Dagblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 1
3. ARG. — FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1977 — 226. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11,*AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022
Setti frúna í svefnpoka
og „smyglaði” inn á Völlinn
Langar bióraóií' voru við
bæði hlið Keflavíkurflugvallar
í morgun. Krefja'st Iögreglu-
menn í hliðunum þess að hver
sem um þau fari, sýni persðnu-
skilrlki og eru þau síðan borin
saman við starfsmannaskrár.
Er ástandið á Vellinum því hið
sama og I fyrradag, þegar
mynduðust allt að 1500 metra
langar raðir.
Menn hafa reynt ýmislegt til
að losna unaan passasKyiaunin.
Einstaka menn hafa ekið rak-
leiðis í gegnum hliðið — en
hafa þá verið teknir rækilega
fyrir þegar þeir fara út aftur.
Einn maður gerði sér lítið fyrir
f gær þegar I ljós kom að kona
hans, sem er starfsmaður á
Keflavíkurflugvelli, hafði ekki
passa sinn i lagi. Skreið frúin
ofan í svefnpoka sem bóndi
hennar kom siðan fyrir i far-
angursgeymslu fjölskyldubils-
ins. Ók hann rakleiðis i gegnum
hliðið eftir að hafa sýnt sinn
eigin passa og kom konu sinni
til vinnu.
Lögreglumenn i hliðunum
tóku „stikkprufur" í gær og
leituðu i einstaka bilum að
ólöglegum varningi. Fannst
sáralitið — einn eða tveir
bjórar i stöku bil, svo vitað sé.
Unnsteinn Jóhannsson, varð-
stjóri I lögreglunni á Kefla-
víkurflugvelli, sagði í samtali
við DB í morgun að rangt væri
það sem komið hefði fram haft
eftir Páli Asgeiri Tryggvasyni,
deildarstjóra i varnarmáladeild
utanrikisráðuneytisins, að
reglugerð um notkun skilrikja
við inngöngu áVöllinn væri úr
gildi. Kvað Unnsteinn lögreglu-
menn hafa mörg plögg undir
höndum sem sýndu að hún væri
enn i gildi.
- emm/ASt./ÓV
Margurlaun-
þeginn missti
dagslaunin
— ein kona komst ekki
heim til sín — bls. 8
V
Stríðsára-
stemmning
viðhöfnina
„Hver hefur leyft þér að fara í
land?“ spurði tollvörður einn
unga konu með 3 ára barn, þegar
hún kom í land eftir siglingu til
laudsins með Mánafossi í morgun.
Leyfið hafði verið veitt af útlend-
ingaeftirlitinu, en tollskoðun á
skipinu hefur ekki verið gerð.
Mun skipið því verða að bíða á
ytri höfninni í Reykjavík þar til
úr rætist.
Það var stríðsárastemmning
yfir komu skipsins, — þeir sem
fóru í land urðu að fara niður
kaðalstiga frá borði og i bát sem
ferjaði fólkið í Iand.
DB-mynd Sv. Þormóðsson.
Pabbi Bísa og
Krimma
meðal beztu
teiknara heims
- bls. 8
Fjárlögin 78:
Keppinautar
Dagblaðsins
fá 40 millj.
króna glaðning
— baksíða
K- ' ^ 'H;-:
Allirbanda-
rískir bflar með
öryggisloftpúða
árið 1984
— erlendarfréttir
bls. 6-7
, •
I Þorlákshöfn!
Á Skattstofuna!
ÍTónlistarskóla!
íherbúðum
BSRB — bis. 5
UpplagDBígær
31.800
í dag verður upplagið
mjög svipað. Utsölu-
staðir eru beðnir að
tilkynna afgreiðslunni
ef skammturinn selst
upp. Síminn er 22078.
BorginogStarfs
mannafélagið:
Samninga-
fundur
kl.ellefull
Góðir samningar á Norðfirði:
MILUVEGURINN FUNDINN?
„Við erum ekki farnir að fá
samningana af Suðurlandi
ennþá og ég get því ekki taliö
upp ' einstök atriði þeirra,"
sagði Haraldur Steinþórsson
framkv.stj. BSRB í viðtali við
DB I morgun. „Við höfum hins
vegar fengið samkomulagið frá
Norðfirði og mér sýnist þar
vera harla gott.“
Sagði Haraldur að það væri
eins og svo margir þessara
samninga byggt á samkomu-
laginu á Akranesi. (Mönnumtil
glöggvunar er þar að finna
endurskoðunarrétt og að laug-
ardagarnir eru teknir út úr
orlofi. Þa er launastiginn sá
sami og í tilboði rikisins en við
alla launastiga bætast tvö
þúsund krónur þann 1. nóv. Þá
er gert ráð fyrir flokkshækkun
eftir fimmtán ára starf og þeir
sem unnið hafa í tólf ár, fá
greiddar 40 þús. krónur f des.).
„Þeir á Norðfirði hafa haldið
þessum ákvæðum öllum, en
hafa samið um milliveg milli
siðasta tilboðs rikisins og þess
sem við höfum boðið,“ sagði
Haraldur ennfremur. „Það er
um 3500 kr. hækkun og
reiknast frá 1. júlí."
Að framansögðu má vera
ljóst, að Norðfirðingar hafa að
hluta til fundið milliveg i
deilunni milli BSRB og rikisins
og verður fróðlegt að sjá hvort
rfkið getur fallizt á það sem
Norðfjörður telur sig geta
borgað.
-HP.
„Það verður fundur með
samningsaðilum núna kl.
ellefu," sagði Þórhallur
Halldórsson formaður Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborg-
ar í morgun. „Við höfum haldið
nsér daglega fundi í samninga-
nefndinni og í gær var fundur
með fulltrúaráðinu."
Þórhallur vildi ekki úttala
sig nánar um þær kröfur er þá
yrðu ræddar en sagði, er hann
var spurður að því hvort þeir
myndu taka mið af þeim
samningum, sem gerðir hafa
verió út um land, t.d. af Akra-
nessamningunum, að menn
yrðu að taka tillit til þess að i
Reykjavikværu aðstæður aðrar,
þar ynnu starfsmenn ríkis og
.borgar oftlega saman, t.d. á
sjúkrahúsunum.
-HP.