Dagblaðið - 01.10.1977, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1977.
r*
HELGISÖGNIN UM HAMLET D/
í Krónborgarkastala þótt gröf hans sé á Jótlandi
Krónborgarkastali er á Hels-
ingjaeyri á Sjálandi. Þar gerist
harmleikur Shakespeares um
Hamlet Danaprins en bíómynd
sem gerð var eftir leikritinu
1948 er einmitt á dagskrá sjón-
varpsins i kvöld.
Arlega koma þúsundir af
ferðamönnum í Krónborgar-
kastala til þess að skoða sögu-
svið Hamlets og þar eru árlega
sýningar á harmleiknum.
Shakespeare skrifaði Hamlet
GALLABUXUR
á arunum 1599 og 1600. Þá
hafði rétt verið lokið við bygg-
ingu kastalans, henni lauk árið
1585. Shakespeare hefur ugg-
laust kynnzt Krónborgarkastala
i gegnum hina fjölmörgu,
brezku leikflokka sem árlega
þyrptust til Danmerkur og voru
með leiksýningar fyrir Dana-
konung í höll hans á Helsingja-
eyri. Það var Kristján fjórði
sem ríkti í Danaveldi á þessum
tíma.
Helsingjaeyri var á þessum
tíma sú höfn sem brezk kaup-
skip komu oftast til og verzl-
unarmenn og erlendir stjórnar-
erindrekar settust þar að. Enn i
dag heita margir íbúar Hels-
ingjaeyrar brezkum nöfnum
sem talin eru stafa frá þessum
tíma. Ekki er vitað með vissu
hvort Shakespeare heimsótti
sjálfur Krónborgarkastala.
Hins vegar er vitað um að
minnsta kosti þrjá Shake-
speareleikara, sem jafnframt
voru nánir vinir skáldsins, sem
tóku þátt í leiksýningum fyrir
Danakonung í Krónborgarkast-
ala árið 1586.
Hins vegar virðist nokkuð
augljóst á leikritinu að Shake-
speare virðist ekki sjálfur hafa
verið kunnugur á Helsingjaeyri
heldur hafi aðeins þekkt þar
alla staðhætti af afspurn. Þar
að auki virðist svo sem Hels-
ingjaeyri hafi á döeum Shake-
speares verið þekktasti danski
bærinn á Bretlandi og þau hafi
e.t.v. verið ástæðan fyrir þvl að
jkáldið valdi að láta harmleik-
inn gerast þar.
Hamlet er byggður á fornri,
józkri þjóðsögu um „Amled“,
4t
1 garðinum við marienlyst-
höllina á Helsingjaeyri er þessl
stytta af Hamlet Danaprins, en
styttuna gerði danski mynd-
höggvarlnn Rudolf Tegner.
Lokið var við byggingu kastaians árið 1584. Þ;
kastalann. Kastalinn var byggður fyr'r toiltekj
að greiða toll þegar þeir fóru inn i sundið.
V
■■■fiislfiKí