrslitakeppni en
nágranni hans úr Árbæ — Fyikir,
hefur þegar tryggt sér sigur. Tinda-
stóll stendur með pálmann f hönd-
unum í D-riðli — og Sigifirðingar
virðast vera að þoka sér i átt til
úrslitakeppni f E-riðli. Baráttan á
Austurlandi er i algleymingi — þar
standa þrjú lið með nokkuð jafna
möguleika og á Suðurnesjum stend-
ur Grindavfk með pálmann f hönd-
unum, mjög svo á óvart.
Við skulum nú snúa okkur að
einstökum riðlum. Ekki var keppt f
B-riðli en þar stendur Grindavík
eins og áður sagði með.pálmann í
höndunum.
D-riðill
Víkingur frá Ólafsvík tapaði mjög
óvænt fyrir USAH f Ólafsvík og
þannig náði Tindastóll frá Sauðár-
króki að tryggja stöðu sfna verulega
á toppi D-riðils með sigri gegn
Skallagrími á.Króknum.
Tindastóll sigraði Skallagrfm 3-1
— en leikmenn Tindastóls urðu
sannarlega að hafa fyrir sigrinum
þvi. Skallagrfmur hafði yfir langt
fram f sfðari hálfleik.
Skallagrímur náði forustu í fyrri
hálfleik með marki Ævars Rafns-
sonar. Leikmenn Tindastóls höfðu
undirtök f leiknum og sköpuðu sér
fleiri marktækifæri en illa gekk að
nýta þau. Það var ekki fyrr en langt
var liðið á síðari hálfleik að Birgir
Rafnsson jafnaði úr víti — og síðan
á 85. mínútu náði Stefán Ólafsson
forustu og Þórhallur Asmundsson
gulltryggði sigur Tindastóls með
marki skömmu fyrir leikslok, 3-1.
I Ólafsvík gerðust óvæntir hlutir í
ákaflega jöfnum leik Víkings og A-
Húnvetninga. Leikurinn var ákaf-
lega jafn — og sigur gat fallið á
þvorn veginn. Hilmar Gunnarsson
náði forustu fyrir Víking í fyrri
hálfleik en Gunnar Stefánsson jafn-
aði fyrir USAH. Víkingar náðu svo
forustu með marki Jónasar
Kristóferssonar — en það reyndist
skammgóður vermir — þeir Svavar
Ævarsson og Svanur Lyngdal svör-
uðu fyrir USAH fyrir leikhlé —
þannig að A-Húnvetningar höfðu
yfir í leikhléi 3-2. Hilmar Gunnars-
son jafnaði fyrir Víking þegar í upp-
hafi síðari hálfleiks en Einar
Einarsson skoraði úr vítaspyrnu um
miðjan síðari hálfleik — óvæntur
sigur í Ólafsvík því USAH hafði
aðeins sigrað í einum leik í sumar —
raunar gegn efsta liðinu, Tindastóli,
en Tindastóll hefur kært leikinn og
fellur úrskurður mjög sennilega
Tindastól i hag.
A Ströndum mættust HSS og
Snæfell — og sivraði Snæfell sann-
gjarnt meo eina markinu í leiknum
— það skoraði Davíð Sveinsson í
síðari hálfleik.
Staðan í D-riðli er nú:
Tindastóll 8 6 1 1 20-6 13
Vikingur 7 3 3 1 17-11 9
Snæfell 7 3 3 1 7-7 9
HSS 7 1 2 4 8-13 4
USAH 6 2 0 4 10-16 4
Skallagrímur 7 1-15 8-17 3
Þ.A.
C-riðill
Fylkir hefur þegar tryggt sér
sigur i C-riðli — öruggan sigur.
Fylkir sigraði Létti úr Reykjavík
um helgina, 2-1. Baldur Rafnsson og
Grettir Gfslason skoruðu mörk
Fylkis en Runólfur Maack svaraði
fyrir Létti.
Því er Fylkir enn í úrslitum — en
liðinu hefur gengið illa að vinna í
úrslitakeppni — ef til vill skýring
að Fylkir hefur ávallt verið 1 svo
léttum riðlum og þegar út í hörku og
baráttu úrslitakeppni er komið hafa
leikmenn Fylkis ekki verið undir
baráttuna búnir.
Grótta sigraði Óðinn 2-0. Það voru
kunnir kappar úr handknattleikn-
um, þeir Georg Magnússon og Grét-
ar Vilmundarson, er skoruðu mörk
Gróttu á Nesinu.
E-riðill
Siglfirðingar þokuðu sér í efsta
sætið í E-riðli með tveimur sigrum
— stórsigrum. Virðast nú Sigl-
firðingar komnir verulega á strik.
A fimmtudag í síðustu viku mættí
KS liði Magna frá Grenivík á Sigl\£
firði. KS sigraði stórt — 7-1. Þ6r
með fuku allar vonir Magna:'i6m
efsta sætið út í veður og vlnd.
Staðan í leikhléi var 3-0 — loka-
staðan 7-1. Þröstur Jóhannssón
skoraði þrjú mörk fyrir KS, Hörður
Júlíusson 2 og þeir Björn Sveinsson
og Þórhallur Benediktsson skoruðu
mörk KS en fyrir Magna svaraði
Sverrir Guðmundsson úr víta-
spyrnu.
KS gerði það ekki endasleppt því
um helgina vann KS enn stórsigur
— en það telst ekki til stórtiðind^
þegar Dagsbrúntapar stórt — ef tíl
vill tíðindi þegar slikt gerist ekki.
KS sigraði 6-0 — eftir aðhaf*l(aft
yfir í leikhléi 5-0.
Nú skoraði Hörður Júlíusson 3
mörk fyrir KS, Þorstéinn Jó-
hannsson, Þórhallur Benediktsson
og Björn Sveinsson bættu vlð mörk-
um fyrir KS.
Magni frá Grenivík setti verulega
strik í reikninginn á Hofsósi —
sigraði Hofsós 1-0 í jöfnum leik.
Raunar höfðu leikmenn Hofsóss
undirtökin í fyrri hálfleik en svo
virtist sem úthald þeirra brysti er
leið á síðari hálfleik — Magni náði
tökum á leiknum og Hringur
Hreinsson komst þrivegis inn fyrir
vörn Hofsóss — og tókst að skora í
siðustu tilraun sinni — þremur míiy
útum fyrir leikslok.
Á Ólafsfirði mætti Leiftur liði
Árroðans — og sigraði Árroðinn 2:1.
örn Tryggvason og sjálfsmark
Leifturs sáu um mörk Árroðans en
Guðmundur Garðarsson svaraði
fyrir Leiftur — leikurinn var ákaf-
lega jafn — en í síðari haifleik
pressaði Leiftur stíft.
Staðan i riðlinum er nú:
KS 7 5 0 2 23-6 10
Hofsós 7 4 1 2 16-7 9
Árroðinn 7 4 12 12-10 9
Magni 7 3 13 15-13 7
Leiftur 7 2 2 3 17-8 6
Dagsbrún 7 0 2 6 3-27 1
- St.A.
F-riðill
Baráttan í F-riðli er ákaflega tví-
sýn — og óljós. Þrjú lið berjast
um efsta sætið — Austri frá Eski-
firði, Hrafnkell Freysgoði frá Breíð-
dalsvík og Einherji frá Vopnafirði.
Það var baráttuleikur þegar
Hrafnkell og Einherji mættust. í
Breiðdalsvík — og staðan í leikhl'éi
var 1-1. Hrafnkell hafði sótt mun
meir í fyrri hálfleik en í síðari hálf-
leik snerist dæmið við og Einherji
sótti stíft — og tryggði sér sigur 4-1.
Hagur Einherja vænkaðist því
verulega — en leikurinn var að
sama skapi afdrifaríkur fyrir Hrafn-
kel. Baldur Kristjánsson skoraði
þrjú marka Einherja og Kristján
Davíðsson hið fjórða — en fyrir
Hrafnkel svaraði Pétur Pétursson.
Á Eskifirði mættust Austri og
neðsta liðið, Höttur. Austri sigraði í
hörkuleik — sem ef til vill var ekki
vel leikinn en baráttan í fyrirrúmi
og leikurinn jafn. Austri skoraði