Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 14
 fþróttir ÐAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR17. NÓVEMBER DAGBJU Iþróttir Iþróttir Iþróttir ■ 17. NÓVEMBER 1977. rottir róttir T* róttir róttir 9 Belgar höfðu lítinn áhuga Nordur-lrar unnu stórsigur á Belgum í Bclfast í gær, 3-0, í 4. riðli HM. Staðan í hálfleik var 1-0 en úrslitin skiptu ekki máli. Hoiienldingar höfðu þegar sigrað í riðlinum. Tottenham-leikmaðurinn Gerry Arm- strong skoraði tvö af mörkum Norður-írlands en Chris McGrath, Man. Utd. eitt. Lokastaðan í riðlinum varð þannig Holland 6 5 10 11-3 11 Belgía 6 3 0 3 7-6 6 N-írland 6 2 1 3 7-6 5 « ísland 6 1 0 5 2-12 2 Gerry Armstrong lék ekki í HM-leikjunum1 við tsland. Kom í stað Martin O’Neil, Nottm.. Forest. Það kom greinilega fram í leiknum, að leikmenn Beigíu höfðu engan áhuga á leiknum. Léku hann aðeins af skyldu og forðuðust meiðsli. Belgar sýndu þó ágæta leikkafla í fyrri * hálfleik en skömmu eftir að Eric Gerets frá Standard Liege hafði verið bókaður fyrir ljótt brot á Armstrong, skoraði Tottenham- leikmaðurinn og engu líkara var en Belgar hyrfu út úr myndinni og trar náðu góðum tökum á leiknum, öruggur sigur, 3-0. Yfirburðir A-Þjóðverja Austur-Þýzkaland sigraði Tyrkland 2-1 í lokaleiknum í 3. riðli HM í Evrópu. Leikið var í Izmir í gær og úrslit skiptu ekki máli, þar sem Austurríki hafði áður tryggt sér rétt í úrslit HM í Argentínu næsta ár. Það tók austur-þýzka liðið nokkurn tíma að ná sér á strik í leiknum — en síðan voru yfirburðir þess ótvíræðir. Lindemann átti stangarskot á 28.mín. og rétt á eftir skoraði Hartmut Schade. Skallaði í mark eftir horn- spyrnu. I lok fyrri hálfleiks munaði litlu að Gerd Weber skoraði en markverði Tyrkja tókst að bjarga á siðustu stundu. Framan af síðari hálfleiknum sóttu Þjóð- verjarnir miklu meira. Martin Hoffmann skoraði á 63. mín. eftir varnarmistök. Skömmu síðar hafði einn framherja Tyrkja, Mustafa, næstum skorað — en á 81. mín. skoraði félagi hans Volkan með fastri jarðar- spyrnu, sem Croy hafði ekki tök á að verja. Tékkar lögðu Wales íPrag Evrópumeistarar Tékkóslóvakíu sigruðu Wales 1-0 í undankeppni HM i Prag í gær- kvöid, en sigur Tékka hefur engin áhrif, nánast skyiduleikur beggjg þjóða þar sem Skotland hafði þegar borið sigur úr býtum i riðlinum. Tékkar stilltu upp bókstaflega nýju liði, fímm nýliðar léku gegn Walesbúum — og í síðari hálfleik komust leikmenn Wales vart framyfir miðju, slík var pressa Tékka í Prag, Eina mark leiksins skoraði Nahoda á 11. mínútu leiksins eftir að Karel Kroupa hafði unnið vel að markinu, Dai Davies átti ekki möguleika að verja skot Nahoda. Davies bjargaði Wales frá stærra tapi með ágætri markvörzlu. En Wales átti sín augnablik, Brian Flynn, nýi leikmaðuriniv sem Leeds keypti frá Burnley nýlega, átti gott skot á 17. mínútu en Hruska bjargaði vel — þá bjargaði hann vel frá John Toshack skömmu fyrir leikhlé — en Tékkar tóku öll völd i síðari hálfleik án þess að koma knettinum framhjá Dai Davies. Lokastaðan í 7. riðli varð því: Skotland 4 3 0 1 6-3 6 Tékkóslóvakía 4 2 0 2 4-6 4 Wales 4 1 0 3 3-4 2 Öruggur sigur V-Þýzkalands Heimsmeistarar V-Þýzkalands unnu sann færandi sigur á Sviss í viitáttulandsieik þjóð anna sem fram fór i Stuttgart að viðstöddum 55 þúsund áhorfendum. Þjóðverjar sigruðu 4-1 þrátt fyrir að í liði heimsmeistarannð væru margir nýir leikmenn. Helmut Schöen landsliðseinvaidur notaði lcikinn til að gefa nýjum leikmönnum tækifæri og reyna þá. því eins og hann sagði, „dyrnar til Argentínu eru öllum opnar, sem sýna góða leiki.“ Þjóðverjar hófu þegar frá upphafi stór sókn að marki Sviss — og þegar að leikhléi kom var staðan 3-1. Eftir aðeins 11 mínútui /.koruðu Þjóðverjar sitt fyrsta mark, Meyei .skallaði í eigið net eftir aukaspyrnu* Þjóð verja. Aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Þjóðverjar sitt annað mark, Flohe sendi þá knöttinn í netið. Og þrlðja mark Þjóðverjs kom á 24. mínútu — þá skoraði Klaus Fischei en Meyer tókst að bæta fyrir mistök sín skömmu fyrir leikhlé þega,r hann sendi knöttinn í netið með góðu skoti í gegn um þvögu leikmanna. Aðeins eitt mark fylgdi í síðari hálfleik, jafnframt fallegasta mark leiksins. A 59. mínútu tók Flohe hornspyrnu, sendi knött- inn vel fyrir — þar stökk Fisher upp og sendi knöttinn aftur fyrir sig með hjólhestaspyrnu og í netið, 4-1. Enskur sigur gegn ítölum á Wembley — England sigraði ítali 2-0 á Wembley en það dugir Englendingum tæplega Kevin Keegan skoraði eftir mjög góða sendingu frá Trevor Brooking. „Hefðum við náð að sýna sama leik áður í HM þá væri ekki spurning að Engiand en ekki Italía færi í úrsiitakeppni HM i Argentínu," sagði Kevin Keegan, en hann átti snilldarleik með Englandi í sigrinum í gærkvöld gegn Itölum á Wembley, 2-0, skoraði fyrra mark Englands og lagði hið síðara upp fyrir Trevor Brooking. Já, England sýndi stórleik í gærkvöld á Wembley í Lundúnum og hinir 92 þúsund áhorfendur voru ánægðir með leik enska landsliðsins — Eng- Iand — England — England hljómaði um Wembley en þrátt fyrir nokkra uppreisn æru, sigur gegn ítölum, þá eru möguleikar Englendinga á að komast til Argentínu hverfandi, nánast Celtic í undanúrslit sigur gegn St. Mirren —Celtic sigraði St. Mirren 2-0 í gærkvðld og er komið í undanúrslit í deildabikamum Celtic tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum, skozka deiidabikarsins með 2-0 sigri gegn St. Mirren, samaniagt sigraði Celtic því 5-1. Paul Wilson skoraði fyrir Celtic í fyrri hálf- Ieik — og í hinum síðari tryggði John Doyle sigur Celtic með góðu marki. Það kom mest á óvart í gær- kvöld að Hearts sló út Dundee United, en Hearts leikur í 1. deild, Dundee í úrvalsdeildinni. Hearts sigraði 2-0 í gærkvöld — með mörkum Willy Kidd og Drew Busby — og að loknum venjuleg- um leiktíma var staðan því 3-3 — framlengingu þurfti því en ekk- ert mark var skorað. Þá var víta- spyrnukeppni og Hearts sigraði í henni, 4-3. Rangers átti ekki í erfiðleikum með að sigra Dunfermeline úr 2. deild, 3-1, samanlagt 6-2. John Greig skoraði fyrir Rangers á 15. mínútu, Morrison jafnaði fyrir . Dunfermeline en Sandy Jardina á 32. mínútu og Derek Johnstone á 80. tryggðu Rangers öruggan sigur. Fjórða liðið í undanúrslitum er litla Forfar Athletic, en Forfar hefur aldrei náð svo langt i nokk- urri keppni áður. Sex þúsund manns sáu leikinn, honum var frestað um 20 mínútur til að lofa fólkinu að .komast á völlinn, slíkur var áhuginn á Forfar, For- far sigraði Queen of the South 1-0 — samanlagt 4-3. Billy Gavin skoraði eina mark leiksins þegar á 3. mínútu. PORHIGAL VANN, PÓLLAND ÁFRAM Portúgal sigraöi Kýpur 4-0 Portúgal sigraði Kýpur 4-0 í undankeppni HM í Portúgal í gærkvöid — en sá sigur dugði skammt, Póiland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Portúgal hafði frá upphafi öil tök — látiaus sókn en leikurinn skipti engu í raun, Póiiand hafði þegar komizt áfram. Sigur Póilands i Portúgai reyndist því mikilvægur, 2-0, en þjóðirnar skiidu jafnar, 1-1, í Póllandi. Portúgal tók forustu á 8. mínútu þegar Senhino skoraðt — og átta mínútum síðar bætti Chalana við öðru marki. Vitai skoraði þriðja mark Portúgal í síðari hálfleik — og Fernandes hið fjórða er langt var liðið á leikinn. 10 þúsund manns fylgd- ust með leiknum, sem fór fram í Faró í Portúgal. Lokastaðan í 1. riðli varð því: Pólland 6 5 10 17-4 11 Portúgal 6 4 11 12-6 9 Danmörk 6 2 0 4 14-12 4 Kýpur 6 0 0 6 3-24 0 engir. England verður þá að stóla á að Luxemburg hljóti stig gegn ítölum á Italíu — en litla Luxem- burg hefur ekki hlotið stig í keppninni og fengið á sig 19 mörk, skorað aðeins tvö. Ron Greenwood er raunsær, hann sagði „ítalir eru með mjög sterkt lið og ég er viss um að þeir verða sterkir í Argentínu." En England lék vel — þrír nýliðar voru í enska liðinu, Bob Latchford frá Everton og útherj- arnir Peter Barnes frá Manchest- er City og Steve Coppel frá Manchester United. Þeir Barnes og Coppell áttu snilldarleik fyrir England -r- mjög ógnandi og ávailt erfiðir fyrir sterka italska vörn. En enginn lék þó eins og Kevin Keegan, hreint frábær. Hann skoraði fyrra mark Eng- lands, Brooking sendi knöttinn vel fyrir á stöngina fjær, þar skauzt Keegan fram og skallaði í netið, tónninn var gefinn. Látlaus pressa var á ítalska markið í fyrri hálfleik, ítalir áttu mjög í vök að verjast — Brooking og Wilkins áttu nánast alla bolta á miðjunni — Keegan alls staðar og Coppel og Barnes erfiðir fyrir ítölsku vörnina. Bob Latchford náði sér þó ekki á strik — en þrátt fyrir þunga sókn uppskáru Eng- lendingar aðeins eitt mark í fyrri hálfleik. ítalir komu meir inní myndina í síðari hálfleik og áttu þrjú hættuleg tækifæri — Franco Causia og Roberto Bettega góðir, en enska vörnin, með Dave Watson sterkan og Ray Clemence öruggan í markinu, var sterk fyrir. Englendingar áttu og sín augnablik — og á 80. mínútu bættu Englendingar við sínu öðru marki — enn var Keegan á ferðinni, sendi mjög góða send- ingu á Trevor Brooking, sem skoraði af stuttu færi, 2-0. Englendingar sóttu stíft loka- mínútur leiksins — en allt kom fyrir ekki. ítalir voru harðir. hikuðu ekki við að brjóta á leik- mönnum — þannig voru þeir Romeo Benetti og Marco Tardelli báðir bókaðir eftir slæm brot á Peter Barnes. Kewin Keegan varð, að fara útaf, skömmu eftir síðara! mark Englands var brotið illa á honum og Trevor Francis tók stöðu hans. í lokin bjargaði Dino Zoff tvívegis mjög vel frá Dave Watson, fór upp í hornspyrnum — og átti þrumuskalla en Zoff var vel á verði. Enskur sigur, 2-0 — en Italía nánast í úrslitakeppni HM: Lið Englands var skipað Ray Clemence, Liverpool, Phil Neal, Liverpool, Emlyn Hughes, Liverpool Dave Watson, Man. City, Trevor Cherry, Leeds, Ray Wilkins, Chelsea, Trevor Brook- ing, West Ham, Steve Coppel, Man. Utd., Kevin Keegan, Hamburger, Bob Latchford, Everton og Peter Barnes, Man City. Lið ítala — Zoff, Juvéntus, Tardelli, Juventus, Mozzini, Torino, Facchetti, Inter-Milanó, Gentile, Juventus, Zaccarelli, Torino, Benetti, Juventus, Antognioni, Fiorentina, Garziani, Torino, Bettega, Juventus. Staðan í riðlinum er: England 6 5 0 1 15-4 10 Ítalía 5 4 0 1 15-4 8 Finnland 6 2 0 4 11-16 4 Luxemburg 5 0 0 5 2-19 0 íþróttir Frakkar sigruðu Búlgari í París —og eru í úrslitum HM Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn síðan 1966 er þeir sigruðu Búlgari í gærkvöld 3-1 í París. Frakkar urðu að bera sigur úr býtum í gærkvöld. Búlgörum, sem siðan í Chile 1962 hafa ávallt verið í úrslitakeppni HM, nægði jafntefli. Þegar frá upphafi settu Frakk- , ar allt í sóknina — en gekk illa að finna leiðina framhjá sterkri vörn Búlgara. Búlgarir gripu oft til örþrifaráða — brutu oft illa á sóknarmönnum Frakka. En Frökkum, þrátt fyrir yfirburði og góð tækifæri, gekk illa að finna leiðina að markinu. Þó tókst Frökkum að skora fyrir leikhlé, á 39. mínútu skoraði Dominique Rocheteau af stuttu færi eftir að þvaga hafði myndazt í vítateig Búlgara. Búlgarar þurftu að koma Ut úr skel sinni í síðari hálfleik — jafntefli hefði hleypt Búlgörum áfram í úrslitakeppni HM fimmta sinn í röð. Bonev, snillingurinn í liði Búlgara, var maðurinn á bak við sóknarlotur þeirra og nákvæmar sendingar hans voru hættulegar. En Frakkar urðu ekki stöðvaðir, Michael Platini skoraði með þrumuskoti af 25 metra færi á 73. mínútu. Búlgarar settu nú allt á eitt spil — með Bonev frábæran. Þeim tókst að minnka muninn á 85. minútu þegar Pzetkov skoraði — varnar- menn Búlgara tóku þátt í sókn- inni en það gekk ei upp. Frakkar náðu skyndiupphlaupi og Marius Tresor skoraði á síðustu sekúndum leiksins — 1 fyrsta sinn í 11 ár voru Frakkar í úrslitum HM. Lokastaðan í 5. riðli varð: Frakkland 4 2 11 7-4 5 Búlgaría 4 12 15-64 Irland ~ 4 112 2-43 i Bopuni og Polli eru samar. i herbergD Fjögur mörk Einars í sigri Hannover —gegn Huttenberg ígærkvöld íBundesligunni. Göppingen tapaði íKiel & : Æ Einar Magnússon — Hannover nú að ná sér á strik. Hannover, lið Einars Magnús sonar í V-Þýzkalandi vann sinn þriðja sigur í Bundesligunni. sinn annan sigur á fjórum dögunj er Hannover sigraði Huttenberg 17—15 í Hannover. Göppingen, lið Gunnars TEinarssonar, átti ekki sama láni að fagna. Göpping- en fór til Kiel, og að viðstöddum 7000 áhorfendum sigruðu heima- menn, 14—12. I Hannover voru hins vegar 3000 áhorfendur, og sigur Hann- over kom nokkuð á óvart gegn Huttenberg. Hefði Huttenberg náð sigri hefði liðið þokað sér upp í annað sæti deildarinnar. Staðan I leikhléi var 10—7 Hannover í vil, leikurinn var ávallt jafn en undir lokin seig Hannover fram- úr, komst í 17—13, Þá brugðu leikmenn Huttenberg á það ráð að leika maður á mann og náðu að minnka muninn í 2 mörk í lokin, en sigur Hannover var tryggður. Einar Magnússon lék nú sinn fimmta leik með sínu nýja félagi og Hannover hefur hlotið 6 stig í þeim leikjum, hafði ekki unnið sigur áður en Einar Magnússon hóf að leika. Einar skoraði 4 mörk í gærkvöld og hefur þar með skorað 20 mörk i þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið. „Sigur okkar kom nokkuð á óvart,“ sagði Einar Magnússon „sigur okkar var mikilvægur en þrátt fyrir það erum við enn í 11. sæti 1. deildar, fallsæti þar sem fjögur lið falla... Eg var ánægður með leik okkar og fögnuður var mikili, hér í Hannover yfir sigrinum. Annars hef ég átt við meiðsli að stríða, hef orðið að taka einungis léttar æfingar þrjár síðustu vik- urnar. Þannig hefur hnéð verið fryst og bundið um það í leikjum undanfarið en ég er i daglegri meðferð og er óðum að ná mér,“ sagði Einar Magnússon. Gummarsbach hefur örugga forustu í Bundesligunni, hefur hlotið 16 stig — aðeins tapað 2 stigum. Þá koma þrjú lið, Gross- wallstadt, Nettelsted og Göppin- gen, öll með 12 stig en Grosswall- stadt hefur tapað 4 stigum, hin 6 stigum. Huttenberg hefur hlotið 11 stig, Dankersen, meistararnir frá síðasta keppnistímabili, hefur hlotið 10 stig, tapað 6 stigum. Þá koma Hofweier og Rheinhausen með 9 stig. Milbertshofen hefur hlotið 8 stig, Kiel 7 stig og í 11. sæti er Hannover með 6 stig en á leik- inni á önnur lið — raunar leik á útivelli gegn meisturum Dankersen. A botninum sitja Dershlag, Dietzenbach og Neuhausen, öll með 4 stig. Island hlaut skell gegn Svíum íHalmstad, 28-17 —Ólafur Einarsson markhæstur, en liðiö náði sér aldrei á strik „Síðustu 10 mínútur fyrri hálf- leiks reyndust okkur ákaflega af drifaríkar í landsleik okkar við Svía í gærkvöld — þá skoruðu Svíar hvert markið á fætur öðru eftir hreint ótrúleg mistök okkar. Staðan breyttist úr 7-7 í 7-17 og leikurinn tapaður," sagði Gunn- iaugur Hjálmarsson landsliðs- nefndarmaður eftir tap íslands gegn Svíum, 17-28, í Halmstad í gærkvöld. ,,Á þessum leikkafla var reynt að keyra hraðann upp en það sýntíi sig að leikmenn réðu ekki við hraðann, ótímabær skot voru reynd svo og margar feilsending- ar. Við höfum reynt að keyra upp hraðann í liðinu, lagt áherzlu á það að reyna hraðan bolta. Þetta misheppnaðist alveg í gærkvöld, Svíar skoruðu hvorki fleiri né færri en 14 mörk úr hraða- upphlaupum. Við náðum muninum niður í sex mörk í síðari hálfleik en undir lokin hljóp í baklás og Svíar náðu að auka muninn aftur. Það hefur sýnt sig að við erum veikir fyrir hraðaupphlaupum en þegar við höfum komið okkur í vörn hefur hún verið föst fyrir. Annað er og, að alls ekki hefur verið nógu góð samvinna línumanna og þeirra er leika fyrir utan, það sést bezt á þeim fáu mörkum sem skoruð eru og hafa verið af línu i ferðinni. Markverðirnir Gunnar Einarsson og Kristján Sigmunds- son stóðu sig alveg þokkalega, voru beztu menn liðsins, en aðrir stóðu sig heldur laklega. Greinileg þreyta komin í leik- menn, andleg þreyta," sagði Gunnlaugur Hjálmarsson að lokum. Leikur Islands við Sviþjóð í Halmstad var í jafnvægi framan af, þannig var staðan um miðjan fyrri hálfleik 7-7 — og síðan 9-7, en síðustu 10 mínútur hálf- leiksins skoruðu Svíar átta siðustu mörk leiksins. íslending- um tókst að minnka heldur muninn í síðari hálfleik en sigri Svia var ekki ógnað — eftir að hafa verið komnir niður í 6 mörk, náðu Svíar aftur að auka muninn, 28-17. Mörk Islands skoruðu, Ölafur Einarsson 5, Jón Karlsson 4 — öll úr vítum. Þorbjörn Guðmundsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson2,Arni Indriðason, Þorbjörn Jensson og Jón Pétur Jónsson skoruðu eitt mark hver. Agúst sigraði í Stjörnuhlaupi Fyrsta Stjörnuhlaup FH 1977 var haldið 12. nóv. við Lækjar- skólann, Hlupu konur tæpa 1500 m en karlar um 5,5 km. Úrslit i hlaupinu voru þessi: Karlar: mín. Ágúst Ásgeirss., ÍR 17:34,0 Sig. P. Sigmundss., FH, 17:35,2 Ágúst Þorsteinss. UMSB 17:44,4 Gunnar P. Jóakimss., IR, 18:41,0 Hafsteinn Oskarss., IR 18:41,4 Konur: mín. Thelma Björnsd., UBK 4:55,1 Ragnhildur Pálsd., K 4:57,4 Anna Haraldsd. FH, 5:15,0 Guðrún Árnad. FH, 5:15,6 Mjög kalt var í veðri þegar fyrsta Stjörnuhlaupið af fimm, fór fram. Þátttaka var þó með ágætum og - voru allir nelztu hlaupararnir mættir til keppni. I kvennaflokki var keppnin mjög hörð. Ragnhildur Pálsdóttir hefur nú á ný hafið keppni eftir nokkurt hlé og virðist hún á uppleið. Það nægði þó ekki, þar sem Thelma Björnsdóttir var harðari á endasprettinum. Um þriðja sætið var einnig mikil barátta milli Önnu Haraldsd. og Guðrúnar Arnadóttur, sem lauk með sigri þeirra fyrrnefndu. Keppntn í karlaflokki var geysihörð. Ágúst Ásgeirsson ÍR tók forystuna í byrjun og fór geyst. Þeir Sigurður P., Gunnar Páll og Agúst Þorsteinsson fylgdu honum þó fast eftir. Eftir 2 km tók Sigurður P. Sigmundsson FH forystuna og jók hraðann jafnt og þétt. Gaf þá Gunnar Páll eftir, en hinir tveir fylgdu fást á eftir. Þegar um 800 m. voru eftir af hlaupinu hafði Ágúst Þorsteins- son misst af Sigurði P. og Agústi Á,. sem háðu harða baráttu um sigurinn. Þegar 30—40 m voru eftir tókst Ágústi að smeygja sér fram úr og sigra, naumlega. I þessu hlaupi kom glögglega í ljós :að ungu mennirnir eru farnir að sækja fast að hinum eldri. Má ljóst vera að ekki verður auðvelt fyrir Ágúst Asgeirsson að fylgja þessum sigri sínum eftir. Januzs kemur og breyt- ingar verða á liðinu —sagði Gunnlaugur Hjálmarsson, ílandsliðsnefnd íSvíþjóð. „Höfum séð veikleika” Januzs Czerwinski byrjun janúar. — kemur „Það er alveg Ijóst að Janusz Czerwinski, landsliðsþjálfari fslands, kemur til þjáifunar íslenzka iandsiiðsins í byrjun des- ember,“ sagði Gunnlaugur Hjálmarsson, í landsliðsnefnd eftir leikinn í Halmstad í Svíþjóð. ,,En málið er í raun flókið og viðkvæmt. Það er möguleiki að ísland mæti Pólverjum, komist þeir áfram upp úr riðli sínum — þá spila Island og Pólland inn- byrðist. Czerwinski þekkir pólska landsliðið eins og sjálfan sig — alla veikleika þess og einnig styrkleika og þær tafir sem orðið hafa á því að Czerwinski komi til Islands eiga vafalítið rætur sínar að rekja til þess. Nú, en það er og ljóst að öhjá- kvæmilega verða talsverðar breytingar í íslenzka landsliðinu eftir þessa ferð. Hún hefur sýnt okkur hverjir veiku punktarnir eru í landsliðinu og verið ákaf- lega þarfleg, þó strákarnir séu ef til vill ekki líkamlega þreyttir eru þeir andlega þreyttir og farnir að sakna kvenna og barna,“ sagði Gunnlaugur Hjálmarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.