Dagblaðið - 11.08.1977, Side 13
13
l)A('.BI.Al)H). KIMMTUDACUK 11. ACÚST 1977.
Iþróttir
róttir
róttir
I
i bjargar á línu. DB-mynd Bjarnleifur.
mdrun í
igu Vals
áfjórumárum
4-0
Valsmenn náðu úr einni skyndi-
sókn sinni að bæta við fjórða markinu
— Ingi Björn lék laglega á þrjá
varnarmenn IBV — brunaði að
marki, frá honum fór knötturinn til
Alexanders Jóhannessonar sem sendi
áfram til Ottós Sveinssonar er skoraði
af stuttu færi, 4-0. Mörkin hefðu
sannarlega getað orðið fleiri —
þannig komst Hörður Hiimarsson tví-
vegis inn fyrir vörn ÍBV en mistókst i
bæði skiptin. — Það skipti ekki máli
— sigurinn var í höfn og Valsmenn
hljóta að teljast ákaflega sigurstrang-
legir í úrslitunum gegn Fram — en
minnugir þess að leikir þessara
Reykjavíkurfélaga hafa i gegnum
árin ávallt verið ákaflega jafnir og
skemmtilegir er bezt að láta alla spá-
dóma lönd og leið.
Valur er því rétt eins og Fram í
fimmta sinn í úrslitum — og fjórum
sinnum hafa Valsmenn sigrað.
Lið Vals var í gærkvöld ákaflega
.jafnt — byggt upp af sterkum, vel
leikandi einstakiingum.
Það var hins vegar ekki dagur IBV
í gær — liðið náði sér aldrei á strik.
Það sást aldrei hið létta og skemmti-
lega spil. Þess í stað langar sendingar
er varnarmenn Vals áttu aldrei í
vandræðum með. Þeir báru af í liði
ÍBV landsliðsmaðurinn Ölafur Sigur-
vinsson og Sigurlás Þorleifsson er tók
oft skemmtilega spretti — en
dagurinn var i heild einfaldlega ekki
dagur ÍBV.
h halls.
íþróttir
Dalglish frá Celtic til
Evrópumeistara Liverpool
Evrópumeistarar Liverpool
keyptu í gærkvöld skozka lands-
iiðsmanninn Kenny Dalglish
fyrir rúmlega 400 þúsund
sterlingspund — eða sem svarar
um 140 milljónum króna. Þessi
kaup Liverpool eru nýtt met fyrir
leikmenn á Bretlandseyjum — og
Kenny Dalglish á greinilega að
koma í stað Kevin Keegan sem
seldur var til Hamburger.
Kenny Dalglish leikur sinn
fyrsta leik fyrir sitt nýja félag á
laugardag — þá á Wembley gegn
bikarmeisturum Manchester
United. „Það er vissulega gaman
að vera kominn til félags eins og
Liverpool. Vissulega lét Liverpool
miklar fjárfúlgur fyrir mig en ég
óttast það ekki — ég mun ávallt
gefa allt mitt — alltaf eins og
þegar ég hef leikið fyrir Celtic,“
sagði Dalglish í samtali við BBC í
gærkvöld.
Já, það er greinilegt að Evrópu-
meistarar Liverpool ætla sér stóra
hluti á komandi keppnistímabili
— en hið síðasta var hið glæsileg-
asta í glæstri sögu Liverpool —
Englandsmeistarar, Evrópumeist-
arar meistaraliða og í úrslitum
FA-bikarsins á Englandi, en
Liverpool tapaði fyrir Mancester
United í úrslitum þrátt fyrir að
hafa verið mun betra liðið á
vellinum.
Tony Brook, framkvæmdastjóri
Manch. City, er nýlega keypti
enska landsliðsmanninn Mike
Channon, sagði eftir þau kaup að
hann vonaði að Channon væri
sá herzlumunur er City vantaði á
síðasta leiktímabili og að hann
væri viss um að framundan væru
velgengnisár hjá City — sér í lagi
vegna þess að nú hefði City
Channon og Liverpool misst
Kevin Keegan. En Liverpool
hefur nú svarað — með kaupum á
Kenny Dalglish. Fróðlegt verður
að sjá viðureign þessara risa
enskrar knattspyrnu i vetur.
Skotar hafa nú valið landsliðs-
hóp gegn A-Þjóðverjum. En þar
er Kenny Dalglish að sjálfsögðu
meðal leikmanna. Landsliðshópur
Skota gegn A-Þjóðverjum er
þannig: Markverðir: Routh,
Partick, Stewart Leeds. Aárir
leikmenn — Buchan, Man. Utd.,
Dalglish Liverpool, Donachie
Man. City, Forsyth Rangers,
Gemmill Derby, Graham, Leeds
en hann keypti Leeds nýlega frá
Aberdeen, Hartford, Man. City,
Jardine Rangers, Johnston WBA,
Jordan Leeds, McGrain Celtic,
McQueen Leeds, Macari Man.
Utd., Masson QPR, Rioch
Everton, Wark Ipswich.
Útilíf
&íflURr
Þolir 200 kg. Kr. 19.580.-
SANDKASSAR W.
Ný gerð
af
hjóla-
skautum
Kr. 7.770.-