Dagblaðið - 18.11.1977, Síða 24

Dagblaðið - 18.11.1977, Síða 24
Srjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. NÖV. 1977. Hækkun álagningar veldur 2-3 prósent verðhækkunum Hækkun álagningar nú veldur aö jafnaði 2-3 prósent verðhækkunum á vörum al- mennt öðrum en, fyrst um sinn, landbúnaðarvörum og þeim sem eru með ák'veðnu hámarks- verði. Álagning hækkar um 10 af hundraði bæði í heildsölu og smásölu sem þýðir að 10% heildsöluálagning verður 11% og 25% smásöluálagning verður 27,5%. Sé dæmi tekið um að vara kosti 100 krónur í innkaupi leiddi 10% álagning í heildsölu og 25% í smásölu áður til þess, að verðið varð 165 krónur þegar 20 prósenta söluskattur hafði verið lagður ofan á. Við breytinguna nú kostar þessi sama vara út úr búð 170 krónur, sem er þrjú prósent verðhækkun. Aiagningin er yfirleitt heldur minni en þetta, svo að tala má um milli tvö og þrjú prósent verðhækkun á vörum almennt. Það gildir þó ekki, að svo stöddu, um búvörur og vörur með hámarksverði. Meirihluti verðlagsnefndar taldi aðleiðréttingarhefði verið, þörf. Álagning i prósentum var lækkuð samfara gengis- fellingum í september 1974 og febrúar 1975. Þessar lækkanir voru bættar að nokkru í apríl 1975, en síðan hefur álagning í prósentum verið nokkurn veginn óbreytt. Minnihlutinn, þrír fulltriiar ASI og fulltrúar BSRB, voru hækkuninni andvígir. •HH. Hreyf ing aftur ásölu loðnumjöls 50 hringnóta bátar fylltu kvóta sinn 26 eru enn að glíma við 200tonna kvótann Það gengur erfiðlega hjá þeim bátum sem veiða síld í hringnót að fylla upp í þann kvóta sem þeim er heimilt samkvæmt leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. Samt er alltaf einn og einn bátur að landa og þannig smásaxa á skammtinn, sagði Jón B. Jónsson fulltrúi í ráðuneytinu í símtali við DR Það voru 83 bátar sem sóttu um leyfi til síldveiða í hringnót en af þeim hófu aldrei veiðar, nema 76 bátar. Uni 50 þessara báta eru búnir að fylla upp í kvótann sem var 200 tonn á bát. 26 eru enn að en gæftir hafa óft verið erfiðar að undanförnu. Akveðið hafði verið að hætta síld- veiðunum 15. nóv. því reynsla undanfarinna ára er sú að eftir þann tíma er síldin orðin léleg. Nú var síldin hins vegar seinna á ferðinni og því var heimilað að bátarnir mættu vera að til 27. nóv. Frá fiskifræðilegu sjónarmiði var ekkert við slíkt að athuga. -ASt. Torkennilegt fólk á ferli ímiðbænum: ÁSTANDSMEYJAR, GÍSLI 0G ERLENDUR SVEINN „Jess of kors spík æ einglís," Ekki bar á öðru en að ástands- meyjar lifðu upp liðna tíð, er tveir sóldátar birtust skyndi- lega í hundslappadrífunni í miðbænum i gær. Ekki var þó um eiginlega innrás að ræða að þessu sinni, heldur var þar á ferðinni Gfsli Rúnar Jónsson leikari af guðs náð að auglýsa nýja hljómplötu sína/ „Blessað stríðið, sem gerði syni mína ríka“. Sér til aðstoðar fékk Gísli nokkrar glaðlegar stúlkur og einnig var Erlendur Sveinn Hermannsson þarna á vappi. A plötu sinni lofsyngur Gísli Rúnar hernámsárin, sem hann telur reyndar að sé ekki lokið ennþá. Honum tekst þar að draga allt það skoplegasta fram í dagsljósið og bregður sér í allra stríðskvikinda líki. ÁT/DB-mynd: Bjarnleifur. FANGINN KVEIKTI í DYNU SINNI —og þöttist vera dauður Allmikill tilflutningur fanga varð í Reykjavík í gær eftir að fanga á Skólavörðustíg hafði tekizt að kveikja í dýnu sinni. Jafnframt skaut hann rúmbálki sínum fyrir dyr klefans og reyndi á allan hátt að hindra björgunar- menn í að komast inn. Þegar inngangan tókst lá fanginn á klefagólfi og þóttist dauður. Var hann að vonum búinn að gleypa mikinn reyk. Hann og tveir aðrir voru fluttir til skoðunar í slysa- deild en 5 aðrir fangar í fanga- geymslur á Hverfisgötu og síðar í, Síðumúlafangelsið. Eftir skoðun bættust þeir þrír sem til skoðunar voru fluttir í fangaklefa í Síðumúla. Var þar óvenju fjölmennt meðan loftað var út úr Hegningarhúsinu. ASt. „Við seldum á þriðjudag 3100 tonn af loðnumjöli eftir lægð undanfarinna vikna í sölu,“ sagði Kristinn Baldursson, hjá Sfld- arverksmiðjum ríkisins við DB. „Þrátt fyrir að verð á sojamjöli hafi lækkað mjög undanfarið og bein tengsl hafi ávallt verið milli sojamjöls og loðnumjöls, virðast þessi tengsl hafa rofnað í sumar vegna minna framboðs af mjöli. Yfirleitt hefur framleiðslan minnkað, und^ntekningin þar er Island sem eitt hefur aukið fram- leiðslu sína,“ sagði Kristinn enn- fremur. Birgðir af loðnumjöli voru um síðustu mánaðamót um 21 þúsund tonn og mun um helmingur loðnubirgðanna vera hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Verðið fyrir loðnumjölið hefur verið gott, um 7 Bandaríkjadalir á próteineiningu, og hefur það: hækkað nokkuð síðustu vikur þrátt fyrir verðfall á loðnumjöli. „Salan virðist koma I gusum,“ sagði Kristinn, „þegar einn fer af stað virðast aðrir fylgja eftir en hvert framhaldið verður, bæði hvað verð og sölu snertir, er ómögulegt að spá um.“ h.halls. Fimm sjónvarpsstöövar sameinast um verkefni: Paradísarheimt kvikmynduð á íslandi, í Utah og Danmörku „Ahuginn á að kvikmynda Paradísarheimt Halldórs Laxness fyrir sjónvarp er mikill, en málið er þó enn á viðræðu- og samningsstigi," sagði Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins í vitali við DB. „Gert er ráð fyrir því að sjónvarpsstöðvar fimm þjóða standi að kvikmyndinni. Verður Nord Deutsche Rund- funk þar Iangstærsti aðili og yfirgnæfandi. Auk þeirra koma svo til með að standa að þessu íslenzka sjónvarpið, það sænska og það norska og einnig er nú talað um danska sjónvarpið." Pétur sagði að hluti verksins yrði kvikmyndaður hér á landi en einnig yrði myndað í Utah og í Danmörku. „Málin eru þó öll enn á umræðustigi," sagði Pétúr „Handrit kvikmyndarinnar liggur enn ekki fyrir, en það semur Rolf Hadrick, sá hinn sami og gerði handrit að Brekkukotsannál." Pétur sagði að ekki væri víst hvort öllum undirbúningi miðaði svo að kvikmyndun gæti farið fram næsta sumar, en þó væri stefnt að þvi. -ASt. Vextirhækka: Víxilvextir í 20 % % Seðlabankinn ákveður vaxta- hækkun á fundi seinna í dag. Sennilega verður hækkunin um þrjú prós,ent, þannig að almennir víxilvextir af nýjum lánum fari úr 1714% í 2014%. Raunverulegir vextir af víxlum eru þó hærri. Þannig eru lögð á stimpilgjöld og fleira, sem valda, að þessir vextir hafa í reyndinni verið um 21 prósent og mundu því hækka í 24 prósent. Vextir af vaxtaaukalánum verða líklega nálægt 30 prósent eftir hækkunina, og aðrir vextir eiga að hækka um nálægt þremur af hundraði. •HH. Tveim Konicavélum stolið Búast má við því að einhverjum verði í dag boðnar til sölu Konica- myndavélar. Tvær slíkar hurfu úr kjallaraíbúð að Sóleyjargötu 19 og hefur rannsóknarlögreglan fengið málið til meðferðar. Annað innbrot var framið á Seltjarnar- nesi en þar er ekki saknað annars en 3000 króna. ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.