Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977. 11 ✓ Jiirgen Ponto bankastjórinn sem konurnar skutu til bana. Konur og vopn fara ekki saman. í blaðinu segir einnig að sífellt fleiri konur séu þjálfað- ar innan skæruliðahreyfing- anna og þær séu gerðar að morðingjum, sem drepi með köldu blóði. Til starfans not- færa þær sér óspart sinn kven- lega þokka. Susanne Albrecht, sem nú er 'leitað um allt Þýzkaland, er dóttir lögfræðings. Hún er dæmi um það hvernig þýzka skólakerfið fer með ungling- ana, segir í Die Welt. Hún hafi sagt skilið við allan þann lúxus sem staða hennar í þjóðfélag- inu hafði upp á að bjóða. Hún afneitaði þjóðfélaginu og gekk í raðir skæruliða. Hún meira að segja hjálpaði til að myrða vin fjölskyldu sinnar, Ponto banka- stjóra. Yfir þessari staðreynd standa menn nú agndofa. Konurnar eru qrimmari Samkvæmt upplýsingum sem farþegar í flugvélinni sem var rænt og flogið til Uganda, gáfu, var konan í hópi skæruliðanna miklu miskunnarlausari og grimmari en félagar hennar, sem voru karlmenn. Þessi kona var þýzk, hún var skotin til bana í árás ísraelsmanna á flugvöllinn í Uganda. Haft er eftir þýzkum em- bættismanni að þetta sé m.a. skólunum að kenna. Þar ríki einhver uppreisnarandi. Einnig eigi heimilin sinn þátt í þessari upplausn. Þau séu ekki það skjól sem börn þarfnist. Þau hafa brugðizt því sem til var ætlazt og börn þarfnast, segir þessi þýzki embættismaður. Skattamálin Það dylst vfst engum að hljóðara er um skattana en á sama tíma í fyrra. Annað hvort er að þeir sem á annað borð greiða skatta finna meiri sanngirni í þeim nú eða hitt að svo má illu venjast að gott þyki. Eitthvað heyrist talað um að þeir sem ekki komust á blað í fyrra, eða fengu jafnvel endur- greitt, verði að snara einhverju út nú. I nýafstöðnum kjarasamning- um var samið um skattamál. Það er ekki vafi á að sú skatta- breyting sem þar var gerð kem- ur fólki með miðlungstekjur að gagni, en því miður þeim sem minnst hafa lítið sem ekkert. tltsvarið er enn lagt á brúttó- tekjur, hvort sem þær eru háar eða lágar. Þar af leiðir að sá, sem minnst hefur, lætur mest, því að hann má ekkert missa. Á þessu verður ekki ráðin bót fyrr en tekst að ná í skottið á þeim einstaklingum og félögum sem stela —oft löglega — und- an skatti. Von um að komast í hóp hinna útvöldu Af hverju er ekki sett upp réttlátari skattalöggjöf? Af því að þeir sem mest eiga ráða þjóðfélaginu. Þeir finna upp allar þessar smugur, öll þessi félagsform og hinir, sem eru að fikra sig upp, þegja eða nöldra smávegis í von um að einhvern tíma komist þeir í hóp þeirra fáu útvöldu. Finnst ekki fleirum en mér alþingismenn eitthvað úrræða- lausir, þegar skattamál eru annars vegar? I útvarpsspjalli um daginn heyrði ég hálærðan mann í viðskipta- eða hagfræði tala um að réttast væri að bjóða út skattana og ég heyrði ekki betur en hann byðist til að taka þá að sér. Af hverju ekki að lofa manninum að reyna? Fela honum til dæmis að semja nýja skattalöggjöf? Hvað er gert? Um leið og við hugleiðum skattana er ekki úr vegi að hugsa i alvöru um hvernig því fé er varið sem tekið er með illu eða góðu af launafólki. Sögur um óhóf eða eyðslu vekja hneykslan í augna- blikinu, svo er allt gleymt. Var ekki eytt milljónatugum í leigu- bílaakstur við Kröflu? Hver er eiginlega að telja svoleiðis eftir? Hverjir eru sekir þar og hverjir borga? Kannski útslitið gamalmenni sem er að reyna að bæta sér upp óverðtryggð elli- laun með því að vinna. Meðferð okkar á þeim sem eru ellihrumir, öryrkjar eða vangefnir, er mál sem verður að taka fyrir og það rækilega. Þar er horft I aurinn, hvað þá krónuna, en verst af öllu er þó skipulagsleysið í þeim efnum. Nú keppist hver spekingur við að sannfæra okkur um að strjálbýlið, þessir löngu vegir, erfiðu flufningar og svo fram- vegis, geri það að verkum að ekki sé hægt að borga hér sam- bærileg laun og I nærliggjandi löndum. En hvað borgum við mikið í skatta fyrir þetta allt? Hvað er borgað í ríkishítina af hverri bifreið? Erum við ekki einum of trúgjörn? Er ekki logið svo hratt í bæði eyrun á okkur að við erum hætt að greina rétt frá röngu? Eitt veit ég, að það getur ekki verið rétt, að sá sem bar minna úr býtum fyrir vinnu sína RÍKISFYRIRSKIPAÐ ATVINNULEYSI Nú e.r það komið á daginn sem margir sögðu fyrir, en opinberir aðilar daufheyrðust við, ríkistilskipun um stöðvun þorskveiða. Það hefur verið einfalt reikningsdæmi hverjum sem raunverulega vildi reikna, að miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað í sóknarþunga í íslenzku bolfiskstofnana hlaut að þvi að koma að þeir yrðu svo rányrktir, að annaðhvort var að stöðva veiðarnar eða fiska stofnana til hruns á borð við síldarstofnana. En ef til slíks kemur þá er landauðn fyrir dyrum á tslandi og fólksflótti I tugþúsundavís. Þrátt fyrir al- varlegar viðvaranir fiskifræð- inga hafa ráðstafanirnar sem gerðar hafa verið reynzt hálf- gert kák. Svæðunum, sem lokað hefur verið, hefur verið lokað fyrir togveiðar eingöngu, en skip með öll önnur veiðarfæri hafa getað hamazt í þessum lok- uðu hólfum. Meira að segja hafa erlend veiðiskip getað mokað upp fiski á línu og hand- færi í þessum hólfum á sama tíma og þau eru lokuð íslenzku togskipunum. Er þá gengið svo langt að við erum að loka svæð- um til þess að útlendingar geti veitt ennþá meira. Stórtœkari drópstœki Línu- og handfæraskipin eru orðin miklu stórtækari dráps- tæki á fisk en áður var og eins og þau eru í hugskoti almenn- ings. Sjálfvirkar skakvélar eru komnar til sögunnar, sem marg- falda afköstin. Haraldur frá Akranesi fékk á einum mánuði í vor á skaki á 4. hundrað tonn af fiski á einum mánuði, sem er góður afli á skuttogara. Svoköll- uð Lofotenlína eykur líka mjög afköstin hjá línuskipunum, sumir segja tvö- og þrefalt, svo að þau eru orðin stórvirk dráps- tæki á fisk. Svo ekki sé talað um „kraftaverkanetin". Hafa verður þessar staðreyndir í huga þegar þessi mál eru gerð upp í dag, ef friðunarráðstaf- anir til verndar stofnunum eiga ekki að verða eintómur mis- skilningur og hreint kák. Kjarni málsins er auðvitað sá, að miðað við beztu og mestu vísindalega þekkingu sem fyrir hendi er I sambandi við stærð og veiðiþol stofnanna, má taka ákveðið magn, ef ekki á að stofna öllu í voða. Hér gildir einu hvaða tilfinningu einhver einstaklingur hefur í sambandi við þessi mál, þótt háa nafnbót beri. Það hefur enginn umboð til þess að ákveða hluti I sam- bandi við þessi mál sem ganga í berhögg við mesta og bezta vís- indalega þekkingu sem fyrir hendi er. Þorskstofninn sem stendur undir yfir 50% af útflutnings- verðmætum okkar er auðvitað sá stofninn sem vernda verður hvað sem það kostar. Fiskifræð- ingar telja 275.000 tonna árs- afla algjört hámark. Eins og nú horfir má gera ráð fyrir þorsk- fiskveiðum upp á á 4. hundrað þúsund tonn. Lokunaraðgerð- irnar eru metnar upp á 10 til 15 þúsund tonn. Svo fyrir liggur, nema eitthvað meira komi til, að gengið verður í berhögg við „mesta og bezta visindalega þekkingu." Samningar við útlendinga orsaka stöðvunina og atvinnuleysið Það er hláleg staðreynd að það skuli vera samningarnir við útlendingana sem eru að senda íslenzka sjómenn og landverka- fólk út í atvinnuleysi nú. Þær 4 þjóðir, sem nú fiska hér skv. samningum hafa leyfi til að taka yfir 20.000 tonn af þorski á þessu ári, svo að ef engir samn- ingar hefðu verið gerðir hefði ekki komið til stöðvunar flot- ans, ef stöðva á flotann upp á jafngildi 10 til 15.000 tonna. Það er líka hláleg staðreynd að þcssir útlendingar láta ná- kvæmiega ekkert á móti þess- um veiðileyfum, þótt því hafi margoft verið lýst yfir af stjðrnvöldum að ekki kæmu samningar um veiðileyfi til greina nema á. gagnkvæmnis- grundvelli. Hverjir eru svo þessir vesa- Iingar sem íslendingar eru að ausa í milljörðum? Vestur- Þjóðverjar, ríkasta og mesta iðnveldi Evrópu, með sterkasta gjaldmiðil Evrópu, með tæpar 3 milljónir útlendinga í vinnu hjá sér, kaupandi upp eignir og fyrirtæki um allan heim. Norð- menn, þeir eru í dag olíufurstar Evrópu með einna blómlegast- an efnahag og tryggustu fram- tíðarmöguleika af öllum þjóðum Evrópu. Belgar ein af rótgrónustu iðnaðarþjóðum heimsins með einna hæstar tekjur á íbúa af öllum þjóðum heims. Færeyingar, með í það minnsta 50% hærra kaupgjald en við, með um og yfir 50% hærra fiskverð en við, fá ýmis- legar greiðslur frá öðrum hlutum danska ríkisins sem jafngilda mundi á Islandi miðað við fólksfjölda um 30 milljörðum ísl. króna. Sjávarút- vegurinn I Færeyjum sleppur þvi við að standa undir ýmsum gjöldum sem íslenzkur sjávar- útvegur verður að standa undir. Enda er útkoman sú að á sama tíma og Islenzkur sjávar- útvegur berst í bökkum stendur útvegur I Færeyjum með blóma. Því er spurningin sem fyrir okkur vakir I dag: Hvaða skynsamleg hugsun er hugsanlega á bak við þessa gífurlegu efnahagsaðstoð og gjafir aumingjanna á Islandi til þessara ríku og velmegandi þjóða? 1 augum viðsemjenda okkar hijótum við að líta út eins og kjánar, höfum ákveðin verðmæti milli handanna, sem við kunnum ekki að gæta og verðum svo að athlægi fyrir. Ef við eigum svona mikið aflögu væri nokkuð réttara að láta þessa fjármungi ganga til van- þróaðra þjóða i gegnum Sam- einuðu þjóðirnar. Svo eru fisk- afurðir þessara þjóða á mörkuð- um okkar og þrýsta niður verði fyrir okkur, þar sem þeir fá i viðbót við frían aðgang hjá okkur miklar verðuppbætur frá viðkomandi ríkisstjórnum, sem slítur sjávarútveg þeirra úr sambandi við eðlileg alþjóðleg markaðslögmál. I framkvæmd þýðir þetta einfaldlega að sjávarútvegur þessara keppi- nauta okkar blómstrar og skips- hafnir þeirra eru með miklu hærra kaup en okkar. Nei, hér þarf svo sannarlega að veróa breyting á. Hvað blasti svo við íslenzku skipunum sem bann- aðar voru þorskveiðar? Er haidið var á ufsa- og karfamiðin SV af landinu, tóku þar á móti þeim 16 vestur-þýzkir togarar, sem eru búnir að skarka þarna Kjallarinn Aðalhelður Bjarnfreðsdóttir síðastliðið ár en sannanlega þurfti til að lifa á, skuli þurfa að borga til samneyzlunnar, meðan sá, sem fyrir allra aug- um lifir í gegndarlausu óhófi, sleppur með sáralítið og hælir sér af að auki. Það er eitthvað bogið við rétt- lætið í þjóðfélagi sem þannig fer að. Um það ættu sem flestir að hugsa. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar Kjallarinn Pétur Guðjónsson stanzlaust síðastliðna 18 mán- uði, skv. samningi og í ufsa og karfa, sem eru stofnar sem eru ef til vill í ennþá verra ásig- komulagi en þorskurinn. Enda hefur afli íslenzku togaranna þar verið sáralftill. Ef litið er í dag til afkomu íslenzkrar útgerðar blasir við sú staðreynd, að þeir lands- hlutar sem að mestu hafa losnað við ágang erlendra veiði- skipa í landhelgisstríðunum tveimur og samningaskipanna sfðan, semsé Vestur- og Norður- landið, hafa góða útkomu. En þeir landshlutarnir sem hafa þurft að þola ágengnina eru mjög illa staddir og tekur lang- an tíma að vinna upp tapið. Til dæmis er búið fyrir löngu að éta þann fisk suður 1 Þýzka- landi, sem skip Bæjarútgerðar Reykjavíkur ættu nú að sækja á Reykjaneshrygg vegna banns á þorskveiðum. Uppsagnir og endir frekari samninga við útlendinga Að framanrituðu athuguðu liggur ljóst fyrir að segja ber tafarlaust upp öllum samning- um við útlendinga og endur- nýja ekki þá sem renna út sjálf- krafa. Jafnframt ber að gera þá kröfu á hendur Bretum að þeir borgi allan kostnað sem leiða mun af uppbyggingu þorsk- stofnsins, því það eru þau 500 til 600.000 tonn sem þeir hafa tekið hér með hernaðarofbeldi sem fyrst og fremst reka is- lenzka sjómenn og landverka- fólk út í atvinnuleysi. Pétur Guðjónsson form. Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.