Dagblaðið - 15.11.1977, Page 10

Dagblaðið - 15.11.1977, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NOVEMBER 1977. BIAÐIÐ Irjálst, úháð dagblað Utgofandi Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstoffustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aflstoflarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurflsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrin Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiflsla Þverholti 2. Askriftir. auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11 AAalsimi blaflsins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á manuöi innanlands. í lausasölu 80 *<r. eintakifl. Setning og umbrot: Dagblaflifl og Steindórsprent hff., Ármúla 5. Myndaog plötugerfl: Hilmirhf. Siðumula 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Þeir fá að tjá sig Mikilvægt skref í átt til lýðræðis hefur verið stigið með skoðanakönnuninni, sem á að fylgja prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Með könnuninni er verið að reyna að komast að viðhorfum almennra stuðningsmanna flokksins til fimm umtalaðra atriða í þjóðmálunum. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem almenningi er leyft að tjá sig með þessum hætti. Greinilegt er líka, að ráðamenn flokksins eru dauðhræddir við þetta frjálslyndi sitt. Reynzt hefur töluverðum erfiöleikum bundið að koma að spurningum í skoðaðakönnunina. í sumum tilvikum hefur mikið verið velt vöngum út af orðalagi og í öðrum tilvikum hefur spurningum verið hafnað. Sumpart er þar um að ræða óeðlilega viðleitni til að koma spurningunum í óhlut- drægt form. En einnig er á ferðinni viðleitni til að losna við spurningar, sem eru of viðkvæmar að mati- fórustu flokksins. Beitt hefur verið ýmsum undanbrögðum til að losna við slíkar spurningar. Gerð var tilraun til að koma á framfæri spurningu um viðhorf manna til hinnar ríkjandi stefnu í landbúnaðarmálum, sem felur í sér 11.600.000.000 króna opinbera styrki á ári hverju. Eftir mikið japl og jaml og fuður var gefið til kynna, að spyrja mætti um viðhorf manna til útflutningsuppbóta. Að slíku er óþarft að spyrja, því að í Reykja- vík eru menn almennt andvígir uppbótunum. Hins vegár hefði verið fróðlegt að komast að, hversu útbreidd er orðin andúð manna á styrkjastefnu landbúnaðarins í heild. Út- flutningsuppbæturnar eru aðeins einn fjórði hluti dæmisins. Tillögumaður sætti sig ekki við meðferð flokksstjórnarinnar á spurningunni. Aðra stefnu tók hins vegar sá, sem kom á framfæri spurningu um viðhorf manna til kaupa ríkisins á Víðishúsinu. Hann sætti sig við orðalag, sem fjallar um, hvort menn vilji hafa stjórnarráðið í gamla miðbænum. Spurningin hefur greinilega verið eyðilögð með þessu orðalagi. Margir eru andvígir því, að greitt sé morð fjár fyrir næstum ónýtt hús, þótt þeir hafi enga skoðun á því, hvar stjórnarráð eigi að vera. Þeir gætu jafnvel verið fylgjandi stjórnarráði í Kolbeinsey. Auðvitað reyna andstæðingar kaupanna að segja skoðun sína með því að lýsa sig fylgjandi stjórnarráði í miðbænum. En forsætis- og fjár- málaráðherrar geta drepið málinu á dreif með því að segja réttilega, að spurningin fjalli í rauninni ekki um Víðishúsið. En ekki þýðir að gráta alla þessa tauga- veiklun flokksforustunnar. Inni eru spurning- ar, sem skipta töluverðu máli. Hæst ber þar vitanlega Aronskuna, sem nú fær sína fyrstu prófraun innan stjórnmálaflokks. Lækkun kosningaaldurs og frjáls útvarpsrekstur eru líka mikilvæg mál, sem leyft er að spyrja um. Þrátt fyrir marga annmarka er skoðana- könnun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mikil- vægt skref í átt til lýðræðis og minnir á nauðsyn þess, að þjóðaratkvæðagreiðslur verði teknar upp hér á landi. Olíumál, her- mál og mann- réttindamál — verða á dagskrá fundar íranskeisara og Carters íWashington íranskeisari og Jimmy Carter Bandaríkjaforseti munu í dag hefja viðræður í Washington. Þessi fyrsti fundur þeirra mun að líkindum, að því er sér- fræðingar telja, létta svolítið á þeim stirðleika, sem verið hefur í samskiptum ríkjanna síðan í byrjun þessa árs. Ekki er þó víst að keisarinn fái sérlega hlýjar móttökur hjá öllum í höfuðborg Bandaríkj- anna, því þar á hann ýmsa mót- stöðumenn, sem vísir eru til að reyna að gera honum lífið leitt með mótmælastöðum og göngum. Fulltrúi utanríkisráðu- neytisins í Teheran hefur sagt að þeir sem hyggist mótmæla heimsókn keisarans til Banda- ríkjanna séu stjórnleysingjar og glæpaménn, sem fengið hafi næga fjármuni til að eyða til verknaðar síns. Að sögn fulltrúans hefur ekkert verið ákveðið um hvað á dagskrá verður, þegar þeir ræðast við forsetinn og keisarinn. 1 lok síðasta mánaðar var Michael Blumenthal fjármála- ráðherra Bandaríkjanna á ferð í Teheran og lagði hann mikla áherzlu á að samskipti þjóð- anna yrðu sem bezt í framtíð- inni eins og þau hefðu verið fram til þessa. Talið er að Irans- keisari muni leggja á það mikla áherzlu í viðræðum sínum við Jimmy Carter að Bandaríkin viðurkenni Iran sem helzta áhrifaríkið við Persaflóann. Muni hann í þessu sambandi benda á tiltölulega mikinn hernaðarstyrk lands síns og mikinn oliuauð. Viðurkenning á þessari stöðu af hálfu Banda- ríkjamanna mundi að líkindum þýða, að þeir mundu veita trönum aukna hernaðaraðstoð. Þá aðstoð telur keisarinn sig eiga skilið, því floti hans hefur verið sá, sem haldið hefur öllu í skorðum á Persaflóa síðan Bretar hurfu af vettvangi fyrir nærri sjö árum. Hvað sem úrslitum áður- greindra mála líður er þó talið alveg víst að ýmislegt muni Iranskeisara og Bandarikja- Villandi lík- ingasmíði — harðjaxlar heimsk- unnar Svargrein nr. 2 við grein Sigurgeirs Sigurðssonar bæjar- stjóra á Seltjarnarnesi í Vísi 25. okt. I grein sinni fer S. S. lítils- virðandi orðum um borgara- fundinn, sem haldinn var 20. okt. — og gefur honum eink- unn svohljóðandi: „Er þetta þá allt og sumt.“ I fyrri svargrein minni rakti ég veigamiklar þjóðmálatillög- ur þeirra þriggja manna, sem ásamt mér fluttu framsöguer- indi á umræddum fundi. Skal nú vikið að því, sem S. S. hafði um mitt framlag að segja í umsögn um þennan fund. Honum farast m.a. orð á þessa leið: „Margt er áhugavert í hug- myndum Kristjáns og tvímæla- laust rétt — þó skortir veiga- miklar upplýsingar“ o.s.frv. Síðan bregður S.S. á leik og býr til líkingu, sem virðist eiga að gefa til kynna hans skilning á kenningum mínum og segir þá þannig: I stuttu máli má segja erindið (þ.e. erindi K.F.) í líkirigu: „Maður er orðinn öryrki með skert starfsþrek. Læknirinn gefur honum tvo kosti, annars vegar hvíld frá störfum í 3-4 ár og hefja siðan störf úthvíldur með svo til óskertu starfsþreki að þeim tíma liðnum, hinsvegar að reyna með því að fara var- lega að halda áfram starfi og smá-þjálfa sig til meiri átaka þar til fyrri getu er náð. Fyrra dæmið þykir sennilega flestum skynsamlegra uns þeir gera sér grein fyrir því að maðurinn var kauplaus allan hvíldartímann, hinn siðari á skertum launum, en skrimti þó. Kristján lofaði þjóðinni 120 til 130 þúsund milljónum í auknum þjóðar- tekjum" (ef hans leið yrði valin). Þetta var hugleikur S.S. um erindi mitt. Auðvitað er líkingin svo fráleit, að í fyrstu sýnist ekki koma til greina að hún sé svara verð. En með því að ég þykist þekkja þau hugmyndatengsl, sem að baki svona ályktana liggja, þekkja þau út frá spurningum og svörum á fyrri fundum mínum um efnið, tel ég rétt að svara. Ég skil orð S.S. þannig, að hans skilningur á málinu sé sá, að hagkeðjuhugmyndin sé í sjálfu sér rétt, en gallinn sé, að sama sem ógerlegt muni reynast að koma henni í fram- kvæmd. Venjulegra er að spurning, eins og sú, er virðist vaka fyrir S.S., sé einfaldlega orðuð eitthvað á þessa leið: Hvað á fólkið, sem nú vinnur við fiskveiðar og fiskvinnslu, að gera á meðan fiskurinn við ströndina er að vaxa í rétta stærð? Og margir virðast halda, að hér sé um óyfirstíganlegan vanda að ræða. Þess vegna ætla ég nú að greina frá afmörkuðu atriði í hagkeðju-hugmyndinni, að vísu tekið út úr sínu rétta samhengi. Þetta atriði fjallar um það hvernig ég legg til að upphaf framkvæmdarinnar verði. Eg áætla að aðalbreytingin yrði framkvæmd í tveim áföngum. sem hvor um sig tæki yfir 3 ar. Lagður yrði á auðlinda- skattur og seldur aðgangur að aðalveiðisvæði landsins, sem yrði fyrir sunnan land og vestan frá Eystra-Horni til Straumness. Floti sá, sem veiðileyfi yrðu seld til, mætti ekki vera stærri en svo að afkastageta hans nýtt- ist. Miklu meira aflamagn kæmi nú í hlut hvers skips en áður við það að skipum fækkar. Sparast mundi við þetta útgerðarkostnaður 20 þús. smá- lesta botnfiskveiðiflota. Þetta yrði spörun, er næmi um 10 til 12 milljörðum. Auðlinda- skatturinn yrði þó naumast meiri en svo sem 3 milljarðar í byrjun. (Spörun hjá útgerðinni yrði þvi um 7 milljarðar strax á 1. ári).Samtímis yrðu bannaðar allar veiðar á uppeldisfiski á rúmlega helmingi uppeldis- svæðisins, þ.e. í fyrri áfáng- anum. Fyrst tekið fyrir svæðið frá Grímsey til Eystra-Horns. A þessu strandsvæði má áætla að um 1200 til 1300 mannár séu nú unnin við fiskveiðar og vinnslu. Nýtingu þessara 1200—1300 mannára áætla ég þannig í þau 3 ár, sem það tekur fiskinn að vaxa úr 1,2 kílóa þyngd (3ja ára) i fjögra kilóa þyngd (6 ára). (Fjögra og fimm ára fisk- ur, sem nú er á svæðinú kemur tilsvarandi fyrr í gagnið á aðal- veiðisvæðinu). 500 af þessum 1300 eru í öðrum veiðum og fisknýtingú en botnfiski, þ.e. í Ioðnu- vinnslu, hrognkelsi, kolmunna, hákarli, rækju, kola o.fl. (Kolann sem raunar er botn- fiskur mætti veiða án skemmdarst arfsemi). 300 yrðu áfram við botnfisk- veiðar og vinnslu og mundu nokkur skip af þessu sva'ði kaupa sig inn á aðalveiðisvæðið og nytu þar hlunninda af f;ekkun skipa. sem á svieðið sa'ktu. Þannig fengju þau

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.