Dagblaðið - 13.10.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977.
Er sauðfé friðhelgt á Reykjanesskaga?
Sauðfé veldur störhættu
á Keflavíkurflugvelli
9
\
Aukinn ágangur sauöfjár
hefur valdiö flugumferðar-
stjórum a Keflavíkurflugvelli
miklum áhyggjum í sumar.
Mikið er um sauðfé á þessu
svæði og girðingin umhverfis
flugvöllinn er ekki fjárheld og
hefur aldrei verið. Þessi
sauðfjárágangur hefur
stórhættu í för með sér fyrir
allt flug. Á undanförnum árum
hafa smalar verið ráðnir til að
smala svæðið og halda fénu í
burtu og f vor var ráðinn
maður, sem svaraði útköllum,
en hann hætti um það leyti
sem landgræðslugirðing viö
völlinn var fullgerð, en hún
hefur komið að litlum notum.
Nú er enginn smali á vellin-
um og verða flugumferðar-
stjórarnir sjálfir eða menn frá
varnarliðinu að stugga við fénu
og reka þeir það þá stytztu leið f
gegnum girðinguna. Þetta er að
mati flugumferðarstjóranna
hið mesta ófremdarðstand enda
er það á þeirra ábyrgð að flug-
brautirnar séu hreinar þegar
flugvélum er veitt heimild til
lendingar eða flugtaks.
Bogi Þorsteinsson yfirflug-
umferðarstjóri sagði að þetta
ástand hefði aldrei verið viðun-
andi, þótt það hefði verið verra
í sumar en áður. Auðvitað á
flugvöllurinn að vera þannig
girtur að hvorki kvikfénaður
né óviðkomandi aðilar geti
verið þar á ferli. Vfrnetsgirðing
er einungis á þeirri hlið sem
snýr að byggðinni en sfðan er
stór hluti flugvallarsvæðisins
girtur með gaddavfr sem alltaf
þarf endurnýjunar við, auk
þess sem gaddavfr heldur fé
aldrei almennilega.
Sauðkindin virðist friðhelg á
skaganum, þrátt fyrir það að
svæðið vestan landgræðslu-
girðingarinnar skuli friðlýst
landgræðslusvæði. Það er eins
og það sé nokkurs konar
einskismannsland á flugvellin-
um. Það er gefin út skipun af
bæjarfógetanum í Keflavfk og
sýslumanninum f Gullbringu-
sýslu um að hafa sauðlaust land
innan landgræðslugirðingar-
innar en engin slfk skipun
hefur verið gefin út um Kefla-
vfkurflugvöll sem fellur undir
embætti lögreglustjórans þar.
-JH.
Flat-
eyri:
UTKOMAN BATNAR VIÐ ENDURSKOÐUN
1 ljós hefur komið að tala í
fyrstu grein Dagblaðsins um
„Flateyrardæmið" var röng. Sagt
var að innheimta opinberra
gjalda á Flateyri 1974 hafi verið
51% en við yfirstandandi endur-
skoðun reikninganna hefur kom-
ið í ljós að innheimtan var 91,6%
að sögn Þórðar Gíslasonar, hag-
ræðingarráðunauts og fyrrum
sveitarstjóra á Flateyri, sem
vinnur að endurskoðuninni.
Sagði Þórður í samtali við
fréttamann DB að meðaltalsinn-
heimta áranna 1974-1976 væri því
um 87%!Þórður nefndiþessa tölu
með fyrirvara um útkomu endan-
legrar endurskoðunar.
Þá var vegna mistaka birt
mynd frá Suðureyri við Súganda-
fjörð með fyrstu Flateyrar-
greininni á laugardaginn. DB
biðst velvirðingar á þessu.
-OV.
Ný sambyggð
trésmíðavél frá
íslenzkt
leikrit á
fjalirnar á
Akranesi
Það fer vart framhjá neinum,
sem nýtur þess sem Skagaleik-
flokkurinn sýnir um þessar
mundir að japönskum áhrifum
bregður fyrir i leiknum. Sem
dæmi má taka förðunina, sem er
dálitið öðruvísi en við eigum að
venjast. Það er leikstjórinn
Haukur Jón Gunnarsson sem
hefur sett Höfuðbólið og hjá-
leiguna á svið. Hann hefur dvalið
lengi í Japan og lagt stund á leik-
húsfræði þar, en hann hefur
komið víða við og útskrifaðist frá
háskólanum f Hull í Englandi
með próf f leikhúsfræðum fyrir
tveim árum.
Skagamenn telja mikinn feng
að veru Hauks Jóns hjá félaginu
og telja hann eiga sinn þátt f
þeirri grósku sem þar er í leiklist-
inni.
Leikritið Höfuðbólið og
hjáleigan er eftir Sigurð
Róbertsson en verk hans var eitt
þeirra sem komust í úrslit f sam-
keppni sem efnt var til á
þjóðhatíðarárinu 1974.
Aðalhlutverkin leika Þorvaldur
Þorvaldsson, Anton Ottesen,
Pálmi Pálmason, Vaka Haralds-
dóttir og Jakob Þór Einarsson.
Belgíu, með þrem einfasa
220 volta mótorum til sýnis
næstu daga
ÁRMÚLA 32 - REYKJAVÍK - S!M! 86466 - PÖSTHÖI F 7074
GLÆSILEGIR SÓLARLANDA
FERÐAVINNINGAR
Á EINU OG SAMA KVÖLDINU
Skemmtiatriöi: Hinn frábæri
Jörundur flytur nýja skemmti
þætti og kynnir efni af
nýrri hljómplöti^^^pj^
stutt
ferðakynning:
SagtfráKanaríeyja-
m og Öörum spennandi
röamöguleikum ívetur
TÍZKUSÝNING
Karon, samtök sýnmgarfólks, sýnir vetrartízkuna.
Fegurðardrottning Islands 1977 og nngfní Reykjavík 1977
ásamt fleiri stiílkum, sem tekið hafa þátt ffegurðarsamkeppnum
erlendissýnaþaðnýjastaitfekunni II
Ferðaskrif stofan SU N N A