Dagblaðið - 13.09.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977.
ERU MYNDIR FLÓKA LISH
Alfreð Flóki hefur þessa
dagana sýningu I Bogasalnum
og enn einu sinni er fólki boðið
að líta á framleiðslu hans. Hin
síðari ár hefur Flóki verið
atorkusamur og ötull maður og
það hefur verið skammt á milli
sýninga. öll gagnrýni er sam-
‘hljóða um að listtjáning hans sé
mjög sérstæð og sjaldan fær
hann neikvæða gagnrýni.
Samt sem áður set ég stórt
spurningamerki við þessa
tegund listar.
Ég held að það sé tími til
kominn að við spyrjum okkur
sjálf hvað sé list? Getur allt
sem hengt er upp á vegg eða
sett er á borð, kallazt list aðeins
vegna þess að manneskja
skapaði það sem árangur inn-
blásturs. Við höfum þegar
heyrt margar sögur af öpurn
sem unnið hafa til listaverð-’
launa. Af því getum við brosað,
sú tegund er i sjálfu sér skað-
laus. Hvað snertir myndir
Flóka gegnir öðru máli.
Fyrst vil ég skýra út hvað ég
á við þegar ég tala um list.
Samkvæmt orðabók Merriam-
Webster er list: „Notkun hag-
leiks og ímyndunarafls í
sköpun fegurðar." Eða eins og
einfaldlega er sagt á öðrum
stað: List er framleiðsla á
fegurð (Unification Thought,
Theory of Art). Fegurð er sam-
kvæmt sömu orðabók: „Eigin-
leiki er gefur ánægju eða lyftir
upp huganum." Þegar ég
spurði nokkrar manneskjur um
tilfinningar þeirra gagnvart
myndum Flóka, svöruðu allir
mér að þær væru sérstæðar og
allar gáfu þær ónotalegar til-
finningar (Engin þeirra vildi
þær upp á stofuvegg). Það
hjálpar ekki að blaðamaður hjá
einu helzta dagblaði í Reykja-
vik 27. febr. sl. reyni að fela
sinar óþægilegu tilfinningar
með því að kalla þetta „Ný
fegurð“. Svart er svart þótt
Bréfritari vlll endllega fá sér-
staka þætti i útvarplð með
islenzkum dægurlagasöngvur-
um, svo sem Hauki Morthens.
Undirritaður vill fá hálftíma-
þætti með Hauki M., Óðni V.,
Ragga B., M.A. kvartett, Skaga
kvartett; Bjarna Böðvars,
Svavari G. og hljómveit, K.K.
sextett, Alfreð og Konna,
Jakobi M, Magga K. o.fl., o.fl.
Þessa yrði þá jafnframt getið í
dagskrárkynningu (gjarnan að
kveldi). Ég skal taka að mér
kynningu ef annar fæst ekki.
Raddir
lesenda
Hringid
ísana
83322
U. 13-15
Alfreð Flóki við eitt verka sinna. Þegar bréfið kemur fyrlr sjónir
lesenda er sýning hans því miður afstaðin. DB-mynd Bjarnleifur.
einhvern langi til að kalla það
nýja tegund af hvítu. Fegurð er
þetta ekki. Sami blaðamaður
sagði lesendum að list Flóka
„víkki sjóndeildarhring okkar“
og „Hann opnar augu okkar
fyrir hinu undursamlega í sam-
býli við fallvaltleik og dauða."
Látum okkur ekki falla í slíka
gryfju. Fegurð hefur aldrei
haft neitt við fallvaltleik og
dauða að gera, það tilheyrir
hinu gagnstæða og ef engin
fegurð er til staðar er sam-
kvæmt skilgreiningu ekki hægt
að kalla verkið list, hversu
mikið sem það kann að vera
afleiðing af innblæstri.
Allur innblástur er andlegur
og tilheyrir þess vegna heimi
andans. 1 þessum heimi að
handan er til bæði gott og illt
eins og í hinum efnislega
heimi. Innblástur er gjöf og
tökusamband við andlega heim-
inn þar sem andi mannsins
ræður því við hvaða svið I and-
lega heiminum hann hefur
samstarf (Hið andlega að-
dráttarlögmál). 1 framan-
greindu viðtali við Flóka (27.
feb.) kom 1 ljós hvernig hann
velur uppsprettu innblásturs
sfns. Hann lýsir því blygðunar-
laust yfir að bókmenntaáhugi
hans takmarkist við heimildar-
rit Satansdýrkenda, höfunda
eins og Alistair Crowley og De
Sade greifa. Það er því ekki
undarlegt að þess konar bók-
menntir, sem áhrifamestar eru
I þvf að eyðileggja og bækla
mannsandann, leiði til inn-
blásturs frá allra lægstu sviðun-
um I andlega heiminum.
Afskræmdu ófreskjurnar og
kynferðistákninsem birtast alls
staðar I myndum hans tilheyra
þessum sviðum.
Var einhver sem sagði að
„þetta vikkaði sjóndeildarhring
okkar“? Kallaði einhver þetta
fegurð? Þetta er andleg
mengun og ætti ekki að lofa
eða styðja. En þegar svo er
einmitt gert og fáir segja
nokkuð við þvf, þá verður þetta
gott dæmi um þá afstöðu sem
rithöfundurinn danski H.C.
Andersen lýsti svo vel I sögunni
Nýju fötin keisarans.
A öðrum sviðum þjóðllfsins
er mönnum refsað þegar þeir
beita gáfum sfnum og hæfi-
leikum I niðurbrjótandi starf-
semi. Listamanni ætti svo
sannarlega ekki að leyfast hvað
sem er — hann ávarpar manns-
andann beint. Flóki kann að
hafa góða teiknihæfileika en
vandi fylgir vegsemd hverri.
List er samkvæmt skilgrein-
ingu uppbyggjandi. Ef verk
manns brjóta I bága við þetta
ætti honum ekki að vera veitt
opinbert sýningarhúsnæði.
Halldór Einarsson,
Samtök heimsfriðar
og sameiningar.
VINDHÖGGIÐ MIKLA
Eftirfarandi bréf hefur
borizt sem svar við bréfi
konu I DB I ágúst þar sem
hart er deilt á nemendur
Verzlunarskólans fyrir
dreifibréf sem þeir sendu
út.
E. J. Sigurðsson skrifar:
Með fyrstu verkum okkar
Islendinga þegar við komum
heim að loknu sumarleyfi er að
lfta yfir dagblöðin sem bfða
okkar ólesin, full af fréttum,
myndasögum og fleiri fögrum
. fyrirheitum. Svo fór fyrir mér
sem öðrum, að ég settist niður
og fór að skoða þessar merku
heimildir.
Þar sem við þykjumst vera
komnir af köppum miklum,
þurfti ég ekki að lesa lengi til
að rekast á leifar gamla
víkingaandans. En hann var nú
ekki alltaf til fyrirmyndar, sem
kunnugt er, og venjulega var
hetjuskapurinn i þvf fólginn að
vega að þeim, sem minna
máttu sin og þá gjarna af litilli
fyrirhyggju.
Og svo er greinilega
enn. J4ú er það vísindaleg
staðreynd að það er óhollt
geðheilsu fólks að byrgja inni
tilfinningar sfnar, og leyna
skoðunum sfnum, þó þörf sé
fyrir hendi að láta ljós sitt
skfna. Um þessa staðreynd þarf
ekki að deila. En um hitt má
deila á hvern hátt þessari þörf
er fullnægt. Æskilegasta leiðin
er sú í venjulegum sam-
- i -
skiptum, að útrás þessi fari
fram f vinsemd og með fullu
tilliti til gagnaðila. En þegar
einstaklingurinn finnur sig
knúinn til að rísa upp og hrópa
til fjöldans, verður hann að
gera strangar kröfur til sjálfs
sfn, og er nú komið að tilefni
þessa greinarstúfs.
I Dagblaðinu fyrir skömmu,
ryðst kona ein fram á ritvöllinn
með miklu vopnaskaki og
heggur hart á báða bóga.
Vonandi hafa vopnin bitið vel,
þvf andstæðingarnir voru engir
aðrir en unglingar í skóla, sem
eru að vinna að málefnum
skólalífsins. Væntanlega
hefur valkyrkjan með upp-
hlaupi sfnu, eða kannske frum-
hlaupi, geystst fram á völlinn í
þeirri von meðal annars, að fá
almenning til að fylkja liði
gegn þessum voðalega óvini,
enda sakargiftir miklar, frekja
og ósvffni.
Nú skilst mér að þetta atferli
óvina frúarinnar hafi ekki
beinzt gegn henni persónulega.
Eins og fram kemur f gullkorn-
um þeim sem prýða þetta
eintak Dagblaðsins, beindu
þessir hræðilegu unglingar
spjótum sfnum að manni
hennar, sem, þar sem hann
taldi ekki ástæðu til að rita
orðið „endursent" á
viðkomandi plagg og fleygja
þvf I næsta póstkassa valdi næst
beztu leiðina, þ.e. ruslakörfuna.
Slík afgreiðsla er svo sem f lagi,
þvf þegar að þvf kemur að þess-
ir óvinir heimilisins birtast með
ávöxt iðju sinnar, þá hygg ég að
vandræðalaust verði að gera
þeim kurteislega ljóst að fram-
leiðslu þeirra er ekki óskað. En
það er eins og konan sagði, fyrr
má nú rota en dauðrota. Það er
bara ekki sama hvernig haldið
er á vopninu.
Svo vill til að ég hef af sér-
stökum ástæðum getað fylgzt
með starfi drengjanna, sem
eru, auk þess að vera vel látnir
I skóla sínum, einstök prúð-
menni. Nú þykist ég vita að
höfuðóvinurinn sé sá sem
kallar sig ábyrgðarmann Dreifi-
blaðsins. Hann er ekki enn far-
inn að kynnast frekju og
ósvffni okkar hinna, að marki,
nema hann hafi máske gert það
núna. Ég geri ráð fyrir að'allir
útskrifaðir nemendur Verzliin-
arskólans viti, að það er meðal
annars hlutverk ritstjóra þess,
að ná sambandi við þá sem lok-
ið hafa námi, í þeim tilgangi að
bjóða þeim blað sitt til sölu, og
þvf má einfaldlega hafna ef svo
ber undir. Þessi erkióvinur
frúarinnar var f þetta sinn til
þess kjörinn af skólasystkinum
sfnum að gegna þessu hlut-
verki. Á þessum aldri lfta menn
gjarna alvarlegum augum á
trúnaðarstörf sfn og vinna að
þeim af stakri kostgæfni. Enda
eyddu skólapiltarnir f það
mörgum vikum, í sumum tilvik-
um þurfti frf frá vinnu, til að
gera skrá yfir alla útskrifaða
nemendur skólans allt frá upp-
hafi hans. Hér er um að ræða
tæplega fjögur þúsund manns.
Til þess að geta flutt þeim
erindi sitt, var sú leið valin að
senda þeim dreifiblað.
Ég hygg að meðal alls þorra
sæmilega greinds fólks, séu
skólaárin jafnan Ijúf endur-
minning f huga þess, og sumir
hverjir hafa eflaust staðið f
sömú sporum á unglingsárum
sfnum og þessir piltar. Ég fæ
því ekki skilið þann haturs- og
heiftarhug sem þessi striðs-
hetja velsæmisins ber til þess-
ara drengja. Og bræðin er svo
mikil, að það hlakkar i henni að
láta þá „LlTA SVO A“ o.s.frv.
með stórum stöfum. Guð hjálpi
konunni. Eitt af skylduhlut-
verkum okkar sem fullorðin
eru, er m.a. að vera börnum
okkar fyrirmynd, og styrkja
þau og leiðbeina á unglingsár-
um þeirra. Þar sem hér er um
ungling að ræða en ekki
harðsvfraða gróðabrallara,
hefði það glatt auga mitt, ef
frúin hefði vinsamlega bent
þeim á hugþekkari aðferð til að
sinna áhugamálum sfnum en
þessa „frekju og ósvifni".
Gáfulegast hefði auðvitað verið
að sýna þann skilning að velja
eða hafna erindi þeirra, en
hinu neita ég. ekki að mér
finnst stundum gaman að lesa
skrýtlur I blöðunum.
Ég reit þessi orð í þeirri von
að þessir ósvffnu unglingar eigi
eftir að lesa þau, og þau verði
til þess, að draga úr þeim
vonbrigðum, sem þeir hljóta að
hafa orðið með okkur, sem eldri
eru og væntanlega þroskaðri.
Læt ég útrætt um mál þetfa, en
óhjákvæmilega myndi setja að
mér hlátur, ef ég ætti eftir að
sjá einhvern dauðrota sig á sfð-
um Dagblaðsins með penna-
glöpum sfnum. Það yrði þó
aldrei nema kærkomin aug-
lýsing fyrir málstaðinn. Hann
mun vera dýr dálkurinn.
Spurrsing;
dagsins j
Fylgistumeð
megrunarþáttun-
umísjónvarpinu?
Anna Pálsdóttir húsmóðir:
Lftillega. Eg hugsa að þetta geti
verið virkilega sniðugt fyrir þá
sem þurfa á þvf að halda.
Elsa Dóra Grétarsdóttlr af-
greiðslustúlka? Nei, það geri ég
ekki. Ég er ekki það feit að ég
þurfi að passa línurnar.
Friðrik Þórsson ketll- og plötu-
smiður: Nei, ég hef ekki áhuga á
þvf. Ég neita þvf svo sem ekki að
ég þyrfti að megra mig en ég geri
það bara sjálfur og hjálparlaust.
Snorri Sigmundsson, vinnur við
rannsóknir i matvælafræði: Já,
já. Hann er ágætur. Ég fylgist þvf
með þó ég þurfi ekki beinlfnis að
nota mér það sem þar kemur
fram. Ég er ekki nema rúm 60
kfló.
Una Gunnarsdóttir húsmóðlr: Já,
maður verður að gera það. Ég hef
að minnsta kosti fuila þörf á þvi.
Ég ætla að reyna að nota mér það
sem þar kemur fram.
Ingibjörg Oddsdóttir verkakona:
Nei, ég hef ekki fylgzt með þeim.
En ég er að hugsa um að byrja
jafnvel á þvf.