Dagblaðið - 13.10.1977, Síða 2
2
Dúmbó og Steini. Steini er fimmti, talið frá vinstri. DB-mynd Ragnar Th.
Dúmbó og Steini frábærir
Skorað á þá að byrja aftur
R.H. hringdi:
„Mig langar til þess að biðja
DB að koma á framfæri sér-
stöku þakklæti til ■ Dúmbó og
Steina sem skemmtu i Sigtúni
um síðustu helgi fyrir alveg
troðfullu húsi. Þetta var frábær
upprifjun hjá þeim á gömlum
lögum — maður endurlifði
gamla og góða tíma með þeim.
Það var troðfullt út úr dyrum
og áheyrendur skemmtu sér hið
allra bezta.
Ég vil leyfa mér að skora á
Dúmbó og Steina að taka aftur
upp þráðinn og halda áfram að
skemmta fólki.“
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977.
Er kennaraháskóli
á Akureyri lausn á
kennaraskortinum?
„Perpetuum Mobile“ skrifar:
„A þessum siðustu og verstu
tímum er mikið rætt um kenn-
araskort og kennaravöntun.
Mig langar því til að beina
þeirri fyrirspurn til forráða-
manna Kennaraháskólans
hvort komið hafi til tals að
stofna kennaraháskóla eða
deild úr kennaraháskólanum a
Akureyri.
Ef svo er, hvenær yrði hún
þá stofnuð. Ef svo er ekki,
hvort ekki væri þörf á slikri
stofnun í menntabænum Akur-
eyri.“
Svar:
Samkvæmt upplýsingum
Baldurs Jónssonar rektors
Kennaraháskólans stendur
ekki til að skólinn eða hluti
hans verði fluttur til Akureyr-
ar. Baldur sagði að aðsókn að
skólanum hefði að visu aukizt á
seinustu árum, en skólinn væri
ekki fjölmennari en svo að
hann gæti annað þeim 400 nem-
endum sem þar eru.
A Akureyri eru margir skóiar. Myndin sýnir hinn myndarlega
iðnskóia á Akureyri. Bréfritari vill gjarnan fá kennaraháskóla til
Akureyrar, en ekki er útlit fyrir að honum verði að ósk sinni.
V.
Sd
%
Svart og brúnt
leöur
kr. 10.390
Svartogbrúnt
leður
kr. 9.735
Sparískór
margar
gerðir
Ljóst
leður
kr.9.735
Póstsendum
Lítil saga af
„liðlegum” barþjóni
„Ég ætla ekki að fara að vera
neinr vatnsbrúsi fyrir dans-
skólakrakka. Það er lágmark að
þið kaupið eins og eitt glas á
kvöldi, þið fáið hérna fina þjón-
ustu, hreina dúka og ösku-
bakka, svo þambið þið bara
vatn allt kvöldið."
Þetta sagði barþjónn a
skemmtistað einum i Reykjavík
er ég hugðist fá vatnsglös fyrir
mig og unnustu mína. Eitt glas,
takk fyrir og ekki meir. ísmola
þorði ég ekki að biðja um.
Er það svona sem þjónustan
á að vera fyrir þá sem hyggjast
eyða sunnudagskvöldi með
dansi án áfengis.
Einn borðfélaginn brá nú við
og tfndi saman öskubakkana af
borðinu, þvi þeir voru ekki not-
aðir, og fór með þa til hins
„skapgóða“ barþjóns. Ætlaði
hann að fá skipt á bökkunum
og einu glasi af vatni.
NEI..NEI.. var eina svarið sem
fékkst.
Skömmu siðar fór ég á bar-
inn og hitti þar sama „vininn".
Eg rétti honum glasið sem ég
hafði fengið hjá honum fyrr um
kvöldið og bað um kók. Bauðst
ég til að nota sama glasið til
þess að hann þyrfti að hafa sem
allra minnst fyrir okkur. Ég
fékk kókið fyrir 250 kr„ en ekki
orðalaust. Barþjónninn sagði að
við skyldum fá að vita að við
fengjum ekki að sitja við þetta
sama borð ef við kæmum aftur
um næstu helgi. Hann skyldi
ekki láta okkur fá borð aftur!
Sem sagt. Engin þjónusta
fyrir þá sem ekki drekka.
Þetta gekk alveg fram af
mér, sérstaklega þar sem ég
hafði fyrir stuttu verið í Sjall-
anum á Akureyri og fengið
hina beztu þjónustu þótt ég ^
bæði aðeins um vatn. Þar kost-
aði að visu eina kílókrónu inn,
því þetta hét skemmtikvöld, en
skemmtararnir voru ballgest-
irnir sjálfir.
Með beztu kveðju til bar-
þjónsins „liðlega".
Guðni Gíslason,
Hafnarfirði.
5URÐUAÐS0
I grein Sigga flug i blaðinti i gær misritaðist 5 sentilitrar og voru
þeir gerðir að 50 sentílítrum. Ertt lesendur beðnir vel,virðingar A
þessum mistökum.