Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977. 5 Atli inn — enn ekki gert á milli Sigurðar og Árna Guðgeir og Janus eiga enn við meiðsli að stríða en þó líklegt að þeír leiki Frá Halli Símonarsyni, blaðamanni DB i Brussel: Atli Eðvaldsson Val leikur I HM-leiknum gegn Belgíu í kvöld á Anderlecht Stadion í Brussel. Það er eina breytingin frá liðinu sem lék siðustu 15 mínútur leiks- ins gegn Hollandi á miðvikudag. Atli leikur í stað Árna Sveins- sonar ÍA. Vera kann þó að önnur breyting verði á liðinu þar sem fram kom á blaðamannafundi KSl, sem efnt var til hér á Ramanda-hótelinu glæsilega, að enn hefði ekki verið ákveðið hvor þeirra Sigurðar Dagssonar eða Arna Stefánssonar léki í marki Islands gegn Belgíu. Það verður ekki gert fyrr en siðar i dag. Landsliðið verður þannig skipað: Sigurður Dagsson Val eða Árni Stefánsson Fram i marki. Aðrir leikmenn: Ólafur Sigur- vinsson IBV, Gisli Torfason IBK, Marteinn Geirsson Royale Union, Janus Guðlaugsson FH I vörninni. Framverðir verða Asgeir Eliasson Fram, Hörður Hilmarsson Val, Atli Eðvaldsson Val og Guðgeir Leifsson Charle- roi. Framherjar verða þeir Ásgeir Sigurvinsson Standard Liege sem jafnframt er fyrirliði liðsins og Matthias Hallgrímsson Halmia. Tony Knapp landsliðsþjálfari sagði á fundinum að Guðgeir Leifsson og Janus Guðlaugsson ættu enn við meiðsli að stríða. Hann reiknaði þó frekar með því að þeir gætu leikið gegn Belgum i kvöld. Þá gat Ellert Schram þess að Belgar hefðu gert athugasemd við það að Teitur Þórðarson léki. Belgar eru þar í fullum rétti — þar sem tilkynna þarf 22ja manna landsliðshóp 10 dögum fyrir leik. Teitur var ekki I 22ja manna landsliðshópnum og það fæst ekki strax úr því skorið hvort hann fær að leika i dag. Af þessum ástæðum er ekki hægt að gefa upp hverjir verða varamenn. Tony Knapp sagði að það væri áfall fyrir okkur að vera án Jóhannesar Eðvaldssonar en hann sagði að liðsandinn væri frá- bær og vonaði að við byrjuðum eins og Island lék síðari hálfleik- inn gegn Hollandi. Þá væru mögu- leikar góðir í leiknum gegn Belg- um. Ellert Schram gat þess að I EM leikjunum 1975 hefði Island byrjað heldur illa, gegn Frökkum, en náð sér vel á strik nokkrum dögum síðar gegn Belgum i Liege. Tapað fyrir Frökkum 0-3 og síðan 0-1 tap í Belgíu, óverðskuldað. Sama var uppi á teningnum 1973 — þá heldur slakur leikur í Danmörku, 1-2 tap gegn Dönum en síðan jafntefli gegn A- Þýzkalandi í Magdeburg, 1-1 — upphafið að hækkandi sól ís- lenzkrar knattspyrnu. Ellert sagði ennfremur: „Leikurinn við Belga leggst mjög vel i mig.“ Þá gat Knapp þess að Atli hefði verið valinn i liðið til þess að hafa nánar gætur á Cools, upp — íHM-leiknum gegn Belgum íkvöld sem væri mjög hættulegur leik- maður frá FC Brugge í gegnum- brotum. Hann væri óþreytandi — ákaflega hættulegur leikmaður. Atli væri einnig óþreytandi — því yrði athyglisverð viðureign þeirra. Þá bjóst Knapp við því að Marteins yrði settur til höfuðs Ásgeiri Sigurvinssyni — slíkur er orðstir Ásgeirs. Þess má að lokum geta, að þeir mörgu hollenzku blaðamenn sem ég ræddi við í Hollandi fyrr í vikunni, töldu að Island ætti að vinna Belgíu — slíkur hefði verið leikur Islands í síðari hálfleik. Ef til vill óskhyggja Hollendinga, þvi tap Belga er þeirra hagur. Marteinn Geirsson og Olafur Sigurvinsson rétta upp hendur, telja Ruud Geells rangstæðan, þar sem hann sendir knöttinn i netið fram hjá Sigurði Dagssyni og svo reyndist lika vera, markið var dæmt af. Simamynd, Algemeen Dagblad. Vísir tók símamynd Þjóðviljans — og birti sem eigin símamynd frá Nijmegen í Hollandi af landsleik íslendinga og Hollendinga Það vakti athygli margra að Þjóðviljinn varð fyrst íslenzkra blaða til að birta „símamynd“ af landsleik Islendinga og Hollend- inga í heimsmeistarakeppninni á miðvikudag. Svo héldu að minnsta kosti flestir — en þegar betur var að gáð kom í ljós að „símamynd“ Þjóðviljans var gömul ljósmynd, tekin í leik Is- lendinga og Belga 1975. Þjóðviljamenn höfðu fengið símamynd um kvöldið — en fyrir misskilning kom önnur mynd í blaðið — gömul mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni. Helgi Ólafsson íþróttafréttamaður Þjóðviljans hafði sótt símamynd á Ritsímann — farið með hana i Blaðaprent en fyrir misskilning kom hún aldrei inn. Símamyndin frá leik Islands og Hollands var því í Blaðaprenti en þar er Þjóðviljinn prentaður ásamt Tímanum, Alþýðublaðinu og Vísi. Helgi skildi myndina eftir á bakka þar sem íþróttafréttamenn Vísis sáu inyndina, greinilega merkta Þjóðviljanum. Þeir gerðu sér lítið fyrir, settu myndina inn í fimmtudagsblaðið. Vísir gat því „státað“ af síma- mynd frá Hollandi — eitt blaða ásamt Dagblaðinu. Dagblaðið fékk símamyndir frá Hollandi — en vegna bilana í tækjum Ritsím- ans, sem tekur við myndum, var ekki hægt að setja myndina frá Hollandi inn i fyrstu 5 þúsund eintökin, sem prentuð voru. Tæki Ritsímans eru gömul — rúmlega 20 ára gömul og gjörsamlega úr sér gengin. Raunar forkastanlegt að Póstur og sími skuli ekki endurnýja þau til að veita eðli- lega þjónustu. Belgar gera athuga- _fkgk^“néiHa,a,,,í semd viðaðTeitur leiki tekur stöðu Teits Frá Halli Simonarsyni, blaða- manni DB i Brussel: Belgar hafa gert athugasemd við að Teitur Þórðars. leiki gegn þeim i kvöld, þar sem hann var ekki tilkynntur I 22ja manna landsliðshópi KSl er gefinn var upp fyrir 10 dögum. Að vísu hafa Belgar ekki sagt blátt nei við að Teitur leiki — en Matthías Hall- grímsson, Halmia, tekur sæti Teits og því hugsanlegt að Teitur komi inn á síðar i leiknum í kvöld. Það er, ef Belgar samþykkja Teit Þórðarson — en samþykki eins og áður sagði hefur ekki verið gefið. Tony Knapp landsliðsþjálfari hefur því ekki hætt á neitt, vill engin vafamál, og valið Matthías Hallgrímsson til að leika í kvöld gegn Belgum. Jönköping neitaði á sínum tíma að Teitur fengi að leika slðari leikinn, það er gegn Belgum. En eftir að KSl itrekaði beiðni i Hol- landi, til Jönköping, að Teitur fengi að leika síðari leikinn gaf Jönköping grænt Ijós. FIFA gaf grænt ljós — belgíska knatt- spyrnusambandið hefur ekki, að minnsta kosti enn, gefið grænt ljós — en ekki heldur neitað. Þýzku Mondi vetrarvörurnar nýkomnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.