Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1977. 11 valdið Líbanonmönnum nokkr- um erfiðleikum í hassviðskipt- unum, að sögn AIi. Þeir hafa því snúið sér að því að koma hassinu beint til Amst- erdam og þaðan er því síðan dreift vítt og breitt um Evrópu af þarlendum „verzlunar- mönnum“. Hesturinn aftur orð- inn þarfasti þjónninn Flutningurinn frá ökrunum til fjalla og niður til strandar- innar, þar sem útskipun fer fram, er orðinn miklu erfiðari. I borgarastríðinu fóru flutningarnir oft á tíðum fram á meira og minna opn- um flutningabifreiðum. Enginn mátti vera að að skipta sér af slíkum smámunum. Hin gamla aðferð að flytja hassið á hestum eftir hinum seinfæru fjallaleiðum hefur aftur orðið vinsæl og árangurs- ríkari. Ali hefur lítinn áhuga á framleiðslu sterkari fiknilyfja svo sem ópíums.Hann telur það hafa marga ókosti og hætt er við að alþjóðalögregla og önnur yfirvöld myndu þá vilja skipta sér meira af málinu. Auk þess segir Ali að jarðvegurinn í Líbanon sé ekki svo heppilegur fyrir ópíum- rækt. Þar standa Tyrkir þeim mun framar. Ópíumræktin mundi einnig þýða aukna fyrirhöfn og mundi fyrr eða síðar leiða til þess að einhver úr ættinni mundi lenda f fangelsi. Svo því skyldum við vera að bjástra í því. Við erum ánægðir með það sem við höfum. Allah sendi okkur ljúfan vind ofan af fjöllunum til að rækta hass- plöntuna. Fyrir það erum við þakklátir, segir Ali að lokum. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Þetta ástand Framsóknar- flokksins getur varla varað öllu lengur óbreytt. Ekki er ólfklegt að eftir næstu kosningar verði Framsóknarflokkurinn orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins. Af sálfræðilegum og efnahagslegum orsökum minnkar flokkurinn þó ekki nema að vissu marki. Sam- bandið og frumkristni flokksins mun sjá fyrir þvf að viss kjarni heldur. Fljótt a litið virðist Sjálf-, stæðisflokkurinn hafa svipaða stöðu eins og Framsóknar- flokkurinn. Flokkurinn þarf að taka tillit til ólfklegustu sjónar- miða til þess að halda fjölda- Bók menntir öðrum, þá eins og nú. Eldri bílarnir eru öllu stórgerðari að lögun eins og nærri má geta en ru þó aðlaðandi, t.d. frönsku Fanhard og Peugeot bílarnir sem komnir voru f gagnið nokkru fyrir aldamót. Þar leitar hugur minn til skúlptúrs, þvf séu nokkrir þessara bfla teknir úr samhengi og stillt upp andspænis verkum nokkurra konstrúktffra listamanna, þá held ég að bílarnir hafi vinn- inginn, — en sömu tilfinningar leituðu á mig er ég sá tæki þau sem stillt hafði verið upp á Lækjartorgi vegna Iðnaðar- viku, — úr samhengi voru þau kröftugri en nokkur sá skúlp- túr sem gerður hefur verið hér á landi undanfarin ár. En þessi bók gerir sem sagt skilmerkilega grein fyrir öllum þessum maskfnum, a máli og með útskýringum sem ungling- ar, áhugamenn og óvitar eins og ég geta skilið. I bókarlok er svo stuft yfirlit yfir bilismann á Is- landi. Þýðing er liðug, en próf- arkalestur hefði mátt vera betri. Stundum lenda bækur f óvitahöndum. Ég þekki t.d. ekki minni bílamann heldur en sjálfan mig, allt bflæði er mér framandi op bfllinn sjálfur er mér einfaldlega tæki til að komast frá A til B. Enn frekari játningu verð ég að gera: það er mér hulin ráðgáta hvað gerist undir vélarhlffinni og f öllu mótlæti i bflamálum verð ég að leita til sérfróðra sem veita mér úrlausn fyrir drjúgan skilding. Svona er nú það. En hér er hún sem sagt á skrifborðinu hjá mér bókin „Gamlir bílar“ eftir David Burgess Wise, sú hin sjö- unda í flokki fjölfræðibóka Al- menna bókafélagsins. En við skoðun hennar sé ég að, — af- sakið líkinguna, — ég er ekki alveg úti að aka, þvf þótt bflar séu mér tæknileg gestaþraut, þá hö'fðar útlit þeirra oft til formskynjunar minnar. Fyrir utan góð kórverk er það fátt sem hrífur mig eins og renni- legur bill á fleygiferð, sérlega ef lögun hans er ættuð frá snill- ingnum Pinafarina frá Ítalíu. Tilkomumiklir En gömlu bflarnir eru margir engu tilkomuminni og það má skilja hversvegna forsprakki fútúrismans, Marinetti, lofsöng kappakstursbflinn sem hið eina og sanna tákn nútímafegurðar, æðra styttum forngrikkja. Kannski hefur hann haft f huga 30 lítra, 300 hestafla Fiat kapp- akstursbflinn eða þá hina nýju „Stórfenglegi bfllinn" 30/90 Vauxhall. HflfflWHui AM 7 Davíd Burgow WIm Bílar sem skúlptúr Þar sýnast ítalir vera framar Qamllr bflar bifreið Bugattis sem þessi litla bók tjáir mér að hafi slegið f gegn a þessum tíma. Þessar gömlu kerrur (þ.e. frá upphafi og til ca 1930) eru oft ekki rennilegar, enda rannsóknir á loftmótstöðu ökutækja ekki langt komnar á þeim tfma. En það sem þa skortir á þvf sviði, bæta þeir sér upp með öðrum skemmtilegheitum. Gregoire triple berlina frá 1910 er t.d. makalaus bíll, t laginu eins og þrjár samsettar léttikerrur og um 1930 sást á götum Bretlands bíll eftir hönnuð flugskipa, Burnley Streamline sem var í laginu eins og mandla. Auk þess var þá nostrað við smáat- riði sem fjöldaframleiðsla sfðan gerði útlæg, fagurlega lagaða A þessum Peugeot voru fyrstu Michelin lofthjólbarðarnir reyndir árið 1895. vatnskassa, flautur og spegla sem bera svip margra þeirra hreyfinga innan skreytilista sem voru á döfinni á hverjum tfma, en langlifastur virðist Art Deco stfllinn þar sem undin og bjúglaga form eru mótvægi smágerðra skreytinga. UPPHAF BILISMA Um „Gamla bíla” frá Aimennabókafélaginu, 160 bls. með ótal myndum fylgi sinu. Þarna er þó regin- munur á flokkum. Þrátt fyrir slagorð Sjálf- stæðisflokksins beinist starf- semi hans aðeins að einu marki. Þessi grunntónn er ekki það frelsi einstaklingsins og frjálst framtak sem hæst glymur f áróðrinum, heldur einfaldlega það eina markmið að halda óbreyttu ástandi. Það er hugsjón flokksins. Til þess að halda þessu ástandi leggur hann það í sölurnar sem þörf krefur. Verulegur hluti stuðnings- manna flokksins er hinn al- menni kjósandi sem fylgir flokknum af hugsjón. Þetta fyrirbæri er afar merkilegt. Þarna er mannlegt eðli virkjað sálfræðilega á snilldarlegan hátt. Það er draumurinn sem flesta venjulega menn dreymir meira og minna. Draumurinn um möguleikann, um frelsið til að verða rfkur, að fá völd. Þessi draumur er mesta lífsblekking. Hann er lífsblekking vegna þess að f stéttaþjóðfélagi hlýtur eins brauð að verða annars dauði. Annað er útilokað og sú staðreynd er ekki flókin. En þessi draumur er nærri þvf eins lífseigur og lffið sjálft, þó furðulegt megi teljast Þegar þessi lífsblekking rennur upp fyrir hinum venjulega manni munu dagar Sjálfstæðisflokks- ins taldir. Höfuðvandamál Sjálfstæðis- flokksins nú er veik yfirstjórn. Það hafa oft verið stærri per- sónur sem stýrt hafa þessum flokki. Þau tímabil koma að taka verður ákvarðanir sem ganga i berhögg við ýmsa hags- munahópa. Flokkurinn gæti a næstunni þurft að fórna einhverju til þess að tryggja framgang þess þjóðfélags sem er nauðsynleg forsenda fyrir flokk af þessari gerð. Það væri efni f heilar bækur að rekja þróunarsögu sósíalista á íslandi. Það verður ekki gert hér en aðeins drepið a þá staðreynd að þegar flokkar kommúnista á Norðurlöndun- um eru nú margklofnir og valdalitlir stendur eftir á tslandi sósialfskur fjöldaflokk- ur — Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið hefur alla tfð verið laust i reipunum. Þó hefur flokkurinn aukið fylgi sitt og er nú með ca 20% kjósenda á bak við sig. Það er alveg augljóst mál að í dag hefur Alþýðubandalagið algera sérstöðu í stjórnmálum landsins. Það ástand f þjóðmálum, sem nú ríkir, hefur knúið fólk til hugsunar og rót- tækni og það er ekki í önnur hús að venda en Alþýðubanda- lagið. Staða flokksins nú er þvf ákaflega sterk. En Alþýðubandalagið hefur höfuðverk. Þarna á ekki við máltækið að eftir höfðinu dansa limirnir. Hin ólgandi rót- tækni f þjóðfélaginu fær ekki svörun hjá forustu flokksins. Stefnumótun flokksins f efnahagsmálum er afar losara- leg. Þar virðist hver fara sína leið og staðbundin sjónarmið virðast ráða meiru í mörgum tilvikum en vitræn og sam- ræmd stefna. Sem dæmi um þetta má nefna að einn af foringjum flokksins, sem hefur þó verulega þekkingu á efna- hagsmálum. telur vaxta- lækkun margra meina bót. Miðað við aðstæður ætti slfkt einangrað sjónarmið ekki að eiga sér stað f verkalýðsflokki þar sem vextir eru lægri en verðbólgan og þess vegna er aðeins um niðurgreiðslu að ræða til atvinnurekstrar og ekki síður til hinna sem spila á verðbólguna. Þetta lendir ekki á þeim ríku, heldur þeim fátæku. Það er óþolandi að verkalýðsflokkur taki þátt í að skattpína á þennan hátt þá stétt þegnanna meira en orðið er. Annar foringi flokksins hefur árum saman borið fram tillögur um að fyrirtæki greiði meiri tekjuskatt. Ef ekki er lokað fyrir útstreymi fjár- magns um bakdyr atvinnurek- enda eru slíkar tillögur ekki annað en talnaleikur. Alþingismenn setjast niður og semja frumvörp og tillögur sem hugsanlega féllu f geð þessum eða hinum f þessu eða hinu kjördæminu. Lítið sam- hengi er f tillögugerðinni og fyrst og fremst skirskotað til tilfinningalegs skilnings í áróðrinum. En tfmi bessa áróðurs er liðinn. Ef Alþýðubandalagið ætlar ekki að missa af strætisvagnin- um ættu þeir að taka við stjórn- artaumum, sem reiðubúnir eru til að gera heiðarlega úttekt á þjóðfélaginu. Þá gætu mikil ævintýri gerzt. Til þess að þetta megi takast, þarf pólitískt hug- rekki. Þar stendur hnífurinn i kúnni. Um Alþýðuflokkinn þarf ekki að hafa mörg orð. Saga hans síðustu áratugi er sorgar- saga. Flokkurinn berst nú fyrir lífi sínu. Nafn flokksins er það eina sem á skylt við þær hug- sjónir sem flokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir. Hann á sáralítið hlutverk 1 íslenzkum stjórnmálum f dag og er raunar kennslutæki fyrir aðra flokka í þeim sannleika að stöðnuð forusta getur leitt beztu málefni með sér niður f gröfina. Þessi lauslega tilraun til að skilgreina stöðu stjórnmála- flokkanna er gerð til þess að reyna að vekja umræður um þa möguleika sem fyrir hendi eru. Ekki er sýnilegt að þessir flokk- ar þori að horfast f augu við þær staðreyndir, sem liggja fyrir. Þær staðreyndir að vegna stjórnar þeirra á sfðustu árum er þjóðin nú næstum gjald- þrota. Hinn venjulegi maður er að verða þreyttur a þvf ástandi sem ríkt hefur. Þær sveiflur f efnahagslffinu að vera ýmist í öldufaldinum eða f öldudal, getur gert fólk öryggislaust og hin mikla spenna reynir a taugakerfið. Lffsgæðakapphlaupið- eins og það hefur verið rekið undan- farin ár, er bæði fáránlegt og hættulegt. Þetta er nú byrjað að renna upp fyrir fólki. Það vill lækka spennuna og lifa eðlilegu lífi sem gefur eitthvað meira f aðra hönd en dauða fallega hluti. En til þes að þetta geti orðið verður að gera uppskurð á þjóð- félaginu. Spurningin er hvort einhverjir af stjórnmála- flokkunum hafa ’hugrekki til þess að gera þennan uppskurð. Hrafn Sæmundsson prentari.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.