Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. Undanfarið hefur fólki orðið talsvert tíðrætt um hin auknu umsvif hins opinbera á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, ekki hv^ð síst í atvinnuvegunum. Hefur fólk verið misjafnlega ánægt með þá þróun að ríkis- báknið þenjist sifellt út, og hafa menn mjög skipst í flokka eftir afstöðu sinni til þessara mála. Aukin ríkisumsvif í stjórnartíð sjálfstœðismanna Þrátt fyrir að nú sitji að völdum í landinu ríkisstjórn sem margir vilja nefna hægri stjórn, undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, þá hafa umsvif hins opinbera aukist á valda- tíma hennar. Fjárlögin hafa hækkað ár frá ári og ríkið grípur nú inn í á æ fleiri sviðum þjóðlífsins. Er það að vonum að þetta hefur valdið stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins miklum vonbrigðum, enda var á það lögð mikil áhersla, er flokkurinn var í stjórnarandstöðu, að opinber umsvif yrðu að minnka. Það eru einkum ungir sjálf- stæðismenn sem hafa lagt áherslu á að hér sé verið að fara út á óheillavænlegar brautir og hafa þeir lagt mikla áherslu á að draga verði úr umsvifum hins opinbera. Hafa þeir lagt mikla vinnu í undirbúning og kynningu þessara stefnumála sinna, og varla mun það manns- barn vera til í landinu sem ekki veit hvað stefnan sem felst í orðunum „Báknið burt“ þýðir. Eiga ungir sjálfstæðismenn miklar þakkir skildar fyrir þetta framlag sitt til þess að benda á raunverulega stefnu Sjálfstæðisflokksins, ekki hvað síst fyrrum formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, Friðrik Sophusson. Það er ótvírætt stefna Sjálf- stæðisflokksins að hlúa að einstaklingsrekstri í landinu og jafnframt að sjá til þess að opinber umsvif vaxi ekki úr hófi fram. Þessara stefnumála hefur núverandi ríkisstjórn ekki gætt nægilega vel og því er full ástæða fyrir þeirri gagn- rýni sem ríkisstjórnin hefur orðið fyrir frá sjálfstæðismönn- um sjálfum. Sá er vinur er til vamms segir og ætti því þessi gagnrýni að vera vel þegin. Ekki skal hins vegar reynt að Einkarekstur fái aukin tækifærí draga fjöður yfir það að erfitt er að starfa með framsóknar- mönnum í ríkisstjórn og ekki við því að búast að við sjálf- stæðismenn náum fram öllum okkar stefnumálum f þessu stjórnarsamstarfi. En einmitt það ætti að verða okkur hvatn- ing til að gera enn betur í kosningunum í vor en áður því aðeins enn aukið fylgi Sjálf- stæðisflokksins getur tryggt framgang stefnumála hans. Barátta gegn ofvexti rikis- báknsins ætti að geta verið öllum sjálfstæðismönnum sam- eiginleg enda er hér um að ræða það mál sem greinir Sjálf- stæðisflokkinn frá öðrum ís- lenskum stjórnmálaflokkum, öðrum málum fremur. Afstaðan til einkareksturs og ríkisreksturs er það sem öðru fremur skiptir Islendingum f stjórnmálaflokka. Ekki lögmói frum- skógarins heldur eðlileg sjólfs- bjargarviðleitni Það, að barist er gegn sfaukinni útþenslu rfkis- Kjallarinn Hrönn Haraldsdóttir báknsins, þýðir hins vegar ekki að hér eigi að gilda lögmál frumskógarins, að hnefa- rétturinn skuli ráða f samskipt- um manna. Heldur ekki að félagslegri þjónustu skuli hætt eða hún minnkuð hættulega mikið. Það sem til umræðu er, er að einstaklingarnir fái að spreyta sig f atvinnulífinu, þeim sé gert kleift að eiga sfn eigin fyrir- tæki, stór og smá, en ekki að allt sé ofurselt valdi stjórn- málamanna er ferðinni ráða hverju sinni. Reynslan sýnir að þar sem eintaklingarnir og félög þeirra fá að starfa er út- koma fyrirtækja einna best. Þar kemur til betri rekstur og betri stjórnun sem eiga skýringar f því að fólk leggur sig meira fram ef það er að starfa f eigin fyrirtækjum, ef það uppsker eins og það sáir, í stað þess að vinna við stór og mikil fyrirtæki í eigu hins opinbera. Það mun því óhætt að fullyrða að eigi að koma efna- hag landsins aftur á réttan kjöl verður að gera einstaklingana virkari f athafnalífinu. En til þess að svo megi verða verður að stöðva þá óheillaþróun, að ríkið taki sífellt til sfn meira og meira fjármagn, en sú þróun hefur verið mjög ríkjandi und- anfarin ár. Spariskírteini og happdrættislán sem tekju- öflunarliður rfkisins hefur gert það að verkum að tilfinnanleg- ur skortur er á fjármagni f bankakerfinu. Fjármunir þeir sem ella hefðu farið inn á reikninga sparifjáreigenda liggja nú hjá rfkinu. Þvf er það að bankarnir eru því nær lokaðir og fyrirtæki fá þvf ekki nauðsynleg lán til uppbygging- ar og reksturs. En um leið og rætt er um að einstaklingunum og félögum þeirra skuli gefið meira frelsi til athafna, skal skýrt tekið fram, að þessi stefnumál eiga alls ekki að bitna á félagslegri þjónustu þeim til handa er hennar þarfnast. Enginn ber brigður á rétt aldraðs fólks til mannsæmandi eftirlauna eða rétt öryrkja til örorkubóta. Hins vegar þarf að gæta þess að einkum þeir, sem á slfkri aðstoð þurfi að halda, njóti hennar, en ekki hver sem er án tillits til tekna og annarra aðstæðna. Ljóst er að fjöldi fólks hér á landi nýtur ýmiskonar styrkja og bóta án þess að þurfa á því að halda. Þetta þarf að koma f veg fyrir, enda er það ein for- senda þess að unnt sé að gera vel við þá sem raunverulega eru hjálparþurfi. Aukum athafnafrelsi einstaklinga, minnkum opinber afskipti I því prófkjöri, sem nú stendur fyrir dyrum hjá sjálf- stæðismönnum, er þvf þess að vænta að sjálfstæðismenn veiti því fólki brautargengi sem berst fyrir auknu frelsi eintaklinganna í atvinnullfinu, enda er lítið orðið eftir af stefnumálum Sjálfstæðis- flokksins ef það er látið liggja í láginni. Bætt staða einkareksturs í landinu þýðir betri stöðu þjóðarbúsins í heild. Bætt staða einkareksturs í landinu þýðir að meira fé verður unnt að veita til þeirra sem eru hjálpar- þurfi. Bætt staða einkareksturs 1 landinu mun færa fjölda fólks hamingju við að fá að starfa I eigin fyrirtækjum, án alltof mikilla afskipta hins opinbera sem aðeins ætti að grípa þar inn í sem annað verður ekki umflúið. En hvar sem þvf verður viðkomið ætti að gefa einstaklingunum tækifæri til þess að spreyta sig, slfkt mun borga sig þegar frammf sækir. Hrönn Haraldsdóttir forstjóri. Verzlun Verzlun Verzlun Framleiðum eftirtaldar gerðir: Hringstiga, teppa- stiga, tréþrep, rifla- jórn, útistigc úr óli og pallstiga. Margar gerðir af inni- og útihand- riðum. VÉLSMIÐJAN JÁRNVERK ARMULA 32 — SÍMI 8- 4606. Kynnið yður okkar hagstæða verð SJIIBl4 SmiBBHI IsleniktHiigvitúgHaiiðmk STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. ISVERRIR HALLGRÍMSSON 1 SmfBattofa,Trönuhra»nl 5. Sfml: 51745. Vérzlunin /ESA auglýsir: Setjum guneyrnalokka í eyru með nýrri tækni. ^ Notum dauðhreinsaðar gullkúlu Vinsamlega pantið í sima 23622. Munið að úrvalið af tfzkuskart- t,- ipun um er i /Lsl'. A Skemmtilcgar krossga'tur °S brandarar \jJAH KADSS • um Nýjar krossgátur nr. 11 komnarút. Fæstiöllumhelztu söluturnum og kvöldsölustöium iReykjavik og litumlandii. • Einnig iöllum meiriháttar bókaverzlunum umlandiiallt Austurlenzk undraveröld opin á Grettisgötu 64 S/MI 11625 MOTOROLA Allernalurar i bila og hála. 6/12/24/32 volta. IMalinulausar transistorkveikjur i flesta bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Anpúia 32. simi 37700. s\k \MÁI. \S(ii;i k SAKAMALA- SÖGUR Ógn næturinnar Týnda konan \ ■ Ástkona satans Féll á sjálfs síns bragöi ' Síöasta verk /j *> lögreglustjórans ■WmÁ Gleöikonan fagra FÁSTIBÓKA- OG BLAÐSÖLUSTÖÐUM Skrífstofu SKRIFBQRD Vönduó sterk skrifstofu ikrif- boró i þrem stæróum. Á.GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiöja. Auóbrekku 57. Kópavogi. Simi 43144 Þungavinnuvélar Allar gerðir og stærðir vinnuvéla og vörubila á söluskr^. Utveguin úrvals vinnuvélar og bíla. erlendif frá. ’ Markaðstorgið. Einholti 8, sími 28590 og 74575 kvöldsimi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.