Dagblaðið - 13.10.1977, Page 24
Hvað gera börnin íkennaraverkfalli?
Hanga á sjoppum,
selja blöð
og sparka bolta
Þegar kennarar og aðrir
opinberir starfsmenn fóru í
verkfall kom upp virkilegt
vandamál um það hvernig börn
ættu að eyða tímanum. I gær-
dag, þegar blaðamenn voru a
flakki um bæinn I fréttaleit
ráku þeir alls staðar augun i
krakka sem að því er virtist
ráfuðu um stefnulaust, héngu
inni ð sjoppum eða seldu blöð.
Alls staðar þar sem hægt var að
henda eða sparka bolta var svo
krakkaslæðingur, þrátt fyrir að
hvasst væri.
Við tókum nokkra krakka
tali og spurðum að því hvað
þeir hefðu fyrir stafni þegar
enginn væri skólinn. Inni í
söluturninum Jóker hittum við
tvo strðka og eina stelpu.
Reyndar taldi blaðamaður að
um þrjá stráka væri að ræða en
þegar eitt barnanna var spurt
að nafni sagði það: „Ég er
stelpa og heiti Alda. Alda Rögn-
valdsdóttir." Strákarnir
sögðust heita Bjarni Daniel
Daníelsson og Benedikt Heiðar
Franklinsson. Þau sögðust
hanga mestan hluta dagsins
inni á Jóker. „Ög svo leikum
við okkur og svoleiðis." Ekki
sögðust þau vera í neinum
vandræðum þó þau væru að
mestu leyti ein heima.
Alda Rögnvaldsdóttir, BJarnl
Danfel Danfelsson og Benedikt
Heiðar Franklinsson skemmtu
sér við spil ð Söluturninum
Jóker f skólaleysinu.
Fótboltastrákarnir úr Meiaskóia vildu allir láta Svein taka mynd af sér.
Helgi Jóhannsson, Danfel Hart-
mannsson og Hróar Haligrfms-
son sögðu að þeir seldu blöð í
frfinu og það gerðu alltof marg-
ir aðrir.
Niðri í Austurstræti hittum
við svo nokkra eldhressa stráka
sem voru að selja Dagblaðið.
Þeir sögðust heita Helgi
Jóhannesson, Danfel Hart-
mannsson og Hróar Hallgríms-
son. Helzta ráð þeirra til að láta
tfmann líða var að selja blöð og
spila fótbolta. En einn væri
galli á gjöf Njarðar, og hann
væri sá að salan i blöðunum
væri ekki nógu góð þvf svo
margir væru um hituna. „En
það er einn sem er alveg ofsa-
lega klár að selja. Hann selur
fleiri hundruð og fimmtíu blöð
■á dag.“ Tilhugsunin um að
verkfallið yrði alltaf var greini-
lega mjög spennandi fyrir þð og
hlakkaði í þeim. „En sumir
gætu orðið gjaldþrota," sagði
Helgi. Og það leizt þeim ekkert
of vel á.
— En er þá ekki gott að sofa
út á morgnana?
„Sofa <it. Jú, það er sko flott,
maður.“
Uppi í skeifunni við Háskól-
ann var heill hópur af strákum
í fótbolta. Þeir sögðust vera f 6,
7, 8 og 9 ára bekk í Melaskóla.
Og það væri bekkjakeppni hjá
þeim í fótbolta. Þeir sögðust
vona að verkfallið yrði sem
lengst en það væri ekki af því
að þeir vildu sofa út á morgn-
ana. Nei, en þeir kunnu þvf vel
að geta verið úti að sparka allan
daginn. Það þætti þeim
skemmtilegast af öllu.
- DS
Skattahækkun 78 íhagfræðilegum neytendaumbúðum
Sköttum á að beita þannig á
árinu 1978, að vexti einkaneyzlu
verði í hóf stillt, segir 1 athuga-
semdum við fjárlagafrumvarpið.
Þetta er aðeins eitt þeirra ráða
sem beita á til þess að treysta
þann jöfnuð i rfkisfjárhagnum,
sem náðst hefur á síðastliðnum
tveimur árum að mati fjármála-
ráðherra.
Þetta lftur út eins og hag-
fræðileg neytendapakkning á
ráðagerðum um skattabreytingar,
sem horfa til hækkunar frá því
sem nú er. Þó er f frumvarpinu
gert ráð fyrir þvf að vöxtur einka-
neyzlu verði um 6% í kjölfar 7-
8% aukningar á þessu ári, segir i
frumvarpinu.
-BS.
fijálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 13. OKT. 1977
BSRB í morgun:
„Höfum
ekkert
heyrt...”
„Nei, við höfum ekkert heyrt
frá sáttasemjara né samninga-
nefnd rfkisins, en bfðum átekta,"
sagði Kristján Thorlacius for-
maður BSRB í morgun. „Við
höfum ekki tekið afstöðu til
þeirra samninga sem gerðir hafa
verið af svéitarfélögunum og
munum halda fast við okkar
sfðasta tilboð, ef til samninga-
fundar verður boðað.“
- HP
Torfi lætur
vélrita
Sáttasemjari rfkisins, Torfi
(Hjartarson, hefur sem kunnugt
er skrifstofu sfna f Tollstöðinni í
Reykjavík. Skattstofan er þar
einnig til húsa og er DB var þar á
ferð í gær, fréttist að sáttasemjari
hefði verið að láta vélrita einhver
ósköp af gögnum fyrir sig.
Ekki vissu menn gjörla hvað
það var sem hann var að gefa út
en töldu líklegt að hann væri að
undirbúa sáttafund.
- HP
Féll af
vörubílspalli
Ungur bílstjóri hjá Eggert
Kristjánssyni og Co. slasaðist í
gær er hann féll af palli vörubif-
reiðar sem hann ók á vegum fyrir-
tækisins. Var ungi maðurinn við
losun hjá Vöruflutningamið-
stöðinni í Borgartúni er óhappið
varð. Féll hann aftur yfir sig af
pallinum, og fékk höfuðhögg er
hann kom niður.
Við rannsókn kom J ljós að
höfuðkúpa mannsins hafði
sprungið. Var líðan hans eftir at-
vikum góð f morgun.
-ASt.
Gefa fíokks-
blöðunum 40
milljónir króna
Enda þótt málgögn stjórnmála-
flokkanna séu gefin út af fyrir-
tækjum með hlutafélagsformi er
þessari styrkveitingu beint til
þeirra. Dagblaðið fær ekki þenn-
an styrk og sækir ekki um hann.
1 útgjöldum Alþingis er að
finna lið sem heitir: Sérfræðileg
aðstoð fyrir þingflokka: kr. 16.6
milljónir.
„Lifeyrissjóður starfsmanna
stjórnmálaflokka" heitir einn
liður f útgjöldum fjármálaráðu-
neytisins. I hann verða sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu
greiddar 1.5 milljón króna.
Styrkveitingar til stjórnmála-
flokkanna er að finna í fjárlaga-
frumvarpinu. Undir liðnum
„ýmislegt" í greiðsluliðum fjár-
málaráðuneytisins, er að finna
eftirfarandi: Til blaðanna sam-
kvæmt nánari ákvörðun rfkis-
stjórnarinnar að fengnum tillög-
um stjórnskipaðrar nefndar: kr.
40 milljónir.
ALBERT GAFST EKKIUPP
- REYKVÍKINGAR FÁ
ELLERT B. SCHRAM í FJÁR-
VEITINGANEFND
Reykjavíkurþingmenn hafa
ekki setið i fjárveitinganefnd
sameinaðs Alþingis í áratugi
þar til í gær að Ellert B.
Schram var kosinn í þessa ein-
hverja mestu áhrifanefnd
Alþingis.
Albert Guðmundsson vakti
athygli á því, snemma eftir að
hann tók sæti á Alþingi, að eng-
inn þingmaður Reykvikinga
ætti sæti í fjárveitinganefnd.
Hann gerði kröfu sína um þing-
mann Reykvíkinga að stefnu-
máli innan þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins og síðan á
Alþingi. Hann benti á að
Reykjavíkurkjördæmi ætti a
þingi 1/5 hluta allra kjörinna
þingmanna og með uppbótar-
sætum rúmlega fjórðung þing-
manna. Hann taldi óeðlilegt að
höfuðborgarþingmenn hefðu
ekki neinn mann í níu manna
áhrifanefnd á Alþingi.
Nú hefur þessi skoðun
Alberts unnið slikt fylgi á þingi
að í sameinuðu þingi i gær var
Ellert B. Schram kosinn í fjár-
veitinganefnd Alþingis.
Sigurður Kristjánsson, ritstjóri
og alþingismaður. sat i fjár-
veitinganefnd. Hann sat á
Alþingi 1934 — 1949. Siðan hef-
ur enginn þingmaður Reyk-
víkinga setið í þessari áhrifa-
nefnd fyrr en nú.
Kosningu í fjárveitinganefnd
nú hluti þessir: Steinþór Gests-
son (S), Lárus Jónsson (.S),
Ellert B. Schram (S), Þórarinn
Sigurjónsson (F), Ingi
Tryggvason (F), Sighvatur
Björgvinsson (A), Geir
Gunnarsson (Abl.) og Helgi F.
Seljan (Abl.).
Sú brevting ein hefur orðið á
fjárveitinganefnd frá síðasta
þingi að Ellert B. Schram hefur
komið í stað Jóns heitins Arna-
sonar, sem var formaður nefnd-
arinnar um árabil.
-BS.
-BS.