Dagblaðið - 08.10.1977, Page 7

Dagblaðið - 08.10.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUK 8. OKTÖBER 1977. 1 UPPELDIÐ EÐA ÖLLU HELDUR UPP- ELDISLEYSIÐ MÓTAÐILÍF ÞEIRRA ’ — þótt þjóðfélagið geri þau ábyrg gerða sinna, sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson ERLA BOLLADÓTTIR — hún létti martröðinni af þjóðinni, sagði Guðmundur Ingvi í varnarræðu sinni. „Uppeldið eða öllu heldur uppeldisleysið hefur mótað líf og athafnir þessara ungmenna, enda þótt þjóðfélagið geri þau ábyrg gerða sinna,“ sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. í frábærlega vandaðri varnarræðu sinni í Saka- dómi í gær. Hann er verjandi Erlu Bolladóttur i Geirfinns- hlyti skilorðsbundinn dóm þann er yfir henni gengi. Guðmundur Ingvi kvaðst ekki taka undir þá gagnrýni sem fram hefði komið hjá sumum verjend- um í þessu máli vegna meðferðar málsins áður en það kom fyrir þann dóm, sem um það fjallar nú. Hann kvað þá gagnrýni ekki hafa laust verkfæri í höndum hans. Hann kvað hinar röngu sakar- giftir á hendur saklausum mönnum mjög óheppilegar fyrir Erlu en runnar undan rifjum annarra ákærðu. Hann taldi alrangt hjá saksókn- ara, að fyrir lægju í þessum mál- um einlægar og skuggalausar játningar sem á væri byggjandi. Þvert á móti taldi hann að mikill vafi hlyti að vera hjá dómendum hvort hægt væri að dæma fyrir morð á þeim framburðum, sem fyrir lægju. „Það er rikjandi stefna hjá íslenzkum dómstólum að gera ríkar kröfur til sannana og þeim mun ríkari sem ákæra er alvar- legri,“ sagði Guðmundur Ingvi. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort Geirfinnur hefði ekki jafnvel dáið úr hjartaslagi. Hann hefði verið veill fyrir hjarta. Vegna þess að líkið vant- aði skorti að sjálfsögðu sönnun fyrir því hvernig dauða hans hefði borið að. Hann kvað alveg ósannað að ákærðu hefðu viljað ráða hann af dögum. Atburðirnir hefðu miklu fremur yfirbragð slyss en ásetnings, en valt væri að marka nokkuð frásagnir sökunauta um atburðina í Kefla- vík. Hann vísaði a bug ákæru á hendur Erlu um hlutdeild í morði. Nærvera hennar nægði ekki til áfellis og hún hefði ekki r BRAGI W* ] '4 lUB’ÐSSON : M** • 1 il L m ii veitt neitt liðsinni, hvorki i orði né verki. Hann benti á að hvorki Gunnar Jónsson né Sigurður Hreinn væru ákærðir fyrir morð þótt sá fyrrnefndi hefði verið við- staddur átökin við Guðmund Einarsson og hinn síðarnefndi at- burðina í Keflavík. Hann taldi að Erla hefði verið að flýja meðákærðu, þegar hún hvarf á brott úr dráttarbrautinni í Keflavík, en ekki afleiðingar neinna gerða sinna. Hann sagði að eftirfarandi hlutdeild 1 morði, eins og hún væri sett fram af hálfu saksóknara, væri lög- fræðileg skekkja. Hann benti og á að sökuðum manni væri refsiiaust að skýra rangt frá í rannsókn. Varðandi hugsanlega yfir- hylmingu benti hann á hið nána samband Erlu og Sævars Marinós. Hún hefði átt í vök að verjast, heitbundin honum, barnsmóðir hans og haft beyg af honum. Hún hefði verið háð honum og farið eftir hans fyrirmælum. Loks benti hann á þær máls- bætur hennar að það væri henni að þakka að þessi mál hefðu yfir- leitt verið upplýst að þvl marki sem þau væru það. „Það var Erla sem létti af þeirri martröð sem þessi mál voru allri þjóðinni." málinu og öðrum málum, sem ákært er fyrir samtímis. Hann krafðist sýknu fyrir skjólstæðing sinn vegna ákæru skv. 211 gr. almennra hegningar- laga, sem kveður á um refsingu fyrir manndráp. Hann krafðist einnig sýknu vegna ákæru fyrir brot á 112. gr. alm. hgl. og væg- ustu refsingar sem lög leyfa. Þá krafðist hann þess að ef til refsi- vistar dóms kæmi, yrði dreginn frá sá tími sem Erla hefur setið i varðhaldi. Með tilliti til sakavottorðs hennar taldi hann eðlilegt að hún áhrif til sektar eða sýknu skjól- stæðings síns, enda þótt brotnar leikreglur kynnu að rýra gildi sönnunar. „Eðli rannsóknarstarfa býður ekki alltaf upp á neinar venjulég- ar umgengnisreglur borgaranna,“ sagði Guðmundur. Varðandi auðgunarbrot, sem Erla er ákærð fyrir, kvað Guð- mundur þau varða sáralitlum fjárhæðum, þegar frá væri skilið svokallað póstsvikamál. í því máli taldi hann að Sævar Marinó Ciesielski hefði haft algera for- göngu. Erla hefði þar verið vilja- HÁLFNÍRÆÐUR BYLTINGARMAÐUR — þriðja bindi ævisögu séra Gunnars Benediktssonar komið út ítilefni afmælis hans Presturinn, byltingar- maðurinn, kennarinn og rit- höfundurinn Gunnar Benedikts- son verður 85 ára á morgun, sunnudag. í gær kom út hjá Erni og örlygi þriðja bindi sjálfsævi- sögu Gunnars. Heitir hún I flaumi lífsins fljóta. Fjallar hún um bernsku- og æskuár Gunnars. Bókin er 174 blaðsíður og skreytt mörgum gömlum og skemmtileg- um myndum af bernskuslóðum höfundar. -JBP- Leiðrétting Það misritaðist í gær að bæjarstjórinn á Akureyri hefði okki tekið afstöðu til sátta- tillögu sáttanefndar. Hann samþykkti tillöguna en það var bæjarstjórinn á Akranesi sem ekki tók afstöðu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.