Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIi). LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977. 9 Jodie Foster f hlutverki götumeliunnar Iris. hún bregzt honum líka, þegar hún vill ekki horfa á sænska klámmynd meö honum, og hann verður þess fullviss að hún drepist með „öllum hin- um“. Þannig er ástatt fyrir Travis — hann er einn, og svo eru allir hinir; hórurnar, dópistarnir, morðingjarnir, hórumangar- arnir, skepnurnar, ræflarnir og aumingjarnir, eins og hann orðar það. Hann á erfitt með svefn og til að einmanakennd- in, sem alltaf hefur þjáð hann, verði honum ekki um megn, þá vill hann helzt fá að vinna allan sólarhringinn. Næturlíf New York sýnir honum sínar svört- ustu hliðar, sora jarðar. Hann finnur von í tólf ára gamalli götumellu, sem leikin er ágætlega af Jodie (Pappírs- tungli) Foster. Hún verður honum ástæða til að fara út og „gera eitthvað svakalegt". Hvað eftir annað minnir þessi innri barátta leigubil- stjórans á „Son Sams“. Það verður ekki mjög óskiljanlegt, fyrir áhrif af kvikmyndatöku og mögnuðu andrúmslofti, hvers vegna milliónaborgirnar gera menn brjálaoa. „Taxi Driver" minnir líka stundum á kvikmyndina „Leigjandann" eftir Polanski, sem Háskólabíó sýndi nýlega (og áðurnefnt Films & Filming útnefndi þá mynd 1976, sem mestum vonbrigðum hafði valdið — most disappointing). Niðurstaðan er í báðum tilfell- um sú sama: lausnin er tíma- bundin, stórborgarlífið breytist ekki þrátt fyrir allt. í lokaatriði „Taxi Driver“, þegar Travis er búinn að skila af sér draumadísinni, sem hann hafði hitt aftur, tekur neon- ljósa- og steinsteypufrum- skógurinn við aftur eins og hringekja í helvíti. Þið skuluð sjá þessa mynd hvað sem Films & Filming segir: Hún gleymist ekki nærri strax. -ÓV Robert De Niro f hlutverki Ieigubilstjórans Travls lætur til skarar skrfða. Að drepa spaðadrottn- ingu með ás í grandi Starfsemi bridgefélaganna fer að hefjast, þ.e. í september. Tafl- og bridgeklúbburinn og Ásarnir í Kópavogi hafa verið með sumar- spilamennsku í allt sumar á mánudögum og fimmtudögum og hefur þátttaka verið mjög góð. Bikarkeppni Bridgesambands tslands er langt komin. Aðeins einn leikur er eftir fyrir undan- úrslit á milli Boga Sigurbjörns- sonar og Ríkarðs Steinbergssonar og verður hann spilaður á morgun á Siglufirði. Aðrar sveitir sem komust í undanúrslit eru Ármann J. Lárusson Kópavogi, Jón Hauks- son Vestmannaeyjum og Jóhann Stefánsson Keflavik. Athygli hefur vakið að aðeins ein sveit úr Reykjavík er eftir i keppninni, sveit Ríkarðs Stein- bergssonar. Áður en farið verður að skrifa eingöngu um bridge inn- anlands, þá koma hér spil frá Evrópumeistaramótinu. Fyrsta spilið er svona: NoitDI.it * ÁG63 4 * AKD863 Sl'IH'U * enginn V AD873 0 KG1086 * G72 Sagnir gengu þannig: Norður Suður 2 tíglar 2 spaðar 3lauf 4lauf 4 tíglar 4 hjörtu 4 spaðar D. Redobl 6 lauf 7 lauf Austur spilaði út Hvernig spilar þú spilið? Næsta spil er svona Nordiir * A97532 t? 75 0 105 * A82 Si;»*Ht * KD V ÁD104 0 AG987 *D7 Sagnir gengu: Suður Norður 1 tígull 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 2 grönd 3 grönd pass Véstur spilaði út laufafjarka. Hvernig spilar þú spilið? Og síðasta spilið er svona: Nordcr A K97 <? D3 0 D982 * ÁKG5 Stroi It * A43 ÁK10965 0 K76 + 9 Sagnir gengur: tíguldrottningu eða taka hjarta- kóng niður l*riðja, sem virðist vera bezta spilamennskan. Suður Norður 1 tígull 1 grand 2 hjörtu 3tíglar 3 hjörtu 3 grönd 4 hjörtu 5 lauf 6 hjörtu spaða. tJtspil spaðasex. Hvernig spilar þú spilið? Fyrsta spilið var spilað af ungum og mjög efnilegum enskum konum og opnunin tveir tíglar þýddi sterk tveggja laufa- opnun. Svona voru allar hend- urnar: Nokdi it * ÁG63 V4 <> Á9 * ÁKD863 Vkviiii Aimir * 985 * KD10742 '•? K52 • G1096 D542 73 * 1095 *4 SlTil'lt * enginn V ÁD873 < KG1086 * G72 Þú ert að spila sjö lauf í norður og færð út spaðakóng. Gardener spilaði spilið þannig að hún trompaði þrjá spaða í blindum og vann sitt spil. Ef tromp hefði komið út, þá hefði þurft að hitta á Næsta spil er svona: Noiuhii * Á97532 75 105 * Á82 Vk>it r * G1084 9 K62 * K10643 * 6 N KG8632 1 D43 * G95 SlTH'K * KD <7 ÁD104 0 ÁG987 *D7 Þú ert að spila þrjú grönd og færð út lítið lauf; ef spaðinn fellur, þá stendur spilið alltaf. En hvað á að gera, ef hann fellur ekki? Þetta er eitt af þeim spilum, sem allir eiga að kunna. Við hleypum laufinu heim og spilum spaðakóng og spaðadrottn- ingu og yfirtökum hana með spaðaás. Ef liturinn fellur þrjú og tvö, þá eigum við nóg af slögum. Ef ekki, þá förum við í tigulinn og tvísvínum og vinnum spilið. Síðasta spilið var svona: Nokdi it * K97 <?D3 0 D982 * ÁKG5 Al >TI It Vk>ti k * 62 V 742 0 54 * D76432 * DG1085 * V G8 r ÁG103 * 108 SriHTt *Á43 V ÁK10965 0 K76 *9 Þetta spil kom fyrir í leik Dat og tsraelsmanna. Ef ísrae maðurinn hefði svínað laufi hef hann unnið spilið en hann tók t' efstu í Iaufinu og trompaði lai og þcgar drottningin kom ek tapaði hann spilinu. Danir unt 11 stig í slaðinn fyrir að tapa 11. Stjörnubíó — Ofsinn við hvítu línuna: Skyldi þetta vera satt með bílinn? Það var kominn tími til að fara í bfó. Eitthvað átti maður nú að sjá, eins og myndirnar voru allar góðar? Leigjandann hans Polanskis? Nei, þá hefði ég þurft að skrifa eitthvað hallelúja. Fint. Goott. Gott, jafnvel þó að hundleiðinleg væri, annars hefði maður verið drepinn 1 einhverju skugga- sundi og hver kærir sig um það? Ofsinn við hvitu línuna, sem sýnd var í Stjörnubíói, varð fyrir valinu. Þá var bara eftir að velja bíófélaga og auðvitað varð konan fyrst fyrir valinu. „Endar hún illa?“ „Veit það ekki,“ svaraði ég. „Hún endar örugglega illa. Biddu Sigurjón að fara með þér.“ Þá var hringt í Sigurjón, en hann var með kvef. Og svo ætl- aði hann í afmælið hennar Kat- rínar hans Steina. Þá var Jonni eftir. Hann var mjög tregur til; hélt að þetta væri leiðinleg mynd. „Leiðinleg," át ég upp eftir honum og kúgaðist. „Nei, þetta er ofsafín mynd, rnaður." „Er það?“ Svo fékk ég bíl eiginkonunn- ar lánaðan og sótti Jonna. „Heyrðu," sagði Jonni. „Það er að fara vélin í honum.“ „Hvaða vitleysa!" „Þetta er satt. Eg veit allt um þetta mál. Þetta er alveg sama hljóðið og var í jeppanum þín- um.“ „Hvaða vitleysa," sagði ég aftur. „Þetta er fínn bíll.“ „Fínn bíll,“ sagði Jonni, um leið og ég ók af stað, svo að hann varð að hækka róminn. „Þú átt að segja Möllu að losa sig við tíkina sem skjótast." „Hvaða della er í þér, maður,“ öskraði ég i gegnum skröltið í bílnum. „Kellingin hefur verið plötuð illilega á þessari tik,“ öskraði Jonni á móti. „Það svíkur hana sko enginn. Ilún hefur bara einu sinni veric) plötuð." „Hvenær var það?“ „Þegar hún giftist mér.“ „Þú meinar það, já,“ svaraði Jonni. Honum stökk ekki bros, enda er vist ekkert broslegt við það að plata fólk. En bíllinn hafði það af að koma okkur i bíó. „Fínn bill,“ sagði ég. Jonni hummaði og glotti. (Er það nú húmor). Þá var það miðasalan og gotteriið. Sfðan birtist myndin á hvfta tjaldinu. Hún lofaði góðu til að byrja með, en þegar tók að halla að hléinu var ég orðinn óþreyjufullur eftir þessu góða. En ekkert gerðist af viti nema hléið kom á réttum tima. Jonni drakk kók, en ég fékk mér meiri lakkrfs. Þetta var gott hlé, fyrir utan að það voru ekki seldar Camel sígarettur I sjoppunni, svo að Jonni neydd- ist til að kaupa Winston. En allt gott tekur einhvern enda og myndin byrjaði aftur. Hún lagaðist ekkert seinni part- inn. Jafn hráslagaleg mynda- taka, fjölskylduatriðin voru jafn væmin og áður og atvinnu- atriðin voru ennþá grófari. Svo endaði hún vel f þokkabót og það var algjörlega óþolandi. Myndin var sem sagt leiðinleg, eins og Jonni sagði. Skyldi þetta vera satt með bflinn? Arni Páli myndir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.