Dagblaðið - 14.09.1977, Side 1

Dagblaðið - 14.09.1977, Side 1
Á Geirfinnsmálið: Yfirheyrslur, vitnaleiðslur og sam pröfanir Reyna að Ijúka undir- búningi undir málflutning manna að bana Geirfinns Einarssonar. Ekki er kunnugt hvort siðustu yfirheyrslur raska í verulegu efni þvi sem áður var komið fram við rannsókn þá sem ákærur eru reistar á. Ef ekkert nýtt kemur fram, eða þá frekar rökstutt nokkuð það sem mælir gegn málatilbúnaði ákæruvaldins, eins og hann er í ákæru, má ætla að stefnt verði að flutningi málsins fyrir dömi á þessu ári. BS. Yfirheyrslum, vitnaleiðslum og samprófunum i Geirfinns- málinu verður fram haldið í dag undir stjörn Sakadóms Reykjavikur. Viðstaddir eru lögmenn, verjendur hinna ákærðu I málum þeim, sem kært er i. Rikissaksóknari fer með ákæruvald og málsókn og er fulltrúi þess embættis einnig viðstaddur. Gunnlaugur Briem saka- dómari er forseti dómsins. Auk hans sitja í dóminum Haraldur Henrýsson sakadómari og Armann Kristinsson saka- dómari. Aðstoðarrikissaksóknari, Bragi Steinarsson, flytur málið fyrir ákæruvaldið. Verjandi Sævars Marinós Ciecielskis er Jón Oddsson, hrl. verjandi Guðjóns Skarphéðins- sonar er Benedikt Blöndal hrl., verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar er Páll Arnór Páls- son hdl., verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar er Hilmar Ingimundarson hrl„ verjandi Erlu Bolladóttur er Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, hrl., verjandi Alberts Klahn Skafta- sonar er örn Clausen hrl. Einnig er ákærður í máli sem með fleirum er sameinaö Geir- finns- og Guðmundarmálum og verðar meintan fikniefnaþátt þeirra, Asgeir Ebenezersson og er verjandi hans Finnur Torfi Stefánsson, hdl. Eins og DB hefur skýrt frá hófust yfirheyrslur, vitna- leiðslur og samprófanir I gær eftir nokkurt hlé i áðurgreind- um málum, sem sameinuð voru i ákæru. Á grundvelli umfangsmestu rannsóknar sem gerð hefur verið i sakamáli hérlendis er byggð ákæra I Geirfinns- og Guðmundarmálunum 'og tengd- um málum. Áður hefur oft komið fram að framburðir um veigamikil atriöi hafa verið mjög á reiki og I þeim marg- háttaðarþversagnir. Alvarlegur þáttur ákærunnar á hendur nokkrum áðurgreindra manna, eru ósannar, en samhljóða frásagnir um aðild saklausra Síðasti túristinn? Þennan Þjóðverja svona lika vel út búinn rakst Bjarnleifur ljósmyndari á þar sem hann var á ferð um Hvalfjörðinn I gær. Var hann að koma að norðan á leiðinni til Reykjavíkur og ætlaði að sigla út til Hamborgar með næsta skipi. Kvaðst hann heita Wolfram Lork og leggja stund á líffræði við háskólann I Bonn. Kom hann með Smyrli i slðustu ferð hans hingað til lands, hefði viljað vera fyrr á ferðinni en það verður ekki á allt kosið svo hann gerði sér kuldann og veðrið í haust bara að góðu. Kannski er hann lika siðasti túristinn sem heimsækir tsland á þessu sumri? -BH. Wolfram á Vespunni slnni sem hann hyggst taka með sér tll baka til| Þýzkalands. Hafði hjólið reynzt honum hið bezta á ferð hans uml Island. 6-landakeppnin: ISLAND EF$T ÁSAMT SVIÞJOD —eftir að Ólöf vann biðskák í morgun Ólöf Þráinsdóttir stendur sig eins og hetja i 6-landa keppninni i Lukkuborg (Gltlcksburg) I morgun vann hún biðskák sína gegn v-þýzku stúlkunni Berglitz. ÍJrslitin við V-Þjóðverja urðu þvi 3:3. Island leiðir nú ásamt Svlþjóð I keppninni með 12 vinninga, næstir eru Þjóðverjar með 10, Danir 7 og Norðmenn og Finnar með 6W vinning hvor þjóð. tslendingar sigruðu Norðmenn I 3. umferðinni með 4'A vinningi gegn l'Á. Guðmundur og ögaard gerðu jafntefli, Ingi R. tapaði fyrir Helmers, Helgi vann Wibe, i skæðri baráttuskák, Ingvar vann Hoen, Ölóf vann Klingen í langri baráttuskák sem varaði 78 leiki og Jónas vann Heggheim. Sviar unnu Dani með 4Vi gegn 1V5 og Þjóðverjar Finna með 3'A gegn 2V4 vinningi. A fundi þátttökuþjóðanna hér var tekin fyrir ósk Pólverja um að fá að vera meðal þátttakenda. Var hún samþykkt. Einnig var sam- þykkt að bjóða 8. þjóðinni þátt- töku og að uppástungu Gisla Arnasonar, gjaldkera Skáksam- bands tslands, verður Færeyingum boðið það sæti. Þá var ákveðið að keppnin skyldi háð framvegis á 2ja ára fresti, næst i Noregi árið 1979 og trúlega i Póllandi 1981. þþ Youri vill taka viðlandsliðinu — ef honum byðist tækifærið — íþróttir í opnu Frá Þorsteini Þorsteinssyni, GLLCKSBURG: Eindregnum stuðningi var lýst við Friðrik Ólafsson á fundi sem haldinn var i gærdag i Glíieksbúrg f Þýzkalandi í sambandi við 6-landa-keppnina þar. Hvatt var til þess að vestrænar þjóðir sýndu samstöðu um að Friðrik yrði kjörinn forseti Alþjóðaskák- sambandsins, FIDE. i < l 4 1 t I 1 1 I i < I 1 1 I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.