Dagblaðið - 13.09.1977, Síða 23

Dagblaðið - 13.09.1977, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. 9 Utvarp •23 Sjónvarp Megrunarþátturinn kl. 20.30 í kvöld: Svona eigum við að hlaupa á hverjum degi — alveg nóg að hlaupa bara svolftinn spotta, svona elns og' i tfu niínútur. Ef við förum eftir matarkúrnum verðum við eins falleg i laglnu og nýjasta kyntákn Bandarikjanna Farrah Fawcett-Majors og maður hennar Lee. leiðin, enda segir Sigrún Stefáns- dðttir að ekki sé ætlunin að láta þjóðina á einhvern allsherjar sultarkúr. Síður en svo — aðeins að vera til leiðbeiningar um á hvern hátt megi ná æskilegri þyngd með sem minnstum til- færingum. í megrunarprógrammi þáttar- ins er gert ráð fyrir að þátttak- endurnir léttist um hálft til eitt kíló á viku og er það talinn æski- legasti grenningarhraðinn. Þetta á að vera hægt með þvi að borða- ekki fleiri en 1200 hitaeiningar á dag og hreyfa sig sem nemur um fæðutegund er stór. Með þvl að nota skammta, en einn skammtur gefur að jafnaði um 55 hita- einingar, er óþarfi að hugsa um hitaeiningarmagn matarins. Það fæði sem ráðlagt er jafngildir 21 skammti yfir daginn sem gefur þessar æskilegu 1200 hita- einingar. I þessum skammtafjölda verða þrír úr mjólkur- og fituflokki og fimm úr korn-, garðávaxta- og kjötflokki. Til eru fæðutegundir sem ekki þarf að takmarka á hitaeininga- snauðu megrunarfæði. Það eru: skipting eftir máltiðum verður sýnd og gefið eitt ákveðið dæmi til þess að auðvelda fólki að útbúa sinn eigin matseðil. Ef einhver vill raða skömmtun- um einhvern veginn öðru vísi en sýnt er I þættinum, t.d. vegna vinnuaðstæðna er ekkert því til fyrirstöðu. Fæðið sem kynnt verður I þætt- inum er miðað við þarfir kyrr- setufólks. Geta þeir sem vinna erfiðisvinnu bætt við einum skammti I hverjum flokki yfir daginn. Það gæfi þá 26 skammta eða um 1500 hitaeiningar á dag. Að borða minna og hreyfa sig meira, það er löðið [ Náum réttri kjörþyngd ) Hvarvetna heyrir maður fólk ræða fram og aftur um megrunarþáttinn I sjónvarpinu. Sumir eru hundóánægðir og finnst sjónvarpið ganga einum of langt I meinlætastarfsemi sinni. Aðrir eru hins vegar hæst- ánægðir og persónulega finnst mér fyrsti þátturinn sem var sl. þriðjudag lofa góðu um fram- haldið. Þeir sem komu fram I þættin- um, bæði stjórnendur og þátttak- endur, virtust vera lausir við allt ofstæki og brugðu frekar á glens — þó með nokkuð alvarlegu Ivafi. Það held ég að sé einmitt rétta 100 hitaeiningum á dag. Bætið við ykkur strangri 20 mínútna göngu- ferð daglega, eða farið I 10 mínútna stranga leikfimi, sund eða hlaupið, umfram það sem þið hafið gert hingað til. Fjölbreytt fœði Lögð verður megináherzla á fjölbreytt fæði sem er auðugt af nauðsynlegum næringarefnum, hitaeiningasnautt en sem sam- ræmist þó almennum neyzluvenj- um fólks. öllum fæðutegundum verður skipt I fimm flokka. í þættinum I kvöld verður sýnt hvað „einn skammtur" af hverri vatn, te og kaffi, kjöt og græn- metissoð, ósykraður sítrónusafi, ósykrað kálmeti, agúrkur, tómatar, blaðsalat og borðedik. Aðrar fæðutegundir sem eru sérlega „hættulegar" og ber að sneiða hjá eru eftirfarandi: sykurrík' fæði (svo sem sykur, hunang, sulta, sælgæti, sætar kökur, gosdrykkir, Is, sætir ávaxtasafar, sykrað áféngi og tómatsósa og fituríkt fæði, eins og feitar pylsur, og álegg, feitt slátur og kæfa, bjúgu, sýnileg fita á kjöti, rasp og djúpsteiktur matur. í kvöld verður skipting fæð- unnar í flokka sýnd I þættinum á töflum. Matseðillinn Auðvelt er að útbúa girnilegan matseðil ftir þessu kerfi. Hentug Fœðuflokkarnir fímm og skammtastœrð 1. flokkur: Mjólkurflokkur: 3 skammtar á dag. Einn skammtur er: Mysa 2 glös Undanrenna 1 glas Mjólk, súrmjólk V4 glas Skyr, ýmir, jógúrt Vt litil dós. 20% ostur 1V4 þykk sneið. 30% ostur 1 þykk sneið I dagsfæði má gera ráð fyrir t.d. einu glasi af mjólk og einu glasi af undanrennu. Sé notaður ostur verður að draga úr mjólkurskammtinum. 2. flokkur: Kornflokkur: 5 skammtar á dag. Einn skammtur er- Hrökkbrauðj korn og hveiti- brauð og ósætt kex 1 sneið eða 1 stk. Rúg-, malt- og normalbrauð Ví sneið Hafragrautur 4 matsk. Æskilegt er að sem flestir skammtar I þessum flokki komi úr brauði. Gróf brauð eru æskilegri þar sem þau gefa meiri magafylli og eru auðugri af næringarefnum. Fyrir þá, sem vilja nota spaghettí, hrísgrjón, makkarónur og annan soðinn, ósykraðan kornmat stöku sinnum er einn skammtur um V4 bolli. Öhætt er að nota pilsner á megrunarfæði, eitt glas er einn skammtur. 3. flokkur: Garðávextir: 5 skammtar á dag. Einn skammtur er Gulrætur 2 meðalstórar Kartöflur 1 meðalstór Gulrófur H meöalstór Sveskjur 2-3stk. Appelslna, epli, pera, gráfíkja 1 stk. öll ber % bolli Ávaxtasafi V4 glas Greip og lítill banani Vi stk. Niðursoðnir og brytjaðir ósykraðir ávextir Vi bolli Melóna 1 /6 meðalstór Allt kál, ósykrað rauðkál, tómata, agúrkur, papriku, lauk og sveppi má nota að vild. Sama gildir um sltrónu og tómat- safa, krydd og þunnt skyr en þetta hentar vel I grænmetis- salat. Notið sem allra mest af orkusnauðu grænmeti svo sem kál, tómata, blaðsalat og agúrkur. Það gefur mikla fyllingu og er næringarefnaríkt. Reynið að nota grænt blaðgrænmeti að minnsta kosti einu sinni á dag og hrátt grænmeti með tveimur aðalmáltfðum dagsins. Borðið eina appelsínu á dag eða Vt greipaldin. Avextir eru tiivaldir I eftirrétti. 4. flokkur: Kjötflokkur: 5 skammtar á dag. Einn skammur er: Egg 1 stk. Fitusnauðar afurðir: Ysa, þorskur, koli lúða, skelfiskur, silungur, dýra|ifur, kálfakjöt, kjúklingar, hrogn 1 meðalstór sneið 45-60 gr. Feitar afurðir: Lamba-, nauta-, svlnakjöt, hakkað kjöt, hangikjöt, saltkjöt, niðursoðið kjöt, nýru, hjörtu, sfld, lax, sardlnur 1 lítil sneið 30A0 gr. Miðað er við matreitt magurt og beinlaust kjöt og fisk. Notið lifur að jafnaði einu sinni I viku (2 skammtar) og einnig dökkt kjöt til þess að fá meira járn. Kjöt og fisk er bezt að sjóða, baka I ofni og glóðarsteikja. Steikið ekki upp úr raspi eða djúpsteikingu. 5. flokkur: Fituflokkur: 3 skammtar á dag. Einn skammtur . Sýrður rjómi 2 matsk. Rjómi, smurostur 1 matsk. Smjör, smjörlíki, matarolía, olfusósa og lýsi 1 tesk. öll fita er orkurík og þarf þvl að takmarka hana I megrunarfæði. Notið 1-2 skammta af lýsi vikulega til þess að auka D-vítamíninnihaldið og matarollu til steikingar. Matseðillinn Hér kemur svo matseðillinn fyrir hverja einstaka máltfð dagsins. Borða má allt sem gefið er upp og vlxla þvl eins og hver kýs helzt. Morgunverður: Mjólkurflokkur 1 skammtur t.d. V4 glas súrmjólk eða ýmir. Garðávaxtaflokkur 1 skammtur t.d. V4 banani eða 2 sveskjur. Kornflokkur 2 skammtar t.d. 2 brauðsneiðar Fituflokkur 1 skammtur t.d. 1 tsk.smjör/smjörl. Kjötflokkur 1 skammtur t.d. 1 egg/kjötsneið álegg eða sild. Hádeglsverður: Kjötflokkur 2 skammtar t.d. 2 kjötsneiðar/eða fisksneiðar Garðávaxtaflokkur 3 skammtar t.d. 1 kartafla, 2 gulr. eða V4 rófa, ein appels. Sfðdegishressing: Kornflokkur 1 skammtur t.d. ein brauðsneið Fituflokkur 1 skammtur t.d. 1 tsk. smjör/smjörl. Mjólkurflokkur 1 skammtur t.d. ostsneið eða V4 glas mjólk. Kvöldverður: Kjötflokkur 2 skammtar t.d. 2 kjöt/fisksneiðar, álegg eða sfld. Kornflokkur 2 skammtar t.d. 2 brauðsneiðar Fituflokkur 1 skammtur t.d. 1 tsk. smjör/smjörl. Garðávaxtaflokkur 1 skammtur t.d. epli Mjólkurflokkur 1 skammtur t.d. eitt glas undanrenna. Auk þessa ber að nota rfflega skammta af kálmeti, agúrkum, tómötum, blaðsalati og tærum grænmetissúpum til viðbótar. Vatn, sódavatn, te og kaffi má nota að vild sé farið eftir þessum matseðli. Oneitanlega virðist málið dálitið flókið við lestur þessara leiðbeininga, en þetta verður allt skýrt skilmerkilega út I sjónvarpsþættinum I kvöld af Sigrúnu og Jóni Öttari. Þá er gott að hafa þessa lesningu við höndina og sömuleiðis I framtlðinni. Klippið leiðbeiningarnar út og hafið á handhæg- um stað I eldhúsinu svona rétt á meðan þið eruð að læra matseðilinn utan að. A.BJ.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.