Dagblaðið - 18.11.1977, Side 9

Dagblaðið - 18.11.1977, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. 9 S- „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN viðskipta- 77 r » ÆTTIAÐ RAÐA MUN MEIRU” „Kosningabarátta mín er nú aðallega fólgin i því að ég hef gefið út kynningarbækling, sem dreift hefur verið,“ sagði Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur og forstöðumaður Dale Carnegie- Sigurður Angantýs- son deildarstjóri tæknideildar Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar: „Heilbrigðismálin eru mér auð- vitað efst í huga en þau eru það fjölþætt, að varla er hægt að nefna neitt eitt sérstakt," sagði Sigurður Angantýsson rafvirki í viðtali við DB. „Ég er deildar- Konráð Ingi Torfason byggingameistari: Konráð Ingi Torfason „ATVINNUMALIN OG VINNU- LÖGGJÖFIN ERU MÍN MÁL” „Atvinnumálin eru mér, sem iðnaðarmanni, ákaflega hug- stæð,“,sagði Konráð Ingi Torfa- son byggingameistari í viðtali við DB. „Ég er innilega sammála þeirri umræðu sem orðið hefur um atvinnumál okkar Reykvík- inga að undanförnu og mér finnst eins og fleirum borgin hafa orðið útundan og þurfa að snúa til sóknar gegn landsbyggðinni." Konráð er í framboði til próf- kjörs sjálfstæðismanna hér í Reykjavík núna um helgina. Hann hefur starfað lengi í Sjálf- stæðisflokknum, er formaður sjálfstæðisfélagsins í Arbæjar- hverfi og starfaði lengi í Heim- dalli. „Það er að mínu viti ljóst að landsbyggðin hefur notið snöggt- um stærri hluta fvrirgreiðslu til framkvæmda og er það óeðlileg þróun gagnvart okkur Reykvík- ingum. Eins þyrfti að skoða vinnulöggjöfina nánar, þessi tíðu verkföll eru engum til góðs, enda þótt afstaða launafólksins sé skiljanleg." Konráð kvaðst ekki myndu standa í mikilli kosningabaráttu úr þessu og sagði framboð sitt þannig til komið að kjörnefnd flokksins hefði leitað til hans um framboð og hann slegið til. - HP Sigurður Angantýsson Kaupa flugskýli fyrir 161 millj. Flugleiðamenn tóku fram sparisjóðsbókina á dögunum og keyptu sér flugskýli númer 4 á Reykjavíkurflugvelli. Verð byggingarinnar var 161.5 millj- ónir. Seljandi er samgöngu- ráðuneytið. Skýli þetta hýsir nú verkstæði, sem notuð eru til viðgerða, viðhalds og eftirlits með flugvélum Flugfélags ís- lands hf. Var það tekið i notkun skömmu eftir að flugskýli 5 á flugvellinum brann. Áður hafði skýlið aðeins verið notað til að hvsa flugvélar. Flugmálastjórn hefur síðan látið gera við skýli 4, ytra byrðið og einangrun þess. Flug- leiðir létu og reisa 1000 fer- metra hús við hliðina á skýlinu, auk þess sem nyú raflögn var lögð og vinnuljós sett upp. námskeiðanna í viðtali við DB. „Ég hef verið áhugapólitíkus í mörg ár og alltaf haft áhuga á landsmálum. Ef til þess kæmi að ég veldist á lista Sjálfstæðisflokksins myndi ég leggja áherzlu á að stefnu flokksins yrði framfylgt mun betur en verið hefur. Með því er ég ekki að segja að stjórnarstarfið hafi ekki verið gott en ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða þar meiru um stefnuna." - HP Konráð Adolphsson „Heilbrigðismálin eru efst á listanum” stjóri tæknideildar Sjúkrastofn- ana Reykjavíkurborgar og hef því sem slíkur haft afskipti af heil- brigðismálum." Sigurður hefur vei^ið í stjórn málfundafélagsins Öðins frá 1970 en hann gekk i Sjálfstæðisflokk- inn árið 1956. „Framboð mitt er þannig tilkomið að nokkrir vinir mínir fóru fram á þetta við mig og skil- uðu inn meðmælendalista. Eg hef vegna starfans ekki haft mikinn tíma tii eiginlegrar kosningabar- áttu en ég mun ekki liggja á liði mínu ef ég verð valinn á listann." - HP SS-Austurveri opnar Sparimarkað: Vörulager stórverzlunarinnar opnaöur öllum almenningi Vörur frá á annað hundrað heildsölum á markaði við Háaleitisbraut A sama tíma og verið er að leyfa hækkun álagningar hjá Verðlagsnefnd harðnar stríðið um að hafa sem ódýrastar vörur á markaðinum. í dag kl. 2 opn- aði svokallaður Sparimarkaður sem tengdur er SS-búðinni í Austurveri. Opnun Sparimark- aðarins táknar á vissan hátt tímamót í verzlunarháttum f höfuðborginni. Sparimarkaðurinn á Háa- leitisbraut er byggður upp þannig, að vörulager hinnar stóru SS-búðar í Austurveri er opnaður almenningi. Stendur hann öllum opinn eftir klukkan 2 dag hvern. í Sparimarkáði SS er aðeins hægt að kaupa í heilum kössum eða f stórum einingum. Er um verulegan afslátt að ræða þegar þannig er keypt. Álagningin er yfirleitt 15% í stað álagningar allt upp f eða yfir 50%. Þarna er gífurlegt vöruúrval, þvf stórar markaðsbúðir eins og SS í Austurveri hafa breiðara og fjölbreyttara vöruúrval en nokkrar aðrar búðir. Og þar sem Sparimarkaðurinn er sjálfur vörulager verzlunarinn- ar getur þar að líta ótrúlegt vöruval. Auk nýlenduvara og niður- suðuvara er á Sparimarkaðin- um stærðar kæliklefi. Við- skiptavinir markaðarins aka vögnum sínum inn í þennan klefa, velja sér þar ávexti og alls kyns landbúnaðarafurðir. Þar eru t.d. ostar og smjör á sama verði og í Osta- og smjörsölunni. Komið var fyrir á fagernum stærðar frystiborði, þar sem viðskiptavinum er boðið kjöt i heilum skrokkum sagað niður á ýmsan hátt. Allt er þetta tilbúið f plastpokum. A Sparimarkaðinum er að finna t.d. sælgæti í kartonum, alls kyns vörur til bruggunar öls og léttra vfna og er allt ódýrara en annars staðar. Þá er það nýjung að gos sé selt f heilum kössum með af- slætti. Nemur afslátturinn 7%. Nýtt er að afsláttur er veittur af tóbaki í kartonum, nemur hann 3%. Jóhannes Jónsson verzlunar- stjóri sagði að Sparimarkaður- inn verzlaði við alla heildsala Reykjavíkur, birgðastöð SÍS og allar þjónustustöðvar í mat- vælaiðnaði. Það talar sínu máli um vöruvalið. Auk afsláttarins geta neyt- endur þarna tryggt sig fyrir verðbólgu fram f tímann, því vörur hækka mjög oft, og með þvf að kaupa í stærri einingum búa menn lengur að vöru á eldraverði. - ASt. I nýja Sparimarkaðnum sem komizl er i með því að fara suðurfyrir nýbygginguna við Austurver. Hér sér inn í kæliklefann. Jóhannes verzlunarstjóri (á hvítum siopp) Gunnar lagerstjóri lengst t.v. og starfsfólk.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.