Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1977. Fleirí greiöa lægri upphæð hver Hvaö er þessi virðisauka- skattur sem brátt á að taka upp hér? Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að virðisauka- skatturinn mundi koma í kjöl- far staðgreiðslukerfis sem komið yrði á 1. janúar 1979. Virðisaukaskatturinn ætti að leysa söluskatt af hólmi. Virðisaukaskattur er í eðli sínu „söluskattur" í öðru formi. Hann er lagður á söluverð vöru og þjónustu á öllum viðskipta- stigum, þannig að hin ýmsu fyrirtæki, sem um vöruna fjalla, greiða skatt á hinum ýmsu stigum. Þegar fyrirtækið innheimtir skattinn fyrir ríkið má það draga frá þeim skatti þá upphæð sem það hefur áður greitt í virðisaukaskatt við kaup á vörunni og hvers konar aðföngum. Því verður ekki um margsköttun að ræða. Virðis- aukinn svokallaði er söluverð- mæti vöru og þjónustu ákveð- ins fyrirtækis að frádregnum þeim vörum og þjónustu sem fyrirtækið hefur keypt frá öðr- um fyrirtækjum eða innflutn- ingi. Bezt er að skýra skattinn með einföldum dæmum: Neytandinn greiðir hið sama og fyrr Framleiðandi hráefnis selur vöru fyrir 1.000 krónur. Hann greiðir skatt af því, segjum 20%, eða 200 krónur í virðis- aukaskatt. Þá tekur við vörunni fram- leiðandi sem fullvinnur hana. Hann kaupir vöruna á 1.000 krónur af hráefnisframleiðand- anum og selur á 1.600 krónur. Hann greiðir skatt af mismun- inum, ,,virðisaukanum“, eða 600 krónum. Skatturinn verður 120 krónur. Heildsali kaupir vöruna af honum 1.600 krónur og selur á 1.800 krónur. ,,Virðisaukinn“ þar er því 200 krónur og skatt- -urinn 40 krónur. Smásali kaupir vöruna af heildsalanum á 1.800 krónur og selur til neytanda á 2.300 krón- ur. „Virðisaukinn", mismunur- inn á kaupverði og söluverði, er 500 krónur og skatturinn því 100 krónur sem smásalinn innir af hendi. Þegar lagt er saman hvað allir þessir aðilar hafa greitt í skatt koma út 460 krónur, sem eru einmitt 20% af söluverðinu til neytandans, sem er 2.300 krónur, eins og um núverandi söluskatt væri að ræða. Munur- inn er sá að hinir ýmsu aðilar greiða á hinum ýmsu stigum, þegar um virðisaukaskatt er að ræða, eins og rakið var i þess- um dæmum. Kostirnir taldir yfirgnœfandi Hvers vegna vilja sér- fræðingar virðisaukaskattinn frekar? Þessi skattur er í gildi í flestum grannríkjum okkar. Við fyrstu sýn virðist kerfið nokkuð flókið. Það er viða- meira en núverandi söluskatts- kerfi því að fleiri fyrirtæki eiga að innheimta þennan skatt fyrir ríkið af viðskiptamönnum sínum. Við virðisaukaskatt á ekki að gæta þeirrar „uppsöfn- unar“ sem söluskattskerfið veldur. Virðisaukaskatturinn hefur í reyndinni yfirleitt gert skattheimtu einfaldari og skýr- ari. Verulegt vandamál nú er að skipta þarf sölunni í skatt- skylda og skattfrjálsa sölu og fer skattskyldan eftir því hvort kaupandinn er endanlegur neytandi, endurseljandi eða framleiðandi og svo framvegis. Þetta verður æ flóknara eftir því sem viðskipti og framleiðsla verður fjölbreyttari. Þetta vandamál hverfur með virðis- aukaskattinum. Innheimta og skil á virðisaukaskatti er í höndum mun fleiri aðila en inn- heimta núverandi söluskatts og hvert fyrirtæki á því að skila lægri upphæð. Þetta ætti að draga úr þeirri áhættu sem verið hefur samfara því að inn- heimta söluskatt á aðeins einu viðskiptastigi. - HH FJÖRUTIU UMFERÐARMERKI VANTAR Á ÍSAFIRÐI samkvæmt könnun sem lögreglan gerði — „Fengum merki ekki afgreidd í sumar/’ segir bæjarstjóri „Könnun leiddi í ljós að um- ferðarmerki vantar á velflestar götur tsafjarðar og þau merki, sem enn eru uppistandandi, þarfnast lagfæringar, bæði er að merki eru orðin stórskemmd og Á verðlaunapalli A-listans Á vallt til leigu Bröyt X2B grafa ístærri ogsmærri verk. ÍJtvega einnig á hvers konar fyli- f ingarefni. Uppl. í simum 73466 og 44174. Hilmar Hannesson. stangirnar, sem þau standa á, allt- of stuttar,“ segir í skýrslu lögregl- unnar á ísafirði sem afhent var bæjaryfirvöldum í júní 1976. „Þá eru og mörg merki illa farin, stangir bognar og spjöld illlæsi- leg,“ segir ennfremur, en þetta kemur fram í Vestfirzka frétta- blaðinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á ísafirði eru það um 40 umferðarmerki sem vantar á götur bæjarins og eftir að skýrslan var send bæjaryfirvöld- um hafi verið sett upp eða lag- færð fimm umferðarmerki en önnur þrjú séu horfin. „Jú, það er ljóst að gera þarf átak í að koma þessum málum í lag,“ sagði Bolli Kjartansson bæjarstjóri á Isafirði í viðtali við DB. „Segja má að þarna séu van- rækslusyndir tveggja ára en við ætluðum okkur að setja merkin upp nú síðsumars og þau voru pöntuð en við höfum ekki enn fengið afgreiðslu á þeim. Merkin fara illa, sér i lagi á vetrum, bæði vegna snjóruðnings og moksturs og svo hefur ekki verið gengið of vel um umferðar- merkin hér í bænum og við erum ekki of hressir yfir því.“ - h halls. Gefa af mælisgestun- um stóra hljómplötu — ítilefni afmælis síns Venjan er sú að þegar ein- hver á afmæli þiggur hann gjaf- ir í tilefni dagsins. Hljómplötu- útgáfan hf. snýr hins vegar blaðinu alveg við og gefur veizlugestum sínum gjöf — eina af þeim ellefu hljómplöt- um sem út hafa komið hjá fyrir- tækinu síðan það var stofnað fyrir réttum tveimur árum. Afmælisveizlan verður hald- in i veitingahúsinu Óðali í kvöld og er öllum frjálst að koma meðan húsrúm leyfir. Að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Hljómplötuút- gáfunnar fá gestirnir einnig að hlýða á nýjustu plötu fyrirtæk- isins sem er með grínkörlunum Halla og Ladda. Auk þeirrar plötu koma tvær aðrar plötur út hjá fyrirtækinu fyrir jólin. Önnur ber nafnið Jólastrengir, hin nefnist Bara það bezta. Á henni er safnað saman beztu lögunum af þeim plötum sem fyrirtækið hefur gefið út. Hljómplötuútgáfan hf. hefur á sinni stuttu ævi borið tvö nöfn. Fyrst hét hún Júdas hf. en skipti um nafn síðastliðið sumar er eigendaskipti urðu að hluta. Þrír stærstu eigendur út- gáfunnar- eru nú Jón Ólafsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari og Magnús Kjartans- son. Dagblaðið ræddi við Jón í gær í tilefni afmælisins og spurði hann þá meðal annars hvað hann reiknaði með að af- mælisgjafirnar til gestanna væru mikils virði. „Það fer náttúrlega eftir því hve margir koma,“ svaraði Jón, „en ef það verður fullt hús má reikna með því að söluverð platnanna sé um 1,2 milljónir." Dágóð afmælisgjöf það. - AT- Jón Ólafsson: — Gjafirnar til veizlugesta kosta 1,2 milljónir króna. KAUPMAN NASAMTÖK ISLANDS Kaupmannasamtök íslands boða félagsmenn sína til HÁDEGISVERÐARFUNDAR að Hótel Sögu (Súlnasal), fimmtudaginn 17. nóvember n.k. kl. 12 Umræðuefni: Verðlagsmál Forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum Stjórnin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.