Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 197-7.
HÚSAMIÐLUN
KasU'ÍBnasala Ti'inplarasundi 3.
Villiclni liiKÍmundarson
Jón K. KaKiiarssoii hrl.
SÍMAR11614-11616
Vantar allar
tegundir eigna
ó söluskrá.
Keflavík
Börn óskast nií þegar til að bera Dag-
blaðið út í Keflavík.
Upplýsingar f síma 2355.
smBIABW
Starfskrafta
vantar í:
Almenn skrifstofustörf
Símavörzlu
Afgreiðslustörf
Tilboð með upplýsingum um fyrri
störf ásamt nafni og símanúmeri send-
ist blaðinu fyrir þriðjudagskvöld
merkt „XYZ“.
Lærið
að
fljúga
Flug er heillandi tómstundagaman og
eftirsóknarvert starf. Kf þú hefur
áhuga á flugi þá ert þú velkominn til
okkar í reynsluflug — það kostar þig
ekkert.
-amla fliiKturninum
Rovkjavikurlliign'IIi
Simi 2SI22.
Blaöburðarböm óskast
strax i eftirtalin hverfí:
Þórsgata
Hátún, Miðtún
Hringbraut
Tjarnargata, Suðurgata
Austurstrœti, Hafnarstrœti
Norðurbrún, Austurbrún
Barðavogur, Eikjuvogur
Stórholt, Stangarholt
Uppl. í síma 27022
mmmm
KYNNIR SÉR LÍF
FISKIMANNANNA
A SUÐURNESJUM
þýzkur rithöf undur ferðast um landið og skrifar greinar í
þýzkt tímarit
„Ég er lærður múrari en vann
aðeins í 4 ár við iðnina. Þá fór ég
að vinna í kolanámu i Ruhr, f 13
löng ár. Ástæðan var ósköp venju-
leg. Námugröfturinn var vel borg-
aður og á þeim tíma, skömmu
eftir stríð, var torvelt að fá hátt
launaða vinnu. Svo fékk ég þá
flugu í kollinn að skrifa sögur,
rómana, sem voru útgefendum og
lesendum að skapi, — og siðan
hefur lífið verið bærilegt,“ sagði
Þjóðverjinn Max von der Grtin,
sem er kominn hingað til lands í
þriðja sinn í sambandi við rit-
störf. Við hittum hann í fylgd
Guðmundar Ingólfssonar, sem
rekur fyrirtækið Imynd í Reykja-
vík, en hann hefur verið Griin
innan handar hér á landi.
Eftir Grun liggja 9 skáldsögur á
11 árum, auk annarra ritstarfa og
fyrirlestra, meðal annars við há-
skóla í Bandaríkjunum. „Þjóð-
verjar eru mjög iðnir við að kvik-
mynda skáldsögur. Fimm af mín-
um sögum hafa verið myndaðar,"
sagði Griin, „og verða jafnvel
fleiri á næstunni."
Erindi Max von der Grtin til
Islands að þessu sinni var ekki til
að afla sér efnis í skáldsögu,
heldur er hann hér á vegum þýzks
tímarits, GEO, sem gefið er út í
Hámborg í 300 þúsund eintökum,
en þar er Grún einnig búsettur
ásamt enskri konu sinni. „Tíma-
ritin fá rithöfunda til að skrifa
lengri greinar, — treysta þeim
betur en venjulegum blaðamönn-
um. Mitt verkefni er núna að
kynnast íslenzkri fiskimannsfjöl-
skyldu, daglegu Iífi hennar og út-
gerðar- og fiskvinnslumálum.
Grein ásamt myndum, sem Guð-
mundur tekur, mun svo birtast
innan tíðar í GEO.“
Utlendingar, sérstaklega Þjóð-
verjar, hafa seinustu vikur verið
teknir með nokkurri varfærni. Á
leiðinni til Keflavíkur, til að hitta
Halldór Þórðars. skipstjóra og út-
gerðarmann og fjölskyldu, —
sitjandi aftur í jeppanum hans
Guðmundar, vaknaði sú spurning,
þegar ekið var fram hjá Mána-
grund, svæði hestamannafélags-
ins, hvort GrUn hefði áhuga fyrir
hrossum? Hann kvað nei við um
leið og hann virti fyrir sér
gæðingana úti í haganum. Nú,
innan um ljósmyndavélarnar og
undir yfirhöfn sást i hornið á
plastbrúsa og eftir að hafa í laumi
athugað að hann var alveg gal-
tómur, var talið með öllu óhætt að
kynna Grún fyrir Halldóri.
Þegar í hús var komið í Kross-
holtinu í Keflavík og Grún setztur
meðal fjölskyldunnar, spurði
hann um allt mögulegt, hús-
móðurina um störfin, börnin hvað
þau hefðust að á daginn og í tóm-
stundum sínum, hvað þau
hygðust fyrir í framtíðinni og
síðast en ekki sízt Halldór um
sjómennsku, útgerð og afkomu.
Þorskastríðið bar einnig á góma
og þegar Halldór, sem á og er
skipstjóri á Freyjunni GK 364, 60
tonna, sagði að Þjóðverjar væru
alveg sérstaklega kurteisir á
miðunum, en Bretar hefðu eyði-
lagt fyrir honum veiðarfæri, þá
mátti lesa ánægju úr svip Grún.
En Grún gerði sig ekki alveg
ánægðan með að fá vitneskju um
flest sem að Hfi og starfi fjöl-
skyldunnar laut. Einnig vildi
hann kynnast því hvernig aflinn,
— lífsafkoman — væri unninn.
Eðlilegast var því að líta inn í
fiskverkunarstöð Karls Njáls-
sonar í Garðinum, sem vinnur afl-
ann af Freyjunni, allan nema
humarinn. „Karl Gotlieb Njáls-
son,“ — nú hváði Grún. ,\Gotlieb,
það er þýzkt nafn.“ — Jú, Karl er
þýzkættaður að langfeðratali.
Síðan grandskoðaði Grún stöðina
sem er mjög vel vélvædd og kom
auga á Baadermerkið. „Ilún er
dýr þossi vél,“ sagði Karl og benti
á flatningsvélina, „en hún er
traust og afkastamikil."
freyja
GARBI
Halldór á Freyjunni til vinstri ásamt þýzka rithöfundinum Max von
der Grún. (DB-mynd emm).
Vegna hins háa verðs á vélum,
flestum keyptum frá Þýzkalandi,
yrði að fá gott verð fyrir fram-
leiðsluna, en Grún þótti rúmlega
300 kr. fyrir kíló af ufsa, — „sjó-
laxi“ — upp úr salti svimandi
hátt. Eftir að Karl hafði satt for-
vitni rithöfundarins um vinnsl-
una, afkomuna og annað sem að
verkuninni laut, var dæminu
snúið við og Grún spurður um
þýzk fiskimál. „Minnkandi sjávar-
afla hafa Þjóðverjar svarað með
aukinni fiskirækt í ám, vötnum Qg
tjörnum. Fyrir fimm árum varð
95% sjávarfiskur, en núna er
vatnafiskúrinn orðinn 50% og
40% af því magni flytjum við út.
Sem dæmi um framfarirnar má
nefna Ruhr-ána, sem er svipuð og
Laxá í Kjós. Fyrir fimm árum var
þar ekki branda, nú skilar hún 50
tonnum af silungi á ári.“
Ýmis önnur dæmi nefndi Grún
um fiskirækt seinustu ára, svo
sem Bodensee. Búið er að hreinsa
vatnið og þar er mikið fiskeldi á
tegund sem nefnd er „Fellchen",
— fiskur á milli silungs og síldar.
Ekki má heldur gleyma vatna-
karfanum, — eins konar heimilis-
fiskur Þjóðverja, etinn á jólum og
páskum. Til Þýzkalands er hann
kominn frá Feneyjum og Klna,
tjáði Grún, — allir sem mögulega
geta ala þennan fisk í tjörnum og
síkjum og færist það mjög i vöxt.
Þjóðverjar ætla sem sé ekki að
láta sig vanta fisk, þótt Atlants-
hafið verði ördeyða. Séðir menn
Þjóðverjar.
En Grún gat ekki eytt tímanum
í skraf — hann er greinilega af-
kastamaður, — það leyndi sér
ekki á grönnu holdarfari og ein-
beittum svip. Við yfirgáfum því
fiskverkunarstöðina og Guð-‘
mundur og Grún héldu til Reykja-
víkur. Til Hamborgar fer Grún
innan tíðar, með mikinn fróðleik
um Island, en auk þess að fara um
Suðurnes ók hann „hringinn" og
aflaði sér efnis, aðallega á Akur-
eyri og Siglufirði. Og svo bíða
menn spenntir eftir GEO frá
Hamborg.
- emm
2ja-3ja herb. íbúð
óskast
til leigu fyrir eldri hjón, með sérinn-
gangi og hita. Mikil fyrirframgreiðsla.
Tilboð sendist DB merkt „Mikil fyrir-
framgreiðsla“ fyrir 7. sept.
Húsavík
Nýr timboðsmaður frá 1. september:
Þórdís Arngrímsdóttir
Baldursbrekku 9. Sími 96-41294.
Blaðbera vantar í suðurbœ.
Uppl. hjó umboðsmanni. Sími 41294.
ifflAÐIÐ