Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKT0BER 1977. STJÖRNUBÍÓ Grizzly íslenzkur texti. Æsispennandi, ný, amerísk kvik- mynd í litum. Leikstjóri: William Girdler. Aðalhiutverk: Christo- pher George, Andrew Prine, Richard Jaeekel. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bönnuð börnum innan 16 ára. H NÝJA BIO I íslenzkur texti. Vegna fjölda áskorana verður þessi ógleymanlega mynd með Elliott Gould og Donald Suther- land sýnd í dag og næstu daga kl. 5, 7 og 9. Ailra siðasta tækifærið til að sjá þessa mynd. AUSTURBÆJARBÍÓ I Fjörið er ó Hótel Ritz (The Ritz) Bráðskemmtileg og fjörug ný, bandarísk gamanmynd i litum, byggð á gamanleik eftir Terrence McNally. Aðalhlutverk: Jack Weston, Rita Moreno. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 HAFNARBÍÓ I Örninn er setztur Afar spennandi og viðburðarík, ný, ensk Panavision litmynd með Michael Caine, Donald Suther- land o.m.fl. Leikstjóri John Sturges. tslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3, 5.30, 8.30 og 11.15. Hækkað verð. Ath. breyttan sýningartíma. 8 HÁSKÓLABÍÓ Í Sími 22140 Laugardagur: Nickelodeon Sýnd kl. 5 og 9. Síðasta sýningarhelgi. Sunnudagur: Nicelodeon Sýnd kl. 5 og 9. Sfðasta sinn. Bugsy Molone Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. Mánudagsmyndin Piltur og stúlka (En fyr og hans plge) Sænsk mynd er fjallar um vanda- mál ungs fólks á óvenjulegan og skemmtilegan hátt. Leikstjóri: Lasse Hallström. Þetta var fimmstjörnu mynd í Danmörku. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ Hin óviðjafnanlega Sarah N t*maviMo«i* TfiKnrtrítor* By Reader’s Digest DiunhulnJ by < jncmi InlcnulHnll (áirpnraliun 'í)ji Ný brezk mynd um Söru Bern- hard, leikkonuna sem braut allar siðgæðisvenjur og allar reglur leiklistarinnar, en náði samt að verða frægasta leikkona sem sagan kann frá að segja. Framleiðandi: Reader’s Digest. Leikstjöri: Richard Fleischer. Aðalhlutverk: Glenda Jackson Daniel Massey og Yvonne Mitchell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur texti. Svarti drekinn Hörkuspennandi ný karatemynd. Enskt tal, enginn texti. Sýnd kl. 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Borg dauðans Hörkuspennandi amerísk ævin- týramynd. Aðalhlutverk: Yul Brynner og Max von Sydow. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. Kvenhylli og kynorka Stórskemmtileg gamanmynd. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. og djörf ensk Shaft í Afríku Ný æsispennandi kvikmynd. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hefðarfrúin og umrenningurinn Barnasýning kl. 3. Imbakassinn (The groove tube) Brjálæðislega fyndinn og óskammfeilinn „Playboy". Aðalhlutverk.: William Paxton, Robert Fleishman. Leikstjóri: Ken Shapiro. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Útvarp Sjónvarp 9 Útvarpídag kl. 14.30: Arfleifð ítónum Látnir tónlistar- menn slá í gegn „Ég hef verið með svona þætti stundum á haustin," segir Baldur Pálmason um þáttinn Arfleifð í tónum sem á dagskrá er í dag rétt eftir hádegi. Þáttur Svavars Gests hætti síðasta laugardag og verður að minnsta kosti ekki í vetur hvað sem má um sumarið næsta segja. „I þessum þáttum hef ég leikið lög með eða eftir þekkta músík- menn sem látizt hafa árið áður. í fyrra létust anzi margir merkileg- ir menn. Má til dæmis nefna söngkonurnar Lotte Lehmann, Lilly Pons, Maggie Teyte og Eliza- beth Rothberg. Það er eiginlega skrýtið hvað hún er lítið þekkt hér á landi og minna en margar aðrar því hún var prímadonna við Metropolitan óperuna í 20 ár. Svo dóu nokkrir góðir píanó- leikarar. Til dæmis Alexander Brailovisky og Géza Anda sem var ungverskur og dó ungur eða á milli tvítugs og þrltugs. Svo er það einn karlsöngvari, Paul gamli Robeson. Hann dó líka á síðasta ári. Ég leik svo létt lög svona á milli. Til dæmis með Bobby Haat sem lengi lék með Louis Arm- strong. Hann dó líka í fyrra. Og ein stúlknanna úr Supremes, hún Florence Balland," sagði Baldur Pálmason. DS. Sjónvarp á morgun kl. 18.00: Stundin okkar Kristfn og Fúsi flakkari Stundin okkar er enn á gömlu línunni og endurtekur á morgun nokkuð af gömlu efni. Þar á meðal er þáttur um þau Kristínu Ölafsdóttur, sem einu sinni var stjórnandi barnatima, og Fúsa flakkara, leikbrúðu sem Jón E. Guðmundsson gerði af meistara- höndum. Myndin er af þeim vin- unum. Sjónvarp annað kvöld kl. 22.30: í takt við tilveruna TAÓISMI - AÐ VERA í SAM- RÆMIVIÐ NÁTTÚRUNA „Þetta er gömul heimspeki- kenning upprunin í Kína og hefur breiðzt nokkuð þaðan til Vestur- landa í ýmsum rnyndum," sagði Öskar Ingimarsson er hann var inntur eftir því hvað taóismi væri. I sjónvarpinu annað kvöld er þátt- ur um taóisma og heitir hann I takt við tilveruna. Óskar er þýð- andi og þulur þessa þáttar. „Taóismans hefur orðið vart í ýmsum listgreinum hér á Vestur- löndum,” hélt Óskar áfram. „Þar má til dæmis nefna myndlist og leirkeragerð. Upphafsmaður taóismans var gamall heimspekingur að nafni Lao Tzu. Tao þýðir í rauninni vegur og er það vegurinn sem leiða á menn til samræmis við náttúruna. Menn eiga samkvæmt kenningunni að vera í samhljómi með alls kyns náttúrustraumum, t.d. í trjám, vötnum og öllu öðru í náttúrunni. Ef menn gera það ekki líður þeim illa. Þetta er því í rauninni eins konar afturhvarf til náttúrunnar. Menn iðkuðu taóismann á meg- inlandi Klna hérna áður fyrr en eru hættir því að mestu núna að minnsta kosti opinberlega. Aftur á móti er hann enn vinsæll á Formósu. Þar er iðkað sérstakt jóga tengt heimspekinni," sagði Óskar Ingimarsson. A þessum síðustu og verstu tím- um þegar menn eru komnir í það mikla andstöðu við náttúruna að raddir eru uppi um að þeir séu að eyðileggja hana ætti taóisminn að vera þörf kenning. DS. Sjónvarp annað kvöld kl. 21.00: Gæfa eða gjörvileiki GÍFURLEGA VINSÆLL ÞÁTT UR í HEIMALANDISÍNU Það verður víst ekki af sjónvarpinu skafið þessa dagana að mjög er vandað til efnis. Framhaldsþættirnir eru hver öðrum betri og kvikmyndirnar fyrsta fiokks. Þannig er fram- haldsflokkurinn Gæfa eða gjörvileiki sem hófst siðasta sunnudagskvöld og haldið verður áfram annað kvöld með betri flokkum, sem gerðir hafa verið, að mati Bandaríkjamanna að minnsta kosti. Þó að íslendingar séu ef til vill ekki alveg sammála því og telja þáttinn Undir sama þaki enn betri er það samt staðreynd að sjónvarpið gerir mjög vel með þvi að fá hingað svo fljótt þátt sem notið hefur svo mikilla vinsælda i heimalandi sínu. Satt að segja hefðu menn ekki búizt við þvi að óreyndu að svo skjótt yrði brugðið við. Söguþráðurinn í Gæfu eða gjörvileika er mjög bandarískur, og e.t.v. ekki eins við hæfi Islendinga og Kana. Sagt er frá þýzkum innflytjanda, Jordache, sem finnst nýja landið ekki hafa verið eins gott og af er látið. Hann er bakari og býr sjálfur í húsinu sem brauðið er bakað í. En skipulagt hefur verið nýtt hverfi á staðnum, þannig að rífa á húsið. Jordache missir því ekki aðeins atvinnuna heldur heimilið líka. Ray Milland og Dorothy McGuire tilheyra bæði eldri kynslóð leikara i þáttunum. Jordache er giftur konu einni seiri er afar guðhrædd og fellur það ekki alltof vel við hugmyndir hans um að enginn guð sé til. Þeim kemur því ekki of vel saman. Tvo syni eiga þau sem eru eins og dagur og nótt bæði hvað útlit og innræti varðar. Ruby er skyldurækinn og vill komast áfram í heiminum, svo hann megi reyna sjálfur hvernig það er að vera ríkur. Tom er aftur á móti hálfgerður pörupiltur. Honum finnst ekki foreldrar sínir veita sér nægilega athygli og heldur að bezta ráðið sé að gera eitthvað af sér svo þau taki eftir honum. En afleiðingin verður sú að hann er rekinn úr bænum með skömm á tncðan að eldri bróðir hans er kostaður i háskóla. Leikarar i þættinum eru eigin- lega tvenns konar, gamlir og þekktir annars vegar og ungir og óreyndir hins vegar. Af þeim eldri og reyndari má nefna Dorothy McGuire sem leikur móður strákanna, Ray Milland, Gloriu Graham og fleiri. Þeir yngri eru ekki síðri. Tom er leikinn af Nick Nolte sem hlotið hefur heimsfrægð fyrir. Eftir helgina verður þýdd grein um hann i DB. Ruby leikur Peter Strauss og Júlíu unnustu hans, leiktt Susan Blakely. Stuðzt er við söguna Rich man Poor man eftir Irving Shaw. Sú saga setti sölumet 1 heima- landinu. Ekki er vitaskuld alveg farið eftir henni enda slíkt erfitt. En þættirnir þurfa ekki að vera verri fyrir það. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.