Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 3

Dagblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. Veiztu svarið? Karlaspurningar — Kvennaspurningar? Tóti Breiðholt skrifar: Ánægjulega eru þeir komnir aftur í útvarpsdagskrána eftir fulllangt hlé, þeir Jónas Jónas- son og Ólafur Hansson. Þeim er manna bezt treystandi til að stjórna þætti eins og „Veiztu svarið?“ Nú hefur mér dottið dulítið í hug eftir að hafa hlustað á fyrsta þáttinn. Ölafur, snjall- astur drengja, kom með spurn- ingu um hvað blessuðum hjón- unum, sem sátu fyrir svörum, dytti helzt í hug á bókmennta- sviðinu þegar þau kveiktu á kertum á hljóðlátum, angur- værum vetrarkvöldum. Svarið hjá henni var ,,Ég kveiki á kertum mínum“ eftir Davið Stefánsson. Svarið hjá honum: „Kertalog" eftir Jökul Jakobsson. Hans svar var talið rétt en hennar rangt. Langar mig til þess að staldra aðeins við og spyrja vin vors og blóma, Jónas: Gæti ekki verið að konur hugsuðu dulítið öðru- vísi en karlar? Væri ekki jafn- réttismál að láta konu smíða helming spurninganna þegar bæði kynin taka þátt í þættin- um? Við eigum áreiðanlega til einhverja „Ólafíu Hansson". Ekki skal hér lagður dómur á kvenhylli þeirra Jökuls og Davíðs, enda er Jökull maður sprelllifandi og getur þar af leiðandi gert ýmsar kúnstir ennþá — við kertaljós. Mergurinn málsins er sá að við karlar komum ætíð óafvitandi með karlaspurning- ar þó við reynum okkar bezta i hlutleysinu. Hitt er annað mál að engar hafa þær afsakanir ef aðstaðan er jöfn. Hvað þær sjálfar vilja fáum við sjaldan að vita — eða veiztu svarið?" Jónas Jónasson er stjórnandi spurningaþáttarins Veiztu svarið? Spurningaþættir eru. svo skemmtilegt útvarpsefni að það ætti alltaf að hafa einhvern. í gangi. Segja má að sunnu- dagsmorgnar séu kannski ekki heppiiegasti hlustunartíminn en hann er þó betri en enginn. DB-mynd Bjarnleifur. Sama sagan um Club Mallorka: Bingóvinningurinn sem aldrei kom til góða Raddir lesenda JP hringdi í dálkana og hafði eftirfarandi að segja vegna við- skipta sinna við Club Mullorka: „Ég var að lesa frásögn konu í Dagblaðinu af bingókvöldi sem Club Mallorka hélt á Hótel Sögu. Svo vill til að ég var hin konan sem var svo „heppin“ a£ vinna farmiða til Mallorka sum- arið 1974. Saga konunnar sem skrifaði í Dagblaðið um þetta mál, er ná- kvæmlega sú sama og mín. Ég gekk þó kannski öllu lengra. Ég hafði samband við embætti lög- reglustjóra vegna þessa máls þegar forráðamenn Club Mallorka höfðu gjörsamlega hafnað öllum kröfum mínum. Spurðist ég fyrir um það hvorl skemmtun þessi hefði yfirleitt verið löglega haldin. Svo virtist sem öll tilskilin leyfi hefðu verið fyrir hendi. Væri ekki ráð að opinberir aðilar drægju þessa menn fyrir lög og dóm og létu þá gera grein fyrir gerðum sinum?“ Hjá lögreglunni var mér aftur á-móti sagt að lítið mundi hafast upp úr forráðamönnum klúbbsins. Greinilegt finnst mér að hér var bara stofnað til fjárplógs- starfsemi. Ég og maðurinn minn greiddum félagsgjöld til klúbbsins og það veit ég að fleiri gerðu, ekki bara í Reykja- vík heldur úti á landi, þvi menn frá Club Mallorka gerðu víð- reist hér innanlands og söfnuðu félögum og voru snöggir að inn- byrða félagsgjöldin. Það er anzi hart að hafa unnið sólarlandaferð í bingói og borgao félagsgjöld og hvaðeina og svo skuli fyrirtækið hreinlega gufa upp! Það er svo sannarlega ástæða til að þessir menn væru dregnir fyrir lög og rétt og látnir gera grein fyrir gerðum sínum eins og bréfritari fer fram á. Vantar vinningsnúmer í HAPPDRÆTTI UONSKLÚBBS REYKJAVÍKUR Maður nokkur hringdi og sagðist hafa undir höndum happ- drættismiða frá Lionsklúbbi Reykjavíkur til styrktar íþrótta- félagi fatlaðra, Reykjavík. Á mið- anum stendur að dregið verði f marz (’77). Maðurinn sagði að drætti hefði verið frestað þar til í maí sl. en síðan hefði hann ekki frétt af þessum happdrættismið- um. Hann sagðist hafa fylgzt náið með auglýsingum um drátt í þessu happdrætti en ekki orðið var við að vinningsnúmerið væri auglýst. Eru nú félagar úr Lionsklúbbi Reykjavíkur beðnir að hafa sam- band við lesendasíðuna og skýra frá vinningsnúmerinu í happ- drætti þessu. Bíómynd í sjónvarpi á gamlárskvöld Auður Ingvarsdóttir hringdi: Hún vildi gjarnan koma á fram- færi þeimtilmælum til sjónvarps- ins að sýnd verói kvikmynd á gamlárskvöld eftir miðnætti. Auður sagðist koma með þessa tillögu svona tímanlega ef ein- hverjir fleiri vildu léggja orð 1 belg. fKENWOOD Útvarpsmagnarinn sem þú hélst þú gœtir ekki eignast. tX'ky' ..'A Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070. Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%. Verð aðeins kr. 111.230.-. Að eignast þetta reginafl, með hinu víðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi. Hvernig getur KENWOOD þetta? Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir. Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070 NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR ^KENWOOD : - FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ® /Pekking /feynsla Spurning dagsins Ferðuoft áskíði? Jón Stefánsson fyrrverandi sjó- maður, 23 ára: Ég á skiði en stunda íþróttina lítið. Ég er frá Hornafirði og hef ekki haft tæki- færi til að vera mikið á skiðum þar. Þó er skiðalyfta á Lónsheiði. Hrefna Lovisa Hrafnkeisdóttir nemandl i Garðaskóla, 13 árk: Já, en ekki núna. Ég fór stundum á skíði í Bláfjöll í fyrra. Jú, ég ætla á skiði um leið og það verður hægt. Agústa Sigurðardóttir hárskera- nemi, 18 ára: Nei, ég fer aldrei á skiði. Jón Sigurðsson Jónsson verka- maður, 52 ára: Nei, ég hef aldrei farið á skíði. Ég fer varla að gerá það úr þessu. Begína Þorvaldsdóttir húsmóðir, 20 ára: Ég hef nú ekki farið á skíði lengi. En mig vantar ekki áhugann. Nei, ég hef ekki farið á skiði í Bláfjöllum því ég er ný- flutt til bæjarins frá Ólafsfirði. Jú, það er alveg rétt, þar er fint skíðaland og þaðan hafa komið alls kyns skíðameistarar. Kannski ég fari í Bláfjöllin þegar þar að kemur. Halldóra Ólafsdóttir nemandi I Hvassaleitisskóla, 11 ára: Nei, ég fer ekkert mjög oft en mér finnst gaman á skiðum. Jú, ég á skiði. Ég fór einu sinni í Bláfjöll í fyrra.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.