Dagblaðið - 11.08.1977, Page 6

Dagblaðið - 11.08.1977, Page 6
() DACíBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977. Iðnskólinn í Reykjavík Ný námsbraut, sem gefur meðal ann- ars undirstöðuþekkingu í sníðagerð, teiknun, tískuteiknun, fatahönnun, verkskipulagningu og verkstjórn, tekur til starfa við skólann í haust. Fataiðndeildin veitir tveggja ára grunnmenntun í kven- og karlmanna- fatagerð og lýkur náminu með starfs- menntun í atvinnulífinu. Ákveðið hefur verið að bæta við nokkrum nemendum. Frekari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans. Skólastjóri. Lærið að fljúga Flug er heillandi tómstundagaman og eftirsóknarvert starf. Ef þú hefur áhuga á flugi þá ert þú velkominn til okkar í reynsluflug — það kostar þig ekkert. MÍ/GrMW amla flugturninum Reykjavikurfiugvelli. Sínii 28122. Islandsaften i Nordens hus Torsdag den 11. august kl. 20:30: Pianisten Halldór Haraidsson spiiier islandsk klavermusik. Kl. 22:00: Filmen: „Jörð úr ÆGI“. Cafeteriet er ábent kl. 20:00—23:00. Velkommen NORRÆNA HÚSIÐ 2 'sO c 2 ■# Skipasmíði Tilboð óskast í framkvæmdir við breytingar á m/s Baldri fyrir Haf- rannsúknastofnun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 20. september 1977. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Suður-Afríka eignast kjamorkuvopn — en aðeins f friðsamlegum tilgangi segir Vorster Sovétríkin hafa ásakað Suður-Afríku um að brátt muni yfirvöld þar hefja til- raunir með kjarnorku. Þessu svöruðu yfirvöid í landinu með því að tilraunir þeirra með kjarnorkuvopn væru í friðsam- legum tilgangi. Varnarmálaráðherrann Pieter Botha vísaði til ummæla forsætisráðherrans John Vorster um kjarnorkumál. Hann sagði að bæði forsætisráð- herrann og utanríkisráðherr- ann hefðu ávallt lagt mikla áherzlu á það að kjarnorka yrði notuð í friðsamlegum til- gangi. Aftur á móti hafa yfir- völd í Suður-Afríku aldrei látið hafa það eftir sér að þau myndu ekki framleiða kjarnorkuvopn. Tilefni Botha varnarmálaráð- herra var það að fréttastofan sovézka Tass, hefur sagt að brátt myndu Suður- Afrikumenn hefja tilraunir með kjarnorku. Tilraunir Suður-Afríku með kjarnorku hafa ávallt farið mjög leynt og vilja yfirvöld ekki gefa upp hvort þau hafa fengið vopn eða ekki. Kjarnorkutilraunir Suður- Afríkumanna fara fram á tveim stöðum suður af Pretoríu. Amin vill hafa sendirað í Höfn Idi Amin Ugandaforseti vill hafa sendiráð fyrir land sitt í Kaupmannahöfn. Þetta kom fram í útvarpinu í Uganda og í frétt- inni sagði einnig að sendiráðið í Kaupmannahöfn ætti að vera fyrir Norðurlöndin. Lise Östergaard ráðherra sagði að þau lönd sem færu fram á það að fá að opna sendiráð í Dan- mörku væru alltaf boðin velkom- in. Ráðherrann sagði að ekki hefði verið um beint samband danskra stjórnmálamanna og starfsbræðra þeirra í Uganda að ræða undanfarið en í febrúar á þessu ári hafi stjórnvöld sent boð til Kaupmannahafnar þess efnis að sambandi yrði komið á milli landanna. Amin hefur þegar útnefnt sendiherra sem á að hafa aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann heitir James Baga. Starf hans á að vera f því fólgið að halda á lofti nafni ríkisins og stuðla að því að heiðri Úganda verði haldið á lofti á Norðurlöndunum. Nú innan skamms kemur sendi- nefnd frá Uganda til Danmerkur en eftir þeim upplýsingum sem utanríkisráðuneytið I Danmörku hefur fengið frá Uganda er ekki hægt að segja hverjir það eru sem eru í sendinefndinni en væntan- lega eru það mestmegnis menn sem eru í viðskiptaerindum. Idi Amin forseti Uganda hefur þegar valið sendiherra sinn sem á að hafa aðsetur f Kaupmannahöfn. Hér er hann í hópi góðra vina. SIGMA linsur passa á flestar reflex myndavélar SIGMA linsur eru japanskar og í hæsta gæðaflokki. SIGMA zoom og aðdráttarlinsur eru með Macro stillingu, (taka aljt að 1/2). SIGMA linsurnar mæla allar á fullu Ijósopi. SIGMA linsur eru Multihúðaðar. SIGMA linsur eru til í eftirtöldum stærðum: nim. f2,8 -18 mm. f3,2 - 24 mm. f2,8 - 28 mm. f2,8 - 35 mm. f2,8 135 mm. f2,8 - 200 mm. f3, f4 - 300 mm. f4 - 500 mm. mirror f8 - Zoom linsur: 39-80 mm. f3,5 - 80-200 mm. f3,5 -120-300 mm. f5,6 SIGMA linsur fást hjá: Reykjavík: GEVAFOTO, Austurstræti 6. Hafnarfjörður: LJÓSMYNDA & GJAFAVÖRUR, Reykjavíkurvegi 64. Vestmannaeyjar: KJARNI s.f.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.