Dagblaðið - 14.09.1977, Page 14

Dagblaðið - 14.09.1977, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977. Leikarinn sem gerði Tevey frægan á Annar hver eiginmaður var aðalsmaður—hinn leikari Banamein Lady Sylviu Ashley var krabbamein, en hún var á sínum tfma I fyrra fór hann í leikferð um gjörvöll Bandaríkin með Fiðlar- anum og var byrjaður á leika á Broadway af fullum krafti. Þegar hann fékk hjartaáfallið, sem leiddi hann til bana i Fila- delfíu, var hann að leika i nútima útgáfu af Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare, Kaupmaðurinn eftir brezka leik- ritaskáldið Arnold Wesker. Var ætlunin að sýna það leikrit á Broadway i haust. ◄ Clark Gable var eiginmaður númer fjögur. Hjónabandið stóð ekki lengi — aðeins í þrjú ár. Clark og Sylvia skiidu árið 1952. y p Zero Mostel MJOLKURPOSTURINN ER LÁTINN Douglas Fairbanks eldriog Mary Pickford voru ekki bara gift. Þau léku saman i fjölmörgum myndum. Þarna eru þau í myndinni Skassið tamið (The Taming of the Screw) sem þau léku í árið 1929. — Richard Burton og Elizabeth Taylor léku einnig f þeirri mynd þegar hún var tekin á nýjan leik árið 1967. Var sú mynd sýnd í Stjörnubíói. Broadway lézt af hjartaslagi Bandariski gamanleikarinn Zero Mostel, sá sem gerði Tevey mjólkurpóst I Fiðlaranum á þak- inu frægan, er látinn i Fíladelfiu, sextíu og tveggja ára áð aldri. Hana var fæddur í Brooklyn árið 1915 og kom fyrst fram á Broadway i gamanleik árið 1942 og hélt skömmu siðar til Holly- wood. En framavonir hans í kvik- myndaborginni urðu brátt að engu þvi hann var á hinum svo- kallaða svarta lista. Þar sem hann átti erfitt uppdráttar f leiklistar- heiminum vegna vinstri sinnaðra skoðana sinna sneri hann sér að málaralistinni. Þegar hann sneri aftur til leik- hússins var það í hlutverki hins fátæka mjólkurpósts, Tevey. Fékk hann ótal verðlaun og mikla viðurkenningu fyrir leik sinn í hlutverkinu. Hann lék einnig aðalhlutverkið í Nashyrningun- um eftir Ionesco, en bæði þessi verk hafa verið sýnd hér í Þjóð- leikhúsinu. gift mestu „sjarmörum” heims Nú hefur verið greint frá því að banamein Lady Sylviu Ashley, sem lézt á miðju sumri, hafi verið krabbamein. Þegar hún dó í júní var aðeins laus- lega getið um það í heimspress- unni og ekki um dánarorsök. Meðal fimm eiginmanna hennar voru Clark Gable og Douglas Fairbanks eldri. Sylvia varð heimsfræg á sinum tíma fyrir að eyðileggja eitt af mestu fyrirmyndarhjónaböndum Hollywood, þeirra Mary Pick- ford og Douglas Fairbanks eldra. Sylvia var fædd í London árið 1904 og var faðir hennar þjónn. Sfðustu æviárum sínum eyddi hún í Californiu hjá systur sinni, Veru Black, eftir að hún hafði skilið við fimmta eiginmann sinn, Dimitri Djord- jadze, prins. Hann ákvað að setjast að í Texas. Samkvæmt upplýsingum Reuters fréttastofunnar var haft eftir nánum vini Sylviu: „Hún var einhver glæsilegasta konan i heiminum á fjórða ára- tugnum og stórfurðulegt að ekki skyldi vera skrifað neitt um dauða hennar.“ Á sínum tíma var gríðarlega mikið ritað um hjónabönd Sylviu í heimspressunni. Var það haft að orði að þau hjóna- bönd hennar sem kæmu á odda- tölu væru með aðalsbornum mönnum, en þegar talan var jöfn var eiginmaðurinn leikari. Fyrsti maður hennar var Anthony Ashley lávarður, erf- ingi jarlsins af Shaftsbury. Þegar hann skildi við Sylviu árið 1927 nefndi hann leikar- ann Douglas Fairbanks sem aðalástæðuna fyrir skilnaðin- um. Douglas Fairbanks var þá kvæntur leikkonunni Mary Pickford og var hjónaband þeirra talið hið fullkomna hjónaband í Hollywood. Hún var fljót að fara fram á skilnað og Sylvia og Douglas gengu-í það heilaga. Þegar hann dó árið 1939 erfði Sylvia meira en milljón dollara eftir hann (á þriðja hundrað milljónir fsl.). Þriðji eiginmaður Sylviu var Edward Stanley lávarður, sjötti baróninn af Alderly og síðan giftist hún Clark Gable. Það hjónaband stóð í þrjú ár og þau skildu árið 1952. Verzlun Verzlun Verzlun Skrifstofu SKRIFBORD Vönduð sterk skrifstofu skrif- boró i þrem stærðum. GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiðja, Auöbrekku 57, Kópavogi, Simi 43144 Borgarljós Grensásvegi 24 — sími 82660 Baðljós nýkomin Verð frá kr. 1150.- — 3700.- Kigum glæsilegt úr- val af póleruðum smáborðum m/- hlómaútflúri i borð- plötu. Kinnig rokóko-borð m/út- skurði og/eða Onix borðplötu. Sendum um allt land. Simlnn er 16541. íNýja ©olsturgorði WLAUGAVEGI 134w REYKJA Hverfisgötú 76 simi 15102. Sjálfvirk hurðaropnun Meðeðaán radiofjarstýríngar Fyrir: Bílgeymslur Einstakiinga Fyrírtæki Stofnanir Stáltœki — Bankastrœti 8 — sími 27510.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.