Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. NðVEMBER 1977. 7 BANDARÍKIN: Fundu tvær millj- ónir falsaðra dollara á síðustu stundu Bandaríska leyniþjónustan segist hafa komið í veg fyrir að falsaðir dollaraseðlar að nafn- virði tvær milljónir dollara (rúmlega 400 milljónir íslenzkra króna) hafi komizt í umferð. t fyrrinótt voru fjórir menn handteknir í Brooklyn hverfi í ríew York, og voru þeir teknir með seðlana. Að sögn lögreglunnar var frágangur og prentun seðlanna mjög góð. Uppljóstrun málsins er sagður árangur mánaðar- langrar leitar og rannsóknar, sem fylgdi í kjölfar upplýsinga um að 8000 dollara virði af fölsuðum seðlum hefði fundizt í umferð í New York. Orðrómur er á kreiki um að ætlunin hafi verið að setja seðlana í umferð í spilavítis- borginni Las Vegas í Nevada. Þar hefði að sögn verið auðvelt að dreifa þeim milli spilaborða og spilasala án þess að neinir möguleikar væru á að komast eftir uppruna þeirra. INDLAND: Indira Gandhi ætlar aftur á toppinn Stuðningsmenn Indiru Gandhi fyrrum forsætisráðherra Ind- lands hyggjast koma henni í valdasætið i Kongressflokknum aftur. Indira sagði af sér sem for- maður flokksins eftir ósigur hans í þingkosningum en þá hafði Kongressflokkurinn stjórnað Ind- landi í nærri þrjátiu ar. Hin skyndilega ákvörðun um tilraun Indiru til valdatöku í flokki sínum kemur á óvart því búizt var við að reynt yrði að ganga hljóðlega frá málum bak við tjöldin, áður en málið yrði opinbert. 1 stað þess hyggjast stuðnings- menn hennar krefjast þess af núverandi formanni flokksins, Brahmandana Reddi, að hann boði til sérstaks aukaflokksþings þar sem kosinn verði nýr flokks- formaður. Ekki er ljóst hvaða svör Indira Gandhi og stuðningsmenn hennar muni fá við þessari kröfu sinni. BRETLAND: Fjögur þúsund létust f umf erðinni Fjögur þúsund manns létust í umferðarslysum á Bretlandseyjum frá árs- byrjun til ágústloka á þessu ári. Er þetta 2% færri daiiða- slys en á fyrra ári sam- kvæmt upplýsingum umferðuryfirvalda í gær. Aftur á móti slösuðust fimmtíu og tvö þúsund manns alvarlega í umferð- inni á sama tíma og er það 3% aukning frá því í fyrra. Arabaleið togar áhyggjufull- ir yf ir ísra- elsheim- sókn Sadats Arabaleiðtogar, annars staðar en í Egyptalandi, hafa flestir lýst yfir áhyggjum sínum yfir þeirri ákvörðuri Sadats Egyptalandsforseta að fara í heimsókn til Israels. Hjá sumum þeirra hefur komið fram bein andstaða. Peres leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í ísrael hefur fagnað ákvörðuninni um heimsóknina en ekki er að fullu ákveðið hvenær hún verður. Þó er hclzt búizt við henni í næstu viku. Carter Bandaríkjaforseti sagðist telja heimsókn Sadats- mikilvægt skrcf í friðarátt í Miðaustur- löndum. Mamma Línu lang- sokks orðin 70 ára Allir kannast við Linu langsokk og öll hennar ævintýri. Höfundur bókanna um hana varð sjötugur á mánudaginn. Nafn hans eða réttara sagt hennar er Astrid Lindgren og er hún frá Sviþjóð. Einnig hefur þessi ágæta kona skrifað bækurnar Bróðir minn Ljönshjarta, Elsku Míó minn, og margar fleiri. OLAFUR GEIRSSON Erlendar fréttir Vestmanneyingar Suðurlandi Vestmannaeyingafélagið heldur árshátíð sína laugardaginn 19. nóv. nk. að Borg Grímsnesi. Uppl. í síma 99-1861. Stjórriin IZNOV.,A ára afmæli Samvinnubankans opnum við nýtt útibú að Suðurlandsbraut 18 AFGREIÐSLUTÍMI ÚTIBÚSINS ER FRÁ 9.30-12.00 OG FRÁ 12.30-16.00 ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARD. STARFSFÓLK ÚTIBÚSINS ER PÁLMI GÍSLASON, KRISTÍN KÁRAD. OG SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR. SÍMINN ER 82977 Samvinnubankinn <§» <§§> <§» <§§> <§§> <$> <§» <§§> <^> <«§> <§§> <3§> <§» <g>

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.