Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 28
EINN ELZTIÍBÚINN í LAUGAR- DAL SVIPTUR VATNI Vatnslögn hans stóð ívegi fyrir nýjum framkvæmdum og þá var bara klippt á hana Allir Reykvíkingar sem nokkuð eru við aldur kannast við Sigurð Guðmundsson á Sólbakka við Laugalæk og konu hans. Sigurður hefur búið þarna í fjölda fjölda ára og sagðist sjálfur ekki muna hversu mörg þau væru. Þvi varð hann að vonum undrandi á miðvikudaginn var, þann 11. nóvember, er hann ætlaði að kæla kverkar sínar með vatni að ekkert vatn var að fá úr krana. Hann var alveg þurr. Þau hjónin höfðu ekki verið heima síðustu tvo daga á undan og höfðu ekkert frétt af vatnsleysinu. Þegar málið var athugað nánar kom í ljós að bygginga- meistari einn sem er við fram- kvæmdir rétt vestan við Sólbakka hafði kippt í sundur leiðslunni við framkvæmdir á húsgrunni. Sigurður varð auðvitað ekkert ánægður með þessar framkvæmdir og hringdi þegar í stað i Vatnsveituna og bað um vatn og það strax. Þar sagðist hann þó hafa fengið heldur loðin svör og þær upplýsingar gleggstar að hann þyrfti að sækja skriflega um lagningu nýrrar heimtaugar fyrir Sóibakka. Þetta sagði Sigurður að sér hefði þótt furðulegt. Hann hafði fengið leyfi frá Vatns- húsið var byggt fyrir mörgum árum. Sú leiðsla hefði hins vegar farið í sundur við byggingu nýju Sundlauganna og þá hefði hann fengið vatn til bráðabirgða, að því er sagt var, frá leiðslu sem lá við Sund- laugaveginn fram hjá Bjargi, húsi Erlings Pálssonar fyrrum yfirlögregluþjóns. Fyrir þessu sagði Sigurður að þeir Erlingur hafði lagt vatnsleiðslu þegar veitunni og taldi hann að fyrst ekkert hefði verið gert í að breyta þessari áragömlu „bráðabirgðalausn" fyrr ætti ekki að gera það núna. Þau hjónin sögðu að vita- skuld væri mjög óþægilegt að vera vatnslaus og teldu þau undarlegt í hæsta máta að ekkert hefði verið gert fyrr til þess að kippa þessum málum í lag. Af þessu tilefni var haft samband við Þórodd Th. Sigurðsson vatnsveitustjóra., Hann sagði að um væri að ræða mál sem byggingameistarai þeim er reif sundur leiðsluna og Sigurði kæmi einum við. Byggingameistaranum bæri skylda tii að sjá um að heimtaug Sigurðar væri nothæf samkvæmt almennum úthlutunarskilmálum lóða. Hitt væri svo aftur annað mál að Vatnsveitan vildi gera allt sem i hennar valdi stæði til að greiða úr málinu. Málið sagði Þóroddur vera það að Sigurður hefði á sínum tíma lagt heimtaugina um óskipulagt svæði í næsta vatns- ból. Hann hefði svo átt að færa hana út í æð þá er lögð var í Laugalækinn er sú gata varð til. Þetta hefði hann hins vegar ekki gert. Á því landsvæði sem taugin lægi nú yrði byggð raðhúsa- lengja, bílskúrar og leikvöllur sem gerðu ókleift að taugin yrði þar áfram. Hins vegar væri nú orðið dýrara en áður að leggja heimtaugina út í Lauga- lækinn því búið er að steypa götu og gangstétt. Það væri þó lódýrara en að reyna að halda við þeirri taug sem nú væri, notuð. Því hefði komið til tals með gatnamálastjóra og vatns- veitunni að endanleg heimtaug fyrir raðhús er rísa á á lóð Sigurðar samkvæmt skipulagi á næstu árum yrði lögð og Sigurður fengi afnot af henni þangað til. Þannig standa málin í dag. Ibúinn sem búið hefur í Laugardalnum síðan áður en götur þar urðu til er vatnslaus. Ný hús og nýjar framkvæmdir ryðjast að honum og yfir hans gömlu lagnir. Borgarstofn- anirnar segjast vilja sætta málin. Ekkert gerist nema nýju framkvæmdunum er haldið áfram. DS/ASt. Sigurður fyrir framan vatnsiausan Sólbakka. DB-mynd Sv. Þorm. Hættulaust fyrir fullfríska að frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 17. NOV. 1977. Óháður Vestfjarðalisti: Karvel ífyrsta sæti — r uríöðrusæti Karvel Pálmason alþm. verður í efsta sæti á óháðum lista í næstu alþingiskosningum. í 2. sæti verður Ásgeir Erlingur Gunnars- son viðskiptafræðingur. Hann er starfsmaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Fulltrúafundur stuðnings- manna þessa framboðs var haldinn sl. mánudag í Hnífsdal. Vegna samgönguerfiðleika í Vest- fjarðakjördæmi gátu ekki mætt til fundarins fulltrúar ýmissa byggðarlaga. 25 fulltrúar af Isa- fjarðarsvæðinu tóku ákvörðun um þetta framboð í samráði við jafnmarga fulltrúa annarra byggðarlaga.sem ekki gátu setið fundinn sem áður segir. Akvörðun um fullskipaðan 10 manna framboðslista verður tekin síðar. BS Reykjavíkurskákmótið: Stjörnulið mætir til leiks gefa blóð þrisvar sinnum á ári „Það hefur verið töluvert mikil blóðnotkun í seinni tíð á sjúkra- húsunum en blóðsöfnun hefur gengið allvel. Svo er jafnan á haustin þegar framhaldsskólarnir eru komnir í gang,“ sagði Ólafur Jensson læknir, en hann er for- stöðumaður Blóðbankans. „Farið hefur verið í söfnunar- ferðir á vegum Rauða krossins. Sfðast í gær var farið austur á Laugarvatn i heimavistarskólana. Safnað var úr staðarmönnum, bæði kennurum og nemendum. fialdið verður áfram að fara í blóðsöfnunarferðir, á Suðurnesin eftir að samgöngur verða erfiðar við Suðurland. Þá förum við suður með sjó tii Keflavíkur og Njarðvíkur, á flugvöllinn og I Sjö sækja um stöðu fjármála- stjóra ríkis- útvarpsins Um stöðu fjármálastjóra ríkisútvarpsins sóttu 7 menn: Einar Sverrisson stjórnarráðs- fulltrúi og lögfræðingur, Elías Gislason viðskiptafræðingur, Guðmundur Björnsson deild- arstj., Gunnlaugur M. Sig- mundsson stjórnarráðsfull- trúi, Hörður Vilhjálmsson við- skiptafræðingur, Kjartan Trausti Sigurðsson skrifstofu- stj. og Ragnar Ólafsson deild- arstjóri. BS Albræðsluna, sem eru allt staðir sem vel hefur safnazt á.“ — Hvað má gefa oft blóð? „Miðað við að fólk sé fullfrískt er áhættulaust að gefa blóð þrisv- ar á ári. En við sættum okkur ágætlega við að blóðgjafi gefi einu sinni til tvisvar á ári. Svo höfum við svokallaða gang- andi blóðbanka en það eru ákveðnir starfshópar og einstaklingar, sem eru vel blóðflokkaðir og eru í viðbragðs- stöðu og tilbúnir að koma þegar við þurfum á þeim að halda. Er þarna bæði um að ræða fólk í mjög sjaldgæfum blóðflokkum og einnig þá sem hafa verið flokkaðir í sérstaka undirflokka og hæfa sérstökum sjúklingum." — Eru karlmenn ekki í meirihluta í hópi blóðgjafa? „Það hefur ekki verið eðlilegt jafnrétti milli kynjanna. Kvenfólk lætur að jafnaði meira bióð en karlar af lífeðlisfræðileg- um ástæðum. En svo hefur einnig nokkuð á það skort að mörkin með blóðprósentuna væru nægilega víð. Yfir 90% af blóðgjöfum eru karlar en blóðbankinn hefur tilhneigingu til að fara frekar á karla- vinnustaði og litið eða ekkert verið gert að þvf að fara á prjóna- stofur yða skrifstofur þar sem konur eru í meirihluta. Vel getur farið svo að á þessu verði breyting í framtíðinni. — Hvað þarf blóðgjafi að hafa háa blóðprósentu til að teljast næfur? „Miðað hefur verið við að blóðgjafi hafi 90% blóð eða 13 gr%. Allflestir karlmenn stand- ast það próf en kvenfólk vill fara niður fyrir," sagði Ólafur Jens- son yfirlæknir. -A.Bj. Lögreglumenn voru fijótir að bregða við og gefa blóð eins og oft áður. Hér gefur einn þeirra, með bros á vör. - DB-m.vnd. Sv. Þorm. „Oll sæti keppenda í Reykja-i víkurskákmótinu eru nú skipuð. eða svo verður að telja," sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands Islands f viðtali við DB í morgun. Sovézku stórmeistararnir Polu- gajevski og Kuzmin hafa nú til- kynnt komu sina til þátttöku í mótinu. Gennady Kuzmin varð efstur á sovézka áskorendamótinu nýlega og vann sér rétt til þátt- töku í sovézka skákþinginu. Hann skaut þar ref fyrir rass mörgum fræknum kappa. Kuzmin er um þrítugt, ágætur skákmaður. Aður hafa tilkynnt þátttöku þeir: Bent Larsen, Danmörku, Tony Miles, Bretl., Walter Browne, U.S.A., Tékkinn Smejkal og norski alþjóðlegi meistarinn ögaard. Vestur-þýzki stórmeistarinn Húbner lýsti áhuga sínum á þátt- töku í viðtali við Friðrik Ólafsson. Boð til hans var svo nýlega sent, að svar hans hefur enn ekki borizt. „Þá teljum við vist að Lombardy frá Bandaríkjunum komi til leiks,“ sagði Einar. Þá eru ótaldir íslenzku keppend- urnir: Friðrik Ólafsson, Guð- mundur Sigurjónsson, Ingi R. Jóhannsson, Jón L. Arnason og Helgi Ólafsson. Þá eru nefndir þeir 14 þátttakendur, sem f Reykjavíkurskákmótinu tefla. Teflt verður a Hótel Loit- leiðum, þar sem Spassky-Hort einvígið fór fram. Teflt verður hvern virkan dag kl. 14-17, utan einn fridag í viku. Biðskákir verða tefldar samdægurs kl. 21- 23. A sunnudögum verður teflt kl. 18-23. Keppnisfyrirkomulag verður með nokkuð nýstáriegum hætti. Hefur nýlega verið skýrt frá þvi í megindráttum í DB -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.