Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIO. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977. 14 POPS í SVIÐSUÓSIÐ Á NÝ —en aðeins íeitt kvöld Gestir K.lúbbsins fengu sannarlega eitthvað fyrir aðgangseyrinn sinn á fimmtu- dagskvöldið. Auk þess að hljómsveitirnar Poker og Pelikan léku tróðu tvær útgáf- ur af gömlu hljómsveitinni Pops upp i nokkrar minútur. Aðra Popshljómsveitina, sem kennd var við árið 1969, skipuðu þeir Björgvin Gfslason, Birgir Hrafnsson, Ólafur Sig- urðsson og Pétur Kristjánsson. 1 hinni, model 1970, léku Pétur og ólafur einnig, og þar voru með þeim gítarleikararnir Sævar Arnason og Ómar Óskarsson. Hvor hljómsveit um sig lék tvö lög, sem mikill hluti áhorfenda virtist hvorki þekkja haus né sporð á. Gestir Klúbbsins á fimmtu- daginn voru velflestir svo ungir að árum, að fæstir þeirra höfðu nokkru sinni heyrt í Pops og sumir áreiðanlega aldrei heyrt hljómsveitarinnar getið. En hvað um það. Það er ekki á hverjum degi sem færi gefst á því að sjá þessa menn leika saman, — hvað þá að heyra og sjá Pétur Kristjánsson leika á bassa! — Góð tilbreyting á haustnóttum. -AT- Ný hljómsveit stofnuð — verður gefið naf n í næstu viku Ný hljómsveit er nú í upp- siglingu, — svo glæný að hún hefur ekki einu sinni hlotið nafn ennþá. Hana skipa Val- geir Skagfjörð og Ingólfur Sig- urðsson úr Haukum, Jón Ólafs- son bassaleikari Pelikan og gömlu Cirkusmeðlimirnir Sævar Sverrisson og Örn Hjálmarsson. „Þetta er svo nýtilkomið hjá okkur, að við erum lítið farnir að ræða málin ennþá,“ sagði Valgeir Skagfjörð hljómborðs- leikari, er Dagblaðið spurði um hljómsveitarstofnunina. „Við höfum þó aðeins rætt nafngift- ina og höfum nú um tvö heiti að velja.“ Valgeir og Ingólfur leika með Haukum um helgina, en að þvi loknu stöðvast hljómsveit- in, — um tíma að minnsta kosti. Jón Ólafsson hefur leikið með Pelikan í Danmörku um skeið, en verður nú sem sagt eftir, er hinir tinast utan í næstu viku. Hann hafði það um dvölina 1 Danmörku að segja að hún væri reynsla, sem hann hefði ekki viljað missa af. Væntanlega verður hægt að segja fleiri fréttir af þessari nýju hljómsveit í næstu viku, — er meðlimirnir hafa rætt betur saman og skriður er kom- inn á málið. - AT Valgeir Skagfjörð, Sævar Sverrisson, örn Hjálmarsson og Jón Ólafsson. A myndina vantar fimmta mann nýju hljómsveitarinnar, Ingólf Sigurðsson trommuleikara. DB-mynd Arni Páll. ENN PRESLEY-VIKA Enn einu sinni er Elvis Presley kominn á toppinn i Bretlandi. Lag hans Way Down kemst í fyrsta sæti þessa vikuna, eftir að hafa hangið I öðru sæti í heilar fimm vikur. Og ekki nóg með það. Danny Mirror er nú í tíunda sæti í Bretlar.di með I Remember Elvis Presley. Það er sem sagi ein Presleyvikan enn í Bret- landi. í Bandaríkjunum er einnig nýtt lag á toppnum. Debby Boone þýtur þangað upp úr sjöunda sæti með lagið You Light Up My Life. Ef litið er til annarra landa, þá er Smokie enn í efsta sæti i V-Þýzkalandi með It’s Your Life. Do You Remember nefnist lagið sem er númer eitt í Hollandi. Flytjendur þess nefna sig Long Tall Ernie and The Shakers. I Hong Kong er Gracie Rivera í fyrsta sæti með lagið The Bird And The Chiid. -AT- ENGLAND — Melody Maker 1. (2) WAY DOWN ............... 2. ( 4 ) SILVER LADY........... 3. ( 1 ) MAGIC FLY ............ 4. ( 9 ) BLACK IS BLACK . ..... 5. ( 5 ) BESTOF MY LOVE ....... 6. ( 7 ) TELEPHONE MAN ........ 7. ( 3 ) OXYGENE .............. 8. (10) FROM NEW YORKTO L.A. 9. ( 6 ) DEEP DOWN INSIDE ..... 10. (20) I REMEMBER ELVIS PRESLEY . BANDARÍKIN — Cash Box 1. (7) YOU LIGHT UP MY LIFE ... 2. ( 3 ) KEEP IT COMIN' LOVE .. 3. ( 4 ) NOBODY DOES IT BETTER 4. ( 1 ) STAR WARS THEME ...... 5. ( 2 ) DON'T STOP ........... 6. ( 5 ) ON AND ON ............ 7. ( 9 ) SWAYIN'TO THE MUSIC .. 8. (12) THAT'S ROCK N'ROLL 9. (13) BOOGIE NIGHTS ........ 10. ( 6 ) TELEPHONE LINE . ............ELVIS PRESLEY DAVID SOUL ..................SPACE .......... LA BELLE EPOQUE ............... EMOTIONS ............ MERI WILSON .......JEAN MICHEL JARRE PATSY GALLANT DONNA SUMMER ............DANNY MIRROR DEBBYBOONE KC AND THE SUNSHINE BAND . CARLY SIMON ..................MECO .........FLEETWOOD MAC .........STEPHEN BISHOP ..........JOHNNY RIVERS ..........SHAUN CASSIDY ..............HEATWAVE .. ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA i Verzlun Verzlun Verzlun ) BUCHTAL keramikflísar. „ÚTI & INNI“ Á GÓLF OG VEGGI. Komið og skoðið eitt mesta flísaúrval landsins. JL-húsið Byggingavörukjördeild Sími 10600. MOTOROLA Allernaiorar i bila og hála, li/12/21/;{2 volla. I'lalinulaiisar lransislorkveikjur i flesla bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Annúia:t2. simi :i77oo. Þungavinnuvélar Allar.gerðir og slærðir vinnuvéla og viiruJula siiluskrá. Ulveguin úrvals vinnuvélar og-bíla erlendis l'rá. ' Harkaðslorgið, Kinholli 8, simi 28590 og 71575 k\oldsioii! Getum nú boðið upp á meira úrval af rokoko- stóium en nokkru sinni fyrr. Góðir greiðsluskilmáiar — sendum um allt land. Síminn er 16541. R0K0K0ST0LAR margar gerðir| Framleiðum nýhúsgögn, klæðum gömul Áklæði í miklu úrvali. Bölstrarinn Hverfisgötu 76. Sími 15102. Rafgeymamir fásl hjá okkur. finniji Jvfinivkl hrfinsað rafj>fviiia\atn til af\llín.uar á raf.uf\ma. Smyríllhf. Armiila 7. simi 81150.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.