Dagblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBF.R i<»77
VERKFALL SETUR
MÓT ÚR SKORÐUM
r
— Islandsmótið í handknattleik og
Reykjavíkurmótið
Það er oft svo að þegar tvelr
deila bitnar það á þeim er sízt
skyldi. Svo er nú um verkfali
opinberra starfsmanna. Það
bitnar ðkaflega hart á aimenningi
— þð sér í lagi á Reykjavíkur-
svæðinu. Þannig ganga engir
strætisvagnar í borginni — það
bitnar raunar á þeim er sízt
skyldi, börnum og öldruðu fólki,
þeim er ekki hafa bifreið til
umráða.
Iþróttahreyfingin virðist ætla
að fara mjög illa út úr verkfalli
opinberra starfsmanna. Iþrótta-
mót hafa þegar verið sett úr
skorðum. Þannig hefur orðið að
fresta tveimur leikkvöldum í 1.
deild Islandsmótsins í handknatt-
leik — og einni umferð í Reykja-
víkurmótinu í körfuknattleik.
Ákaflega bagalegt fyrir þessa
aðila—mest allt starf á vegum
hreyfingarinnar er unnið í sjálf-
boðavinnu. Þannig mætti fjöldi
ungra drengja vestur í Hagaskóla
til að leika í Reykjavíkurmótinu
— starfsmenn hússins búnir að
opna vegna þess að ádráttur hafði
verið gefinn um að körfuknatt-
leiksmenn mættu leika. En
skyndilega breyttist allt — boð
komu um að „reka alla út á
stundinni". Hætta varð við leik-
kvöldið — ungir strákar höfðu
komið víða að úr borginni, margir
íkörfu verða illa úti
gangandi, og vonbrigði þeirra
urðu mikil.
Alþýðusamband Islands hefur
gefið undanþágur til íþrótta-
iðkana I verkföllum ASl — þvi
var búizt við að BSRB fylgdi í
kjölfar ASt og leyfði slíkt hið
sama. Jú, menn sjá ekki að sett sé
pressa á stjórnvöld með því að
banna íþróttaiðkanir og
kappleiki.
Öbilgirni virðist hafa hlaupið í
báða aðila — vonandi sjá verk-
fallsmenn að sér áður en þeir
bókstaflega leggja í rúst heil
landsmót með þvi að setja þau úr
skorðum.
Teknir með
falsaða $
Einn efnilegasti knattspyrnu-
maður á Englandi.Rashid
Harkouk, og annar leikmaður
Crystal Palace, sem nú leikur í 2.
deild, voru í gær handteknir, þar
sem þeir höfðu undir höndum 25
þúsund dollara, í fölsuðum
seðlum. Harkouk
var settur úr liðinu — en hann
hefur verið metinn á 300 þúsund
sterlingspund, ef Crystal Palace
kærði sig um að selja hann.
A Islandi aka yfir ^
2700 BILAR
með Lumenitgon
Daglega f jölgar þeim bílum, sem aka með þessum bún
aði, enda er platínulausa transistorkveikjan fré
LUMENITION örugg fjárfesting, sem wiargskilar
hagnaði. Yf ir 2ja ára reynsla íslenzkra ökumanna hef
ur staðfest tvennt:
#• Raunverulegur benzínsparnaður er a.m.k. kr. 8 pr.
Itr. Meðaltal sem miðast við kr. 88 pr. Itr.
© Gangöryggi, sem tryggir stöðuga hámarksnýtingu vél-
araflsins. Algengustu gangsetningarvandamál og
rykkjóttur akstur með kaldri vél eru úr sögunni.
Spyrjið LUMENITION-eigendur um þeirra reynslu.
ágiBBft TOð aáSm HABERGhf
Skeifunnl 3e • Simí 3'33‘45
Don Masson, fyrirliði skozka landsliðsins skoraði úr vitaspyrnu í gærkvöld — hér skorar hann gegn Argentinu úr vítl í s
i KhftÍMBWBMII
í ^
K , ðSS
Skotar fögnuðu á Ai
sæti i úrslit í Argei
—Skotar itrðu f immta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslit Hll
Skotar urðu fimmta þjóðin til að
tryggja farseðilinn i úrslitakeuoni
Heimsmeistarakeppninnar i Arg-
entínu næsta sumar — ruddu
Evrópumeisturum Tékka og Wales úr
vegi á leið sinni. Skotar sigruðu Wales-
búa i gærkvöld 2-0 á Anfield Road í
Liverpool.
Anfield Road — leikvöllur Liverpool
var þéttsetinn, færri komust að en
vildu. Þannig brotnaði niður aðalhlið
Ieikvangsins vegna áhorfenda sem
vildú komast til að fylgjast með leikn-
um. Skotar byrjuðu vel — en Wales-
búar komu meir inn i myndina og náðu
undirtökunum í leiknum.
Wales, drifið áfram af góðum leik
John Mahoney og Terry Yorath, réð
meiru um gang leiksins — Skotar
vörðust vel. En lánið lék ekki við
Walesbúa — á 78. mínútu var dæinjl
vítaspyrna, umdeild vítaspyrna á
Wales. David Jones, miðvörður
Norwich, en hann kom f stað Dave
Roberts, Hull, sem meiddist á æfingu
um daginn, virtist handleika knöttinn í
eigin vítateig. Hinn franski dómari
leiksins dæmi umsvifalaust vítaspyrnu.
Dómurinn var umdeildur — og Mike
Smith, einvaldur velska liðsins sagði
eftir leikinn: „Enginn leikmanna
minna handlék knöttinn. Eg hélt að um
brot hefði verið að ræða.“
Sjónvarpsvélar sýndu síðar um
kvöldið að Jones hefði ekki handleikið
knöttinn — Joe Jordan hafði hins veg-
ar gert það, að því er virtist. Dómarinn
sagði eftir leikinn, að hann hefði dæmt
hönd.
Hvað um það — Don Masson fyrir-
liði skozka liðsins skoraði örugglega úr
vítinu. Þrátt fyrir markið sóttu leik-
menn Wales stift þær 12 mínútur, sem
eftir voru en Skotland skoraði aftur á
86. minútu — frábær sending Martin
Buchan a Kenny Dalglish, sem skallaði
knöttinn glæsilega I netið. Vonir Wales
voru úti — Skotland hafði hins vegar
tryggt sér farseðilinn til Argentínu.
Skotar meðal hinna 55 þúsund ahorf-
enda á Anfield Road I Liverpool
fögnuðu innilega, allt Skotland
fagnaði. Skotland var eina liði frá Bret-
landseyjum til að tryggja sér far-
seðlinn til V-Þýzkalands ’74 — óg svo
virðist sem sagan ætli að endurtaka sig,
Skotland verði eina þjóðin frá Bret-
landseyjum til að eiga fulltrúa meðal
16 beztu knattspyrnuþjóða heims.
Lið Skota var þannig skipað: Rough,
Partic, Jardine, Rangers, Buchan Man.
Utd., kom í hans stað. McQueen, Leeds,
Forsyth, Rangers, Uonacnie, Man. City, j Davies, Wrexham, Thomas, Derby,
Masson, QPR, Hartord, Man. City, joneS( Norwich, Phillips, Aston Villa,
Dalglish, Liverpool, Jordan, Leeds, og jones, Liverpool, Mahoney, Stoke,
Johnston, WBA. Flynn, Burnley, Yorath, Coventry,
Lið Wales var þannig skipað — | Sayer, Cardiff, Thomas, Wrexham og
Sitfurlið Hollai
bæði stigin í I
—og Holland því með annan fótinn í úrsliti
Silfurhafarnir frá siðustu heims- j sigraði N-Iriand 1-0 í gærkvölt
meistarakeppni, Hollendingar, eru nú og hefur nú þriggja stiga forustu
á þröskuldi heimsmeistarakeppninnar fjórða riðli, þrjú stig framyfir Belga
í Argentínu 1978 — með sigri í Belfast Belgar eru nú eina þjóðin, sem ógnat
eru Hollendingar komnir með annan getur sigri Hollendinga í riðlinum, N
fótinn í úrslitakeppnina. HoIIand I írar og íslendingar eru úr leik.
Vonir Olympíumeistara
A-Þýzkalands litlar
Ólympiumeistarar A-Þýzkalands,
eina liðið sem sigraði heimsmeistara
V-Þýzkalands í heimsmeistarakeppn-
inni i V-Þýzkalandi 1974, á nú sáralitla
möguleika til að komast i úrslit HM i
Argentínu 1978. A-Þjóðverjar náðu
aðeins jöfnu gegn Austurrikismönnum
í Leipzig í gærkvöld — að viðstöddum
95 þúsund áhorfendum, aðeins jafn-
tefll 1-1.
Austurrikismenn eru því með annan
fótinn í Argentínu. Hafa hlotið 8 stig
úr fimm leikjum, tvö jafntefli gegn
A-Þýzkalandi. En A-Þjóðverjar geta
engum nema sjálfum sér um kennt —
nú annað jafnteflið a heimavelli, fyrst
gegn Tyrklandi og nú Austurríkis-
mönnum. Látlaus sókn A-Þjóðverja all-
an leikinn en þrátt fyrir það varð
Austurriki fyrra til að skora. Hatten-
berger lék a þrjá varnarmenn A-
Þýzkalands, síðan á Jurgen Croy, mark-
vörð Þjóðverja og renndi knettinum í
autt netið, 0-1. Og markið kom á ákaf-
lega þýðingarmiklu augnabliki, síðustu
mínútu fyrri haifleiks.
A-Þjóðverjar settu nú allt sitt í sókn-
ina og þegar á sjöttu mínútu siðari
hálfleiks jafnaði A-Þýzkaland, Löwe
skoraði eftir sendingu Schade, 1-1.
Hinir 95 þúsund áhorfendur hvöttu
sína menn ákaft til dáða — en tækifær-
in fóru hvert eftir annað forgörðum.
Hafner misnotaði tvívegis góð mark-
tækifæri og Riedeger einu sinni — og
Riedeger fékk sannkallað gull af tæki-
færi en misnotaði það. Knötturinn
small í þverslá austurríska marksins
féll fyrir Riedeger sem stóð einn fyrii
opnu marki — en honum brást boga
listin, skallaði yfir. Því jafntefli 1-1 —
og leikmenn Austurrfkis fögnuðu inni
lega. Eftir mögur ár hefur Austurrik
aftur skipað sér a bekk fremstu knatt
spyrnuþjóða heims — fremstu knatt
spyrnuþjóða Evrópu.
Staðan í riðlinum er nú:
Austurríki
A-Þýzkaland
Tyrkland
Malta
5 3 2 0 13-2 8
4 1 3 0 4-3 5
3 111 5-2 3
4 0 0 4 0-15 C