Dagblaðið - 09.08.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDACJUR 9. AdUST 1977.
mmiAÐiÐ
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi Oagblaðið hf.
Framkvamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson.
Fráfttastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar:
úóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Ssavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur
Sígurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson. ómar Valdsmarsson, Ragnar Lór.
Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Hðrður Vilhjólmsson, Sveinn ÞormóAsson.
Skrífstofustjori: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mér E.M.
HaMdórssohr.
Ritstióm SiAumula 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAaisámi blaðsins 27022 (10 línut). Áskríft 1300 kr. á mónuði innanlands. í lausasölu 70 kr.
eíntakiA.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Mynda og plotugorð: Hilmir hf. SíAumúla 12. Prqptun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Úrelt flokksblöð
Vandamál flokksblaðanna koma
skýrt fram í grein, sem Vil-
mundur Gylfason menntaskóla-
kennari skrifaði í Alþýðublaðið á
miðvikudaginn. Þar segir m.a.:
„Kjarni málsins er hins veg-.
ar sá, að þar sem stjórnmála-
flokkar eru beinir eða óbeinir útgáfuaðilar, þar
hefur skapazt ákaflega óheilbrigt kerfi... For-
ustumenn í stjórnmálaflokkum hafa tekið á sig
fjárhagsskuldbindingar, sem iðulega hafa stór-
skert athafnafrelsi þeirra — og gjarnan leitt þá
inn í hið víðfeðma þagnarspil samtrygginga-
kerfisins....
Þar að auki er einnig ljóst, að flokksblöð
þjóna falskri sannleiksleit Þau eiga það
gjarnan sammerkt að taka þátt í því að byggja
upp heilsteypta mynd af stjórnmálaflokknum,
sem þau eru fulltrúi fyrir. Þar sést hvorki
hrukka né blettur, þar er engin ágreiningur,
engin valdastreita.
Samkvæmt flokksblöðunum mora hinir
flokkarnir hins vegar í ágreiningi, valdatog-
streitu, og venjulegast eru skítahvatir á bak við
gerðir einstaklinga þar. Og það sem kannske
verra er: Flokksblöðin fjalla gjarnan um lög-
brot og hvers konar fjármálaósóma hjá hinum,
en þó hefur stórlega dregið úr slíku hin síðari
ár: Þögnin er auðveldari. Þessi upplýsingamiðl-
un hefur orðið óendanlega hallærisleg.
Ritskoðun getur verið fólgin í fleiru en að
birta eða birta ekki efni. Ritskoðun getur lika
verið fólgin í uppsetningu efnis, staðavali í
blaði. Ný blöð á blaðamarkaði...hafa augljós-
lega notið þess meðal lesenda sinna, að þau
hafa verið í kannske misjafnlega hóflegri upp-
reisn gegn lamandi og leiðinlegu flokkakerfi.
Kjallaragreinar....eru öfundsvert framtak í
íslenzkum blaðaheimi. Menn gleyma því
stundum, hversu lýðræðislegar slíkar greinar
eru: Þetta er vettvangur sem var ekki til fyrir
nokkrum árum. Þar er enginn dómur lagður á
efni eða innihald með fyrirsögn eða uppsetn-
ingu, en lesandanum látið slíkt eftir....
Annar kjarni þessa máls er sá, að það er
einfaldlega ósæmilegt, að stjórnmálaflokkur
sem slíkur standi í því að gefa út blað eða reka
fyrirtæki af hvaða tagi, sem vera skal. Enda
hafa þeir stjórnmálaflokkar, sem í slíku hafa
staðið, þurft að sníkja fjármuni með aug-
lýsingum eða með öðrum hætti. Slíkt felur í sér
skuldbindingar, þegar til lengdar lætur...
Staðreynd mun það líka vera, að blaðrekstur
hefur reynzt stjórnmálaflokkum svo þungur
baggi, að það hefur ýtt þeim inn í hvers kyns
óhreinlegt fjármálavafstur — skert starfsgetu
þeirra og hlaðið undir vafasama fjármálamenn.
Um slíkt þekkjum við fjölmörg dæmi...
Verður ekki fram hjá því litið, að flokksblöð
eru óheiðarleg — þau starfa u.ndir þrýstingi
misviturra stjórnmálamanna. Þau ala á ímynd-
uðum kostum sjá'lís sín — og í tímans rás hafa
neytendur raunar hafnað þessari haliærislegu
framsetningu skoðana — góður gangur síð-
degisblaðanna er engin tilviljun og ekki heldur
samsæri peningamanna fyrst og frernst.
Síðdegisbjöðin eru einfaldlega betri blöð en
flokksblöðin.“
.. ....................
-/ ,
Þýzkaðand:
Konurefstará
lista yfir eftir-
lýsta glæpamenn
— konur f skæruliðasamtökum eru miklu grimmari
en félagar þeirra af hinu kyninu
Vi
Myndir af frægum konum
fylla þýzk blöð þessa dagana.
Þetta eru ékki myndir af nein-
um kvikmyndastjörnum, held-
ur frægum glæpamönnum, kon-
um sem grunaðar eru um mQrð
og hryðjuverk. Þessa dagana
ber mest á kvenfólki i hópi
þýzkra skæruliða. Þær hafa lát-
ið til skarar skríða, einu sinni
enn á móti kerfinu. Nýjasta
fórnardýrið er bankastjóri að
nafni Jiirgen Ponto. Fjórar
konur eru grunaðar um að hafa
myrt hann. Þær bönkuðu upp á
hjá honum og skutu hann til
bana á heimili hans. Susanne
Albreeht, er ein þeirra, en hún
er heimilisvinur hjá Pontofjöl-
skyldunni, en líklegt er að
opnað hafi verið fyrir henni
vegna þess að fjölskyldan
þekkti hana. Hún kom með
stóran rósavönd. Bankastjórinn
reyndi að komast undan mann-
ræningjunum en þá skutu þær
hann á flóttanum. Talið er að
þær hafi ætlað að heimta háa
upphæð í lausnargjald fyrir
manninn.
Sífellt fleiri konur
ganga í hóp skœruliða
Susanne Albrecht er eftir- •
lýstur stjórnleysingi af yfir-
völdum Vestur-Þýzkalands.
Hún er einnig í hópi þeirra
kvenna sem yfirvöld í Þýzka-
landi hafa efsta á lista slnum
yfir eftirlýsta glæpamenn.
Konur þær sem voru í hópi
Baader-Meinhof samtakanna
hafa látið mikið til sín taka og
þær sem sitja nú í fangelsi eru í
hungurverkfalli, þær neita
alveg að matast.
Vestur-þýzka blaðið Die Welt
hefur sagt að sífellt fleiri og
fleiri konur gangi í lið með
skæruliðum. Þetta er algjör
ráðgáta fyrir afbrotafræðinga
og sálfræðinga, segir blaðið.
Þar stendur einnig að þegar
konur séu komnar í þennan
hóp, séu það þær sem eru
grimmastar. Þær eru miklu
harðari en nokkru sinni karl-
menn. Einnig segir 1 Die Welt
að konur séu að verða uppreisn-
argjarnari með hverju árinu
sem líður. Þær víla ekki fyrir
sér morð, bankarán, sprengju-
tilræði og mannrán. 1 veröld
skæruliðanna hafa konur
haslað sér völl og eru nú fylli-
lega sambærilegar körlum sem
eru í þeirra hópi. Þessar konur
eru allar spegilmynd þeirrar
sem hefur verið þeirra allra
skæðust, segir blaðið, en það er
Ulrike Meinhof. Hún fannst
hengd í fangaklefa sínum í
fyrra, en hún átti yfir höfði sér
dóm fyrir morð. Það er haft
eftir Meinhof að auðvitað verði
skæruliðar að nota skotvopn,
við viljum sýna fram á'það að
þannig aðferðir duga.
Gófaðar og fró
góðum fjölskyldum
Helmingur þeirra sem lög-
Þetta er spjaldið sem hékk um allt og lýsti eftir Ulrike Meinhof.
Það varð til þess að hún fannst.
MORDVERSUCH
in Berlin
10.000 DM BELOHNUNG
reglan leitar vegna skæruverka
eru konur. Þær eru með efstu
nöfnunum á listanum. An und-
antekninga eru þessar konur
vel gefnar og frá góðum heimil-
um. Sem dæmi má taka Gudrun
Ensslin, sem situr nú í fangelsi
æfilangt. Hún var meðlimur
Baader-Meinhof samtakanna og
var handtekin um leið og for-.
sprakkar samtakanna. Hún er
dóttir prests. önnur sem mætti
nefna er Hanna Krabbe. Hún
situr í lífstíðarfangelsi fyrir
árásina á -þýzka sendiráðið í
Stokkhólmi árið 1975. Hún
lagði stund á heimspekinám.
Það er sama hvernig
konurnar líta út, þær virðast
vera llkar að því leyti, að þær
eru mjög áberandi innan
skæruliðahreyfingarinnar, það
er sama hvaða nafni hún nefn-
ist. Það virðist einnig vera
erfitt að hemja þessar konur
innan fangelsanna. Frægt er
orðið þegar þrjár þeirra struku
úr fangelsi í Vestur-Þýzkalandi
í fyrra. Það er einkennileg til-
hugsun, segir í þýzka blaðinu
Die Welt, að okkur skuli stafa
ótti af þessum vopnuðu konum.
Susanne Albrecht, hún er
grunuð um að hafa myrt
Ponto bankastjóra.
Atn Ilonnerstag, dem 14. Mai 1970, gegen
11.00 L'hr wurde anládlich der Ausfiihrung
des Slrafgefangenen ANDREAS BAADER
in Bertin.Dahlem, Miquelstr. 83,
und seiner dabei dureh mehrere bewaff-
nete Táter erfolgten Befreiung der
Institutsangestellte Georg Linke durch
mehrere Pistolenscfaiisse lebensgefáhrlicfa
verletzt. Auch zwei Justizvollzugsbeamte
erlitten Verletzungen.
Der Beteiligung an der Tat dringend
verdáefatig ist die am 7. Oktober 1934 in
Oldenburg gehorene Journalistin
Ulríke Meinhof
cesdbiedenc RÖH L PerðoocnbcacbreibuDg: 35 Jahre «IL
165 crn groíl, scfaUnk, lloglichea Ge-
•icht, langes miúelbraune* Haar,
Die Gesuchte hat am Tattage ihren Wohn- braune Augen.
sitzin Berlin-Schöneberg,KufeteinerStr. 12,verlassen und istseitdem fluchtig.
Wer kann Hinweise auf ihren jetzigen Aufenthalt geben?
Fiir Hinweise, die zur Aufklárung des Verbrechens und zur Ergreifung der an
der Tat beteiligten Personen fuhren, hat der Polizeiprásident in Berlin eine
Belohnung von 10.000.- DM ausgesetzt. Die Belohnung ist ausschlieBlich fiir
Personen aus der Bevölkerung bestimmt und nicht fiir Beamte, zu deren Be-
rufspflicbten die Verfolgung strafbarer Handlungen gehört Ihre Zuerkennung
und Verteilung erfolgt unter AusschluB des Rechtsweges.
Mitteilungen, die auf Wunsch vertraulicfa behandelt werden, nehmen die
Staatsanwaltschaft in Berlin, 1 Berlin 21, Turmstr. 91 (Telefon 350111) und
der Polizeiprásideut in Berlin, 1 Berlin 42, Tempelhofer Damm 1 • 7
(Teiefon 691091) sowie jede andere Polizeidienststelle entgegen.
Berlin im Mai 1970 Der Generalstaatsanwalt
bei dem Laudgericht Berlin