Dagblaðið - 14.09.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977.
7
Erlendar
fréttir
Noregur:
Borgaraflokkamir reyna
myndun nýrrar stjómar
— þeir fara f ram á stuðning Frjálslynda f lokksins sem fékk tvö þingsæti
Strípaðir
ferðamenn
Fjórir ferðamenn, sem
voru að baða sig naktir í
sjónum fyrir utan eyjuna
Krít, voru teknir fastir af
lögreglunni á staðnum og
stungið í fangelsi. Dómurinn
yfir fólkinu var 40 daga
fangelsi en þau skutu
málinu til gríska forsetans
og hann náðaði fjór-
menningana.
Leiðtogar hægri- og miðflokk-
anna í Noregi byrja viðræður í
dag um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar. Þessir þrír borgara-
flokkar munu fara fram á stuðn-
ing Frjálslynda flokksins sem
hefur tvö sæti á þingi. Vegna
úrslita kosninganna, sem voru
jafnmörg þingsæti fyrir borgara-
flokkana og Verkamannaflokk-
inn, er Frjálslyndi flokkurinn í
valdaaðstöðu, með sín tvö þing-
sæti.
Verkamannaflokkurinn sem
hefur verið í stjórn i næstum 40
ár samtals vann mörg þingsæti.
Hann hafði 42 sæti á þingi en nú
hefur hann 76. Sá flokkur sem
hefur verið með Verkamanna-
flokknum i stjórn þurrkaðist
næstum út en það voru vinstri
sósíalistar. Þeir höfðu 16 þingsæti
af þeim 155 sem eru á Stórþing-
inu en misstu öll nema eitt.
Forsætisráðherra Odvar Nordli
sagði í nótt að hann myndi segja
af sér ef borgaraflokkarnir gætu
myndað meirihlutastjórn með
stuðningi Frjálslyndaflokksins.
Formaður frjálslyndra,
Hammond Rossbach, sagði 1 nótt
að flokkur hans vildi breytingu á
stjórn en þrátt fyrir það myndi
flokkurinn ekki vera í stjórnar-
samstarfi með borgaraflokkunum
eða styðja þá. Formaðurinn
sagði að afstaða flokks hans til
nýrrar stjórnar færi eftir því
hvaða málefnum hún beitti sér
fyrir en væru þau í anda flokks
hans myndi hann styðja hana.
Sköli
Emils
Kennslugreinar:
Munnharpa,
harmónika,
melodika,
píanó,—orgel,—gítar.
Emil Adólfsson Nýlendugötu 41, sími 16239.
Skjöl vegna réttar-
halda Sacco og
Vanzetti gerð opinber
Lögreglan í Massachusetts í
Bandaríkjunum hefur nú gert
opinber skjöl vegna réttarhald-
anna yfir Sacco og Vanzetti sem
voru dæmdir til dauða í Banda-
ríkjunum fyrir 50 árum. Menn-
irnir voru innflytjendur frá ttaliu
og álitnir stjórnleysingjar.
Sagnfræðingar byrja nú að
grúska í skjölunum til að reyna að
fá fram í dagsljósið hvort menn-
irnir hafi verið dæmdir saklausir
eins og þeir héldu fram allan
tímann.
Mennirnir tveir voru dæmdir
fyrir morð á gjaldkera og verði í
skóverksmiðju árið 1920. Þeir
áttu að hafa rænt 15 þúsund
dölum en mennirnir neituðu statt
og stöðugt að hafa framið
verknaðinn. Nú reyna sögumenn
að finna út hvort þeir hafi verið
beittir órétti vegna þess að þeir
voru útlendingar og vegna stjórn-
málaskoðana sinna.
A sínum tima tjáðu margir
frægir vísindamenn sig fullvissa
um að Sacco og Vanzetti hefðu
verið dæmdir saklausir. Bernard
Shaw, Albert Einstein, Marde
Curie og H.C. Wells voru I hópi
þeirra sem töldu þá saklausa.
RAFMAGNSVEJTUR RÍKISINS
AUSTURLANDSVEITA
SELÁSI 8 EGILSSTÖÐUM SÍMI 97- 1300, 1301
Tilkynningtil rafverktaka
á Austurlandi
Rafveitur á Austurlandi. Rafmagnsveitur ríkisins og
Rafveita Reyðarfjarðar tilkynna, frá og með 1. marz 1978
taka gildi reglur um rafverktakaieyfi. Starfandi rafverk-
tökum á Austurlandi er bent á að kynna sér „skilyrði og
skilmála til að öðlast rafverktakaleyfi" við framan-
greindar rafveitur á Austurlandi. Upplýsingar varðandi
rafverktakaleyfi eru veittar hjá, Rafmagnsveitum
ríkisins Egilsstöðum c.o, Pétur Elísson, Rafveitu Reyðar-
fjarðar c.o. Guðjón Þórarinsson. Rafverktökum sem ekki
eru með rafverktakafyrirtæki sín skráð á Austurlandi
eftir 1. mars 1978 er óheimilt að taka að sér raflagna-
vinnu á framanskráðu orkuveitusvæði, nema samkvæmt
rgfverktakaleyfi.
Leiðtogar blökku-
manna funda
um málefni Ródesíu
Leiðtogar blökkumanna í
Ródesíu, Muzorewa biskup og
Sithole prestur, áttu fund með
forseta Malawi, Kumuzu
Banda, í Blantyre þar sem þeir
ræddu um hvernig fara ætti að
því að beita Suður-Afríkustjórn
meiri pressu og koma á fót
meirihlutastjórn blökkumanna
þar i landi.
Fundur blökkumannaleiðtog-
anna fylgdi í kjölfar fundar Ian
Smith og Vorsters, forseta
Suður-Afríku.
Leiðtogarnir flugu til Malawi
en ferð þeirra þangað var
haldið leyndri vegna þess að
Malawistjórn hefur ekki viljað
blanda sér í átök milli blökku-
manna og hvítra. Ferð blökku-
mannaleiðtoganna hefur samt
fallið í skugga fundar leiðtoga
hvítu minnihlutastjórnanna í
Suður-Afríku og Ródesíu.
Það hefur komið fram hjá
viðskiptaráðherra Suður-
Afríku að svo geti farið að
olíuinnflutningsbann verði sett
á Suður-Afríku ef staðið verði á
móti tillögum Breta og Banda-
ríkjamanna sem þeir komu með
til lausnar Ródesíudeilunni.
Suður-Afriku.stjórn er talin
hafa mikið að segja um það
hvort Smith muni taka við til-
logunum frá Brctum og Banda-
rikjamönnum eða hvort hann
muni hafa sinn hált á lausn
málsins.
Sithole prestur, einn af leiðtogum blökkumanna í Ródesíu.
Læríð
að
fljúga
Flug er heillandi tómstundagaman og
eftirsóknarvert starf. Ef þú hefiir
áhuga á flugi þá ert þú velkominn til
okkar í reynsluflug — það kostar þig
ekkert.
gamla flugturntnum
£■///s~> TjII/ ///- Reykjavikurflugvelli
rlí/Cr//f/X /7f- Simi 28122.
JŒZBQLL©CCQkÓLi BÚrU
Jazzballett
Kennslahefst
Œj 19.sept.n.k.
Síöustu
innritunardagar
Sími83730
njpg |io>i8Q30TiDgzzor J\