Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 2
ÓÞVERRAKJÖT FRÁ REYKIÐJUNNI —lesandi segir sínar f arir ekki sléttar Jón Asgeirsson leit við á rit- stjórn Dagblaðsins og sagði sínar farir ekki sléttar í við- skiptum sínum við Reykiðjuna við Smiðjuveg: Fyrir nokkru fór ég með þrjú læri af fyrsta flokks lambakjöti til Reykiðjunnar og fékk þau reykt þar. Ég hafði áður átt viðskipti' við þetta fyrirtæki og hafði yfir engu að kvarta. Bæði hafði ég látið reykja þar svína- kjöt og lax, sem reyndist vera fyrsta flokks.. Lambalærin voru hins vegar ónýt. Dóttir mín átti eitt lærið og fyrir nokkrum dögum sauð hún það og bauð gestum í mat. Kjötið reyndist hins vegar vera svo bragðvont að það var óætt. Ég sauð þá mín læri og það sama var uppi á teningnum þar. Ég fór því með allt þetta hangikjöt til baka og fékk að tala við foráðamenn Reykiðj- unnar. Þeir vildu ekkert við mig tala, sýndu hálfgerðan dónaskap og vísuðu mér nánast á dyr. Þá lá leið mín til Neytendasamtakanna, en þau visuðu málinu frá sér þar til umsögn kjötiðnaðarmanns lægi fyrir. Þar eð ég hafði keypt öll þrjú lærin hjá Sláturfélagi Suður- lands ákvað ég að fara þangað. Tveir kjötiðnaðarmenn at- huguðu lærin og kváðust strax kannast við bragðið. Þeir hefðu orðið varir við þetta áður hjá sama fyrirtæki. Skýringin væri sú að kiötið væri reykt við timburdrasl og sag frá ein- hverju trésmíðaverkstæði. Þeir sögðust hafa rætt við menn frá Reykiðjunni um þetta en þeir segðust nota sauðatað og sérstakt sag frá Danmörku við reykinguna. Þó að kjötiðnaðarmennirnir tveir væru sammála um að hangikjötið mitt væri óþverri, vildu þeir samt ekki gefa út neina skriflega yfirlýsingu um það, né hver skýringin væri. Því er svo komið að ég get ekki leitað til neinna til að fá rétt minn fram en sit uppi með þrjú dýr en ónýt hangilæri. DAGBLAÐIf^IMMTUDAGUIU^NOVEMBE^tgj^ Kannski eru þessar ungu og fögru blómarósir þær sem einmitt hringdu ti! að hvetja til þess að músík hljómaði á skautasvellinu á Melavellinum. Þær líta að minnsta kosti út fyrir að vera hlynntar tónlistinni, þarna sem þær dansa áfram á skautunum sínum. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. HAFA EKKIAÐSTÖÐU TILAÐGEYMAVÖR- URNAR NEMA TAK- MARKAÐAN TÍMA —segir forráðamaður f yrirtækisins Svar: Birgir Sigurðsson í Reykiðj- unni við Smiðjuveg sagði að þeir reyktu kjöt eins og gert hefði verið á íslandi frá alda öðli við sauðatað sem þeir fengju frá bændum. Þá bættu þeir við taðið sérstöku sagi sem efnagerðin Valur flytur inn. Birgir sagði einnig að Reyk- iðjan hefði einhverja fullkomn- ustu reyköfna sem fyrirfynd- ust. Sagðist Birgir ekki geta fundið aðra skýringu á vonda hangikjötinu sem um getur í greininni en þá að viðkomandi hefði ekki sótt kjötið á tilsettum tíma. Sagði Birgir að Reykiðjan hefði ekki aðstöðu til þess að geyma reyktar vörur nema mjög takmarkaðan tíma og ef vörurnar væru ekki sóttar gætu þær skemmzt. Fleiri óskir um hljómlist á Mela- völlinn Þrjár ungar stúlkur, Anna Þórunn Reynis, Bergþóra Fjölnisdóttir og Edda Kristín Reynisdóttir, hringdu og báðu DB að koma á framfæri ósk um að fá hljómlist á skautasvellið á Melavellinum. Þær sögðust oft vera þar á skautum og fyndist endilega að þar ættu að vera leikin fjörug lög. Þessu er hér með komið á framfæri og bent á að fyrir nokkrum dögum var sams nemendum úr Iðnskólanum í konar ósk komið á framfæri frá Hafnarfirði. Bað ekki um að ræða við verzlunarstjórann Á lesendasíðunni í DB í fyrradag var bréf um leiðinda- framkomu afgreiðslumanns í Fálkanum. í bréfinu sagði að viðskiptavinurinn hefði ,,ekki fengið að tala við verzlunar- stjórann“. Þetta er hægt að mis- skilja á þann hátt að viðskipta- vininum hafi verið neitað um viðtal við verzlunarstjórann. En svo var alls ekki. Hún bað alls ekki um að fá að tala við hann. Það skal einnig tekið fram að maðurirm sem var á myndinni er alls ekki sá sem átt er við í greininni. BRJÓTUM AF OKKUR EINOKUNINA OG erþagnaH: ||EFJUM FRJALSAN IJTVARPSREKSTUR Jóna Jóns á Akureyri skrifar: Það lá við að ég urraði af reiði um daginn þegar mér barst til eyrna sú frétt að Utvarp Akureyri hefði gefið upp öndina, eða öliu heldur að því hefði hreint og beint verið „siátrað". Miðað við síðastliðinn vetur, þegar almennileg hljómlist hljómaði um Akureyri, þökk sé náunga X, er satt að segja ömurlega tómlegt hér núna. Brátt nálgast sá tími er menn hér fara að verða músíkfalskir, vegna fábreytts garnagauls þeirra háu herra i ríkisút- varpinu. En loksins eru að rísa upp menn með einhverju viti og þá hlýtur árangurinn að koma í ljós bráðum. Enginn hér á þessu einokunarlandi hefur þó gengið jafnákveðið fram og jafnframt sýnt að við látum ekki troða á okkur eins og gólf- tuskum og áðurnefndur maður X. í fyrra, þegar Utvarp Akur- eyri var starfrækt á Akureyri, var útvarpað frá miðjum degi og stundum frá hádegi alveg fram að miðnætti og þá stundum lengur um helgar. Hverjir opnuðu þá fyrir ríkisút- varpið? Þeir voru sannarlega ekki margir sem það gerðu og eru líklega fleiri sem gera það í vetur vegna þess að Utvarp Akureyri hefur þagnað og ekki úr miklu að velja. Urvalið er: Ríkisútvarpið á FM-bylgju eða MW, hvort sem þér þykir betra!!! Ég veit að margir, já, mjög margir, eru á því að það ætti að koma upp stöð hér á landi sem útvarpaði aðeins poppi og léttri músík. Fólk er alltaf að hugsa málið, hvert í sínu horni. Brjótum af okkur einokunina. Hættum að láta einhverja karla í sparifötum stjórna öllu og líka því sem þeir hafa ekkert vit á (þ.e.a.s. músík). Utvarp Akureyri gerði ekki neinum neitt. Þar var ekki tekinn neinn áróður og út- varpið var engum til skaða. í kveðjunum spm fólk fékk að senda í gegnum Útvarp Akureyri var aldrei háð, nfð eða áróður. Margar og skemmti- legar endurminningar* rifjast upp er talað er um kveðjurnar og vona ég bara að X hafi breytt Ringo Starr-Wings spólunni! Svo vona ég að hr. X og fleiri gefi sig ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.