Dagblaðið - 11.08.1977, Page 24
TCina leiðin tii að mynda Karl Bretaprins var úr lofti. Þaðan sýndist hann svo sem ekki mikiu stærri en eitt rykkorn úr ruslafötu
Drottins. Uppi á bakkanum stendur jeppabifreið og þar fyrir ofan sátu lögreglumenn í bil sínum. DB-mynd Ragnar Th.
Drottningar gæta 30
þúsund manns — sonar
hennar gætt af þrem
komið við íHofsá þar sem Karl Bretaprins unir sér hið bezta og mokveiðir lax
Á meðan Elísabet Breta-
drottning vísiterar Norður-
Irland með þrjátíu þúsund
manna liði öryggisvarða og lög-
reglumanna, stendur sonur
hennar úti í Hofsá í Vopnafirði
og veiðir lax-Varðlið hans er
öllu fámennara en móður hans,
— tveir íslenzkir lögreglumenn
og einn brezkur lífvörður.
Blaðamenn Dagblaðsins
brugðu sér til Vopnafjarðar og
hugðust nálgast prinsinn en
það reyndist með öllu ókleift.
„Ríkisarfinn er hér á landi til
að hvíla sig,“ sagði Brian
Booth, gestgjafi prinsins.
„Hann er í fréttunum á hverj-
um degi allan ársins hring svo
hann verður einnig að hvíla sig
frá ykkur.“
Booth var þá að því spurður
hvort hann vildi taka að sér að
mynda prinsinn við veiðarnar.
Hann hló við og svaraði:
„Við hötum nú aldrei íhugað
þann möguleika. Ég skal spyrja
hann að því.“ — Það svar varð
neikvætt.
Brian Booth er fyrrverandi
major í brezka hernum. Hann
hefur tekið Hofsáí Vopnafirði á
leigu mörg undanfarin ár.
Síðustu þrjú sumur hefur Karl
ríkisarfi heimsótt hann. Fyrsta
sumarið var hann aðeins þrjá
daga á landinu. í fyrra stóð
hann við tveimur til þremur
dögum lengur. Nú verður hann
við veiðar i Hofsá í fjórtán
daga.
-AT-
Kindakjötsfall er það næsta í landbúnaðarmálunum — og nú neyðast þeir sem aðhyilast nautakjöt og
hrossakjöt að leggja slíkt át á hilluna um sinn.
Neyzla á kindakjöti hefur minnkaö um 10 prósenf:
Nú er það kjötfjall
Lengi vei var talað um
smjörfjall en nú hleðst upp "kjöt-
fjall af óseldu kindakjöti. Neyzlan
á kindakjöti hefur minnkað um
ein tíu prósent, að sögn Agnars
Guðnasonar, blaðafulltrúa
bændasamtakanna.
Líkur eru til að um 1200 tonn
verði enn óseld af dilkakjöti, þeg-
ar að slátrun kemur að sögn
Agnars. Fólk hefur borðað meira
af nautakjöti en nú er það búið.
Framleiðendur nautakjöts kvarta
um tiltölulega lágt verð sem þeir
fái fyrir sinn snúð. Reiknað er
með að skortur verði á nautakjöti
einnig á næsta ári. Hrossakjötið
er einnig búið. Þvi vænta bændur
þess að fólk fari aftur að borða
meira kindakjöt. Verðið hækkar á
nýja kjötinu en það gamla yrði
ódýrara. Með þessum ráðum á að
eyða kjötfallinu og svo er hægt að
flytja eitthvað út.
3459 tonn af kindaköti voru
óseld 1. júlí. Af því voru 2956
tonn dilkajöt, 74 tonn af vetur-
gömlum og sauðum og 429 tonn
ærkjöt. Ekkert verður flutt út í
þessum mánuði. -HH.
Banaslys
íReyðarfirði:
Missti
valdá
mótor-
hjóli
sfnu
Tuttugu og sjö ára gamall
maður frá Brú á Jökuldal,
Hr^fh Halldórsson, beið
bana í umferðarslysi við
Njörvadalsbrú í Reyðarfirði
um hádegisbilið i gær.
Hrafn var á leið á mótor-
hjóli, sem hann tók próf á í
gærmorgun, upp á Egilsstaði
frá Eskifirði. Brúin er í
krappri beygju og virðist
sem Hrafn hafi ekki náð
beygjunni og farið áfram út
í ána. Læknar á Egilsstöðum
sem skoðuðu lík hans, töldu
hann haf.a hálsbrotnað og
látizt samstundis.
Feðgar frá Reyðarfirði
komu að brúnni nokkru
eftir að slysið varð. Sáu þeir
hjólið í ánni og vildu gæta að
því. Fundu þeir þá Hrafn
heitinn og höfðu þegar sam-
band við lækni og lögreglu.
ökukennarinn ók á eftir
Hrafni heitnum upp á Egils-
staði, en fór fram hjá
Njörvadalsbrú'án þess að sjá
nokkuð athugavert, enda
háttar þannig til að niður f
ána sést aðeins úr hægra
framsæti bifreiðar, skv. upp-
lýsingum lögreglunnar á
Eskifirði. -<)V.
frfálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 11. AGtJST 1977
Svíarefstirá
EM-bridge —
ítalirgeta
enn ógnað þeim
Italir þurfa að vinna Svía stórt
til þess að eiga möguleika á fyrsta
sætinu i Evrópumótinu í bridge
sem nú er á lokasprettinum I
Helsingör I Danmörku.
Svlþjóð hefur nú 294 stig en'
ítalir 275 stig. Övæntur sigur
Ungverja yfir ítölsku sveitinni i
gær dró verulega úr sigurmögu-
leikum Itala. Ungverjar unnu 13-
7.
Urslitin í leiknum milli Itala og
Svía sem hófst í morgun eru lik-
leg til þess að skipa þessum
þjóðum í endanleg sæti i þessari
keppni.
I 18. umferðinni unnu Islend-
ingar Pólverja með 15-5. Sveit
Islands er nú í 17. sæti með 133
stig eftir tap ofan á tap í undan-
förnum lejkjum. Næstir á undan
Islendingum eru Austurríkis-
menn með 136,5 stig. Næstir á
eftir þeim eru Grikkir með 114
stig.
Israel, Danmörk og Noregur
keppa um 3. og 4. sætið.Staðan
eftir 18 umferðir hjá þessum
þjóðum er: Israel: 251 stig, Dan-
mörk: 235 stig og Noregur: 227
stig.
f kvennaflokki ieiðir ítalska
sveitin með 199 stig en næst er sú
brezka með 197 stig. - BS
Skák á Lækjartorgi:
Stórskotaliðið
mætirallt
Meðal þeirra sem nú hafa til-
kynnt sig til skákmóts Mjölnis á
Lækjartorgi á morgun má nefna
stórmeistarana Friðrik Ölafsson
og Guðmund Sigurjónsson. Þá má
nefna Helga Ölafsson sem nú er
hálfur alþjóðlegur meistari, Guð-
laugu Þorsteinsdóttur, Norður-
landameistara kvenna og Jón L.
Árnason, Islandsmeistara og
Norðurlandameistara unglinga.'
Aðrir verða flestir landsliðsmenn
og má nefna Björn Þorsteinsson,
Margeir Pétursson, Ingvar
Asmundsson o.fl. Verður þetta
eitthvert sterkasta mót sem
haldið hefur verið hér til þessa.
- G.S.
Látinn
maðurréð
honumað
kaupa
miða
fékkfimm
milljón króna
vinning
Fimm milijonir króna
fékk Keflvíkingur einn I
Happdrætti Háskólans í
síðasta mánuði. Miðann
hafði hann keypt eftir að
hann dreymdi nýlátinn vin
sinn, sem virtist ráða honum
eindregið til að auka við
miðaeign sina. Maðurinn
keypti trompmiða og nú var
hann sem sé heppinn.
Með sjálfum sér hafði
hann heitið því að ekkja
vinar hans skyldi fá tiunda
hlut vinninga sem á_.mi_ðana
kæmu. I gær fékk hann féð í
sínar hendur hjá umboðs-
manninum í Keflavík og.
ekkjan fékk óvænt hálfa
milljón í sínar hendur.
-emm/JBP.