Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 19
DAC.BLAÐIÐ FIMMTUDAC.UR 17. NÖVEMBER 1977. 19 Kvik myndir —sagt f rá kvikmyndinni Egg höggormsins RAGNAR TH SIGURÐSSON Davids Carradine. Myndin gerist áriö 1923 í Berlín. — Myndin til vinstri: Abel (David Carradine) fær vinnu á einkennilegu sjúkra- húsi. Hér á hann að bera kenusl á lík konú, sem hefur hengt sig á sjúkrahúsinu. Ragnar Th. Sigurösson skrifar frá Gautaborg: ÁGÆTIS HRYLLINGS- MYND FRÁ BERGMAN gerði Adolf Hitler misheppn- aða tilraun til byltingar. Helztu persónurnar í Eggi höggormsins eru Abel Rosen- berg og mágkona hans, Manu- ela. Hlutverk Abels er í hönd- um Davids Carradine og Liv Ullmann leikur Manuelu. Er myndin hefst hefur bróðir Abels framið sjálfsmorð. Manuela syngur og dansar á þriðja flokks Kabarettnætur- klúbbi og þau tvö ákveða að reyna að skrimta saman á þess- um erfiðu tímum. Abel fær vinnu við sérdeilis merkilegt sjúkrahús. Þar er meðal annars fengizt við tilraunir á lifandi fólki undir stjórn prófessors Hans Vergerus. Með hlutverk hans fer Heinz Bennet. Egg höggormsins er fertug- asta kvikmynd Ingmars Berg- mans og sú fyrsta sem hann þriðja flokks stöðum, með græna hárkollu og klædd svörtum sokkum. landsstúdíóunum í Miinchen og þar var reist stærsta og dýrasta sviðsmynd, sem nokkru sinni hefur verið gerð á þeim slóðum. Öll hús voru hlaðin samkvæmt leiðbeiningum Bergmans sjálfs og götur lagðar úr tilhöggnu grjóti. — Þarna var sem sagt allt eins og það átti að vera. Liv Ullmann segir um hlut- verk sitt að það sé hið erfiðasta sem hún hafi leikið. I myndinni kemur hún fram með græna hárkollu, í svörtum sokkum og með þykkt meiklag framan í sér. Ekki veit ég hvort hún er í raun og veru þriðja flokks söng- kona en henni tekst vel að túlka hana. Um David Carradine segir Liv: „Hann er einmitt leikari að skapi Bergmans. Hann er op- inn, á létt með að túlka tilfinn- ingar og leikur með öllum lík- amanum. Mér líkaði vel að vinna með honum og hafði mjög gaman af að sjá hann leika.“ Auk hlutverks síns í Nashville er David Carradine aðallega þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku sjónvarpsþáttunum Kung Fu og í ofbeldismyndum eins og Death Race 2000, sem sýnd var i Tónabíói í fyrra. Carradine líkaði ekki síður við Ingmar Bergman en Berg- man við hann. Ir.gmar Bergman segir sjálfur um nýjustu kvikmynd sína, Egg höggormsins, að hún sé fyrst og fremst hryllings- mynd. Eftir að hafa séð mynd- ina er engin ástæða til annars en að taka undir það. Egg högg- ormsins eða The Serpent’s Egg, eins og Engilsaxinn nefnir hana, var frumsýnd um alla Evrópu í lok október. Þó að óhætt sé að flokka myndina til hryllingsmynda er þó engin skrímsli þar að sjá né heldur persónur eins og Frankenstein eða Dracula. Allir munu vera sammála um að hún líkist engri af fyrri myndum Bergmans. Egg höggormsins gerist í Berlín árið 1923. Þá er óðaverð- bólgini algleymingi og einn sígareltupakki kostar fjóra milljarða marka. Um þetta leyti gerir utan Svíþjóðar. í ár eru þrjátíu ár umliðin síðan hann gerði sína t'yrstu mynd. Áður en byrjað var á Egginu fór Bergman í kynnisferð til Ber- línar. Þar las hann sig í gegnum öll dagblöð og tímarit frá þess- um árum og þær skáldsögur sem hann kom höndum yfir. Um efni Eggs höggormsins segir Ingmar Bergman sjálfur: „Þetta gerðist allt saman.“ — Myndin var tekin í Bæjara- „Stundum tók hann i hönd- ina á mér og leiddi mig um, sýndi mér allan aðbúnaðinn og leiðbeindi mér,“ segir David. „Hann talaði ensku við mig, þýzku við aðstoðarmennina og sænsku við myndatökumennina Sven Nykvist og Scriptuna. Stundum kom það fyrir að hann ruglaðist og talaði vitlaust tungumál. Það var eins og við hefðum þekkzt í hundrað ár,“ heldur David Carradine áfram. „Hann kallaði mig David litla, litla bróður eða kæra vin, svo að ég var ekki bara leikari í hans augum.” Framleiðandi Eggs hógg- ormsins er Dino de Laurentis, — sá sami og stóð á bak við gerð King Kong-myndarinnar. — Um þessar mundir fæst Ing- mar Bergman við töku 41. kvik- myndar sinnar í Noregi. Sú mun bera nafnið Höstsonaten. Þegar þetta er ritað eiga sænskir gagnrýnendur enn eftir að segja álit sitt á Egginu. Ég er sannfærður um að þeir verða mjög jákvæðir, — ég gef henni alla vega mín beztu með- mæli. Hún gefur góðar hug- myndir um ástandið í Berlín á þriðja áratugnum, — ástand sem mér skilst að sé óðum að skapast á íslandi hálfri öld síðar. - Ragnar Th/ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.