Dagblaðið - 13.09.1977, Side 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGWU3.
IÁHUGA
KRIFA
laríkjamanninn
túdentum í vetur
Hann er með háskólapróf i trúar-
bragðasögu og sálarfræði hann Dirk
Dunbar. Langar mest ti! að skrifa og er
að hugsa um að stunda nám við
Háskóla íslands í vetur.Astæðan fyrir
því að hann kom hingað til ísiands er
sú að hann ætlar að leika með körfu-
knattleiksliði stúdenta í vetur.
in skilji
ð eftir”
ngar um nýja
iþjálfarann
Síðasta keppnistímabil lék hann með
áhugamannaliði í Michican í Banda-
ríkjunum og annaðist þjálfun „high-
school“liðs.
„Þegar við réðum Andrew Piazza til
okkar höfðum við í körfuknattleiknum
hjá KR það helzt í huga að einhver
árangur yrði til frambúðar af starfi
hans hér á landi,“ sagði Kolbeinn
Pálsson í viðtali við DB í gær.
„Við vorum þess vegna ekki endilega
að leita að stórum miðherja, sem
styrkti meistaraflokkslið okkar sem
mest,“ sagði hann ennfremur.
Við spurðum Kolbein um fjárhags-
legan kostnað við að fá erlendan
þjálfara allan veturinn.
Sagði hann að heildarkostnaðurinn
færi ekki fram úr þeirra upphæð sem
þjálfun allra flokka KR í körfuknatt-
leik mundi kosta ef ráðnir væru inn-
lendir þjálfarar.
„Enda fást þeir heldur ekki núorðið
fyrir þær greiðslur, sem við treystum
okkur til að bjóða,“ sagði Kolbeinn.
„Þessir menn eru eltir af skattayfir-
völdum og þær kröfur sem gerðar eru
núna til launa ráðum við ekki við.“
Andrew Piazza, hinn nýi þjálfari KR-
inga, er kvæntur en þar sem eiginkona
hans, sem einnig er kennari, hafði
ráðið sig til starfa í vetur áður en
íslandsferðin var ákveðin gat hún ekki
komið með honum.
Sjálfur hefur Andrew áhuga á að
stunda nám við Háskóla Islands í
vetur.
íþróttir
Umsjón:
Ólafur Geirsson
SEPTEMBER 1977. ' ___ 13
Sextánfaldir deildarmeistar-
ar — nífaldir bikarmeistarar
— Glentoran, írskir andstæðingar Vals, koma á morgun
—forsala
aðgöngumiða
hafin
Sextánfaldir Irlandsmeistarar
og nífaldír bikarmeistarar er
norður-írska liðið sem er and-
stæðingur Vals í Evrópukeppni
■meistaraliða. Glentoran er eitt
írægasta lið á Norður-lrlandi.
.Spurningin er; tekst Vals-
mönnum að sigra þá á fimmtu-
daginn. Leikurinn hefst klukkan
6 á Laugardalsvellinum.
Svo skemmtilega vill til að
1967, þegar Glentoran lék gegn
Benfica frá Portúgal í heimaborg
sinni Belfast varð aðsóknarmet
þar. 43,000 manns komu á leikinn.
Sama gerðist hér í Laugar-
dalnum þegar Valsmenn léku
gegn Benfica sællar minningar.
Metaðsókn varð, rétt rúmlega
18.000 manns komu. Met sem lík-
lega verður seint slegið.
Norður-írarnir koma á morgun.
Forsala á aógöngumiðum er hafin
og heldur hún áfram við Útvegs-
bankann í Austurstræti í dag.
Einar Þórisson, kylfingurinn
ungi úr Golfklúbbi Reykjavíkur,
sem sló öllum eldri meisturum
við í Isalkeppninni í Grafarholti
um helgina.
Einar
lagði
þá alla
Einar Þórisson, ungur kylf-
ingur úr Golfklúbbi Reykja-
víkur, vann óvæntan sigur í Isal-
keppninni sem fór fram i Grafar-
holti um helgina.
Sigraði hann kappa eins og
Sigurð Pétursson og Sigurð
Thorarensen. Einar lék 36
holurnar á 152 höggum,
Sigurður Pétursson á 154
höggum og nafni hans Thoraren-
sen á 160 höggum.
1. flokkinn vann Ölafur
Gunnarsson Golfklúbbi Reykja-
víkur, lék hann á 167 höggum.
I kvennaflokki sigraði
Jakobína Guðlaugsdóttir Golf-
klúbbi Vestmannaeyja, lék hún á
177 höggum.
Samkvæmt útreikningi blaða-
fulltrúa Golfklúbbs Reykjavíkur
léku hinir 79 þátttakendur
í keppninni um helgina, samtals í
725 stundir. Taldist honum til að
verðmæti þess tíma væri rúmlega
500 þúsund samkvæmt Dags-
brúnartaxta.
Hvað er eftir
í 2. deild?
Fimm leikir eru óleiknir ;
deildinni. Eru það: Þróttur
Neskaupstað — Reynir Sand-
gerði, Þróttur Reykjavik — KA,
Isfirðingar — Þróttur
Neskaupstað, Selfoss — Viilsung-
arm og Reynir Arskógsströnd
gegn Armanni.
Þarna sækir Ingi Björn Albertsson stíft að Arna Stefánssyni markverði Fram í bikarúrslitaleiknum á
dögunum. Hvernig skyldi honum ganga í sókninni gegn vörn norður-írsku meistaranna Glentoran í
Evrópuleiknum í Laugardalnum á fimmtudagskvöldið?
ÓVÍST HV0RT JÓHANNES FÆR
LEYFIGEGN N0RÐUR-ÍRUM
— ekki berst svar við ítrekuðum fyrirspurnum
Allt er enn í óvissu hvort
Jóhannes Eðvaldsson fær
leyfi stjórnenda Celtic, skozka
liðsins sem hann leikur með, til að
leika með landsliðinu gegn
Norður-írum 21. þessa mánaðar.
Knattspyrnusambandið ísl-
enzka sendi skeyti út til Skot-
lands fyrir helgi, nánar tiltekið á.
föstudaginn, þar sem beiðni um
keppnisleyfi fyrir Jóhannes var
ítrekuð.
Ekkert svar hafði borizt í gær-
kvöldi.
Óformlegt samþykki hafði
borizt snemma í sumar frá þeim
Celtic mönnum en á það er ekki
að treysta. Dæmin eru of mörg
um að stjórnendum erlendra at-
vinnuliða hafi snúizt hugur í
þessu efni.
Sannarlega væri skarð fyrir
skildi ef Jóhannes Eðv'aldsson
yrði ekki með gegn Norður-Irum.
Maðurinn, sem allir hafa verið
sammála um að vantaði í lands-
liðið gegn Hollendingum og
Belgum: Til að tengja saman
vörnina.
Síðustu fregnir af honum
benda til að hann sé í miklum
ham. Bezta sönnun þess er
stjörnuleikur hans gegn Glasgow
Rangers, þar sem hann skoraði
tvö mörk, þó ekki dygði það til
sigurs fyrir Celtic á laugardaginn
var.
Enska knattspyman
Blackburn Rovers-Blackpool 1-2
Bolton-Oldham 1-0
Brighton-Hull 2-1
Bristol-Luton 1-2
Charlton-Orient 2-1
Crystal Palace-Sunderland 2-2
Mansfield-Millwall 0-0
Notts County-Cardiff 0-0
Southampton-Burnley 3-0
Stoke City-Sheffield 4-0
Tottenham-Fulham 1-0
Man. City 5 4 1 0 12-2
Liverpool 5 4 1 0 9-2
Notth. For. 5 4 0 1 10-6
WBA 5 3 1 1 10-6
Man. Utd. 5 3 1 1 8-5
Leeds 5 2 2 1 9-8
Wolves 5 2 2 1 9-8
Ipswich 5 2 2 1 3-3
Norwich 5 2 2 1 6-7
Everton 5 2 1 2 8-6
Arsenal 5 2 1 2 5-3
Coventry 5 2 1 2 8-8
Aston Villa 5 2 1 2 6-8
QPR 5 1 2 2 7-6
Middlesb. 5 1 2 2 6-6
Leicester 5 1 2 2 2-8
West Ham 5 1 1 3 6-9
Chelsea 5 1 1 3 4-7
Bristol C. 5 0 2 3 2-6
Derby 5 0 2 3 2-8
Birmingham 5 1 0 4 3-9
Newcastle 5 1 0 4 5-12
2. deilóin
Bolton 5 4 1 0 6-2
Tottenham 5 3 2 0 7-3
Stoke 5 3 1 1 8-3
Blackpool 5 3 1 1 1-7
Southampt 5 3 1 1 8-4
Brighton 4 3 1 0 5-3
Luton 4 3 0 1 10-3
C. Palace 5 2 2 1 9-5
Blackburn 5 1 3 1 5-3
Hull 5 2 1 2 5-4
Oldham 5 2 1 2 7-7
Sunderland 5 1 3 1 7-7
Charlton 4 2 1 1 7-10
Notts. C. 5 0 3 1 7-9
Orient 5 1 1 3 8-11
Fulham 5 0 3 2 1-4
Mansfield 5 1 1 3 4-7
Cardiff 4 0 3 1 2-5
Bristol R. 5 0 3 2 5-9
Sheff. Utd. 5 1 1 3 6-11
Millwall 5 0 2 3 3-8
Burnley 5 0 1 4 4-10
MOLASPORT
Hólagarði — Breiðholti — Sími 75020
Áður Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar
Allt fyrir skólafólkið í skólann
Bækur, blöð, möppur og öll ritföng
Leikf imibolir á stráka og stelpur — Leikfimibuxur, leikfimiskór
Einnig íþróttafatnaður, íþróttaskór, boltar og aðrar íþróttavörur
HÓLASP0RT
Hólagarði — Breiðholti — Sími 75020