Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.08.1977, Qupperneq 14

Dagblaðið - 11.08.1977, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIHI Oreiða á gögnum stjórnmálaflokkanna Eitt af þeim málum sem Zetulið Alþingis þandi sig sem mest útaf á undanförnum þing- um, var hvort setja ætti lög um framtalsskyldu stjórnmála- flokka og láta þá greina frá fjárreiðum sínum. Um þetta var þvargað alllengi og ef ég man rétt komst málið ekki í höfn frekar en frumvarp um prestskosningar. Þetta mál var þannig tilkomið að Mogginn ætlaði að sanna uppá Alþýðubandalagið viðtöku Rússagulls og klekkja þannig á Þjóðviljanum. En Þjóðviljinn sneri vörn í sókn og fór að rifja upp ýmis skuggaleg sambönd íhaldsins og Moggans við erlend auðfélög og CIA. Bent var óspart á það að sjálfur for- sætisráðherra væri einn af aðalriddurunum við hringborð Mútu-Bernharðs af Lockheed. Málið féll út af vinsældalista þingzeta þegar þjóðþrifamál eins og Zetan komust á dagskrá og enginn fór illa út úr um- ræðunum nema Alþýðu- flokkurinn en á hann þótti sannað að hann hefði þegið fé frá dönskum krötum. Þetta var eitt af þeim málum, sem þingzetar notuðu til að skvetta úr klaufunum og losa af sér flokksklafann svona til til- breytingar. Eins og gefur að skilja er út í hött að ætla sér að sanna upp á stjórnmálamenn eða flokka viðtöku fjármagns frá erlendum auðfurstum því slíkar greiðslur eru alltaf fald- ar í formi umboðslauna eða álíka fyrirbæra sem ég kann ekki einu sinni að nefna, nema þá og því aðeins að viðkomandi stjórnmálamaður sé því heimskari. Lög um þetta yrðu því í besta falli dauður bókstafur en í versta falli að athlægi og skrípaieik. Þau myndu alla vega ekki koma að neinu gagni. Það væri mun mikilvægara' að skylda íslenska stjórnmála- flokka til að afhenda Þjóðskjalasafni öll gögn sín og fundargerðabækur á nokkurra ára fresti og jafnvei skylda þá til að halda skýrslur um starf- semi sína. Það væri svo á valdi viðkomandi stjórnmálaflokks hvort öll gögnin yrðu gerð opinber strax að lokinni af- hendingu og skráningu, eða hvort einhver viðkvæmnismál yrðu innsigluð nokkurn tima eftir afhendingu. Skjalaverðir Þjóðskjala- safnsins sögðu mér, að til skamms tíma hefðu aðeins ver- ið til á safninu tvær fundar- gerðabækur íslensks stjórn- málaflokks og voru þær frá Sjálfstæðisflokknum gamla. Nú hefur bæst við myndarlegur bunki af skjölum og fundar- gerðabókum frá Fylkingunni. Þetta eru samt sem áður einu heimildirnar sem til eru aðgengilegar fyrir almenning um innra starf stjórnmála- flokka á Islandi, ef frá eru talin blöð og tímarit og svo þau opin- beru gögn sem flokkarnir gefa út, en þau eru oft verri en ekki neitt sem heimildir. Svo virðist sem allar heimildir um innra starf þeirra stjórnmálaflokka sem nú er búið að leggja niður séu týndar og tröllum gefnar, hvar eru t.d. fundargerða- bækur thaldsflokksins, Kommúnistaflokksins, og Þjóðvarnarflokksins svo nokkr- ir hópar séu nefndir. Það er alvarlegt mál ef stór þáttur úr stjórnmálasögu 20. aldar á að týnast vegna van hirðu á heimildum, skilnings- leysis á gildi þeirra eða beinna skemmdarverka. Það er áreiðanlega til í dæminu að stjórnmálamenn láti fundar- gerðir hverfa af ótta við að í þeim sé eitthvað sem kæmi illa út í minningar- og afmælis- greinum, eða breytti þeirri mynd sem þeir eru búnir að byggja upp af sjálfum sér. Sagnfræðingar framtíðarinnar sætu þá uppi með sárt ennið og Kjallarinn Guðmundur J. Guðmundsson heldur takmarkaðar heimildir um stjórnmálasögu 20. aldar. Það eina sem þeir hefðu á að byggja væru hinar þrautleiðin- legu og átakanlega lágkúrulegu ævisögur íslenskra stjórnmála- manna, sem flestar eru markaðar hinum hræðilega at- vinnusjúkdómi sem herjar á þennan hóp, minnisleysinu. Það hafa þeir nefnilega allir sam- eiginlegt að muna aldrei neitt sem máli skiptir. Það er verðugt verkefni fyrir heil- brigðiseftirlitið að grafast fyrir um orsakir þessa sjúkdóms og uppræta hann. Hér hefur fyrst og fremst verið fjallað um óreiðu á fund- argerðum og gögnum stjórn- málaflokka, en menn gætu spurt sem svo: „Til hvers að vera að afhenda gögn til varðveislu ef ástandið á söfnun- um er þannig að nær ógerlegt er að komast að þeim eða þau liggja undir skemmdum vegna lélegra aðstæðna?" Síðan hreyta menn einhverjum skömmum í skjalaverði og for- stöðumenn safnanna. Það er sjálfsagt rétt að víða er pottur brotinn í stjórnun skjalasafna á íslandi, en höfuðsökin liggur ekki í söfnunum sjálfum, heldur hjá framverði íslenska auðvaldsins, ríkisstjórninni og fjárveitingarvaldinu. Sú var tiðin, í byrjun þessar- ar aldar, að íslenska borgara- stéttin sem rétt var búin að slíta barnsskónum reis upp, barði sér á brjóst og tilkynnti heiminum um tilveru sína, hún væri fulltrúi sjálfstæðrar þjóðar með gamla og merka menningararfleifð. Undir forustu glæstra leiðtoga og eld- huga úr hópi ungra mennta- manna hófst þessi unga og óreynda stétt handa við fram- kvæmdir þótt hún stæði uppi með tvær hendur tómar, og við Hverfisgötu reis glæsilegt safnahús á tveim árum. Síðan hefur mikið vatn runnið tií sjávar, stéttin er orðin forrík og komin vel á elliheimilis- aldurinn, eldmóðurinn í menningarmálum er löngu horfinn en i staðinn er kominn eldmóður í peningamálum. Framvörður stéttarinnar, ríkis- stjórn og alþingismenn, sem áður var skipaður stéttarinnar mestu andans mönnum er nú skipaður liði sem vafi leikur á að sé læs og kann varla að skrifa nema upp á vafasamar ávísanir og víxla. Alla vega ríkir þar fullkomin menningar- leg deyfð og áhugaleysi. For- sætisráðh. mundi ekki eftir neinni annarri bókmennta- tilvitnun í áramótaávarpi sinu en einni setningu úr Gullna hliðinu, (honum var nefnilega boðið á frum- sýningu) og einn af forustu- mönnum iðnrekenda afhjúpaði algjöra fáfræði sína í sjónvarps- sal er hann rausaði í langan tíma um „ítalska leikritaskáld- ið Gógóló.“ Menn nákomnir þessum hóp heyrast jafnvel tala um það opinberlega að leggja beri niður kennslu við Háskólann í óarðbærum grein- um eins og bókmenntum, félagsfræði og sagnfræði en leggja aðaláherzluna á greinar sem „tengjast atvinnuvegunum og þjóna þeim.“ Þannig er nú komið fyrir söguþjóðinni, heimildir um sögu hennar á síðustu öld liggja undir skemmdum vegna hirðu- leysis ráðamanna og sumir þeirra tala um að hætta rann- sóknum á sögu hennar og bók- menntum vegna þess að þær gefa ekkert í aðra hönd? Skyldi ekkert minna en sósíalísk bylting duga til að snúa þessari þróun við? Guðm. J. Guðmundsson. sagnfræðinemi. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIMI í Verzlun < Verzlun Verzlun j UJJmobelec auto electrics, Fullkomnasta electroniska kveikjan á markaðinum. Motor magazine kaus MOBELEC númer 1 yfir allar aðrar kveikjur prófaðar. VOLVO valdi MOBELEC eftir miklar prófanir og selja öllum sinum viðskiptavinum. MOBELEC framleiðir sérstaka gerð af kveikju fyrir kappakstursbila og kvartmílubila og öll TRYLLItæki. MOBELEC er frægt fyrir „LIFE-TIME" GUARANTEE. LÍFSTÍÐARABYRGÐ. KINKAUMBOÐ A ÍSLANDI, STORMUR IIF. Dugguvogi 19 Reykjavik, sími 31260, pósthólf 381. Bilað loftnet = léleg mynd Sjónvarpsviðgerðir Gerum við flestar gerðir sjónvarps- ta'kja, m.a. Nordmende, Radio- nette, Fergusson og margar fleiri gerðir. Kmniim heim ef óskað er. Fljót og góð þjónusla. Loftnetsviðgerðir Léleg mynd = bilað tœki. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN S/F Þórsgötu 15 — Sími 12880. MKISTARA- MERKI w SATA sandblásturssettið er serhannaö tyrir bila- iönaöinn, en hentar einstaklega vel í mörgum öörum iðngreinum. Ryðhreinsun af t.d. bílrenn- um „body“samskeytum, felgum o.þ.h. verður leikur einn með SATA. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér tæki eru vinsamlegast beönir að hafa samband sem fyrst. SATA sprautukönnur eru einnig væntanlegar. Sandblásturssett - áætlað verð kr: 29.000.-. Sprautugrímur áætlað verð kr: 6.000.-. Remaco hf. Skcljabrckku 4. Kópavogi, sími 44200. c I 2 LIQUIMOLY Olíubæti- efnið aftur Höfum tekið að okkur einkaumboð fvrir LIQUI MOLY GMBH í Þýzkalandi. ' Utsölustaðir: SHELL og ESSO bensínafgreiðslur. einnig allar helztu smurstöðvarnar. LIQUI MOLY var staðfest sem bezta oliuba'tiefnið á markaðnum af öllum olíubætiefnum sem þýzku bileig- endasamtökin létu rannsaka sérstaklega. en það voru 7 helztu merkin á markaðnum, ba'ði í Evrópu og Banda- ríkjunum. ST0RMUR HF einkaumboð á íslandi. Dugguvogi 19 Revkjavik. sími 31260. pósthólf 381. LICENTIA-VEGGHÚSGÖGN UQE STRANDGÖTU 4 SÍMI 51818 — HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.