Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐJÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977. „Heyrðu snöggvast snati mi .. x., sf* ynf Allt frá ómunatíð hefur hundurinn fylgt manninum. Engin skepna hefur tengzt manninum traustari böndum. Með manninum hefur hundurinn þolað \súrt og sætt. Hér á landi hefur hundurinn verið bændum ómetanleg stoð og sparað þeim ótalin sporin um fjöll og firnindi. Að horfa á góðan smalahund vinna með húsbónda sinum 1 göngum sannar þessar fullyrðingar. Vel upp alinn smalahundur skilur skipanir og bendingar húsbónda sins svo vel að ótrúlegt er á að horfa. Sögur um vits- muni hunda eru óteljandi. Hundar voru sendir með skilaboð um langan veg, til dæmis á engjar. Þeir voru eins og bezta „labb-rabb“ tæki. Það er sagt að hundur, sem gefið hefur einhverjum vináttu sína, slíti henni aldrei, hvernig svo sem við- komandi kemur fram við hundinn. Skáldin hafa lofsungið hundana sína - og hver þekkir ekki kvæðið góða um hann Snata: Heyrðu snöggvast Snati minn, snjalli vinur kæri, heldurðu ekki að hrlnginn þinn ég hermannlega bæri? Lof mér nú að leika að iátúnshálsgjörð þinni, ég skal seinna jafna það með jóiaköku minni. Jæja þá í þetta sinn þér er heimil ólin, en hvenær koma kæri minn kakan þin og jólin? Ogþaðá gamla beitu Vísur og vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson I vísnaþætti, sem Jóhann Sveinsson magister frá Flögu birti í Utvarps- tfðindum í febr. 1943, sagði hann frá samkomu er tveir kvenskörungar á Hvammstanga efndu til. Siðar kom í ljós, að það hafði verið gert í fjáröflunar- skyni fyrir gott fyrirtæki. Þarna var meðal annars dans á dagskrá. Og olli það nokkurri undrun og gagnrýni, sagði Jóhann, að setuliðsmenn fengu aðgang að dansinum. Kvað hann allmarga dáta hafa sótt gleðina, en íslenskir karlmenn ekki látið sjá sig. Svo birtir hann vísu eftir tilgreindan heimamann, sem ort var af þessu tiiefni. Frúrnar réru og fengu í skut furðulega reytu: þrjátíu breska þorska í hlut —og það á gamla beitu. Ot ur þessari visubirtingu varð töluvert fjaðrafok. Kunnur borgari í nefndu þorpi upplýsti að sumir piltar af staðnum hefðu að vfsu ekki viljað vera með á dansleiknum, en ungir menn úr nágrannasveitunum hefðu komið og skemmt sér ásamt ungu stúlkunum og þessum þrjátíu áðurnefndu her- mönnum, — sem alls ekki hefðu verið fleiri. Höfundur vísunnar Björn G. Björns- son frá Torfustaðahúsum ritaði bréf og kvað sér hafa þótt það lakara að vísan skyldi birt. Hann sagðist nú vera orðinn sextugur og þótt hann hafi lengi haft hneigð tii að hnoða saman vfsum sér til dægradvalar, þá hefði sér aldrei tekist að gera vísu sem hann teldi vert að eftirláta þjóðinni. En þegar Björn sá visu sína á prenti varð önnur til. Þessi: Nú er fátt í fréttaþátt, furðu smátt um happadrátt. Hnupiað dátt, og lotið iágt, leikið grátt — á margan hátt. Og svo bætti hann við: Ekki skal ég bera það af mér, að ég hef mætur á blessuðu kvenfólkinu. — En þó ég vildi fúslega kveða þvf lof fyrir fleira en leikni við veiðar, þá tekst það alltaf ófimlega. Það sýna t.d. eftirfarandi stökur, sem urðu til, er ég mætti á götu ungri og fallegri blómarós i tiskuskrúða: Efra og neðra umskinnuð. —En hvað tæknin getur —. Vafasamt að góður guð garfaði þig betur. Tiplar liðug tískuvöll, temur siði holla. Lokkasviðin ertu öll einsog biðukolla. öfug snið á ytri hlið, innri miðin brjála. Furðu iðin ertu við öll þín svið að mála. En málið var ekki alveg úr sögunni. Utvarpstíðindum bárust þó nokkrar vísur um Björn, og ekki allar fallegar. Þær voru ekki birtar, en bréfaskipti urðu til þess að Björn leit inn á skrif- stofu blaðsins, þegar hann kom skömmu siðar til höfuðborgarinnar. Þá var það rifjað upp, að Björn hefði ungur haft kynni af hinum fræga húnvetnska hag- yrðingi Jóni S. Beigmann, sem þjóðkunnur varð fyrir vísur sinar. Þeir Björn og Jón höfðu átt nokkur skipti saman. Björn var hagur maður á tré og málma og hafði fyrr og síðar atvinnu af smíðum. Og þá kom það og af sjálfu sér að til hans var leitað er smiða þurfti ilkkistur. Jón S. Bergmann vfkur að þessu^ alkunnri vfsu: Þegar sveitin sorgarljóð syngur vini liðnum, þá er eins og hrædýrshljóð hlakki í kistusmiðnum. Færri vita að Björn svaraði með þess- ari vísu: Betri leið til auðs það er, aldrei frá þvi vikjum, ærlegs brauðs að afla sér en að lifa á snikjum. Og svo eru nokkrar vísur um útvarps- efni og um lífsins dag og veg eftir Björn G. Björnsson. Nú er svart til sjós og lands, samt er bjart í huga manns ómi i hjarta og eyra hans esperantó kærleikans. En Það voru styrjaldartímar, þegar þessar vísur voru ortar, og ekki alltaf alþjóðamál ástarinnar talað. Skuggar hækka hér og hvar, hrjáðra fækka skjólin, öldur stækka ófriðar, ailtaf lækkar sólin. En ef segja skal frá blíðu sem stríðu: Ég hef kysst, — og ég hef misst. Ég hef girnst — og tapað. Sál min, þyrst í Iíf og list, lyft sér fyrst — og hrapað. Og svo er vísan um háttatimann. Mál að hátta mér ég tel, myrkvast brátt að kveldi. Lokaþáttinn Ijúft ég fei ljóssins máttarveldi. Þessum þætti ijúkum við svo með nokkrum stökum eftir Jón S. Bergmann, iistasmið vísna, sem ekki varð gamall og mörgum varð harmdauði. Enn er ylur í vfsum hans. En þegar hann kastaði þeim fram sjálfur, og hæfði, hvort sem menn áttu skilið eða ekki, sveið undan skeytinu. Ein slfk vísa var svona: ílla berðu fötin fin, flestum hættulegur. Það er milli manns og þin meira en húsavegur. Eitthvað misjafnt þóttist hann vita um þann, sem efni gaf 1 þessa stöku. Einhver gæti orðið sár yfir þessu fulli. Ómaga og ekkna tár urðu þér að gulll. -J.G.J. — S. 41046. HV4ö e$T(J tfÚWM V)£> Ó//JV) /CE/vGr T /a/'V/ ? ?--- I ‘t I \ 1 1 _jfí r T} 1 Jir TT m ~Á K J \ ) ]! \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.