Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977. Húsin í bænum Hvað sem annars má segja um miðbæinn verður því ekki í móti mælt að hann er i meira lagi myndrænn og mótifin blasa hvarvetna við, vegfar- endum og ekki sízt mynd- gerðarmönnum hvers konar, til yndis. Ljósmyndarar sjást gjarna á stjái í miðbænum með tæki sín og tól I ólum um axlir og háls, mundandi myndavél- arnar í leit að mótífi. Fyrir allmörgum árum voru flest húsin í bænum litlaus að mestu. Kannski að þakið væri •«SimwspKjj 'IV lÍifiiIíTfíill^^S máiað á stöku húsi. En skyndilega lifnaði yfir bænum. Fólk fór að mála húsin sín 1 hinum fjölbreytilegustu litum. Fyrr en varði tók það eftir „húsinu á móti“. Þegar það hafði verið málað kom í ljós að þetta var hið snotrasta hús. Það er mál manna að lita- gleðin hafi átt upptök sín í grennd við Tjörnina. í tilefni af því birtum við þrjár myndir sem teknar eru í Lækjargöt- unni á dögunum. Að vísu eru þetta „grafískar" ljósmyndir í svart-hvítu og koma því iitun- um ekki til skila. Eindálka myndin er-af gamla Iðnskólan- um þar sem nú er til húsa Fósturskólinn. Turninn á þessu húsi er með þeim fegurstu < bænum. Til hægri sér í það gamia og góða Iðnó. Á tveggja dálka myndinni sést sami turn ásamt Alþingishúsinu, Dóm- kirkjunni og Iðnaðarbankan- um. Á þrídálkamyndinni sést einnig í Iðnaðarbankann og áfram húsaröðina norðan við hann. Styttan er eftir Nínu Sæ- mundsson og heitir Móðurást. Hvolfþakiðlengst til hægrier á gamalli spennistöð Rafveitunn- ar. - rl. En á þrepi öðru stóð undirhyggjumaður Vísur og vísnaspjall Jon Gunnar Jónsson Á námskeiði sem haldið var 1 Þjórsár- túni haustið 1914 var Arni Pálsson, síðar prófessor, meðal fyrirlesara. Hann sagði þar að Guðmundur biskup góði hefði verið mesti skaðræðismaður. Sama dag var Arni á málfundi, þar sem deilt var um aðflutningsbann á áfengi og var ákafur andstæðingur bannsins. Ut af þessu voru ortar tvær visur: Vondan hefurðu góðan gert Gvend minn þúsund vetra, en annað mundi meira vert og mannfóikinu betra. Færi vatnið fyrir bi fyliti vfnið munna. Hlauptu og mokaðu ofanf alla Gvendarbrunna. Ennfremur var þetta ort á þessari samkomu: Þótt við drekkum drjúgan öl, sem dæmin þráfalt sanna, mun það varla meira böi en mælgin templaranna. Meðal þeirra sem andmæltu kenning- um Arna Pálssonar var Böðvar Magnús- son bóndi á Laugarvatni og Sigurður Sigurðsson búfræðingur frá Langholti í Flóa, síðar alþingismaður. Svona var lýst atgangi þeirra Arna og Böðvars: Brestur i þaki, gnötrar gólf, gnesta og braka veggir. Mjög hér skaka málakólf miður spakir seggir. Og um hina kappana tvo: Siggi hjó, þvf honum bjó heiptin nóg f sinni. Undan smó hann Arni þó, eins og fló á skinni. Hér farið eftir frásögn i Suðurlandi 1915. ★ Þegar Fnjóská kemur úr þrengslunum þar sem gamla brúin er fellur hún i nokkrum bugðum um sléttlendi. Þar uppi á bökkum sunnanmegin er bærinn Nes. Fýrir mörgum árum var húsfreyjan á þeim bæ, Guðrún Stefánsdóttir, að koma frá Akureyri ásamt fleira fólki í bil. Við hlið hennar sat hinn kunni fræðimaður og skáld Konráð Vilhjálms- son frá Hafralæk. Eins og þeir vita sem þessa leið hafa farið er mikið og fallegt útsýni af heiðarbrúninni yfir Fnjóska- dalinn og sést vel heim að Nesbænum. Þá orti Konráð: Héðan rúnir lands ég les, ljóma austurtindar. Undurf agurt ess um Nes áin bláa myndar. ★ Þetta gerðist fyrir 30—40 árum. Á bæ einn í Þingeyjarsýslu komu gestir. Þeir rákust fyrst á sláttumann í túni og beiddust gistingar, því þetta var seint á degi. Sá sem fyrir svörum varð kvað því miður ekki hægt að greiða götu þeirra, því húsráðendur væru ekki heima, en stutt væri til næsta bæjar. Þegar þangað kom var ferðalöngum betur tekið, sögðu þeir frá komu sinni á fyrri bæinn og viðbárum þar. Þótti sú saga ekki trúleg, og er þeir lýstu viðmælanda sínum, kom i ljós, að það var enginn annar en hús- bóndinn. Þessi saga barst um sveitir til Konráðs Erlendssonar, sem lengi var kennari á Laugum. Hann orti: Gesti þá að garði ber gott er að kunna ráðið slynga: Afneitaði sjálfum sér sómavörður Ljósvetninga. En það var annar Konráð ættaður frá sömu slóðum, seinast alllengi búsettur á Akureyri. Hann var Vilhjálmsson og gaf út ljóðabækur og fræðirit, ókunnugum hætti til að rugla þessum mönnum sam- an, einkum i sambandi við vísur. Konráð Erlendsson orti visuna um tröppugöngu stúlkunnar i Laugaskóla: Vindur lék um veðraslóð, vatt upp pilsi hraður, en á þrepi öðru stóð undirhyggjumaður. ★ Erlingur Filippusson, hin mikla kempa og grasalæknir, var áhugamaður um spíritisma, enda sjálfur gæddur dul- rænum hæfileikum. Einhverju sinni er hann var á miðilsfundi komu fram til viðtals meðal annarra Bólu-Hjálmar, Káinn og einhver sá þriðji, en hans nafn hefur ekki varðveist. Allir vörpuðu þeir fram vísum, sem Erlingur lærði og skrif- aði hjá sér að fundi loknum. Bólu- Hjálmar: Englar drottins leita, ieita, leiða blinda, gefa sýn. Þeir vilja allir breyta, breyta böðulskápu I rikkilfn. Hér mun að sjálfsögðu verið að lýsa starfssviði englanna á jörðunni. En ekki fellur maður nú i stafi fyrir andríki gamla mannsins eftir langa himnavist. Káinsvisa er svona: Ekki eru skáldin alveg dauð, alltaf magnast þráin. Hortittur er nú þetta, segjum við dauðlegir. Botninn: Hér er lifið heilagt brauð. — Heiti mitt er: Káinn. Siðasta visan er nú held ég best: Bar ég elnatt blakka kinn, brautum heims á þröngum. Heill I sátt er hugur minn, horfin tár af vöngum. Heimild Verkamaðurinn á Akureyri 26. okt. ’62. í sama blaði eru fleiri visur, en þá eftir ofanjarðarskáld, þó ekki sé höfunda getið, enda um veraldleg efni. — Stjórnmálabæn: Veittu sól í vikina, vetrargjólur næða. Taktu pólitíkina til þin, sjóli hæða. J.G.J. — S.41046. Landsmálasamtökin STERK STJORN Laugavegi 84-Sími 13051 Opiðkl. 5-7 alladaga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.