Dagblaðið - 01.10.1977, Qupperneq 1
3. ÁRG. — LAUGARDAGUR 1. ÓKTÖBER 1977 — 216. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022,
Ódýri maturinn kemur sjá nánar um matarfríðindi
ekki á skattskýrsluna opinberra starfsmanna - bls. 5
„Fari það
til helvítis,
ég hætti
þessu”
Þá er jólabókaflóðið að fara af
stað og ekkert ómerkari maður en
Halldór Laxness ríður á vaðið. í
gær var boðað til blaðamanna-
fundar með Halldóri vegna
endurútkomu þýðingar hans á
Vopnin kvödd eftir Ernest
Hemingway. Texti Halldórs á
þessu verki hefur hlotið almenna
viðurkenningu sem snjallasta
þýðing á erlendu nútímaskáld-
verki, þótt bókinni hafi verið illa
tekið af ýmsum stafsetningarpost-
ulum og kreddumönnum er hún
kom út fyrir 36 árum.
„Vinna við þessa þýðingu var
mér mjög erfið,“ sagði Laxness,
„erfiðasta þýðing sem ég hef unn-
ið við. Ég stóð oft upp frá borðinu
og sagði: Fariþaðtil helvítis, ég
hætti þessu. En éggafstekki upp
og þetta tókst. Stundum skildi ég
ekki Hemingway og þá hjálpaði
Arni Guðnason mér. En þar kom
að hann skildi ekki, en við vorum
svo heppnir að þá var stríð hér og
því margir Englendingar og
Ameríkanar hér, margir
hámenntaðir málfræðingar sem
aðstoðuðu, þannig að ég hætti
ekki fyrr en hún var rétt þýdd.“
-JH.
Að vera eða
ekki vera....
Hamlet á
skjánum
Hamlet Danaprins er f sjón-
varpinu i kvöld i frábærri upp-
færslu Slr Lawrence Oliviers.
Sjá bls. 23. A bls. 12 og 13 er
sagt frá Krónborgafkastala,
sem er sögusvið harmleiks
Shakespeares. Þar svifur andi
Hamlets enn yfir vötnunum, —
jafnvel þótt taiið sé að hann sé
grafinn einhvers staðar á Jót-
landsheiðum.
Um hvað er
kosið í alls-
herjarat-
kvæða-
greiðslunni
á sunnudag
og mánudag
— sjá bls. 7
í næturrallýi
Alfa Romeo
Bíllinn kostaði 2,2 milljónir og
keppir við 19 aðra, m.a. tvo
frá 1960
á f lunkunýjum
Kristjánsson á VW Golf 1974 og
síðan Jón R. Sigmundsson i
sínum nýja Alfa Romeo árgerð
1978. Efstu keppendum er
raðað eftir fyrri getu en meðal
hinna er dregið um rásröð.
Meðal þeirra er þátt taka er
Ragnar S. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Alversins. Hann
ekúr í Lada Topaz 1973. Elztu
bllarnir sem keppendur nota
eru Skoda 1960 og Ford Galaxie
1960.
• A.St.
„Mér þykir mjög vænt um
bilinn, en rallý er mitt áhuga-
mál. Þess vegna legg ég bilinn i
þetta, þó ég viti að það sé mikil
þraut og strangt próf fyrir
hann,“ sagði Jón R. Sigmunds-
son sem verður einn 20 þátttak-
enda sem Ieggja upp í lengsta
og erfiðasta rallý sem haldið
hefur verið á Islandi. Með Jóni
I bílnum er Dröfn Björnsdóttir
en þau hafa áður tekið þátt I
rallýkeppni með góðum ár-
angri, orðið nr. 4 tvivegis og
síðast í 3. sæti.
Jón og Dröfn aka i Alfa
Romeo bil árgerð 1978. Hann
kom úr kassanum á miðvikudag
og var Jón R. búinn að aka
honum600km í gær, m.a. Kalda-
•dalsleiðina — eða síðari hluta
keppnisleiðarinnar. Billinn
kostaði 2,2 milljónir. Var Jón
hæstánægður með farartækið,
kvað hann liggja sérlega vel og
um öræf i
undirbúningsvinna að baki er
keppnin hefst.
Keppnin hefst kl. 6 i dag við
Loftleiðahótelið. Fyrstur fer
Ómar Ragnarsson af stað á
Simca 1100 1974, siðan Vilmar
fara beygjur vel á hvaða hraða
sem er. Jón var búinn þremur
varadekkjum, nýrri keðjugerð
og i nestið hefur hann vitneskj-
una um það að Alfa Romeo bíl-
arnir eru heimsfrægir fyrir
árangur sinn í Monte Carlo-
kappakstrinum.
Okuleiðin er 950 kilómetrar
og verður leiðin lögð að baki á
ca 18 klst. Mikill hluti leiðar-
innar er ekinn í myrkri. öku-
leiðin er víða mjög erfið og
gerir miklar kröfur bæði til
ökumanna og farartækja.
Svartasta tíma næturinnar nota
þátttakendur til að þræða villu-
gjarna slóða á Fjallabaksleið
nyrðri. Þar er að finna allar
tegundir vega og vegleysa, ár,
snjó, aurbleytu, stórgrýti,
sandfok o.s.frv.
Allir keppendur hafa ekið
leiðina áður, sumir oft. Hjá
þeim og öðrum liggur því mikil