Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGITR 3. SEPTEMBER 1977.
frmlst áháð dagblað
Útgefandi Dagblaöiö hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AÖstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BJaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson. Katrin
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór.
Ljósmyndr': Bjarnloifur Bjamloifsson, Höröur Vilhjólmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrif stof ustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M.
Halldórsson.
Ritstjóm Síöumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
ASalsími blaSsins 27022 (10 llnur). Askrift 1300 kr. á mánuSi innanlands. i lausasölu 70 kr.
eintakiA.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Mynda og plötugerA: Hilmirhf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19.
Erþeim treystandi?
Er hægt að treysta flokksfor-
ingjunum til að koma fram á
næsta þingi breytingum, sem
auka frelsi kjósenda í næstu kosn-
ingum? Æðstu menn allra flokk-
anna hafa sagt, að æskilegt væri,
að þá þegar ættu kjósendur kost á
að raða frambjóðendum á listum flokkanna
eftir sínu höfði. En þessar undirtektir tryggja
ekki framgang málsins.
Eðlilegt er, að almenningur efist um, að
eitthvað verði af framkvæmdum á þessu sviði.
Ranglætið við núverandi skipan er of augljóst
til þess, að foringjarnir gætu annað en goldið
breytingum jáyrði, þegar þeir voru spurðir. En
hitt er svo annað mál, hvort þeir vilja slíkar
breytingar. Foringjunum er sárt um flokksræð-
ið sitt, og enn meiri mun tregðan verða, þegar
kemur til kasta hinna almennu þingmanna.
Flestir þingmenn eru ekki fulltrúar kjósenda
heldur flokksvélanna. Óvíst er, að þeir yrðu
ofan á, ef kjósendur ættu raunverulegt val
milli manna.
Hugmyndin er, að kjósandi geti kosið ákveð-
inn lista og raðað frambjóðendum á honum
sjálfur við kjörborðið. Þeir, sem mesta lýðhylli
hefðu, yrðu þá kosnir, án tillits til hvar þeir
væru á listanum. Þetta yrði stórt skref í rétta
átt, en merkari yrði breyting sú, sem fulltrúar
æskulýðshreyfinga þriggja stjórnmálaflokka
leggja til. Hún er á þann veg, að framboðin
skuli vera algerlega einstaklingsbundin en
flokksaðildar frambjóðenda verði getið á kjör-
seðli. Kjósandinn getur gefið til kvnna, hvaða
frambjóðendur hann helzt vill að nái kjöri, með
því að tölusetja frambjóðendur án tillits til
hvar þeir eru í flokki. Hann merkir á 1, 2, 3 og
svo framvegis við nöfn frambjóðendanna.
Frelsi kjósenda er mjög lítið orðið. í hverju
kjördæmi er í rauninni aðeins kosið um tvo eða
þrjá menn. Hinir eru annaðhvort í öruggum
sætum eða vonlausum sætum. Þegar flokkarnir
eru búnir að stilla upp, er í aðalatriðum vitað,
hverjir verða á þingi. Hreyfingar milli flokka
eru yfirleitt tiltölulega litlar. Þetta versnaði til
mikilla muna, þegar áhrif útstrikana voru gerð
að engu. Meðan útstrikanirnar voru í gildi,
gátu kjósendur að minnsta kosti ímyndað sér,
að eitthvað þýddi að strika einn út til að koma
öðrum upp.
í kjördæmunum hafa tengsl þingmanna og
kjósenda yfírleitt orðið mjög lítil eftir stækkun
kjördæmanna. Yrðu kosningar persónubundn-
ari, þyrftu þingmenn að koma á miklu meiri
tengslum við kjósendur en nú er. Annars ættu
þeir á hættu að detta upp fyrir.
Flokksforingjarnir viðurkenna þetta í orði.
En breytingar verða örðugar. I reyndinni hafa
flokksklíkurnar ráðið uppstillingu meginþorra
frambjóðenda og þar með skipun Alþingis.
Menn óttast, að flokksræðið finni leiðir til að
hindra framgang málsins.
r
ER URILLUR A MORGN-
ANA ÞAR TIL HANN
FÆR KAFFISOPANN
SINN
— Thorbjörn Falldin, fjárbóndinn
Hann er fyrrverandi fjár-
bóndi frá Norður-Svíþjóð. Vinir
hans segja að hann sé frekar
úrillur á morgnana og það þýði
ekkert að bjóða honum góðan
daginn fyrr en hann sé búinn
að fá kaffibollann sinn. Annars
finnst honum kaffi mjög gott og
getur drukkið óteljandi bolla
en hann verður að fá eitthvað
ætilegt til að skola niður svona
annað slagið.
Þetta er Thorbjörn FSlldin,
maðurinn sem tók við forsætis-
ráðherraembættinu af Olof
Palme, en flokkur hans hafði
þá verið við völd I Svíþjóð i 44
ár. Flokkur Fálldins, Mið-
flokkurinn, sigraði i siðustu
kosningum í Sviþjóð og for-
maður flokksins er fjárbóndinn
frá Norður-Svíþjóð sem að vísu
hefur falið öðrum umsjón
búsins meðan hann gegnir
embætti forsætisráðherrans.
Thorbjörn Fálldin kemur til
Islands í opinbera heimsókn á
morgun. Hann verður hér frá 4.
til 7. september.
Gekk erfiðlega
að komast í heiminn
Fálldin er bóndasonur frá
Norður-Svíþjóð. Það gekk erfið-
lega að koma honum i heiminn
og móðir hans mátti þjást I þrjá
daga áður en strákurinn leit
dagsins ljós. Það var i april-
mánuði fyrir fimmtiu árum.
Að sögn móður hans, Huldu,
gerðist fátt sögulegt á æsku-
árum drengsins. Þegar hann
var þriggja ára tók hann að visu
upp á því að taka sér Bibliuna í
hönd og lesa upphátt úr henni
söguna um miskunnsama
Samverjann, sem var
uppáhaldssagan hans, og um
leið gekk hann marga hringi 1
kringum húsið. Þetta fannst
strák mikil skemmtun en hann
þurfti að athuga vel hvernig
bókin átti að snúa áður en hann
lagði upp í þessar lestrarferðir
sínar. Reyndar hefði hann eins
vel getað sleppt bókinni vegna
þess að hann kunni söguna
utanað.
Falldin litla þótti gaman að
taka lagið og æfði sig óspart.
Þegar hann var átta ára fór
frá Norður-Svíþjóð sem gegnir
nú forsætisráðherraembættinu
Solveig Kálldin.
r
Ritskoðun á íslandi
Tilhneigingar til ritskoðunar
og annarrar heftingar á
tjáningarfelsi hefur mjög gætt í
ýmsum vestrænum löndum á
undanförnum áratugum,
þráttfyrir yfirlýstan sigur
lýðræðisaflanna í seinni heims-
styrjöld og hefur hún tekið á
sig margvíslegar myndir.
Óhrjálegust var myndin i
Bandarikjunum á velmektar-
dögum McCarthys, þegar
sendir voru erindrekar um
allan heim til að fjarlægja
óæskilegar bækur úr bókasöfn-
um bandarísku upplýsinga-
þjónustunnar og stórir hópar
manna voru sviptir atvinnu
vegna „hættulegra skoðana".
Einokun og ritskoðun gaullista
á ríkisfjölmiðlum í Frakklandi
var til skamms tfma alræmd um
hinn vestræna heim. Á síðustu
árum hefur svonefnt „atvinnu-
bann“ (Berufsvervot) vestur-
þýskra stjórnvalda með
jafnaðarmenn í broddi fylking-
ar þótt einhver mestur váboði í
vestrænum lýðræðisríkjum,
enda er lagaákvæðum sem
heimila brottrekstur úr starfi
fyrir óæskilegar skoðanir
.......
ótæpilega beitt I Vestur-
Þýskalandi. Er engu lfkara en
hinum ríku og vösku útvörðum
vestræns lýðræðis þar f landi
hafi þótt frelsisarfur frönsku
stjórnarbyltingarinnar of þung-
ur í vöfum og komist að þeirri
niðurstöðu, að starfshættir
Hitlers og Stalins væru hand-
hægari og öruggari til að
tryggja völd sín og aðstöðu.
VL-dómar
Þó þessari ísjárverðu
tilhneigingar til takmörkunar
tjáningar- og skoðanafrelsis
hafi ekki gætt að ráði hérlendis
nema bakvið tjöldin, virðist
,hún æ meir vera að koma uppá
yfirborðið og framfyrir tjöldin.
Hrikaleg dæmi þess eru
nýgengnir dómar í svo-
kölluðum VL-málum, þarsem
berlega kemur í ljós að beita á
gloppóttri löggjöf um meiðyrði
til að hefta og helst koma í veg
fyrir opinskáar og afdráttar-
lausar umræður um mál sem
hafa almenna samfélagslega og
menningarlega skírskotun. Þvi
hefur hvergi verið neitað af viti
bornum mönnum að þörf sé lög-
gjafar til að vernda æru manna
fyrir aðdróttunum og tilefnis-
lausum árásum, en bæði í
Bandarfkjunum og á Norður-
löndum er gerður skarpur
greinarmunur á ærumeiðing-
um einstaklinga og óvægnum
ummælum I umræðu um mál
sem varða almannaheill eða
hafa pólitíska skirskotun. A
Norðurlöndum eru sérstök
lagaákvæði um rýmkað
málfrelsi í stjórnmála-
umræðum og í Bandarikjunum
er málfrelsi í pólitískum og
samfélagslegum umræðum
ótakmarkað. Að öðrum kosti
hefði til dæmis aldrei tekist að
fletta ofanaf Watergate-
hneykslinu.
Andi íslenskra laga er i
meginatriðum hinn sami og
norrænna laga, þó ótvíræð
ákvæði skorti, en islenskir
dómarar. bæði i undirrétti og þó
einkanlega i hæstarétti hafa
kosið að túlka lagaákvæðin eins
þröngt og hugsast getur — með
þeim afleiðingum að þeir hafa
verulega skert tjáningarfrelsi á
íslandi og þannig unnið