Dagblaðið - 13.10.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTÖBER 1977.
7
Erlendar
fréttir
ÖLAFUR
GEIRSSON
REUTER
200 þúsund
sektarmiðar í
ruslafötuna
hjá dipló-
mötunum
Lögreglan í New York-borg
setti meira en 200.000 sektarmiða
a bifreiðir erlendra sendimanna
síðasta ár. Allir fara þeir síðan
beina leið í göturæsið eða rusla-
fötuna, því erlendir sendimenn,
sem flestir eru tengdir aðal-
■stöðvum Sameinuðu þjóðanna,
þurfa ekki að greiða slíkar sektir.
Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli til
sendimannanna um að fara að
lögum I umferðinni er ástandið
alltaf jafnhörmulegt að sögn þess
fulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem
fer með málefni sem varða sam-
skipti stofnunarinnar við gest-
gjafann, New York.
30 drukkna á
Indlandi
Talið er að um 30 manns hafi
drukknað i gær, þegar stór fólks-
flutningabifreið fór út af risa-
stiflu í ríkinu Punjab á Indlandi.
Þegar síðast fréttist höfðu tvö
lík fundizt en 20 manns var bjarg-
að í tæka tíð.
ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓflU/Tfl
/4i/allteitthvaó
gott í matinn
Cr>)iÍ0L/r-
STIGAHLIÐ 45^47 SIMI 35645
23636-14654
Til sölu:
2ja herb.
íbúð við Lindargötu
2ja herb.
íbúð við Miklubraut
3ja herb.
íbúð við Langholtsveg
4ra herb.
íbúð við Kleppsveg.
4ra herb.
íbúð við Æsufell
4ra herb.
hæð ásan.t herbergi 1 kjall-
ara við Sörlaskj'ól, góður bll-
skúr, hagstæð greiðslukjör.
5 herb.
sérhæð á Seltjarnarnesi.
Húseign
á eignarlóð við Njálsgötu.
Sala og samningar,
Tjarnarstíg 2 Seltjarnar-
nesi.
Kvöldsimi sölumanns 23636.
Valdimar Tómasson,
löggiltur fasteignasali.
Samþykktá
Bandaríkjaþingi:
Loftpúðar sem blásast út ef
bifreið verður fyrir hnjaski
eiga að vera i öllum bandarísk-
um bifreiðum frá og með árinu
1984, en öldungadeild þingsins
í Washington samþykkti tillögu
þess efnis í gær. Tillagan var
frá stjórninni og verður að lög-
um í dag.
Gerð var tilraun til að fá sam-
þykkta tillögu sem hefði gert
þessa samþykkt að engu en hún
var felld.
Þar með virðist margra ára
deilu milli bifreiðaframleið-
enda. og tryggingarfélaga og
neytendasamtaka lokið.
Framleiðendur töldu þetta of
dýrt og mundi það hækka verð
hvers bíls um 230 dollara, eða
um 50.000 ísl. krónur.
Tryggingarfélögin halda þvi
aftur á móti fram að kostnaður-
inn sé helmingi minni. Neyt-
endasamtök telja að lækka
megi iðgjöld af bifreiðatrygg-
ingum um allt að 32 dollara á
ári sem samsvarar um 7000 ís-
lenzkum krónum.
I nýju lögunum er heimilað
að nota önnur jafngóð öryggis-
tæki og loftpúðana. Þó er talið
að þeir muni verða ráðandi i
bandarískum bifreiðum, því all-
ar tilraunir í öryggisátt hafa
beinzt að þeim.
Loftpúða í alla
bíla fyrir 1984
Þarna sést hvernig loftpúði hlífir farþega i árekstri og allt á þetta að gerast á 1/25 úr sekúndu.
D0TTIR ALLENDES
REÐ SER BANA
Beatriz Allende, dóttir fyrrum
forseta Chile, sem féll í uppreisn
árið 1973, réð sér bana á heimili
sínu í Havana á Kúbu í gær.
Beatriz var gift kúbönskum
starfsmanni utanrfkis-
þjónustunnar, sem hún kynntist á
valdadögum föður síns í Chile.
Þegar Beatriz kom til Kúbu
eftir byltingu hægri manna í
Chile sagðist hún hafa barizt við
hlið föður sfns í forsetahöllinni P
Santiago. Hafi hún ekki yfirgefið
hann fyrr en hann bað hana
vegna þess að hún var þunguð og
hann óttaðist um lif hennar og
ófædds barnabarns síns.
Yfirvöld í Havana sögðu að
Beatriz Allende hafi haft þungar
Shyggjur af ástandinu 1 Chile og
framtíðarhorfum þar.
Sovétolía fundin
íKyrrahafinu
Fundizt hefur olia á svæði
Sovétríkjanna á Kyrrahafinu
norður af Japan. Er það í fyrsta
sinn, sem olía finnst á þessu
svæði en að tilraununum vann
japanskí fyrirtæki.
Tass fréttastofan sovézka sagði
að Japanir mundu hljóta umbun
erfiðis sfns í olíu og mundu þeir
njóta forgangsréttar um kaup á
olfu frá nýja svæðinu.
Fréttastofan benti einnig á, að
olfufundurinn mundi hafa mjög
mikla þýðingu fyrir örari upp-
byggingu I austurhluta Sovétrfkj-
anna.
Ekkert hefur verið sagt um hve
mikið af oliu er áætlað á svæðinu.
iárnbent steinstevpa í einingum
Traustar sperrur og tréverk, og
traustir menn til að reisa húsin. Ná-
kvæm stöðlun framleióslu okkar þýóir
ekki, aö öll húsin veröi eins, heldur
það, aó allir hlutar framleiðslunnar
falla nákvæmlega inn í þá heild, sem
þió veljið. Það eru margvíslegir mögu-
leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og
innréttingum.
Traust og fjölbreytileg
einingahús.
Vió framleiðum bæöi stór og smá
hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein-
býlishús eða raðhús. Einingabygg-
ing sparar ómetanlegan tíma, fé og
fyrirhöfn, bæði verktökum og atvinnu-
mönnum í byggingariðnaói og öðr-
um húsbyggjendum.
HÚSASMIÐJAN HF
Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365.