Dagblaðið - 13.09.1977, Page 5

Dagblaðið - 13.09.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. 5 Það er leikur að læra — einkanlega með spilamennsku —Litið inn hjá kennurum sem kynna sérnýstárlega aöferð við kennslu Að því er að minnsta kosti stefnt þessa dagana. Haldið er svokallað verkstæði þar sem kennurum er kennt að búa til alls konar spil og annað þess háttar sem síðar má nota við kennslu. Segja má að þá sdu skilin milli náms og leikja orðin næsta lítil. í Miðbæjarskólanum í Reykja- vik er framhaldsnámskeið í slík- um spilatilbúningi. Byrjað var í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskólans en hann varð að rýma fyrir kennslu og þá farið niður í Miðbæjarskóla. Þegar við komum þar voru nokkrir kennar- ar að læra þessa flóknu list. Þeir sátu sjálfir og spiluðu, því bezt mun að kynnast öllu af eigin raun. Þóra Kristinsdóttir kennari leiðbeindi okkur nokkuð með spil- in, en ef vel hefði átt að vera hefðum við þurft að vera allan daginn til þess að æfa okkur. Þau spil sem við sáum voru mest þannig, að fyrir að lesa rétt, Þóra sýnir okkur kapal sem felst i því að mynda fjögurra stafa orð úr stöfunum sem upp koma. »y@s Sýnishorn af hinum nýju kennslutækjum. DB-mynd Hörður. Kennararnir léku sér sjálfir til þess að læra spilin betur. starfa rétt eða reikna rétt eða hvað það nú var sem spilið snerist um, fengu börnin viss verðlaun. Fyrir að gera það sama rangt misstu þau af verðlaununum en fengu oftast nokkrar sárabætur. Við spurðum Þóru hvort ekki væri mun auðveldara að læra lestur, reikning, tungumál og fleira með þessu lagi. Ekki sagðist hún vita það svo gjörla en hitt vissi hún að mun auðveldara og skemmtilegra væri að kenna börnunum með þessum hætti. Það er ekki bara námið sem verður að leik barnanna heldur verður kennslan hreinn leikur fyrir kennarana. - DS MMBIAÐIÐ trjúlat.áhid dagblua Smáauglýsingar BIABSINS ÞverholtiH sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.