Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 5
DAOiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTDBER 1977. 5 Dagblaðið kynnir f rambjóðendur í próf kjöri Alþýðuflokksins íReykja- neskjördæmi: Prófkjör um skipun tveggja efstu sæta á lista Alþýöuflokks- ins í Reykjaneskjördæmi fer fram laugardaginn 8. október kl. 14—20 og sunnudaginn 9. október kl. 14—22. Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir fbúar Reykjaneskjör- dæmis, sem náð hafa 18 ára aldri og ekki eru flokksbundnir í öðrum flokki. Kjósa skal menn í bæði sætin og er óheim- ilt að kjósa sama mann til beggja sæta á sama atkvæða- seðli. Þátttakendur 1 prófkjör- inu skulu kjósa á kjörstað f þvi sveitarfélagi, sem þeir eru bú- settir í. Sé þar ekki kjörstaður mega þeir kjósa annars staðar. Kjörstaðir eru á eftirtöldum stöðum: í Mosfellssveit að Brúarlandi, á Seltjarnarnesi að Melabraut 67, í Kópavogi að Hamraborg 1, í Garðabæ f gamla gagnfræðaskólanum við Lyngás, í Hafnarfirði 1 Alþýðu- húsinu, í Vatnsleysustrandar- hreppi í Glaðheimum, i Njarð- víkum i Stapa, í Keflavík í Tjarnarlundi, í Sandgerði 1 Leikvallarhúsinu, í Grindavík í gamla Kvenfélagshúsinu. Þessir menn eru í kjöri: Gunnlaugur Stefánsson í 2. sæti. Hilmar Jónsson f 1. og 2. sæti. Jón Ármann Héðinsson I 1. sæti. Karl Steinar Guðnason f 1. og 2. sæti. Kjartan Jóhannsson i 1. og 2. sæti. Olafur Björnsson i 1. og 2. sæti. örn Eiðsson í 2. sæti. Frambjóðendur kynntir: Jón Armann Héðinsson, alþing- ismaður, er 50 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi við MA 1949. Var hann eftir það við sjómennsku og í siglingum, þar til hann hóf nám við Há- skóla íslands. Lauk hann prófi í viðskiptafræði 1955. Jón Armann var formaður Otflutningsnefndar sjávaraf- urða og siðan fulltrúi I við- skiptaráðuneytinu. 1962 hóf hann störf við útgerð og fisk- vinnslu með bræðrum sinum á Húsavík þar til þeir stofnuðu fiskverkunarfyrirtæki f Hafnarfirði, sem þeir hafa rekið siðan. Jón Armann Héðinsson hefur tekið virkan þátt i félags- störfum allt frá unglingsárum, meðal annars fyrir Alþýðu- flokkinn. Hefur hann um margra ára skeið átt sæti f mið- stjórn flokksins og fram- kvæmdastjórn. Hann hefur átt sæti á Alþingi í 10 ár og setið í mörgum nefnd- um. Meðal annars var hann skipaður I nefnd til að undir- búa löggjöf um hagnýtingu fiskveiðilögsögunnar og undan- farin ár hefur hann setið sem fulltrúi Alþýðuflokksins á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasam- Sjö keppa um tvö fyrstu sætin á lista til Alþingiskosninga bands Islands, er 38 ára gamall. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands 1960. Hefur hann stundað kennslu- störf í Keflavík, unz hann fékk leyfi frá störfum til þess að vera námsstjóri við Félagsmála- skóla alþýðu. Hann hefur starfað mikið að verkalýðs- og félagsmálum og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum á þeim vettvangi, og er hann nú formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavikur. Karl Steinar gekk ungur i samtök jafnaðarmanna í Keflavík og var formaður Félags ungra jafnaðarmanna um árabil. Hann hefur átt sæti í stjórn Æskulýðssambands norrænna jafnaðarmanna og setið ýmis þing jafnaðarmanna erlendis. Karl Steinar varð varabæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins i Keflavík 1966 en var siðan kjör- inn bæjarfúlltrúi og hefur verið það siðan. Hann skipaði 2. sæti á lista Alþýðuflokksins við siðustu alþingiskosningar, og hefur átt sæti á Alþingi sem varamaður. Kjartan Jóhannsson, verkfræð- ingur, er 37 ára gamall. Hann lauk prófi i byggingarverk- fræði við Tækniháskólann I Stokkhólmi 1963. Hagfræði nam hann við Stokkhólmshá- skóla en siðan rekstrarhag- fræði í Bandarikjunum. Varði hann þar doktorsritgerð um hagkvæmni i skipulagningu flutningakerfa 1969. Hann hefur unnið fjölda starfa á vettvangi fræðigreinar sinnar fyrir ýmsa aðila. Jafn- framt hefur hann stundað kennslu við Háskóla íslands, fyrst í verkfræðideild en er nú fastur kennari í viðskiptadeild Háskólans, Kjartan er m.a. kunnur fyrir stjórn umræðu- þátta í sjónvarpinu. Kjartan hóf ungur störf að félagsmálum hérlendis og er- lendis. Auk margra trúnaðar- starfa er hann nú formaður Styrktarfélags aldraðra f Hafnarfirði. Hann var um skeið formaður útgerðarráðs Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar og i bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þar er hann nú bæjarráðsmaður. Hann hefur setið í flokks- stjórn Alþýðuflokksins og var kjörinn varaformaður hennar 1974. Ólafur Björnsson, fram- kvæmdastjóri, er 55 ára gamall. Allt frá 15 ára aldri stundaði hann sjómennsku og lauk prófi frá Stýrimannaskóla Islands 1945. Hann var um árabil for- maður sjómannadeildar Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og varaformaður félags- ins og átti sæti I stjórn Sjó- mannasambands tslands. Hann á nú sæti í bæjarstjórn Kefla- víkur og hefur átt um langt skeið fyrir Alþýðuflokkinn. Ölafur hóf útgerð 1957 og hefur síðan verið framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins Bald- urs hf., sem rekur nú alhliða fiskverkun f Keflavfk. Hann hefur auk þess gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir útvegs- menn á Suðurnesjum. örn Eiðsson, upplýsingafull- trúi Tryggingastofnunar rikis- ins, er 51 árs að aldri. Hann stundaði nám við Gagnfræða- skóla Akureyrar og siðan Verzlunarskóla tslands. Kunn- astur mun örn fyrir störf sin í þágu fþróttamála og íslenzkrar iþróttahreyfingar. Þar hefur hann gegnt fjölda trúnaðar- starfa, auk þess sem hann lét að sér kveða sem keppnismaður i ýmsum Iþróttum um langt skeið. örn á sæti í framkvæmda- nefnd Ólympíunefndar tslands og er formaður Frjálsíþrótta- sambands tslands. Hefur hann oft verið fulltrúi tslands á al- þjóðaþingum fþróttamanna og skrifað mikið um íþróttamál og var um árabil ritstjóri Iþrótta- blaðsins. Hann er nú formaður Alþýðuflokksfélags Garða- bæjar og skipaði efsta sæti lista Alþýðuflokksins við seinustu sveitarstjórnarkosningar og á sæti i ýmsum nefndum bæjar- ins. - BS Gunnlaugur Stefánsson, guð- fræðinemi, er 25 ára gamall. Hann nam í Flensborgarskólan- um og siðan í Menntaskólanum við Tjörnina i Reykjavík. Að. loknu stúdentsprófi hóf hann nám við guðfræðideild Háskóla íslands og er hann þar á þriðja ári í námi. Gunnlaugur hefur tekið mikinn þátt í félagslífi. Var hann formaður í Landssam- bandi íslenzkra menntaskóla- nema og formaður Æskulýðs- sambands Islands. Hann á sæti í stjórn Réttarverndar. Auk þess hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstöðum í félögum og samtökum ungra manna í Alþýðuflokknum. Hann á nú sæti í flokksstjórn. Hilmar Jónsson, bókavörður i Keflavlk, er 45 ára gamall. Hann nam við Menntaskólann í Reykjavík og siðan fór hann til framhaldsnáms í París. Bóka- vörður við Borgarbókasafnið i Reykjavík var hann í tvö ár en síðan við Bæjar- og héraðsbóka- safnið í Keflavik þar sem hann starfar enn. Hilmar hefur fengizt við rit- störf og hafa komið út eftir hann 8 bækur. Hann hefur starfað mikið að ýmsum félags- málum og bindindismálum og er nú gæzlumaður barnastúk- unnar Nýársstjörnunnar í Keflavík. Hilmar hefur starfað að íþróttamálum og er nú for- maður Leikfélags Keflavíkur. Hann hefur gegnt trúnaðar- stöðum innan vébanda Alþýðu- flokksins. Margar gerðir—Éinnig VIVA eldhúsinnréttingar Gerum skipulagstillögurá stadnum Greiösluskilmálar okkar alltaf jafn hagstæiir. r ur á staönum — IM aralltaf ELDHÚSDEILD -I |*P|B Jdn Loftsson hf. — Hringbraut 121 — Sími 10-600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.