Dagblaðið - 15.11.1977, Síða 3

Dagblaðið - 15.11.1977, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1977. Raddir lesenda eru á bls. 2-3 og 4 í dag Fékk Mallorkaferð íbingóverðlaun: FERÐIN VAR ALDREIFARIN —og Club Mallorka neitar að greiða andvirði ferðarinnar SS ræddi við þáttinn í síma: Fyrir rúmum tveimur árum fór ég ásamt vinafólki mínu á skemmtikvöld á Hótel Sögu. Rifj- aðist þetta upp fyrir mér, þegar ég las frétt í Dagblaðinu um Club Mallorka. Salurinn var þéttsetinn prúðbúnu fóiki, og þar á meðal var Spánverji, sem kynntur var sem borgarstjóri í Palma á Mall- orka að ég held. Meðal skemmtiatriða var bingó- spil, — og ég hafði víst heppnina með mér, því ég vann ferð til Mallorka og það gerði önnur kona reyndar líka. Var ég heldur en ekki glöð með vinninginn og þetta ágæta kvöld. Var mér tjáð að ég gæti farið hvenær sem ég vildi sumarið 1976. Er ekki að orðlengja að um veturinn fór ég að hlakka til þess sem var í vænd- um. Um vorið og sumarið kom hins- vegar í ljós að þetta Club Mall- orka var eitthvað skrítið fyrir- bæri. Ég náði tali af formannin- um, sem þá var Axel Gomez held ég að maðurinn hafi heitið. Hann sagði mér að hann væri ekki lengur formaður, en ég gæti snúið mér til arftaka hans og fengið vinninginn greiddan út, þvi ekki væri útlit fyrir að félagið gengist fyrir sumarferðum til sól- arstranda Mallorka. Þetta gerði ég, en fékk þau svör, að vinningur þessi væri núverandi stjórn óvið- komandi. 1 stuttu máli — ég fékk hvorki farseðilinn né andvirði hans í peningum. Finnst mér samtök þessi vægast sagt undarleg, því áreiðanlega hafa þau haft eitt- hvað af fé upp úr krafsinu, þó ekki væri nema fyrir félagsgjöld og bingókvöldið góða á Sögu. Ekki veit ég hvort hin konan, sem var svo ljónheppin að fá eins ,,vinning“ og ég, hefur sömu sögu að segja, en gaman væri að vita það. Ragnar saklaus af laga- smíðinni „Ragnar Aðalsteinsson lögfræð- ingur hringdi til min og óskaði eftir, að ég leiðrétti þann mis- skilning, sem hann telur að komi fram í kjallaragrein minni 4. nóv- ember. Hann kveðst ekki hafa átt neinn þátt í að semja lög fyrir Heimamenn s/f í Þörungavinnsl-, unni. Fullyrðing mín byggðist hins vegar á upplýsingum, sem ég taldi gildarogfæ ég trúlega skýringar þar á, en þar sem þetta breytir í engu efnislega því, sem ég sagði, má þetla gjarnan koma fram.“ Bragi V. Björnsson, öflunarstjóri Þörungavinnsiunnar. Hringiöísíma 27022 millikl.l3ogl5 Bréfritari var búinn að hlakka til Mallorka-ferðarinnar allan veturinn og hefur líklega séð sjálfa sig anda sólbrúna á sendinni strönd með ískaldan svaladrykk í hendi. Svo varð aldrei af ferðinni. 6. Þií labbar inn til þín, afslappaður, írólegheitum þvíþií ert hættur að slást við hurðir, þú kannt að nota þér ameríska yfirburðatækni 5. Hurðin lokast á eftir þér 4. Þú ekur inn úr kuldanum Sjálfvirkir hurðaopnarar fyrir: Alla bílskúra — Fyrírtæki — Bifreiðageymslur fyrir fjölbýlishús Svo einfalt... 1. Þú hringir íStáltæki. sími 27510 og pantar bílskúrshurðaropnara. Við komum j heimsókn 2. Þú þrýstir á hnappinn inni í hlýjum bflnum 3. Hurðin opnast sjálfkrafa og kveikir Ijés Amerísk yfirburðatækni — Eins árs ábyrgð — Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta CASIO-UMBOÐIÐ STÁLTÆKI Bankastræti8 Sími 27510 Spurning dagsins Drekkuröu mikiö af gosdrykkjum? (Starfsmenn kókverksmiöjunnar spurðir). Kristján Tómasson, 20 ára: Það er heilmikið. Nei, ég er ekkert hræddur við kaloríurnar í gos- drykkjum. Guðmundur Guðmundsson, 78 ára: Nei. Ég hef aldrei drukkið gosdrykki og fer varla að gera það úr þessu. Jón Sigurðsson, 26 ára: Nei, það geri ég ekki. Aðeins mjög litið. Sigurður Jónsson, 54 ára: Það er sáralitið og aldrei kók. Mér finnst gosdrykkir vera allt of sætir, en er ekkert að hugsa um hitaeining- arnar. Þorgils Þorvarðarson, 17 ára: Já, ég geri mjög mikið að þvi. Auðvitað helzt kók. Björn Baldursson, 17 ára: Já. ég drekk heilmikið af gosdrykkjum og auðvitað ekkert nerna kók!

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.