Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NOVEMBER 197?. Skoðanakönnun hjá frambjóðendunum íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins íReykjavík: MEIRIHUJTINN VILL HÆTTA UTFLUTN- INGSUPPBÓTUM OG NKHJRGREIÐSLUM —meirihlutinn með f rjálsum útvarpsrekstri — flestir styðja bjór, lækkun kosningaaldurs og eru andvígir kaupum á Víðishúsinu, færri þátttöku varnarliðsins í kostnaði við vegagerð Meirihluti frambjóöenda í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík vill að hætt verði bæði út- flutningsuppbótum og niður- greiðslum á landbúnaðarafurð- um. Mikill meirihluti er því fylgj- andi að rekstur útvarps verði gef- inn frjáls. Langflestir vilja lækk- un kosningaaldurs í 18 ár. Bjór- inn hefur fylgi flestra sem tjáðu sig um þá spurningu. Einnig voru langflestir, er á annað borð tóku afstöðu til þess, andvígir kaupun- um á Víðishúsinu. Þátttaka varnarliðsins í kostnaði við þjóð- vegagerð hlaut fylgi færri en voru því andvígir. Dagblaðið gekkst fyrir skoðana- könnun meðal þeirra fjörutíu og þriggja sem berjast um sætin f prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lagðar voru sex spurningar fyrir fólkið. Fjórar þeirra eru samhljóða spurningum sem verða lagðar fyrir kjósendur í prófkjörinu, um bjórinn, kosn- ingaaldurinn, „aronskuna" og frjálsan útvarpsrekstur. Spurn- ingunni um Víðishúsið, sem hefur misst broddinn í meðferð stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna, orðum við skýrt þannig, hvort menn séu hlynntir kaupum á Víðishúsinu fyrir menntamála- ráðuneytið eða ekki. Þá bættum við inn í spurningu um land- búnaðarmál. útflutningsuppbæt- ur og niðurgreiðslur, sem nærri hafði komizt inn á spurningalist- ann sem verður samfara prófkjöri sjálfstæðismanna. Þingmenn vilja ekki svara. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu sérstöðu í þessari könnun og færðust undan að svara. Aðrir svöruðu yfirleitt skýrt. Athuga verður að í þessum spurningum er leitazt við að gera flókin mál einföld og fá menn til að segja já eða nei. Margir sem koma hér út með „svarar ekki“ og „óákveðið" höfðu afstöðu en gátu ekki sætt sig við orðalag spurninga. Til dæmis kom nokkuð oft fyrir að menn voru andvígir útflutnings- uppbótum en ekki svo mjög and- vígir niðurgreiðslum. Sumir vildu halda niðurgreiðslum að ein- hverju leyti en hætta við útflutn- ingsbæturnar. Þetta fólk kemur í töflunni með „svarar ekki“ eða „óákveðið". Á sama hátt þótti mörgum ekki unnt að taka af- stöðu til „eins húss“, eins og þeir sögðu, það er Víðishússins, þótt þeir hefðu margt til húsakaupa hins opinbera að leggja ef öðru- vísi væri orðað. Þá vildu sumir að Bandaríkin greiddu til dæmis að- stöðugjald eða tolla, en voru ekki inni á að varnarliðið tæki þátt í kostnaði við þjóðvegagerð. Þannig mætti lenga rekja athuga- semdir við svörin sem ekki er ráðrúm til að gera hér. Bjórinn fékk 17:13 17 sögðu já við því að leyfð skyldi bruggun og sala áfengs öls. 13 voru á móti. Átta svöruðu ekki, einn var óákveðinn og ekki náðist í 4. Tuttugu vildu lækkun kosn- ingaaldurs, 10 voru á móti. Sex svöruðu ekki, ekki náðist í fjóra, eins og áður sagði, og þrír voru óákveðnir. Tólf vildu þátttöku varnar- liðsins i kostnaði við þjóð- vegagerð hérlendis, sextán sögðu nei. Atta svöruðu ekki og þrír voru óákveðnir. Tuttugu og níu af þessum fjöru- tíu og þremur frambjóðendum vilja að útvarpsrekstur verði gef- inn frjáls. Aðeins tveir voru á móti. Sjö svöruðu ekki og einn var óákveðinn. Aðeins þrír sögðu jó við Víðishúsinu Tólf sögðu nei við kaupunum á Víðishúsinu en aðeins þrír já. Þrettán svöruðu ekki og tólf voru óákveðnir. Tuttugu og tveir vilja hætta útflutningsbótum og niðurgreiðsl- um. Einn var á móti, tíu svöruðu ekki og sex voru óákveðnir. Afstaða fólksins kemur fram í töflunni. í síðasta dálki segir hvernig framboð þess komu til, hvort menn buðu sig fram af sjálfsdáðum innan tilskilins frests eða komu i framboð fyrir tilmæli uppstillingarnefndar eða eru þingmenn sem gefa kost á sér til endurkjörs. - HH Brautarholti 26 — Sími 28230. Snyrtiborð á lager # sérsmíðum: Ko'iu'igleg hjó'iarúm öll húsgögo, klœðaskória og baðskútia. Sérhúsgögn IngaogPéturs Fasteignaval Hafnarstræti 15 Sími 22911 og 19255 íbúðir óskast. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur ibúðir af öllum stærðum og gerðum, fullbúnai og í smíðum einnig raðhús og einbýlishús. Höfum fjársterka kaupendur, jafnvel með staðgreiðslu. ATH. Mikið er um makaskipti hjá okkur. Fagmaður metur cignir yðar samdægurs. Vinsamlega látið skrá eignir yðar sem fyrst. Reynið viðskiptin. Jón Arason lögmaður. Sölustjóri Kristinn Karlsson, heimasími 33243. 1. Eruð þér hlynntur því að leyfð verði bruggun og sala áféngs jjls á tslandi? 2. Teijið þér að iækka beri kosningaaldur í aiþingis-og sveitarstjórnarkosningum í 18 ár? 3. Eruð þér hlynntur því að varnarliðið taka þátt i kostnaði vegna þjóðvega^erðar hérlendis? 4. Eruð þér hlynntur því að'rekstur útvarps verði gefinn frjáls? 5. Eruð þér hlynntur kaupum á Víðishúsinu fyrir menntamálaráðuneytið? 6. Eruð þér hiynntur því að hætt verði útfiutningsuppbótum og niðurgreiðsium á landbúnaðarafurð-. um? 7. Hvernig framboð frambjóðandans var til komið. Aibert Guðmundsson, alþingismaður 1 viil ekki svara 2 3 4 5 6 7 þingm. Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir já já nei já nei já bauð sig fram Bjarni Guðbrandsson pípulagningam. nei nei nei já já já tiimæii kjörnefndar Björg Einarsdóttir fulltrúi ja nei nei óákv. nei óákv. bauð sig fram Elín Pálmadóttir blaðamaður Ellert B. Schram aiþingismaður svarar ekki vill ekki svara já nei já óákv. svarar ekki bauð sig fram þingm. Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt ja já nei já nei svarar ekki bauð sig fram Friðrik Sophusson framkvæmdastjóri já já svarar ekki já nei já bauð sig fram Geir R. Andersen fulitrúi Geir Hailgrímsson forsætlsráðherra Geirþrúður H. Bernhöft cllimálafulltrúi já vill ekki svara náðist ekki í nei já já svarar ekki já bauð sig fram þingm. bauð sig fram Guðiaugur Bergmann verzlunarmaður já já nei já nei já tiimæii kjörn. Guðmundur Árnason bifreiðarstjóri Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður nei vill ekki svara já já já óákv. óákv. tilmæli kjörn. þingm. Gunnar Jónasson verziunarmaður Gunnar Thoroddsen ráðherra já náðist ekki í nei já j á óákv. já tiimæii kjörn. þingm. Gunnlaugur Snædai læknir já já • nei já já svarar ekki tilmæli kjörn. Haraldur Blöndal héraðsdómslögmaður já nei nei já nei já bauð sig fram Hilmar Fenger stórkaupmaður já óákv. nei já óákv. óákv. tilmæli kjörn. Hinrik Bjarnason f ramk væmdast jóri nei já nei ja óákv. ja, tilmæli kjörn. Hrönn Haraldsdóttir forstjóri já nei nei já jákv. já tilmæii kjörn. Jón A. Björnsson iðnverkamaður nei já ja nei svarar ekki óákv. tilmæli kjörn. Jón Ingvarsson útgerðarmaður já . já já já óákv. óákv. tilmæli kjörn. Jónas Bjarnason ef naverkf ræðingur já já óákv. ja nei já bauð sig fram. Kari Þórðarson verkamaður nei nei já já nei já tilmæli kjörn. Kiara Hiimarsdóttir tækniteiknari svarar ekki nei nei já nei já tilmæli kjörn. Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur nei já já já nei ja tilmæli kjörn. Konráð I. Torfason byggingameistari Kristján Guðbjartsson innheimtustjóri já náðist ekki í já já já svarar ekki já tihnæli kjörn. bauð sig fram Kristján Ottósson blikksmiður nei já já já óákv. já tilmæli kjörn. Kristjón Kristjónsson forstjóri nei já nei nei óákv. óákv. tilmæli kjörn. Linda R. Michaeisdóttir kennari nei já nei svarar ekki svarar ekki nei tiimæli kjörn. Ólafur Hannesson þrentari já nei nei já óákv. já tilmæli kjörn. Páll S. Páisson hæstaréttarlögmaður Pétur Sigurðsson uiþingismaður já vill ekki svara já óákv. já svarar ekki svarar ekki tilmæli kjörn. þingm. Pétur Sigurðsson kaupmaður Ragnhildur Heigadóttir alþingismaður nei vill ekki svara óákv. já já óákv. já tilmæli kjörn. þingm. Sigfús J. Johnsen kennari nei já svarar ekki já svarar ekki já bauð sig fram Sigurður Angantýsson rafvirki nei já já já já já bauð sig fram Sigurrós Þorgrímsdóttir ritari Snorri Haildórsson iðnrekandi óákv. náðist ekki i já óákv. já nei já tiimæli kjörn. tilmæli kjörn. Sveinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur já óákv. já já nei já tilmæli kjtirn. Sverrir Garðarsson hljómlistarmaður uei ii ei nei já óákv. já tilma'li kjörn. ggjBlABW án ríkisstyrks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.